Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 1
116 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 278. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Sættist við Winnie YFIRHEYRSLUR sannleiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku tóku óvænta stefnu í gær er Joyce Seipei, móðir 14 ára drengs sem var myrtur í Soweto, faðmaði og kyssti Winnie Mandela, sem hefur verið sökuð um að hafa fyrirskipað morðið. Konumar sættust þegar Winnie Mandela hafði verið yfir- heyrð í sjö stundir vegna ásakana um að hún hefði fyrirskipað morð á sex ungum blökkumönnum. Desmond Tutu erkibiskup, for- maður sannleiksnefndarinnar, kall- aði til sín foreldra drengjanna og kvaðst vona að þeir vildu „rétta þeim sáttarhönd sem kynnu að hafa valdið þeim sársauka." Móðir Seipei varð við beiðninni en fyrr um daginn hafði verið skýrt frá því að stuðningskonur Winnie hefðu áreitt Joyce Seipei. ■ Segir sakargiftir/32 Forseti Indlands leysir upp þingið Nýju-Delhí. Reuters. K.R. NARAYANAN, forseti Ind- lands, leysti í gær upp þing landsins og gagnrýndi forystumenn stjórn- málaflokkanna fyrir að hafa valdið stjómarkreppu sem hafði lamað þingið í hálfan mánuð. Flokkarnir bjuggu sig undir kosningar og kjör- stjóm landsins sagði að þær yrðu að öllum líkindum haldnar í lok febrú- ar eða byrjun mars. Forsetinn ákvað að rjúfa þing þar sem Ijóst var að enginn flokkanna gæti myndað meirihlutastjóm eftir að Kongressflokkurinn hætti stuðn- ingi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, bandalags 15 flokka. I yfirlýsingu forsetans sagði að mynda þyrfti nýja stjórn ekki síðar en 15. mars á næsta ári. Stjórn Samfylkingarinnar hafði verið við völd í eitt og hálft ár þegar hún féll. Hún var mynduð með stuðningi Kongressflokksins eftir að flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, hafði ver- ið við völd í tólf daga. Kongressflokkurinn hætti stuðn- ingi við stjórn Samfylkingarinnar eftir að hún neitaði að slíta sam- starfinu við einn stjórnarflokkanna, sem grunaður er um að vera viðrið- inn morðið á Rajiv Gandhi, fyrrver- andi forsætisráðherra, árið 1991. Útiloka samstarf við Kongressflokkinn Kongressflokkurinn virtist ekki vera bjartsýnn á að ná meirihluta á þinginu og kvaðst reiðubúinn að mynda bandalag með öðrum flokk- um í kosningabaráttunni. Áður en þingið var leyst upp hafði hann reynt að kljúfa Samfylkinguna og fá nokkra flokka hennar til samstarfs við sig en það tókst ekki. Samfylk- ingin sagði í gær að ekki kæmi til greina að mynda kosningabandalag með Kongressflokknum. Forystumenn Bharatiya Janata sögðust í gær vera tilbúnir í kosn- ingaslaginn og léðu máls á sam- starfi við aðra flokka í kosningunum ef þörf krefði. Líklegt forsætisráðherraefni flokksins, Atai Behari Vajpayee, kvaðst sannfærður um að hann fengi meirihluta þingsætanna í kosningunum og reyndi að sefa múslima, sem óttast að flokkurinn komist til valda. Bharatiya Janata var aðeins með tvö þingsæti árið 1984 en í síðustu kosningum fékk hann 162 þingmenn af 545. Fylgisaukningin er m.a. rakin til herferðar flokksins fyrir því að reist yrði hof í indverska bænum Ayodhya, þar sem hindúaguðinn Rama er sagður hafa fæðst. Herská- ir hindúar rifu niður mosku á staðn- um árið 1992 og það olli átökum milli múslima og hindúa sem kostuðu rúmlega 3.000 manns lífið. Efnahagsaðstoð