Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 15 ______________LAIMDIÐ______________ Drengur á hjóli féll fyrir bíl á Ölfusárbrú Hjálmur kom í veg fyrir stórslys Selfossj - Litlu munaði að stórslys yrði á Olfusárbrú síðdegis á fimmtudag þegar ungur drengur missti stjórn á reiðhjóli sínu. Hann féll út á veginn þar sem hann lenti á bíl. Drengurinn skall síðan með höfuðið í götuna og rakst utan í annan bíi sem kom á eftir. Hann slasaðist ekki alvarlega enda með hjálm á höfðinu. Drengurinn var fluttur á Heilsugæslustöð Selfoss þar sem hlúð var að honum. Að sögn Ósk- ars Reykdal læknis var mikil mildi að ekki skyldi fara verr. „Hann hlaut mjög slæmt höfuðhögg og réði úrslitum að hann var með hjálm.“ sagði Óskar. Einnig verð- ur að teljast mildi að hann skyldi skeila utan í bílunum tveimur en ekki verða undir þeim. Drengurinn sem fyrir slysinu varð heitir Sævar Daníel Ko- landavelu, búsettur á Selfossi. Hann var óvenju hress þegar blaðamann bar að garði en sagð- Morgunblaðið/Sig. Fannar. SÆVAR Daniel með hjálminn góða sem læknar segja að hafi bjargað honum frá stórslysi þegar hann féll fyrir bíl á Ölfus- árbrú. og eru foreldrar á Selfossi ugg- andi um börnin sín sem sum hver þurfa yfir brúna á hverjum degi. Að sögn fulltrúa bæjarsljórnar Selfoss hefur áskorunum bæj- arbúa verið komið til skila en ekki hafa borist nein svör frá yfirvöld- um vegamála, sem eiga að sjá um framkvæmdir við Ölfusárbrú. ist þó hafa fengið mikið sjokk þegar hann skall í götuna. Að sögn Sævars eru krakkarnir ekki all- ir nógu duglegir að nota hjálma en hann er staðráðinn í að nota alltaf sinn hjálm, enda segja læknar honum að það hafi bjargað lífi hans. íbúarnir vilja handrið Það hefur verið mikil umræða um það á Selfossi að koma upp handriði við Ölfusár- brú. Undirskriftarlisti gekk á meðal bæjarbúa í vor þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að beita sér í því að koma upp handr- iði tij þess að veita vegfarendum um Ölfusárbrú meira öryggi. Gríðarleg umferð er um brúna Of snemmt að framhaldsskólar byrji í ágúst Framhaldsskólanemar á Þórshöfn ósáttir Þórshöfn - UMRÆÐUR um að nám við framhaldsskóla hefjist viku fyrr en venja hefur verið, eða síð- ustu viku í ágúst, koma misjafnlega við fólk. Framhaldsskólanemar á Þórshöfn tjáðu sig um málið og höfðu ákveðnar skoðanir. Þeir von- uðu allir að þetta væru aðeins um- ræður og skólar myndu hefjast í september eins og áður. Mjög mikil atvinna hefur verið á Þórshöfn síðan snemma í vor og allir unglingar eru í vinnu. Frétta- ritari hitti Þórhildi Guðmundsdótt- ur, nema í Verkmenntaskólanum á Akureyri, og henni fannst „algjört rugl“ ef breyting yrði á skólatíma. „Okkur munar um heila viku í vinnu,“ sagði Þórhildur sem er í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Þeir voru á sama máli, Rób- ert Jónsson, nemi í Menntaskólan- um á Egilsstöðum, og Þórður Ragn- ar Þórðarson, nemi í VMA á Akur- eyri, en þeir félagar eru í vinnu við byggingu nýja íþróttahússins. „Það yrði slæmt að missa heila vinnuviku í ágúst því það er dýrt að kosta sig sjálfur í skóla,“ sagði Róbert og vonuðu þeir félagar báðir að engu yrði breytt. Þórður Ragnar sagði að hann og margir fleiri leigðu or- lofsíbúðir af stéttarfélögum yfir veturinn og þær íbúðir eru undan- tekningarlaust í leigu út ágúst og ekki tilbúnar fyrir skólafólk fyrr en 1. september. „Við yrðum þá á götunni í eina viku,“ sagði Þórður Ragnar. Veturinn kostar um hálfa milljón Vinkonurnar