Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður um frumvarp til laga um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar Deilt um hvort sameiningin eigi að hafa áhrif á kj ör dæmaskipan TÖLUVERÐAR umræður urðu á Alþingi í gær um frumvarp til laga um sameiningu Kjalameshrepps í Kjósarsýslu og Reykjavíkur- borgar, sem Páll Pétursson félags- málaráðherra mælti fyrir. Er frumvarpið lagt fram í kjölfar þess að tillaga um sameiningu sveitarfé- laganna var samþykkt í báðum sveit- arfélögunum í júní sl. Umræðumar í gær snerust eink- um um síðari hluta annarrar greinar frumvarpsins þar sem segir að lögin um sameininguna skuli ekki hafa áhrif á skipan kjördæma við alþing- iskosningar. Töldu sumir þingmenn hins vegar að með sameiningu sveit- arfélaganna ætti að breyta kjör- dæmaskipaninni, þannig að íbúar Kjalarneshrepps gætu eftir samein- inguna kosið til Alþingis í Reykja- víkurkjördæmi, en ekki í Reykjanes- kjördæmi eins og áður. Aðrir þing- menn sögðu á hinn bóginn augljóst að sameiningin ætti ekki að hafa áhrif á kjördæmaskipanina; ekki ætti að vera hægt að breyta kjör- dæmamörkum með kosningum í sveitarfélagi. Breyta þyrfti stjórnarskránni til að breyta skipan kjördæma. Ólafur G. Ein- arsson, forseti Al- þingis og þing- maður Sjálf- stæðisflokks, hóf umræðurnar eftir framsögu ráð- herra. Hann tók fram að hann vildi ekki leggja stein í götu frumvarpsins en sagðist hafa ákveðnar efasemdir um þá tillögu frumvarpsins að sam- einingin hefði ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar. Velti Ólafur því m.a. fyrir sér hvort með þeirri skipan væri verið að bijóta á stjórnarskránni. Máli sínu til stuðnings vitnaði hann til 31. greinar stjómarskrárinn- ar þar sem kjördæmin eru talin upp. Þar segir m.a. að til Reykjavíkurkjör- dæmis teljist Reykjavík. Var hann með þessu m.a. að vísa til þess að ef af sameiningu sveitarfélaganna yrði myndu þau bæði teljast til Reykjavíkur og þar með til Reykja- víkurkjördæmis. Spurði hann hvort almenni löggjafinn gæti ýtt þessu stjómarskrárákvæði út af borðinu. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- S----,., Í:?W l ' . 71.'.; ' ALÞINGI Morgunblaðið/Þorkell PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra átti annasaman dag á Alþingi í gær; tók til máls um málefni fatlaðra, húsaleigubætur og sameiningu Reylqavíkur og Kjalamess. herra sagði að frá sínum bæjardyrum séð væri þetta ekki áleitin spurning. Fannst honum augljóst að kjördæma- mörkum yrði ekki breytt nema með breytingu á stjórnarskrá. Sagði hann að í þessu efni yrðu menn að ganga út frá því hvernig stjómarskráin væri í dag og hvað menn hefðu ver- ið að ákveða þegar stjórnarskrár- ákvæðin voru sett. „Atkvæðagreiðsl- ur í einstaka sveitarfélögum geta ekki að mínu mati breytt þeirri niður- stöðu,“ sagði hann. Þorsteinn nefndi ennfremur dæmi máli sínu til stuðnings. „Ef til að mynda þessi tvö sveitarfélög sem við hér erum að tala um hefðu tekið ákvörðun um það að hið sameinaða sveitarfélag skyldi framvegis heita Kjalarneshreppur, í hvaða aðstöðu hefðu menn þá verið?“ spurði hann. „Telja menn að þá hefði stærsta kjördæmi landsins verið komið inn í Reykjaneskjördæmi? Ég hygg að það væri með öllu óeðlilegt," sagði hann. Guðný Guðbjömsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, sagði þetta flókið viðfangsefni og spurði hvort það væri kannski farsæl lausn að sleppa seinni hluta annarrar greinar. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður þingflokks jafnaðar- manna, velti því fyrir sér hvort vísa ætti þessum umdeilda þætti frum- varpsins til sérnefndar og Steingrím- ur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra, vildi að ráð- herra skipaði þverpólitíska nefnd til að koma með lausn á þessu máli. Félagsmálaráðherra sagði við lok umræðunnar að það hefði komið sér á óvart hve mikil umræða hefði spunnist í kringum aðra grein fmm- varpsins. Fannst honum augljóst að þessi sameining breytti ekki kjör- dæmaskipaninni. Hann sagði hins vegar að þróunin yrði sú að við næstu stjómarskrárbreytingu yrðu Kjalar- nes og Reykjavík gerð að einu kjör- dæmi. Umræður um jafnan rétt fatlaðra Margt áunnist en verk- efni eru ennþá nægileg STARFSHÓPUR á vegum félags- málaráðuneytisins vinnur nú að ítarlegri úttekt á aðstöðu fatlaðra og er niðurstöðu þeirrar vinnu að vænta um áramót. Þetta kom m.a. fram í máli félags- málaráðherra, Páls Péturssonar, á Alþingi í gær, en þá fóru fram umræður um málefni fatlaðra og reglur Sameinuðu þjóðanna, frá ár- inu 1992, sem tryggja eiga jafna þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Sagði ráðherra að staða fatlaðra á íslandi væri tiltölulega góð í alþjóð- legu samhengi. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður þingflokks jafnaðarmanna, sagði við umræðuna að mörg fram- faraspor hefðu verið stigin hér á landi til að jafna stöðu fatlaðra á við ófatl- aðra á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það væru verkefnin enn næg enda hefði staðan verið slæm þegar hafist var handa. „Nægir að nefna aðstæð- ur fómarlamba slysa sem mörg búa við alls óviðunandi og ómanneskju- legar aðstæður á sjúkrahúsum. Þessu fólki má ekki gleyma,“ sagði hún. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Húsaleigubætur. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Lögskráning sjómanna. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 4. Virðisaukaskattur. 2. umr. (Atkvgr.) 5. Hlutafélög. Frh. 2. umr. ÍAt.kvoT.l „Við megum heldur ekki gleyma ibú- um sólarhringsstofnana, svo sem Kópavogshælis, sem enn bíða eftir því að efnd verði loforð um betri lífsaðstæður." Laun fatlaðra komin niður fyrir lágmarkslaun Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, gerði kjaramál fatlaðra m.a. að umtalsefni sínu. Sagði hann að laun fatlaðra væru komin niður fyrir lágmarkslaun og færu lengra niður fyrir lágmarks- laun um næstu áramót en þau hefðu nokkum tíma verið um langt árabil, þar sem tekist hefði að hækka lægstu laun upp í sjötíu þúsund. Kvaðst hann þeirrar skoðunar að hækka ætti laun fatlaðra þannig að þau væru ekki eins langt frá lágmarkslaunum og um væri að ræða í dag. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, fjallaði m.a. um hús- næðismál fatlaðra og sagði að þörfín væri mikil í búsetumálum fatlaðra, sérstaklega í Reykjavík og á Reykja- nesi. Þar væru hundruð fatlaðra ein- 6. Einkahlutafélög. Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 7. Landafundir íslendinga. Frh. síðari umr. (Atkvgr.) 8. Spilliefnagjald. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 9. Skipulags- og byggingarlög. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 10. Búnaðargjald. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 11. Islenskur ríkisborgararétt- ur. 1. umr. 12. Sóknargjöld, kirkjugarðar, ereftrun oor líkbrennsla. 1. umr. staklinga á biðlistum eftir húsnæði, en auk þess væru fjölmargir á neyð- arbiðlistum. Sagði hún að þennan vanda væri hægt að leysa. Spuming- in væri um vilja og forgangsröðun verkefna. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, vakti m.a. athygli á því hve öryrkjum hefði fjölgað mikið hér á landi á undanfömum ámm, sér- staklega hefði konum fjölgað í þeim hópi. Sagði hún að það vekti spum- ingar um það hvers konur fötlun lægi þar að baki; hvað það væri sem gerði fólk óvinnufært. Þetta væri hins vegar til skoðunar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Félagsmálaráðherra benti að síð- ustu á, í framhaldi af ummælum Svavars um tekjur fatlaðra, að í bandormsfrumvarpinu svokallaða væri kveðið á um það að bætur al- mannatrygginga skyldu breytast ár- lega í samræmi við fjárlög hveiju sinni. Sú ákvörðun ætti að taka mið af launaþróun þó þannig að bætum- ar hækkuðu aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. 13. Sveitarstjórnarlög. 1. umr. 14. Lífeyrissjóður bænda. 1. umr. 15. Tekjuskattur og eignar- skattur. 1. umr. 16. Vörugjald af ökutækjum. 1. umr. 17. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. 1. umr. 18. Ráðstafanir í ríkisfjármál- um 1998.1. umr. 19. Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka. 1. umr. Alþingi Dagskrá Alþingi Fjallar ekki um skattskyldu húsaleigubóta PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um húsaleigubætur á Alþingi í gær, en með því er öllum sveitarfélögum í landinu gert skylt að greiða húsaleigubætur. Ennfremur er lagt til að húsaleigubætur verði greiddar af öllu húsnæði, en hingað til hafa slíkar bætur ekki verið greiddar vegna húsnæðis í eigu ríkis og sveitarfélaga. Lagði ráðherra ríka áherslu á að frumvarpið yrði samþykkt fyrir áramót, en margir stjórnarandstæðingar gagnrýndu hann m.a. fyrir það hve frumvarpið kæmi seint fram. Frumvarpið er samið á vegum starfshóps sem félagsmálaráð- herra skipaði 17. maí 1996 til að gera tillögur um framtíð húsa- leigubóta. I starfshópnum áttu sæti fyrir hönd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykja- víkur, og Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, fyrir hönd fjár- málaráðuneytis Arnar Jónsson stjórnsýslufræðingur og fyrir hönd félagsmálaráðuneytis Áslaug Friðriksdóttir deildarsér- fræðingur, Elín Blöndal deildarstjóri og Ingi Valur Jóhannsson deildarstjóri sem jafnframt var formaður nefndarinnar. í máli ráðherra kom fram að í ágúst árið 1996 hefði ríkis- sljórnin samþykkt að leita eftir því að sveitarfélögin sæju alfar- ið um greiðslur húsaleigubóta. Eftir viðræður félagsmálaráð- herra og fjármálaráðherra annars vegar og formanns og fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar var síðan gert samkomulag um að stefna sameiginlega að því að sveitarfélögin tækju alfarið við afgreiðslu húsaleigubóta um næstu áramót. Vann starfshópurinn síðan í samræmi við það samkomulag. Að sögn ráðherra fjallar frumvarpið ekki með beinum hætti um skattskyldu húsaleigubóta, en verði niðurstaðan sú að skatt- lagningu húsaleigubóta verði haldið áfram mun ríkið skila sveit- arfélögum aftur þeirri upphæð sem innheimtist í tekjuskatt af húsaleigubótum. Áhrif dragnótaveiða verði rannsökuð LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar þess efnis að sjávarútvegsráðherra verði falið að láta kanna áhrif dragnótaveiða á lífríki hafsins, sérstaklega hver áhrif dragnóta- veiða eru á bolfiskstofna, viðkomu þeirra og afrakstursgetu. Einnig verði kannað hvort ákveðin veiðisvæði við ísland henti fremur til dragnótaveiða en önnur með tilliti til lífrikis á hafs- botni. • Flutningsmenn tillögunnar eru Gísli S. Einarsson, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, og Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. í grcinargerð segir að mörg rök hafi verið sett fram sem styðji bann við dragnótaveiðum og enn önnur sem mæli með veiðunum. Því telja fiutningsmenn að rannsókn verði að fara fram til að hægt verði að aflétta þessum vafa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.