IMF til Suður-Kóreu aukin Aðstoð sögð niðurlægjandi Seoul, Tdkýó. Reuters. EFNAHAGSAÐSTOÐ fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til Suður-Kóreu var í gær aukin um sem svarar tveim milljörðum bandaríkjadala, um 140 milljörðum ísl. kr., en margir S-Kóreubúar hafa brugðist ókvæða við aðstoðinni og þykir niðurlæging fólgin í henni. Á miðvikudag var gengið frá samkomulagi milli s-kóreskra stjómvalda og IMF um 55 milljarða dala aðstoð vegna gífurlegra skammtímalána er gjaldfalla innan skamms. Petta er mesta fjárhagsað- stoð sem nokkurt ríki hefur fengið frá sjóðnum. í gær greindi svo fjár- málaráðuneytið frá því að upphæðin hefði aukist í 57 milljarða (rúmlega 4.000 milljarða króna), eftir að ítalir hefðu heitié) framlagi og þrjú önnur ríki aukið við sín framlög. Var þess vænst að um 5,5 millj- arðar dala yrðu afhentir í Seoul í kvöld að staðartíma og ríflega 10 milljarðar bærust fyrir árslok, að því er fjármálaráðuneytið greindi frá. í fyrirsögnum blaða var mikið gert úr þeirri niðurlægingu sem fjárhagsaðstoðin væri fyrir s- kóresku þjóðina. „Suður-Kórea hef- ur í raun glatað íjárhagslegu full- veldi sínu næstu þrjú árin,“ sagði í Joongang Ilbo. „Gleymum ekki fjárvörslusamn- ingnum frá 3. desember," sagði Kyung Hyang Shinmun. Skírskot- unin er augljós í huga Suður- Kóreubúa, sem er í fersku minni er Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Kína tóku að sér fjárvörslu fyrir Kóreu við lok heimsstyrjaldarinnar síðari, er yfirráðum Japana í land- inu lauk. ■ Kreppan í Asíu/33 Reuters Hungursneyð í Nýju-Gíneu HUNGURSNEYÐ í kjölfar mik- illa þurrka í Nýju-Gíneu hefur kostað um 650 manns lífið og líf tuga þúsunda manna er í hættu, að sögn yfirvalda í Jayawijaya- héraði. Ástandið er einnig slæmt á Papúa Nýju-Gíneu. Reykur vegna skógarelda sem loguðu víða í Suðaustur-Asíu í haust hef- ur gert hjálparstarf erfítt en Rauða krossinuin hefur nú tekist að koma matarsendingum til íbúa á svæðinu og var myndin tekin þegar börn í Irian Jaya á Papúa Nýju-Gíneu fögnuðu einni slikri sendingu. Kyoto-ráðstefnan Gagrirýna Japani Kyoto. Reuters. FULLTRÚAR Evrópusambands- ins, ESB, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem haldin er í Kyoto í Japan, sendu gestgjöfum ráðstefnunnar tóninn í gær og sökuðu þá um að sýna ósanngirni í samningaviðræð- um. Japanir höfðu leyft sér að draga í efa sanngirnina í tillögu ESB sem gengur út á að aðildarríki þess geti dregið mismikið úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda, en í heild verði útbásturinn frá öllum ESB-löndun- um 15% minni árið 2010 en viðmið- unarárið 1990. Japanir hafa lagt til að á þessu tímabili skuldbindi öll iðnríkin sig til að draga úr útblæstri sem nemur 5%. ■ Deilt um „hvolf 724 ■ ísland gæti/24 ----------- ESB bannar tóbaksaug-- lýsingar Brussel. Reuters. HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins samþykktu í gær að setja á bann við tóbaksaug- lýsingum sem á að koma til fram- kvæmda innan sex ára, með þeirri undantekningu að tóbaksframleið- endum er gefinn átta ára frestur til að hætta að fjármagna menningar- viðburði og íþróttakappleiki. Gert er ráð fyrir að samkomulagið um bannið, sem unnið hafði verið að í átta ár, gangi í gildi á næsta ári, þeg- ar Evrópuþingið hefur staðfest það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.