Rán Siguijóns- dóttir og Halldóra J. Friðbergs- dóttir vonuðu að breyting á skóla- árinu yrði ekkert nema umræðan. „Við megum ekki við því að missa heila viku eða meira úr vinnu, það er dýrt fyrir nema sem búa úti á landi að fara burt í framhalds- skóla." Rán hefur unnið hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar og Halldóra í Söluskála Esso. Þær eru báðar í VMA og leigja húsnæði á Akur- eyri eins og hinir Þórshafnarbú- arnir en engin heimavist er við Verkmenntaskólann á Akureyri. Aðspurðar sögðu þær að heildar- kostnaður fyrir veturinn væri um fjögur til fimmhundruð þúsund, það væri dýrt að geta ekki búið í foreldrahúsum meðan á námi stendur. Fleiri framhaldsskóla- nemar lýstu skoðun sinni á skóla- tímanum og skilaboð frá ungling- um á Þórshöfn eru skýr, „við vilj- um vinna út ágústmánuð." Útihátíð á Búlandshöfða Morgunblaðið/KVM JÓNÍNA Gestsdóttir bóndi á Búlandshöfða stóð fyrir útihátíð á túninu á Höfða. Grundarfjörður - Jónína Gestsdóttir, bóndi á Búlandshöfða, stóð fyrir ánægjulegri útihátíð í blíðskaparveðri að kveldi 29. júli sl. Tilefni þessarar hátiðar var að miklar endurbætur eiga sér nú stað á veginum frá Grundarfírði að Búlandshöfða og er reiknað með að vegurinn verði orðinn malbikaður um miðjan ágúst nk. Yfír hundrað manns komu á útihátíð- ina sem Jónína stjómaði með mesta myndarbrag. Skemmtiatriðin voru leikþættir, sem m.a. Hjálmar Gunnarsson út- gerðarmaður, Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri, Jónína Gestsdóttir bóndi og Elna Bárðarson listamaður fluttu. Þá voru sagðar gamansögur, sungið var og fleira gerðu menn sér til skemmtunar. Að lokum var svo boðið upp á kaffí og pönnukökur með ijóma eða sykri — allt eftir smekk. Allir sem komu á túnið í Höfða þetta kvöld voru samdóma um það að þetta hefði verið hin ágætasta skemmtun og góð tilbreyt- ing sem lengi verður í minnum höfð. Þess skal getið að Jónína flutti ásamt manni sínum Antoni Finns- syni (sem nú er látinn) að Búlands- höfða fyrir 37 árum. Voru þá veg- leysur svo miklar þangað að þau þurftu jafnvel að bera á bakinu efnivið til búsins. En nú er öldin önnur og reiknað er með að góðar samgöngur um norðanvert Snæfells- nes verði staðreynd á næstu öld. VIÐSKIPTI Fj ármálaráðherra Noregs Ihugar skatta- breytíngar Morgunblaðið/Tromsö JENS Stoltenberg, fjármálaráð- herra Noregs, íhugar nú að leggja virðisaukaskatt á alla þjónustu. Málið er ekki nýtt af nálinni því árið 1990 þynntust sömu vanga- veltur út í Evrópubandalagsum- ræðunni þar sem ESB krefst virðis- aukaskatts á þjónustu. Fram kom í Dagens Næríngsliv á miðvikudag, að norska fjármála- ráðuneytið áformar að ná inn 80 til 90 milljörðum íslenskra króna sem eiga að lækka virðisaukaskatt um 1,5 prósentustig. Helstu hlutar þjónustugreina sem ekki greiða virðisaukaskatt í dag eru fólks- flutningar og gisting. Einnig er ákveðinn hluti dagblaða og bókaút- gáfa undanþegin skattinum. í leiðara blaðsins var gert ráð fyrir að einhver hluti blaða- og bókaútgáfu muni leggjast niður og tók blaðið þann pól í hæðina að norsku lýðræði og andagift muni ekki stafa hætta af breytingunni. Hægri menn í norskum stjórnmál- um óttast það að þegar skatturinn verði kominn á leiði það til aukinn- ar skattbyrði. Flugfélögin, SAS og Braathens SAFE, gera ráð fyrir fjórðungs- hækkun flugmiða og eins er búist við því að einhveijar áætlunarleiðir hjá fólksflutningafyrirtækjum eigi eftir að leggjast af. Hækkunin skýrist þó ekki einungis af