Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR UM ÞAÐ er nú rætt á vettvangi trúar og kristinnar kirkju hvert viðhorf til sam- kynhneigðar fái stað- ist fyrir augliti Guðs. Stefnir nú í að sá flokkur þjóðkirkju- fólks, sem kennir sig við æsku og æðra hlutverk, segi skilið við kirkju sína og okkar. Telur það sig ekki eiga samleið með siðvana prestastétt kirkjunnar og stefnir nú á æðri leiðir eftir því sem skilja má. Fyrirfram er ljóst að prestastéttin er ekki fullkomin og gildir það um öll börn jarðar, einn- ig Ungt fólk með hlutverk. Þegar kristin trú, kirkja og sið- ferði eru annars vegar, þá er orð Guðs það sem úrslitum ræður, á því leikur enginn vafi og allir kristnir menn sameinast í þeirri afstöðu. Stundum er orð Guðs beitt eins og blikandi sverð, stundum svíður undan því, stund- um huggar það, friðar og græðir, allt eftir aðstöðu okkar hveiju sinni. í ranglæti okkar svíður okkur undan því; í gremju okkar yfir öðrum, er okkur bent á hve skammt við sjálf erum á veg kom- in; orð Guðs er ávallt það sem við þörfnumst, jafnvel þó það komi við kaunin á okkur. Að vera kristinn er umfram annað fólgið í því að sjá allt orð Guðs, leiðbein- ingar hans og orðsendingar holdgast í persónu mannsins, Jesú frá Nasaret. „Orðið varð hold,“ segir guðspjallamaðurinn Jóhann- es. Því eru spurningarnar sam- hljóða: Hvað segir Jesús? Hvað segir orð Guðs? Hvað segir Guð? Kristnum mönnum merkja þessar þijár spurningar eitt og hið sama. Þau sem lesa heilaga ritningu komast að raun um það að orðsendingum Guðs er ávallt beint inn í tilteknar kring- umstæður sem móta líf fólksins sem við orsendingunum tek- ur. í kringumstæðun- um hveiju sinni var lifandi fólki ætlað að bregðast við boð- skapnum og byggja á honum sið sinn og framtak. Um þetta segir höfundur Hebreabréfsins: „Guð talaði fyrrum oftsinn- is og með mörgu móti til feðranna í gegn um munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í Syni sínum ..." Þetta merk- ir, að Jesús er orð Guðs, hann sjálfur er í persónu sinni boðskap- ur Guðs til manna. Kringumstæð- ur okkar eru auðvitað aðrar en fólk bjó við þegar textar Nýja testamentisins urðu til, þó talar Kristur Jesús enn harla skýrt til okkar. Hlutverk predikarans og verkefni er eins og annarra les- enda Ritningarinnar, að leita svara við því hvernig orðsending Guðs gagnist samfélagi samtíðar sinnar. Rétt svör brúa bilið yfir alda haf. Nú hafa slíkar breytingar orðið á samfélögum manna að margt er á hverfanda hveli. Þekking manna er meiri en hún hefur nokkru sinni verið, og þó er hún enn í molum og flest sjáum við svo sem í skuggsjá. Kristnir menn eiga á okkar dögum úr því að ráða, hvort þeir eigi að setja kík- inn fyrir blinda augað gagnvart nýrri þekkingu og láta sem hún sé tóm blekking (hér er því ekki neitað að stundum kann svo að vera), eða hvort þeir eigi að gera þekkinguna að eign trúarinnar. Hvað gerir kristinn maður við það þekkingaratriði að bróðir hans eða systir laðast að eigin kyni og getur ekki að því gert? Hvað gerir kristinn maður við þá staðreynd, að allar mannverur hafa í sér karllega og kvenlega eðlisþætti sem vega stundum salt og takast jafnvel á innra með hveiju