Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 57

Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Flugævintýrið með Islandsflugi Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: ÞAÐ er hásumar og snemma morg- uns. Nú var skrúfuþotan - þessi rennilega suðurfranska þokkadís eins og smækkuð mynd af „Conc- ordeþotu", sem er frægasta þota heims og hönnuð af frönsku hugviti og listrænum smekk, eins og Frans- mönnum er lagið. Það er stemmning í loftinu og lífs- hreyfing. Eins og „Concordeþotan", er þessi 46 sæta ATR-flugvél spenn- andi farkostur. Öðru vísi spennandi en hin þýzka „Dornier“, en hvort tveggja eru þær gæddar „karekter" eins og vélarhljóð þeirra vitna bezt um. ATR er í alveg sér umslagi eins og kona með „sex appeal" og er upprunnin í Toulouse, sem er ámóta mikil höfuðborg lista og menningar og Parisarborg - ekki síður. Sá, er þetta skrifar, kom þar við í tvígang í leit að lífsævintýrinu. Það er nautn að stíga inn í þenn- an farkost. Ferðagleði varð til óðar á leið norður til Akureyrar. Það er svo einkennilegt, að þegar maður er kominn um borð í farkost- inn, er komið í nýja veröld. Hver manneskja þarfnast and- legrar næringar. Franski rithöfundurinn Camus sagði, eins og frægt er orðið, að list- in að ferðast sé líkt og að detta ofan í ástina - verða ástfanginn upp fyr- ir haus. Marga vantar sérstaklega ástina í lífið. Það eru svo margir að drepast úr hversdagslegri hugsun og leiða. Sá ameríski Steinbeck sagði, að sumt fólk dræpi hraðar, en sótt- kveikjur. Það er aldrei hversdagslegt að ferðast í flugvél og hollt fyrir sál og líkama samanber það, að astma- sjúklingar geta fengið bót sinna meina í flugvél. Samferðamaður minn og sessu- nautur - heimsmaður - sagði: „Hún er eins og frönsk stelpa þessi flugvél“. SKRÚFUÞOTA íslandsflugs. Forleikurinn fyrsta stundarfjórð- unginn var mjúkur og nú var flogið yfir endilöngum Langjökli. Þaðan er örskot yfir á Hveravelli og þá batnaði skyggnið. Alltaf dýpkuðu litir láðs og lofts og litirnir fengu æ fleiri víddir. Nú var flogið yfir Blönduvirkjun og þaðan er stefnan tekin á Skagaförðinn, yfir Austur- dal, yfir beljandi fljótinu, Jökulsá, þar sem túristar glannast í tvísýnni siglingu í straumhörkunni. Mið tekið á Leyningshóla, sem eru 27 km frá Akureyri - dularfulit svæði. Nú var sveigt til vinstri til að gleðja farþega. Þetta fór að minna á flugferðir í gamla daga með Billa Snorra. Komið yfír botn_ Glerárdals, sem er 30 km langur. í ljós komu kunnuglegu fjöllin, eins og Karlinn, Kerlingin - síðast en ekki sízt Tröllin. Glerárdalurinn er tilvalinn staður til útivistar og sérstaklega til skíða- iðkana. „ísland er langfegursta land í heimi,“ sagði ítali við mig, þegar hann steig út úr flugvélinni á flug- vellinum á Akureyri og bætti við: „Ég kem fljótt aftur hingað.“_ Að ferðast flugleiðis yfir ísland er snerting við sjálft lífsævintýrið. Það getur hver og einn reynt, ef hann hefur vit á því að lifa sig inn í „Flugævintýri með íslandsflugi". . STEINGRÍMUR ST. TH.' SIGURÐSSON, Krummahólum 6, Reykjavík. Drekkur fólk meira um verslunarmannahelgina? Frá Jóhönnu Aðalsteinsdóttur: NÚ er júlí liðinn og ágúst tekinn við. Margir eru í sumarfríi, aðrir að koma úr sumarfríi og enn aðrir að fara í sumarfrí. Ég er ein af þeim sem eru að byrja í fríi og ég vona að veðrið verði gott næstu vikur. Ef það verður ekki gott er bara að taka því, klæðast regngalla og/eða þykkri peysu og arka út í veður og vind. Sólarlandaferð er ekki á áætlun þetta árið, ég tími satt að segja ekki að eyða fríinu mínu erlendis þegar það ber upp á þennan tíma. Bjartar júnínætur eru yndislegar, júlí er talinn hlýjasti mánuðurinn, ágúst veit maður aldrei hvernig verður, nema að þá dimmir smátt og smátt á nóttunni. Samt er bjart kvölds og morgna og stundum er ágúst og jafnvel fyrstu dagarnir í september besti tími sumarsins. Margir kvíða fyrir verslunarmanna- helginni og öllu unglingafylliríinu. En drekkur fólk í rauninni meira um verslunarmannahelgina en aðrar helgar? Sumir vilja færa útihátíðirn- ar til fyrstu helgarinnar í júlí og telja jafnvel að þá verði minna drukkið. Er þetta ekki bara eins og þegar verið er að kenna eiginkon- unni um drykkju bóndans eða öfugt? Eða kenna félögunum um drykkju unglingsins? Sannleikurinn er sá að það þykir fínt að drekka áfengi nema um verslunarmannahelgina, þá þykir það allt í einu slæmt. Eigum við ekki að hætta þessari tvöfeldni. Ættum við ekki líka að taka upp breytta skemmtanahætti og fara að skemmta okkur á kvöldin eins og annað fólk, en ekki frá miðnætti til morguns eins og nú tíðkast á ís- landi. Við þurfum að breyta útivist- artíma unglinganna og líka okkar sjálfra, svo maður tali nú ekki um börnin. Þar sem smábörn eru úti að leika sér langt fram á kvöld er ekk- ert skrítið að unglingarnir vilji vera ennþá lengur úti. Og það stoðar lítið að ætla að fara að byrja að ala börn- in upp þegar þau eru komin á ferm- ingaraldur. Jæja, ég er farin að láta eins og versti prédikari, en ég meina þetta. Svo óska ég öllum góðrar og heilbrigðrar skemmtunar um næstu helgi og farið varlega í umferðinni! Kærar kveðjur, JÓHANNA AÐALSTEINSDÓTTIR, Akranesi. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk MAVBE VOU 6UYS 5H0ULP 60 VI5IT OUR BROTMER 5PIKE IN TME DE5ERT..ME KNOWS MICKEY M0U5E.. MICKEY M0U5E HA5 A LOT OF FRIEND5 IN HOLLYUIOOD.. ILL BET ME COULD 6ET VOU JO05 AT ONE OF TME 5TUDI05.. MOIU DOE5 TMAT SOUND? Kannski að þið félagar ættuð að fara og heim- sækja Sám, bróður ykkar í eyðimöi'kinni... hann þekkir Mikka mús ... Mikki mús á fullt af vinum í Hollywood.. Eg er viss um að hann getur útvegað ykkur vinnu í einhverju kvikmyndaverinu ... Hver er Mikki mús?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.