fyrir- huguðum virðisaukaskattsbreyt- ingum heldur einnig vegna þess að fjármálaráðuneytið íhugar að breyta skatti sem hefur verið lagð- ur á hvern farþega í sætaskatt sem greiðist á hvert sæti flugvélanna, hvort sem sætið er nýtt eður ei. Flugfélögin mega þar að auki bú- ast við svokölluðum grænum skatti í þágu umhverfisverndar. Sú starfstétt sem hingað til hef- ur verið undanþegin virðisauka- skatti, tannlæknar, þarf ekki að óttast því norska ríkisstjórnin sér hag sinn í reglulegri tannhirðu landsmanna og áformar því ekki breytingar á þeim bæ, að því er blaðið hermir. Lokasala Luft- hansa íhaust Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA stjórnin hefur gert grein fyrir fimm milljarða marka einka- væðingu hluts þess sem stjórnin á eftir í Deutsche Lufthansa flugfé- laginu. Frá sölunni greinir í sameigin- legri tilkynningu frá þýzka sam- gönguráðuneytinu, fjármálaráðu- neytinu og þýzku þróunarstofnun- inni, Kreditanstalt fiir Wiederauf- bau (KfW), og þar segir að KfW muni selja þann 36% hlut, sem eftir sé, í haust. Gefin verða út hlutabréf fyrir fimm milljarða marka samkvæmt núverandi verðgildi. Lufthansa var einkavætt að hluta til 1994. Þýzka stjórnin hefur viljað koma fjármálum sinum í lag áður en evrópskt myntbandalag verður stofnað 1999, en fullnægja verður mörgum skilyrðum um að- ild á þessu ári. Hlutabréfin hafa verið í vörzlu KfW síðan í desember 1996 og stofnunin mun einnig selja 1,77% hlut í flugfélaginu, sem hún hefur átt um skeið. Meirihluti í höndum Þjóðverja Það skilyrði er sett að meiri- hluti í félaginu verði í höndum Þjóðveija. Framkvæmdastjórn ESB hefur viljað fá það staðfest frá Bonn um að Lufthansa verði áfram í eigu Þjóðverja. Samkvæmt alþjóðlegum loft- ferðalögum verða ríkisflugfélög að geta sýnt að innlendir hluthafar eigi meirihluta hlutabréfa ef þau eiga að halda vissum réttindum. í mörgum af um 200 tvíhliða loftferðasamningum Þjóðveija og annarra landa er kveðið á um að Lufthansa verði að vera áfram í eigu þýzkra fjárfesta. France Telecomlik- lega selt í september París. Reuter. FRAKKAR kunna að bjóða minni- hluta hlutabréfa í France Telecom til sölu í september og hleypa þar með aftur af stokkunum mestu sölu hlutabréfa, sem um getur í Frakklandi, samkvæmt opinberri heimild. Stjórn sósíalista mun hins vegar undirstrika að salan sé nauðsynleg í heimi harðnandi samkeppni og ekki megi líta á hana sem fram- hald á þeirri sölu ríkiseigna sem fyrrverandi stjórn hægri manna stóð fyrir. Að sögn heimildarmannsins verð- ur skýrt frá sölunni þegar skýrsla stjómarfulltrúans Michels Delebarr- es verður afhent ríkisstjórninni, lík- lega fyrir 5. september. Verðmæti France Telecom var áætlað 160-180 milljarðar franka í apríl og fyrirtækið var það stærsta sem fyrri stjórn hugðist selja. Á síðustu vikum hefur Lionel Jospin forsætisráðherra stöðvað sölu hergagna- og rafeindafyrir- tækisins Thomson-CSF og sagt að margmiðlunarfyrirtækið Thomson Multimedia verði áfram í eigu ríkis- ins. Stjórnin lét verða af einkavæð- ingu tryggingafyrirtækisins GAN og bankadeildar þess, CIC, til að fá leyfí ESB fyrir 23,7 milljarða franka ríkisaðstoð við fyrirtækið. Stjórnin mun einnig láta undan kröfum ESB um að einkavæða bankann Crédit Lyonnais. Framtíð flugfélagsins Air France er óljósari. Samgönguráðherra kommúnista, Claudes Gayssots, hefur sagt í útvarpsviðtali að hann sé andvígur einkavæðingu Air France.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.