Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 24

Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 24
24 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MSWATI konungnr í Swazilandi. Öll spjót standa á Swazilandskóngi Mswati III. konungur í Afríkuríkinu Swaziland er síðasti konungur álf- unnar sem hefur alræð- isvald. Að honum er nú sótt úr ýmsum áttum, skrifar Jóhanna Kríst- jónsdóttir, og er stjómin í Suður-Afríku þar fremst í flokki og krefst umbóta í lýðræðisátt og að hann virði mannréttindi. MSWATI Swasilandskonungur sætir sívaxandi gagnrýni heima fyrir og eru fremstir í fiokki um- bótasinnaðir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar. Af nágranna- ríkjunum er Suður-Afríka fremst í flokki og Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, hefur hótað öllu illu ef hann hefji ekki umbætur í land- inu. Einnig láta alþjóðasamband verkalýðsfélaga og mannréttinda- samtök víða um heim æ meira í sér heyra. Mswati konungur harðneitaði öll- um tilmælum frá Mandela þegar sá síðarnefndi krafðist þess að kon- ungur léti lausa úr haldi fjóra fé- laga í verkalýðsfélagi sem hafa set- ið í dýflissu síðan í mars eftir að efnt hafði verið til verkfalls sem konungur sætti sig ekki við. Stjórnin í Suður-Afríku greip til þess ráðs að loka landamærunum við Swaziland um tíma en konung- urinn kærði sig kollóttann. Hann hefur einnig látið tilmæli frá ýmsum erlendum þjóðarleiðtogum og al- þjóðasamtökumsem vind um eyru þjóta. Breytinga krafist Það er ekki vafamál að spennan í landinu hefur farið vaxandi og þær raddir verða háværari sem krefjast þess að meiriháttar breytingar verði gerðar fyrr en síðar á stjórnarskrá landsins til að tryggja aimenn lýð- réttindi. Síðustu ár hefur komið til óeirða, verkfalla og mótmælaað- gerða í iandinu en ekkert hrín á Mswati. Hann dróst þó á það síðastliðið ár að setja á stofn nefnd til að endurskoða stjórnarskrána og sagði að hlutverk nefndarmanna væri að vinna að ýmsum umbótum á henni. Gallinn er sá að enn hefur ekkert heyrst af störfum nefndarinnar nema að hún hefur fengið til ráð- stöfunar og eytt mörg hundruð milljónum króna. Það er eldri bróð- ir konungsins, Mangaliso krónprins, sem er formaður nefndarinnar. Konungur kaupir sér tíma Flestir virðast sammála um að með skipan nefndarinnar hafi kon- ungurinn keypt sér tíma og ekki vaki fyrir honum að gera nokkum skapaðan hlut. Frést hefur um valdabaráttu innan nefndarinnar og henni hefur verið heitið meira fé og við það situr. í nefndinni sitja ýmsir andstæð- ingar konungsins þó önnur samtök sem beijast gegn honum hafi neitað að taka sæti í henni þar sem þeir kváðust ekki hafa neina trú á því að henni væri ætlað að starfa af alvöru. Nokkrir umbótasinnar sem féllust á að vinna í nefndinni hafa nú hótað að hætta þátttöku þar sem nefndarstarfið sé allt tómur skrípa- leikur. Kröftugasta stjórnmálahreyfmg Swazilands, PUDEMO, hefur hvatt til þess að konungur endurskipu- leggi nefndina svo að þar eigi sæti fulltrúar flestra stjórnmálahreyf- inga og hagsmunahópa í landinu. Sama krefjast stærstu verkalýðs- samtökin í landinu, SFTU, en deilur þeirra og konungsins urðu til að nefndinni var þó komið á laggirnar. Richard Cornwell, sérfræðingur um Afríkumálefni í Suður- Afríku, sagði í viðtali nýlega við The New African að hann sjái engar líkur benda til þess að Mswati ætli sér að láta undan þrýstingi utan né innan frá. Hann bendir á að Mswati sé nú eini konungur Afríku með nánast einræðisvald