Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
„VIÐ vigtum féð einu sinni á ári,
aðallega til að fylgjast með fóðrun
en einnig til að vita hvort allt hafi
heimst," sagði Bjarni Runólfsson
bóndi þegar blaðamenn litu inn í
fjárhiísin í Bakkakoti I í Meðal-
landi. Þar voru bræðurnir Bjarni
og Guðni að ljúka við að vigta féð
og skrá niðurstöðumar í fjárbók.
Bjami og Lilja dóttir hans vigtuðu
en Bjarni og Stefanía Stefánsdóttir
skráðu niðurstöðurnar.
Guðni er með vistvæna fram-
leiðslu og segir að eitt af skilyrð-
um fyrir vottun framleiðslunnar
sem vistvænnar sé að féð sé skráð
með ákveðnum hætti í tölvumar
hjá Bændasamtökunum. „Við lögð-
Vistvænt
fé í Meðal-
landi
um i fyrsta skipti inn vistvænt
ræktað fé í haust og fengum örlítið
hærra verð, 6 krónur á kíló,“ segir
Guðni.
Vistvæn sauðfjárrækt felst í því
að halda áburðarnotkun innan
vissra marka og sleppa notkun
lyQa. Síðan eru lömbin lögð inn
eftir númemm ogá númerið að
fylgja skrokknum alla leið til neyt-
andans. „Ef neytandanum mislikar
eitthvað, til dæmis ef kvartað er
undan hrútabragði af kjötinu, væri
hægt að rekja það til mín. Ég tel
að þetta sé gott og stuðli að því að
bændur vandi sig og bæti fram-
leiðsluna," segir Guðni. Nokkrir
bændur á svæðinu tóku sig saman
um þessa vistvænu ræktun.
Ekki segist Guðni geta sagt til
um það hvort aukin fyrirhöfn við
ræktunina skili auknum tekjum.
„Ég tel að þetta sé það sem koma
skal. Ef ekki er hægt að stunda
þessa ræktun hér, sé ég ekki hvar
það ætti að vera hægt,“ segir hann.
Skilar inn lækninga- ^
leyfi og segir sig úr LI
ESRA S. Pétursson lýsti því yfir í
gær að hann sæi nú að það orkaði
tvímælis að greina frá bakgrunni
bamsmóður sinnar með þeim hætti
sem gert væri í endurminningum
hans. Hann hefði ákveðið að skila
inn lækningaleyfi sínu og segja sig
úr Læknafélagi íslands. Olafur
Ólafsson landlæknir hefur lagt til
við heilbrigðisráðherra að Esra
verði sviptur lækningaleyfi.
Siðanefnd Læknaféiags íslands
mun Ijúka umfjöllun sinni um meint
brot Esra á siðareglum lækna,
þrátt fyrir að hann hafi sagt sig úr
félaginu. Guðmundur Bjömsson,
formaður, segir að stjóm félagsins
muni funda þegar úrskurður siða-
nefndar liggi fyrir, því málið í heild
sinni kalli á hörð viðbrögð.
Esra S. Pétursson sendi frá sér
fréttatilkynningu í gær þar sem
segir:
„Undanfarið hafa æviminningar
mínar, „Sálumessa syndara“, vakið
umtal og umræður í fjölmiðlum.
Mér hafa meðal annars borist bréf
frá Landlækni, stjóm Geðlæknafé-
lags íslands og stjóm Læknafélags
íslands. Landlæknir ásakar mig í
bréfi sínu dagsettu 13. nóvember
1997 um brot á 15. grein læknalaga
um þagnarskyldu. Eg sé það nú að
það orkar tvímælis, að greina frá
bakgmnni bamsmóður minnar
með þeim hætti sem gert er í 49.
kafla æviminninganna. Eg taldi
hins vegar nauðsynlegt til skiln-
ings á ævi minni og sambandi okk-
ar Áslaugar Jónsdóttur eftir með-
ferð hennar að greina frá þessu í
heild. Bókin er skrifuð í anda sál-
könnunar, sem leitast við að íhuga
og skilgreina ævina ítarlega í heild.
Viðbrögð landlæknis og starfs-
bræðra minna hafa verið með þeim
hætti, að ég álít að við áframhald-
andi umfjöllun þessara aðila muni
ég ekki geta notið sannmælis.