og einu? Ungt fólk með hlutverk vill reynast Drottni þóknanlegt og það vildi Sál frá Tarsus líka, en á veginum til Að vera kristinn, segir Þórir Jökull Þor- steinsson, er umfram annað fólgið í því að sjá allt orð Guðs, leiðbein- ingar hans og orðsend- ingar holdgast í persónu mannsins, Jesú frá Nasaret. Damaskus var honum opinberað að hann var í framferði sínu orð- inn líkari Satan en Guðs her- manni. Ef Ungt fólk með hlutverk birtir kristnina svo að til fyrir- myndar er, ætti flokkurinn að vera kyrr öðrum þjóðkirkjulýði til eftirbreytni til þess að hann fái notið fyrirmyndarinnar en ekki aðeins goldið dómhörkunnar. Fyr- irmyndin er Kristur og trú hans. í hinum forna heimi litu menn svo á, að fólk tæki persónulegt svipmót, fas og siðferði til sín fyrir áreiti einhvers sem seildist til áhrifa innra með þeim. Til sög- unnar voru nefndir illir andar, eða framandi goðmögn sem tóku sér bústað innra með fólki og höfðu óhjákvæmilega áhrif á hugsanir þess, orð og gerðir. Þessi þanka- gangur er okkur alls ekki svo framandi sem ætla mætti og hann er einnig að finna í samtíma okk- ar. Það sést á því, að flest það faglærða fólk sem fæst við að styðja náungann út úr erfiðum kjörum vitundar og huga, skoðar ásamt skjólstæðingunum þau áhrif sem reynslan af tilverunni hefur haft á þá. Sá eða sú sem þolað hefur ofbeldi, situr uppi með anda ofbeldisins, - sá eða sú sem þolað hefur svik og lygar, situr uppi með anda tortryggni o.s.frv. Andar tilverunnar, vondir og góðir, eiga því hlutdeild í þessu sem stundum er nefnt félagslegt arfgengi, og við mótumst stöðugt til þeirrar myndar sem að okkur er haldið og helst á viðkvæmu mótunarskeiði. I trúarefnum gild- ir þetta líka, því að í trúarsam- bandinu við eitthvað eða einhvern tökum við að líkjast því sem trú okkar beinist að. Hvaðeina sem kemst í núning við vitundarlíf okkar hefur áhrif og mótar okkar innri mann. Um skurðgoð heið- ingjanna segir í 135. Sálmi, að smiðir þeirra verði eins og þau, sem og allir sem á þau treysta. Líf okkar tekur óhjákvæmilega svipmót af því sem við setjum traust okkar á og beinum trú okkar að. Tökum þá eftir því að Páll post- uli setur kynferðislíf manna ekki í brennipunkt óháð öðru í upphafi bréfs síns til Rómveija heldur tengir hann það heiðinni trúarið- kunn: „Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum. Þess vegna hefur Guð ..." o.s.frv. Og postulinn bendir á orsök hvers kyns skurðgoðadýrkunar í næsta versi: „Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og dýrkað hið skapaða í stað skaparans." Post- ulinn hefur að hætti sinnar tíðar talið að einnig kynhegðun sækti mót sitt til átrúnaðar af einhveiju tagi. Augljóst er að Páll hafði í ákveðnu samhengi hárrétt fyrir sér. (Sjá Róm. 1,18-32.) Vitað er að vændi viðgekkst í ákveðnum hofum heiðingja og þar störfuðu konur og karlar við það að svala fýsnum hofgesta (sacral prostit- ution). Heilagur Páll sér vandann því ekki í kynlífsatferli fólks einu og sér heldur lítur á það sem af- sprengi heiðinnar trúariðkunar sem hann taldi engum manni samboðna. Trúariðkunin er í huga Páls það sem málinu skiptir. Hvers lags hvílubrögð geta enn verið átrúnaður margra