og hann óttist mjög að breytingar sem stefndu í lýðræðisátt mundu ógna því og ör- ugglega ekki að ósekju. Sömuleiðis má velta því fyrir sér hversu lengi þessi þvermóðskufulli og einráði konungur getur staðið gegn breyt- ingum í hinu stóra landi sínu og hundsað vilja alþýðu manna í Swazilandi svo og granna. Swazi- land verður að átta sig á að breyt- ingar eru óhjákvæmilegar, að því er Cornwell segir. En þess sjást engin merki nú. VIÐHORF Morgunblaðið/Ásdís Á NÆSTU árum er líklegt að vöruverð fari í svipað horf um alla Evrópu, segir greinarhöfund- ur, og telur það mikið hagsmunamál fyrir íslenska neytendur. EVRÓPUSAMSTARF OG LÍFSKJÖR INNAN hins íslenska við- skiptalífs fer nú fram veru- leg umræða um hvernig bregðast beri við þegar hið nýja Efnahags- og myntbandaiag Evr- ópu (EMU) lítur dagsins ljós. Þessi áætlun sem felur í sér að nýr, sameiginlegur gjaldmiðill verður tekinn upp innan Evrópu- sambandsins hefur að sönnu lent í miklum hremmingum. Hins veg- ar er öldungis víst að hún mun verða að veruleika þótt tímaáætl- anir kunni ekki að standast fylli- lega. I þessu efni virðist viskiptalífið á Islandi eina ferðina enn vera langt „á undan“ hinni pólitísku stétt sem almennt virðist hafa ákveðið að leiða þessi miklu um- skipti hjá sér þótt þau snerti aug- ljóslega langtímahagsmuni þjóð- arinnar. Myntbandalagið mun gjörbreyta rekstrarumhverfi fjöi- margra fyrirtækja. Breska tímaritið The Econom- ist birti nýverið stórmerka grein þar sem fjallað var um viðbrögð fyrirtækja í Evrópu við þessari miklu breytingu. Fram kom að fyrirtæki gerðu almennt ráð fyrir því að skilgreint yrði „evrópskt verð“ (þ.e. sama verð í öllum aðildarríkjum EMU/ESB) á fram- leiðslu þeirra í stað þess að miða við kaupmátt á einstökum mark- aðssvæðum innan álfunnar eins og nú er gert. í greininni sagði að ríkari þjóðir í Evrópu, þar sem verð er almennt hærra en á öðrum mörkuðum, gætu vænst þess að verð á ýmsum aðfluttum varningi (bifreiðum, neysluvörum, heimil- istækjum, þjónustu) myndi lækka verulega. Hér getur augljóslega verið um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íslenska neytendur sem kanna þarf sérstaklega. Það verður hins vegar ekki gert á meðan hin pólitíska forystustétt þráast við að taka áhrif EMU til umræðu. Þegar horft er fram á við blasir hins vegar við að ís- lenska krónan mun tæpast lifa þessi umskipti af. HVAÐ varðar rökin gegn því að íslendingar Ieiti eftir aðild að Evrópu- sambandinu er ástæða til að staldra við tvennt. í fyrsta lagi geta Islendingar aldrei gengið til liðs við sambandið á meðan hin sameiginlega sjávarútvegsstefna þess helst óbreytt. í öðru lagi er ástæða til að hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem aðild hefði í för með sér og þeirri hættu að stjórnmálaflokkar á íslandi myndu misnota aðstöðu sína til Nauðsynlegt er að neytendarök heyríst í auknum mæli í um- ræðunni um Evrópu- mál, segir Asgeir Sverrisson, í síðari grein sinni um ísland og Evrópusambandið, að koma mönnum þeim þóknan- legum í hálaunastörf erlendis á kostnað skattborgaranna líkt og gerst hefur í utanríkisþjón- ustunni, innan bankakerfisins og raunar víðar. í Evrópu nýtur sú skoðun nú vaxandi fylgis að hin sameigin- lega landbúnaðar- og sjávarút- vegsstefna Evrópusambandsins sé gjörsamlega gjaldþrota fyrir-. brigði. Á Spáni, þaðan sem þetta er skrifað, líkja menn hinni sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB almennt við náttúruhörm- ungar. Breytingar eru óhjá- kvæmilegar