Ég hefi því ákveðið að skila inn
lækningaleyfi mínu til ráðherra
heilbrigðis- og tryggingamála frá
og með deginum í dag. Jafnframt
hef ég sagt mig úr Læknafélagi ís-
lands frá sama tíma.“
Úrskurður siða-
nefndar um helgina
Guðmundur Bjömsson, formað-
ur Læknafélags Islands, segir að
siðanefnd lækna ljúki líklega um-
fjöllun sinni um málið um helgina
og stjóm Læknafélagsins muni þá
funda um úrskurð hennar strax
eftir helgina. „Úrræði Læknafé-
lagsins við brotum þeim sem Esra
er sakaður um em að vísa honum
úr Læknafélaginu eða beina til-
mælum til réttra yfirvalda, teljist
hann hafa brotið gegn hegningar-
lögum eða læknalögum. Við getum
augljóslega ekki vísað manni úr fé-
laginu sem hefur þegar sagt sig úr
því og ég get ekki tjáð mig um
hvort önnur viðbrögð koma til
greina fyrr en siðanefnd fellir úr-
skurð sinn.“
Landlæknir leggur til að Esra
verði sviptur lækningaleyfi
Ólafur Ólafsson landlæknir
skrifaði í gær bréf til heilbrigðis-
ráðherra, þar sem hann leggur til
að Esra verði sviptur lækninga-
leyfi. „Þá höfum við til athugunar
frekari aðgerðir vegna alvarlegra
brota á læknalögum og löjgum um
réttindi sjúklinga,“ segir Olafur og
kveðst telja líklegt að farið verði
fram á opinbera rannsókn á málinu.
Tuttugu mánaða
fangelsi fyrir
fíkniefnabrot
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
fimmtugan mann, Franklín Kristin
Steiner, í 20 mánaða fangelsi fyrir
fíkniefnabrot. Héraðsdómur hafði
áður dæmt hann í 25 mánaða fang-
elsi, en mildun Hæstaréttar byggist
m.a. á því að við endurvigtun am-
fetamíns reyndist minna af því en
ákært var fyrir og óvissa ríkti um
styrkleika hluta efnisins.
Héraðsdómur dæmdi Franklín
Steiner fyrir að hafa átt í bifreið
sinni og á heimili sínu í Hafnarfirði
253,5 grömm af amfetamíni, 126,3
grömm af hassi og 6,7 grömm af
marijuana þegar hann var handtek-
inn af lögreglu 13. apríl á síðasta ári
og fyrir að hafa brotið skotvopna-
löggjöf með því að eiga byssu, skot-
hylki og ýmis eggvopn á heimili
sínu.
Óvíst hvort hirslan var læst
í dómi Hæstaréttar kemur fram,
að amfetamínið hafi verið vigtað á
ný eftir héraðsdóminn og reyndist
það 244 grömm, en ekki 252,5
grömm, auk þess sem ósamræmi og
óvissa kom fram um mælingar á
styrkleika efnisins, sem Hæstiréttur
sagði að meta yrði Franklín í hag.
Hæstiréttur staðfesti dóm vegna
eins skots kindabyssu, sem fannst í
fórum Franklíns Steiner, en ekki
taldist sannað að hann hefði gerst
brotlegur við lög með því að geyma
skot og skothylki í ólæstri hirslu. Þá
var staðfest sakfelling að því er
varðaði byssustingi, sverð og önnur
bitjám sem fundust við húsleit, en
Hæstiréttur benti á að lög bönnuðu
ekki eign svokallaðra fingrajáma og
sýknaði Franklín af ákæra hvað þau
varðaði.
í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað
til þess að Franklín Steiner hafi síð-
ast hlotið refsingu með dómi
Hæstaréttar 1989. Refsing hans
væri hæfilega ákveðin fangelsi í 20
mánuði.
12. dómurinn
Frá árinu 1966 hefur Franklín
hlotið 11 dóma, auk dóms í þessu
máli. Flestir era dómamir fyi-ir
brot á fíkniefnalöggjöfinni, auk
nokkurra sátta fyrir sams konar
brot. Samtals hefur Franklín Stein-
er verið dæmdur til 6 ára og 3 mán-
aða fangelsisvistar, auk 20 mánaða
fangelsisdómsins sem Hæstiréttur
kvað upp í gær.
