Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 32
FOSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 Ibod MORGUNBLAÐIÐ DAEWOO 2898 Black Matrix myndlampi, breiötjalds- stilling, Nicam stereo, 70 stööva minni, tvö Scarttengi, NTSC afspilun, ísl.textavarp, fjarstýring o.fl. PHILIPS 100 Hz 28PT7403 100 riöa flöktfrí mynd Super Black Line myndlampi íslenskt textavarp, sjálfvirk stöðvaleitun, Nicam Stereo hljóökerfi, barnalæsing, svefnrofi o.fl. DAEWOO DV-K885 6 hausa myndbands- tæki meö NTSC afspilun, allar aögeröir á skjá, tímaupptaka, fjarstýring, Show View o.f I. RflFTÆKMPtRZLUIÍ ISLflNDS If - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Greiðslukjör við allra haefi Mo erum I hM ,,ð «£El ERLENT Winnie Mandela neitar ásökunum um morð og pyntingar Segir sakargiftir „fár- ánlegan tilbúning44 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Jóhannesarborg. Reuters. WINNIE Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, kvaðst saklaus af öllum ásökunum um morð og barsmíðar á ungum blökkumönnum þegar hún kom fyrir sannleiks- og sáttanefndina svokölluðu í gær. Hún lýsti sakar- giftunum sem „fáránlegum tilbún- ingi“ og lið í ófrægingarherferð gegn sér. Yfirheyrslur sannleiksnefndar- innar vegna máls Winnie Mandela hafa staðið í níu daga og rúmlega 20 vitni hafa sakað hana um aðild að morðum, barsmíðum og pynt- ingum hóps ungra fylgdarmanna hennar, sem kölluðu sig „Knatt- spymufélagið Mandela United“ þótt þeir hefðu aldrei tekið þátt í knattspymumótum. Vitnin sögðu að Winnie Mandela hefði leikið tveimur skjöldum, verið þekkt út um allan heim fyrir bar- áttu gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku og á sama tíma stjórnað grimmdarverk- um í Soweto, hverfi blökkumanna í Jóhannesarborg, sem hefðu valdið ógn og skelfingu meðal íbúanna. Winnie kvaðst aldrei hafa hitt nokkur vitnanna, sem sögðust hafa búið á heimili hennar í Soweto á ár- unum 1988-89 og tekið þátt í óhæfuverkunum að fyrirmælum hennar. Neitar að hafa fyrirskipað morð Hún sagði ekkert hæft í ásökun- um um að hún hefði fyrirskipað morð á fjórtán ára dreng, Stompie Seipei, og tveimur blökkumönnum sem tóku þátt í baráttu Afríska þjóðarráðsins (ANC) gegn aðskiln- aðarstefnunni, þeim Lolo Sono og Sibusiso Shabalala. Jerry Richardson, fyrrverandi „þjálfari Mandela United", afplán- ar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir morðið á Seipei og hefur borið vitni fyrir nefndinni í von um að hún veiti honum sakaruppgjöf. Hann sakaði Winnie Mandela, sem hann kallaði „mömmu", um að hafa fyrir- skipað morð á Seipei og fleiri blökkumönnum. „Mamma drap engan, en hún notaði okkur til að drepa marga,“ sagði hann. Reuters WINNIE Madikizela-Mandela svarar spurningum sannleiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku vegna rannsóknar á meintri aðild hennar að morðum og pyntingum seint á síðasta áratug. „Þetta er fáránlegt og algjör fá- sinna,“ sagði hún þegar lögfræð- ingur hennar, Ishmail Semenya, spurði hvort hún hefði fyrirskipað morðið á Seipei árið 1988. Hún kvaðst ekki hafa stjómað gerðum ungu blökkumannanna á heimili hennar þótt hún hefði veitt þeim húsaskjól. Eitt vitnanna, Katiza Cebek- hulu, fyrrverandi altarisþjónn í Jóhannesarborg sem hefur búið í Bretlandi, kvaðst hafa séð Winnie Mandela stinga Seipei til bana en hún vísaði þeim vitnisburði á bug sem „ofskynjunum geðsjúklings". Winnie sagðist ennfremur sak- laus af ásökunum um að hafa skip- að fyrir um morð á lækninum Abu Baker Asvat. Þá kvað hún ekkert hæft í vitnisburði Nicodemus Sono, sem kvaðst hafa séð son sinn illa leikinn eftir barsmíðar í sendiferðabíl með Winnie Mand- ela en hún hefði neitað að láta hann lausan. Ökumaður bílsins hefur staðfest þennan vitnisburð en neitaði að koma fyrir sannleiks- nefndina eftir að Winnie Mandela hafði samband við hann. Desmond Tutu erkibiskup, for- maður sannleiksnefndarinnar, skýrði frá því að stuðningskonur Winnie Mandela hefðu áreitt móð- ur Stompie Seipei og haft í hótun- um við hana þegar hlé var gert á yfirheyrslunum. Hann lýsti atburð- inum sem „glæpsamlegu athæfi“. Liður í „ófrægingarherferð“ Sannleiks- og sáttanefndin var stofnuð til að upplýsa glæpi sem framdir voru undir merkjum að- skilnaðarstefnunnar og baráttu blökkumanna gegn henni en nefnd- in hefur ekki vald til að refsa Winnie Mandela. Desmond Tutu hefur þó sagt að nefndin kunni að vísa alvarlegum glæpamálum til lögreglunnar. Winnie sækist eftir því að verða kjörin varaformaður Afríska þjóð- arráðsins síðar í mánuðinum og seg- ir ásakanimar lið í ófrægingarher- ferð hvítra andstæðinga ANC og al- þjóðlegra fjölmiðla á hendur sér. G5?/ mpndlist ilbúnir rammar mskiö úrval 'lacfcpt ný sending Q$)peglar sérsmfðaðir að þfnu vali Opiðídag frá kl. 10.00-17.00 Sunnudag kl. 13.00-17.00 RAMMA ■sr INNRÖMMUN MIÐSTOÐIN f£æj°-slw5111616 1 1 I I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.