manna en samt er ljóst, að í kynferðislífi sínu draga menn dám af fleiru. Kynhvötin kann að lenda á villi- götum græðgi, blindu og firringar en ofuráhersla á einhveija rétta kynlífsiðkun ber einnig vitni um firringu. Þekking samtímans seg- ir okkur að hvöt sú sem laðar karl að karli og konu að konu er ekki ávallt og ekki aðeins sprottin af félagslegri mótun eða trúar- legri lausung. Ef svo væri kynni málið að vera jafn einfalt og sum- um kann að virðast það hafa ver- ið í vitund postulans Páls. Er ég þá að mæla með samkyn- hneigð? Fjarri fer því. Ég mæli gegn henni í sama mæli og gegn hömlulitlu lauslæti, hóraríi og stóðlífi gagnkynhneigðra sem er engu betra. Eg fæ þó ekki séð að við sjálft kynlífsatferli sam- kynhneigðra sé neitt að athuga, umfram það sem viðgengst í kyn- hegðun annarra manna. Margur hefur magann fyrir sinn guð og enn annar hvílubrögðin en engum mun það duga eitt og sér. Guð beinir orði sínu inn á þetta svið mannlífsins til þess að menn verði hvorki þrælar eigin fýsna né annarra. Og það sama orð beinist líka að yfirborðssiðlæti manna, geðleysi og hræsni. Verk- efni samkynhneigðra gagnvart guðdómnum er hið sama og ann- arra manna, að leita ríkis Guðs og réttlætis. Kristur hefur birt öllum mönnum hina æðstu kröfu til að þeir bregðist við henni, - kröfu kærleika og virðingar. Hann hefur líka birt öllum mönn- um hinn æðsta rétt, - réttinn til að verða Guðs barn. Það er hlut- verkið sem hann ætlar ungu fólki og aldurhnignu án tillits til kyn- hneigðar, kynferðis, litarháttar, þjóðernis, stéttar, stöðu og efna- hags. Höfundur er sóknarprestur á Selfossi. Hlutverk kristins manns Þórir Jökull Þorsteinsson Sumargleðin í Reykjavík SUMARIÐ hefur verið fljótt að líða hér í Reykjavík enda verið óvenju viðburðaríkt og skemmtilegt. Borgarbú- ar hafa fengið tívolí í heimsókn, hópur fólks mótmælir björgunaræf- ingu og fijálsir leikhóp- ar blómstra sem aldrei fyrr. Fjölmiðlasirkus Stjómmálamennirnir gera einnig sitt besta til að skemmta lands- mönnum enda pólitíkin í fríi. Þegar gúrkutíðin stendur sem hæst setja þeir upp stórfenglegan fjölmiðla- sirkus þar sem trúðar og eldgleypar eru í aðalhlutverkum en gjaldþrota flokksmálgögn í hlutverki eldsins. Trúðarnir leggjast á eitt um að slökkva eldinn en áður en það tekst kemur Ámundi og gleypir hann. Eld- gleypirinn birtist síðan kokhraustur í sjónvarpinu og hótar að magna eld- inn á ný. Eru engu líkara en eldtung- umar standi út úr Ámunda meðan á þessu stendur. Hótunin gildir í tvo mánuði en þá verður komið hrímkalt haust og Alþingi og borgarstjórn komin úr sumarleyfí. Fjármálaóreiða Mitt í þessari sumar- gleði berast þær fregnir að útlit sé fyrir 630 milljóna króna halla á borgarsjóði í ár. Þetta gerist þrátt fyrir skattahækkanir og auknar álögur R-listans á kjörtímabilinu og 700 milljóna króna tekju- auka vegna góðæris. Til viðbótar hefur R- listinn gripið til bók- haldsbragða til að fela fjármálaóreiðuna, eins og þegar borgin selur sjálfri sér leigulbúðir borgarinnar fyrir 800 milljónir. Hætt er við því að margir borgarbúar hafi rekið upp stór augu er þeir heyrðu nýjustu tíðindi af slæmri stöðu borgarsjóðs, mitt í góð- ærinu. Þriðja