Mál Páls Skúlasonar gegn Galleríi Borg
Fellt niður þar sem
stefnandi mætti ekki
PÁLL Skúlason héraðsdómslög-
maður sótti ekki þing í Héraðsdómi
Reykjaness og boðaði ekki forföll
þegar flytja átti mál sem hann hafði
höfðað gegn Pétri Þór Gunnarssyni,
eiganda Gallerís Borgar, fyrir hönd
danskrar prestsekkju. MáUð var því
fellt niður með útivistardómi og var
Páll dæmdur til að greiða Galleríi
Borg 60 þúsund krónur í málskostn-
að.
Málið höfðaði Páll til þess að fá
rift eða fá fram fullar efndir á samn-
ingi um sölu á málverki eftir Kjar-
val. í Morgunblaðinu í júní á þessu
ári lýsti hann málavöxtum svo að
hann teldi Pétur Þór hafa sýnt svik-
samlegt atferli þegar hann árið
1992 keypti málverkið af eigin-
manni prestsekkjunnar og að hann
hefði notfært sér eUi mannsins og
að hann hefði haft óljósar hugmynd-
ir um verðgildi verksins. Það hafi
verið keypt undir því fororði að það
yrði selt safni en síðan hafi það ver-
ið selt á málverkauppboði fyrir 1,4
milljónir króna, einni milljón króna
meira en það var keypt á.
Pétur Þór Gunnarsson vísaði
staðhæfingum Páls Skúlasonar á
bug í Morgunblaðinu og hefur auk
þess höfðað meiðyrðamál gegn hon-
um vegna þeirra og er það mál enn
til meðferðar fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Þegar taka átti mál það sem Páll
Skúlason höfðaði vegna fyrrgreinds
málverks til meðferðar fyrir dómi
fyrir tveimur vikum sótti Páll ekki
þing og tilkynnti ekki forfóll. Málið
var þvi fellt niður með úrskurði
Finnboga Alexanderssonar héraðs-
dómara og var stefnandi dæmdur til
að greiða Pétri Þór Gunnarssyni og
Galleríi Borg 60 þúsund krónur í
málskostnað.
Sýknaður af ákæru
um ærumeiðingar
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur að sýkna Hrafn Jökulsson,
fyrrverandi ritstjóra Alþýðublaðs-
ins, af ákæra um að hafa meitt æra
Haralds Johannessens, fyrrverandi
fangelsismálastjóra ríkisins, eða
borið hann aðdróttun sem leitt gæti
til hnekkis fyrir Harald. Málshöfð-
unin átti rætur að rekja til greinar
sem Hrafn skrifaði í Álþýðublaðið í
mars 1996. í niðurlagi þeirrar
greinar sagði að Haraldur væri
ekki fangelsismálastjóri heldur
„glæpamannaframleiðandi ríkis-
ins“.
í dómi Hæstaréttar segir að í
greininni hafi öðra fremur verið
deilt á tiltekin atriði í störfum
Fangelsismálastofnunar, einkum
hvað varðar meðferð og aðbúnað
fanga á Litla-Hrauni.
„Greinin snýr að samfélagslegu
málefni, sem eðlilegt er að komi til
almennrar umræðu. í slíkri um-
ræðu verða stjórnvöld að þola að
gagnrýni sé beint að þeim, þótt orð-
færi í því sambandi kunni að verða
hvasst. Ákærði kaus að fara þá leið
í grein sinni að nafngreina tvívegis
forstjóra Fangelsismálastofnunar.
Hvað sem líður mati á hvort sá
háttur á skrifum ákærða hafi verið
viðeigandi verður ekki litið framhja
því að meginefni greinarinnar varð-
aði störf stofnunarinnar, sem for-
stjórinn veitti forstöðu, en um per-
sónu hans var þar ekki fjallað.
Hann verður að sæta því að stofn-
unin hafi verið samsömuð honum
með notkun nafns hans eins og hér
var gert í almennri umræðu," segir
í dómi Hæstaréttar.
Hrafn var því sýknaður af ákæru
ríkissaksóknara og ríkissjóði gert
að greiða allan sakarkostnað, þar á
meðal málsvarnarlaun Jóns Magn-
ússonar hæstaréttarlögmanns.
t
I
I
t
t
i
t
t
I
í
í
i
l
i
I