en þær munu án nokkurs vafa dragast á langinn. Innan ESB gildir hins vegar að undanþágur eru ekki varanleg- ar. íslendingar gætu því, að öllu óbreyttu, engar vonir gert sér um að vera undanþegnir til frambúð- ar ákvæðum hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Um þetta mætti hafa langt mál en ef til vill skiptir mestu að engar líkur eru á því að aðild íslands að ESB yrði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu ef þau kjör ein reyndust í boði að landsmenn tækju á sig skuldbindingar þær sem þessari sameiginlegu stefnu eru samfara. Þetta þurfa fylgismenn ESB- aðildar að hafa í huga í málflutn- ingi sínum. Hyggist þeir vinna þjóðina á sitt band þurfa trygg- ingar að liggja fyrir í þessu efni; ef ekki, munu þeir tapa orr- ustunni. Hitt atriðið sem nefnt var er að ýmsu leyti flóknara fyrir- brigði. Pólitísk spilling þrífst á meðal allra þjóða. Vandfundið er það ríki þar sem stjórnmálaflokk- ar og menn þeim tengdir misnota ekki aðstöðu sína til að koma „flokksgæðingum" í hálaunaemb- ætti sem almennt ogyfirleitt þýð- ir að skattborgurunum er gert að greiða laun þessara manna og standa undir útgjöldum þeirra. Á meðal milljónaþjóða er dreifingin hins vegar almennt meiri (þótt hún réttlæti engan veginn gjörn- inginn) en í dvergríkjum. Lítil þjóð sem íslendingar má engan veginn við því að stjórnmálaflokk- ar nýti sér hið nýja svigrúm til þess að reisa ný pólitísk elliheim- ili og verndaða vinnustaði fyrir þá sem tengjast hinni pólitísku forréttindastétt. Nú þegar fínnast allt of mörg dæmi þessa í samfé- lagi íslendinga og eru þau raunar ágæt sönnun þess að litlu skipti hveijir halda um valdataumana. NIÐURSTAÐAN er þvi eft- irfarandi: fylgismenn ESB-aðildar þurfa að skilgreina í hveiju hinn pólitíski ávinningur þjóðarinnar er fólginn. Þeir þurfa jafnframt að gera al- þýðu manna ljóst í hveiju ávinn- ingurinn umfram EES-samning- inn er fólginn hvað varðar leik- reglur, viðskipti og lífskjör al- mennings. Kynna þarf „neyt- endarök" í vaxandi mæli, óljósar fullyrðingar um skaðsemi „póli- tískrar einangrunar" munu duga skammt og munu aldrei nægja til þess að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um að réttlætanlegt sé að sækja um aðild að ESB. Þeir þurfa einnig að gera ítarlega grein fyrir hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu og hvaða hagsmunir réttlæti að íslendingar taki þátt í henni. Andstæðingar ESB-aðildar þurfa að gera þjóðinni grein fyrir því á hvern hátt þeir hyggjast standa vörð um langtímahags- muni þegar ákvarðanir varðandi efnahagslífið, samkeppnisreglur, réttindi launþega og hagsmuni neytenda og skattborgara verða í vaxandi mæli teknar á hinu „yfirþjóðlega“ sviði Evrópusam- bandsins. Þeir þurfa einnig að skýra með hvaða hætti lífskjörin í landinu, sem sífellt standast verr samanburð við nágranna- þjóðir, verði frekar bætt utan Evrópusambandsins. Jafnframt munu þeir hinir sömu þurfa að færa fram rök fyrir því að íslend- ingar geti staðið vörð um hags- muni sína á alþjóðavettvangi með sama hætti og áður t.a.m. innan Norðurlandaráðs (sem næstum því ábyggilega er í besta falli gorkúla á haug) og Atlantshafs- bandalagsins (sem margir þjóð- ernissinnaðir andstæðingar ESB eru einnig andvígir á átakanlega úreltum forsendum). Blessunarlega blasa næg verk- efni við og það hefur löngum þótt sómi að því í þessu landi að láta sér ekki verk úr hendi falla. Höfundur er blaðamaður. 1 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.