Morgunblaðið - 02.11.1997, Page 27

Morgunblaðið - 02.11.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 27 nnn n narpJ JnSTii MOTO? HÁTÍÐAHÖLD á byltingardaginn í Moskvu snemma á íjórða ártugnum. Quaroni, sendiherra Ítalíu, snæddu saman kvöldverð að fjöldasamkom- unni lokinni. Þeim kom saman um að almenningi kynni að þykja gam- an að ganga fyrir leiðtogana á Rauða torginu, væri veður þokka- legt og hátíðahöldunum stillt í hóf, en því hafði ekki verið að heilsa og Pétur skrifaði eftir Quaroni að hon- um he/ði þótt hann vera kominn aft- ur til Ítalíu á valdaskeiði fasista. Pétur Thorsteinsson fór ekki í veislu sem Kremlverjar héldu að kvöldi byltingardagsins en Pétur Benediktsson sat hana og skálaði þá meðal annars við Molotov. „Við gimumst ekki neinar herstöðvar á Islandi," sagði utanríkisráðherrann og bætti við að Island ætti aðeins að vera fyrir Islendinga. Um þetta leyti höfðu Bandaríkjamenn borið upp þá ósk sína að hafa herstöð á íslandi til 99 ára sem stjómvöld höfnuðu síðan. íslendingamir í Moskvu heyrðu vitaskuld strax að ráðamenn þai- fundu þessari mála- leitan flest til foráttu. Þeir komust einnig að raun um að Svíar bám ugg í brjósti og töldu hætt við að Sovétmenn krefðust stöðva á Alandseyjum eða Borgundarhólmi, fengju Bandaríkjamenn að vera til frambúðar á íslandi. Sendifulltrúi Finna í Moskvu leiddi líka getum að því að Sovétmenn létu krók koma á móti bragði og færu fram á að fá sömu aðstöðu á Islandi og valdhafar í Washington vora að leita eftir. Pétur dvaldist í Moskvu til októ- berloka 1947 og var því þrjú ár eystra, lengst af einn, eða i tvö og hálft ár, þar eð Pétur Benediktsson hafði fljótlega verið kaliaður til ann- arra starfa í utanríkisþjónustunni. Hann skráði dagbók allan tímann, hélt til haga sendibréfum og skrif- aði fjölmörg skeyti og skýrslur. Þetta era stórfróðlegar heimildir. Hann sagði frá daglegu lífi útlend- ings í Moskvu, bollaleggingum vest- rænna sendimanna um stjómmála- ástandið, sífelldum seinagangi í stjómkerfinu og mörgu fleira. Inn á miili fléttaði hann gamansögum, einatt gráglettnum. Slíkum frásögnum vildi fjölga þegar Pétur Benediktsson var einnig í Moskvu. I lok september 1945 fór hann þangað í viðskiptaer- indum fyrir stjórnvöld og Einar 01- geirsson, formaður Sósíalista- flokksins, var einnig með í fór. Sendiherrann hafði gaman af að stríða Einari dálítið og var ófeim- inn við að gagnrýna þjóðskipulagið eystra í hans hljóði. Einar tók gamninu þó vel og sagði til dæmis sjálfur frá því að þegar hann var í Moskvu fyrir stríð hefði hann hald- ið ræðu í verksmiðju, talað á þýsku og aldrei minnst á Lenín eða Sta- lín. Síðan hefði hins vegar borið svo við að rússneskur túlkur hans nefndi þá tvo margoft í þýðingu sinni og mikið lófaklapp dundi yfir í hvert skipti. Pétur J. Thorsteinsson sneri aft- ur til Moskvu árið 1953, þá sem sendiherra, 35 ára gamall, og var eystra í sjö ár. Hann lýsti hátíða- höldunum 7. nóvember ekki eins nákvæmlega þessi ár en sótti þau auðvitað og vakti það alltaf lukku meðal Kremlverja að íslenski sendiherrann skyldi hafa fæðst sama dag og byltingin hófst í Rúss- landi. í einni veislunni í Moskvu var Pétur kynntur fyrir Georgíj Malenkov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, með þeim orðum að hann hefði komið í heiminn þennan merkisdag. „Malenkov lét í ljós ánægju yfir þessum upplýsingum," skrifaði Pétur síðar, „og sagði: „Við skulum segja honum Níkíta Sergeevitsj frá þessu.“ Viðbrögð Khrústsjovs urðu hins vegar nokk- uð óvænt. Þegar hann rétti mér höndina sagði hann dapur í bragði: „Já, ég átti son, sem var fæddur þennan dag, en hann féll í stríð- inu.“ Malenkov hafði sýnilega ekki vitað um fæðingardag þessa sonar Khrústsjovs." Pétur hitti Khrústsjov í síðasta sinn í Moskvu í lok dvalarinnar þar og ræddust þeir þá lengi við. Pétur var taka við embætti sendiherra í Vestur-Þýskalandi en risaveldin deildu harkalega um framtíð Berlínar um þessar mundir og Khrústsjov ákvað að koma mikil- vægum skilaboðum á framfæri í samtalinu við íslenska sendiherr- ann. Khrústsjov tók óvenju sterkt til orða og svo fór að Pétur ákvað að skýra ekki frá öllu sem þeim fór í milli. En það er önnur saga. Höfundur er sagnfræðingur HOLMARAR! b Er ekki komin tími tii að tengja? Laugardaginn 8. nóvember ætla brottfluttir Hólmarar á höfuðborgarsvæðinu á öllum aldri að skemmta sér saman, dansa fram eftir nóttu og jafnvel stofna félag til þess að efla tengslin í framtíðinni. Gleðin hefst kl. 21:30 í Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg 109-111. Nánari upplýsingar fást í símum: 555 4584/899 4430 (Rannveig) og 565 9290/553 8322 (Aðalsteinn). Ef þú ert alvöru Hólmari þá lætur þú þig ekki vanta. Sjáumst! SNERTU MIG! Sýning á Peugeot 1998 um helgina Peugeot er til að njóta með öllum líkamanum — ekki bara augunum. Heitur, mjúkur, hljóðlátur og umfram allt þægilegri en nokkru sinni fyrr! Snertu, hlustaðu, finndu lyktina af Peugeot 306 og 406 í Jöfri um helgina! Opið frá kl. 13 - 17. Nýbýlavegi 2 • sími 554 2600 PEUGEOT - ekki bamfyrirangað!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.