árið í röð svíkur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri það kosningaloforð sitt að borgar- sjóður verði rekinn með afgangi og skuldir hans minnkaðar. Einnig Iof- aði hún því margsinnis fyrir kosning- ar að hækka ekki álögur á borg- arbúa. Öllum geta orðið á mistök og gera jafnvel sömu mistökin tvisvar. En í þriðja sinn em mistökin orðin að ótvíræðri stefnu. Kjartan Magnússon Síðan Ingíbjörg Sólrún Gísladóttir varð borgar- stjóri, segir Kjartan Magnússon, hefur R- listinn stöðugt hækkað skatta eða aðrar álögur á Reykvíkinga en samt rekið borgarsjóð með halla öll árin. Síðan Ingibjörg Sólrún varð borg- arstjóri hefur R-listinn stöðugt hækkað skatta eða aðrar álögur á borgarbúa en samt rekið borgarsjóð með halla öll árin. Stjómunarstíl R-listans er best lýst með orðunum skuldasöfnun og skattahækkanir. Niðurstaðan sem kom ekki á óvart Hér er auðvitað um grafalvarlegt mál að ræða en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gat þó ekki stillt sig um að slá á létta strengi er hún tjáði sig um málið við fjölmiðla. Hún sagði glaðhlakkaleg að niðurstaðan kæmi ekki á óvart og ítrekaði þannig stefnu R-listans í fjármálum Reykjavíkur. Þessi ummæli eru athyglisverð en ber auðvitað að skoða í því ljósi að undanfarið hefur borgarstjóri barist um fjölmiðlaathygli við tívolí, fjölm- iðlasirkus og fjölþjóðlega björgunar- sveit svo eitthvað sé nefnt. Höfundur er blaðamaður. Magnús Oskarsson Má Davíð fara í bað? JÓN Magnússon, hæstaréttar- lögmaður, eyðileggur nokkuð góða grein um handarbaka- vinnubrögð fjölmiðlafólks, (Mbl. 1. ágúst sl.) með því að draga Davíð Oddsson inn í umræðuna á röngum forsendum. Reyndar er Davíð settur í aðalhlutverk með stórri fyrirsögn: „Ekki náð- ist í Davíð Oddsson.“ Greinarhöfundur gefur sér það sem staðreynd, að í forsætis- ráðherra eigi „að nást hvenær sem er“, eins og hann orðar það. Ef fjölmiðlar geti það ekki sé það „slappleiki“ af þeirra hálfu. Skoðum þetta nánar. Er ekki líklegt, ef fréttastofa Ríkisútvarpsins, Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Morg- unblaðið, Dagur-Tíminn og DV vilja samtímis ná í Davíð, að ein- hver þeirra segi daginn eftir að ekki hafi náðst í hann? Ef til vill segja þeir það allir. Ekkert þarf að vera athugavert við það. Svo vill til að forsætisráðherra þarf að tala við ýmsa aðra en óðagotsliðið á fjölmiðlunum. Vitanlega þarf að vera unnt að ná í forsætisráðherra. Ranga forsenda Jóns Magnússonar er sú, að það sé forgangsréttur fjöl- miðlafólks, sem geti ýtt öðrum skyldum ráðherrans til hliðar, þegar því þóknast. Mér sýnist fjölmiðlar ekki þurfa að kvarta yfir viðbrögðum Davíðs Odds- sonar yfirleitt, þótt Jón Magnús- son þykist hafa fundið höggstað á báða í grein sinni. Kem ég t.d. ekki auga á að það hafi skipt nokkru máli hvort Davíð tjáði sig um Kjaradóm nokkrum klukku- tímum fyrr eða síðar, en það er eina dæmið sem Jón Magnússon nefnir. Fyrir utan embættisannir, þarf tilefni þess að fréttamaður segir: „Ekki náðist í Davíð Odd- son“ ekki að vera flóknara en það að hann hafi lagt sig eða farið í bað. Ekkert má nú! Höfundur er hæstaréttar- lögmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.