Morgunblaðið - 05.12.1997, Side 31

Morgunblaðið - 05.12.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 31 ERLENT Vísindamenn deila harkalega um kenningar um að líf hafi þrifist á Mars í fyrndinni Washington. Reuters. HARÐAR deilur spruttu upp nú í vikunni um hvort lítill ioftsteinn er fannst á Suðurskautslandinu hafi að geyma vísbendingar um að líf hafí verið á Mars í fyrndinni. Vísinda- mennirnir sem fundu steininn segj- ast hafa sannað að í honum sé ekki að fínna nein merki um líf, en rann- sóknannenn Johnson geimvísinda- stofnunina og Stanfordháskóla, sem í fyrra kváðust hafa fundið örveru- leifar í steininum, segjast enn viss- ari en áður í sinni sök. Vísindamennimir greindu frá uppgötvunum sínum í ágúst í fyrra. Rannsökuðu þeir loftstein, er nefndur er ALH84001 og talinn er hafa borist til jarðar frá Mars fyrir 13 þúsund árum. Kváðust þeir hafa fundið í steininum leyfar stein- gerðra einfrumunga sem að sumu leyti væru svipaðir jarðneskum gerlum. Andmælendur kenningarinnar um að líf hafi þrifist á Mars birtu niðurstöður rannsókna sinna á ALH84001 í tímaritinu Nature á miðvikudag. Tímaritið leyfði vís- indamönnum NASA að svara and- mælunum í sama tölublaði, en slíkt er óvenjulegt. Andmælendumir komast að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða jarðneska þætti, en ekki lífræna. „Við höfum fundið tvö ólík form steintegunda í ALH84001 sem líta nákvæmlega eins út og örsteingerv- ingar, en þau eru ekki af lífrænum toga,“ segir John Bradley, við efna- og verkfræðideild Georgia Institute of Technology, í yfirlýsingu. Þeir sem lögðu fram kenninguna sögðu nú í vikunni að þeir hefðu styrkst í þeirri trú sinni að hún ætti við rök að styðjast. „Það gengur mikið á [meðal vísindamanna] að koma þessu fyrir kattarnef," sagði Everett Gibson, við Johnson geim- vísindastofnunina, í viðtali við Reuters. Ralph Harvey, við jarðvísinda- deild Case Western Reserve-há- skóla í Ohio, segir að hann hafi, ásamt aðstoðarmönnum sínum, hafi á undanförnu hálfu ári beitt nýrri tækni við rannsóknir á ALH84001 og fundið fleiri form er minni á gerla. Harvey segir hins vegar að um sé að ræða steindarþynnur sem Yfir 20 tegundir af sófaborðum á lager - Ýmsar viðartegundir Fákafen 9, sfmi 568 2866 Segja engin merki um líf í ALH84001 yrðu til við jarðhræringar. „Þetta er ekki rétt,“ svarar Gib- son. „Við vorum búnir að sjá svona- lagað fyrir nokkrum árum og af- skrifuðum þetta sem vísbendingar um örsteingervinga." Gibson segir að Harvey og samstarfsmenn hans hafi leitað fanga á röngum stað. Harvey segir að örformin sem líti út eins og liðskipting hafi í raun verið leyfar málmhúðunar sem not- uð hafi verið við rannsóknir með rafeindasmásjá. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem málmhúðaragnir leiða til þess að menn telja sig hafa fundið öreindasteingervinga í grjóti," skrifa Harvey og samstarfs- fólk hans. Gibson svarar því til, að athugað- ir hafi verið fletir á grjótinu, sem ekki hafi verið húðaðir með málmi og þar hafi fundist sama skiptingin. Ennfremur bendir hann á að vís- indamenn séu nýlega farnir að kannast við að til séu svokallaðir ör- gerlar er geti þrifist við mjög harkalegar aðstæður. Harvey er nú staddur á Suður- skautslandinu að sækja fleiri loft- steina. Hann segir að við rannsókn- ina hafi hann, og samstarfsmenn hans, gætt þess vandlega að nota nákvæmlega sömu aðferðir og Johnson-Stanford rannsóknarhóp- urinn til þess að engum blöðum yrði um að fletta að rannsóknaraðferðir hefðu ekká haft nein áhrif á niður- stöður. Gibson segir að rök andmælenda kenningarinnar um að líf hafi þrifist á Mars séu einfaldlega ekki nógu sterk. Hann og samstarfsmenn hans hyggist birta meiri upplýsing- ar um gerlana sem þeir telja að hafi myndað steingervingana í ALH84001. PHILIPS - alltaf ódýrast hjá okkur óem ur PT 8703 Við bjóðum einnig annað gæðatæki sem búið er sömu eiginleikum og PT 9113 að Að framleiða góð sjónvörp er ekki á allra færi og það kunna fáir eins vel og PHILIPS. Enda eru PHILIPS sjónvarpstækin þekkt fyrir framúrskarandi myndgæði og magnaðan hljóm. PT9113 Ultraflat BlackLine Super myndlampi með Crystal Clear III gerir myndgæðin þau skörpustu sem til eru í dag 100 Hz Digital Scangerir myndina stöðuga sem Ijósmynd 120 W Dolby Pro Logic Surround heima bíókerfimeð 5 hátölurum og bassa Sjálfvirkur DNR myndsuðseyðir Mynd í mynd (PIP) íslenskur leiðarvísir _______ Kr. 189.900 stgr. undanskildu „mynd í mynd“ og Dolby Pro Logic Surround. Fjárfestu til framtíðar í hágæða sjónvarpstæki frá PHILIPS. Kr. 161.400 stgr. Heimilistæki hf VISA raögreiðslur til allt að 36 mánaða SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO EURO raðgreiðslur til allt að 36 mánaða © http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt © © ©

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.