Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 37 Bókastefnan í Gautaborg Fjölþjóða viðhorf Ólíkar raddir kváðu sér hljóðs á nýafstað- inni bókastefnu í Gautaborg sem Jenna Jensdóttir sat. Hún segir að lífsviðhorf hafi verið mörg og stundum hafí heyrst rödd undirokaðra. JOHANNES Salminen, Vigdís Finnbogadóttir og Torkel Jansson ræddu hvað væri líkt með þjóðum og sögu Norðurlanda. ETTA einkennilega lága suð sem barst frá básun- um gat orðið nokkuð þreytandi þegar á daginn leið. En þótt það mettaði loftið á sinn hátt, stundum með lófataki eftir ljóðaflutning eða tölu í ein- hverjum básanna, var það ekki skylt þeirri mengun er þrengir að vitum — heldur þrengir að vitund. Hátt er til lofts og vítt til veggja í Kongr- esshuset. Sú spuming er áleitin í hugsun- inni hvað veldur því að mega helst ekki missa af hvað íslendingur seg- ir, um lífið og tilveruna, í umræðu- hópunum sem taka þátt í dagskrá. Úr mörgu er að velja dag hvern á bókastefnunni í samkomusölunum uppi. Ekki er íslenska listafólkið alls staðar þar og varla er það minna virði sem aðrir segja. En þessi tilfinning sem ýtir á að vera nálægt sínum löndum á slíkum stundum er sterk — og meira — hún er hlý af því í henni felst traust til þess sem fram kemur og ekki að ástæðulausu. Það eru nokkur árin síðan ung- ur, íslenskur námsmaður ritaði grein um Laxness og ritverk hans í þekkt danskt dagblað. Það var eitthvað við þá grein sem vakti at- hygli þeirra er lásu hana. Eitthvað sem gaf vonir til framtíðar. Nú sat íslendingurinn, Halldór Guðmunds- son útgáfustjóri, ásamt 0ysten Rottem rithöfundi frá Noregi og Lars Lönnroth prófessor í Svíþjóð að samræðum, sem sá síðast nefndi leiddi; „Laxness och Hamsun - motsáttningar och likheter mellan Nordens största prosaister," var kynningartitill. Þetta voru einstak- lega hressandi umræður og skoðan- ir hreinskiptar og byggðar á tals- verðum rannsóknum. Þekking og talfærni íslendingsins vakti hrifn- ingu. TONLIST Norræna húsið KYNNINGARTÓNLEIKAR íslenzk og erlend lög af ýmsu tagi. Jóhanna Þórhallsdóttir alt; Aðalheið- ur Þorsteinsdóttir, píanó; Sveinbjöm I. Baldvinsson, Páll Torfi Önundars- son, gítarar; Tómas R. Einarsson, kontrabassi; Þorbjöm Magnússon, kongatrommur. Norræna húsinu laugardaginn 29. nóvember kl. 20.30. „MILLIMÚSÍK" er hugtak sem undirritaður hefur stundum flíkað í gamni og alvöru sem e.k. rusla- kistuorð um allt hvað eina sem stendur milli popps og „fagur“tón- listar, ýmist um sérlega vandaða afþreyingartónlist, eða óvenju að- gengilega listmúsík, og þá einkum hugsað félagslega, þar eð jafn los- aralegur aðgreiningur segir í sjálfu sér varla neitt. Ef maður lítur á markaðinn, þetta töfraorð síðustu áratuga, þá á millimúsíkin vitaskuld alltaf erfiðast uppdráttar í litlu sam- félagi, þar sem hún getur hvorki sótt í sjóði nútímatónlistar né á heldur mikla möguleika á að spjara sig óstudd á forsendum framboðs „Norden - centrum och periferi" var titillinn á einhveijum fáguðustu umræðum er fram fóru á ráðstefn- unni. Árið 1997 er afmælisár, því 600 ár eru síðan Kalmarsambandið var stofnað. Hér hittust þijú andans stórmenni; Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands, Johann- es Salminen prófessor frá Helsing- fors og Torkel Jansson prófessor í sögu við Uppsalaháskóla. Umræðu- efnið var hvað væri líkt með þjóðum Norðurlanda og hvað ólíld. Um Norðurlönd sem valdamiðju fyrr og nú. Um 20 millj. manna sem eiga svo margt sameiginlegt og skilja hver aðra. Gætu það ekki orðið sterkir valdaþættir í Evrópu í dag? Það var hátíðleg stemmning í saln- um. Mælendur tóku mikið tillit hver til annars orða. Trú Vigdísar Finn- bogadóttur á æskufólk Norðurlanda og allt hið besta sem í þjóðarbijóst- um býr var svo staðföst og einlæg að hún virtist geijast í vitund ann- arra. Sem ætíð fyrr hún „sér og sigrar“. Að vera íslenskur rithöfundur Tveir íslenskir rithöfundar, þau Ingibjörg Haraldsdóttir og Guð- bergur Bergsson, sátu fyrir svörum hjá menningarblaðamanninum Ulf Örnkloo við sænska útvarpið. Skáldið með ágætar ljóðabækur sín- ar og þekkt fyrir rússneskar og spænskar þýðingar á íslensku. Rit- höfundurinn stórvirkur í skáld- sagnagerð og þýðingum. Þau voru rækilega kynnt í maíblaði bóka- stefnunnar og stóðust fyllilega það sem þar var um þau sagt. Allt raun- hæft, tal þeirra einkenndist af hóg- værð og lítillæti þeirra sem náð hafa langt á sínu sviði. Umræðuefn- ið var: Að vera íslenskur rithöfund- ur í norrænu samfélagi. Ingibjörg las einnig úr ljóðum sínum. Þeir íslendingar sem hér verða og eftirspurnar. Hún er dýr (vöndun krefst vinnu), og höfðar til fárra, m.a. vegna þess að hún er óþekkt („catch 22“-sjálfhelda: greinin væri vinsælli ef hún væri þekktari!) En þetta er kannski smám saman að breytast. Kannski m.a. með breyttri aldurshópaskipan; við- komuholskefla eftirstríðsára er komin á miðjan aldur. Alltjeiit virt- ist manni aðstreýmið að plötukynn- ingartónleikum Jóhönnu Þórhalls- dóttur og félaga í kjallara Norræna hússins hér á laugardaginn var benda til meiri þarfar fyrir popp við hæfí fulltíða áheyrenda en áð- ur, og að aukin tónlistarmenntun væri nú loks að skila sér í formi meiri breiddar í tónlistarframboði í líkingu við það sem við þekkjum úr stærri samfélögum. Alla vega mátti lesa úr lagavalinu, sem vel- flest var eftir hljómsveitarmeðlimi sjálfa, að metnaðurinn væri meiri en viðgengst um breiðustu almenn- ingstónlist, og miðaður við áheyr- endur som komnir eru á legg. nefndir, þau Sjón og Vigdís Gríms- dóttir, voru fulltrúar yngri skálda- kynslóðar samtímans. Það kom greinilega fram í umræðum við út- gefanda þeirra, Kerstin Aronsson hjá Anamma förlag. Viðræðumar báru titilinn „Möt det nya litterára Island". Bæði eru þau með athyglis- verðan feril að baki í heimalandi og vel þekkt í Svíþjóð. „Röntgen augu“ Sjón virkuðu vel og einstak- lega þægileg framkoma þess sem varðveitir bamið í hjartanu og sam- tengir það merkiíegri, stundum gáskakenndri frásögn sinni. Otví- ræðir hæfileikar og dulskyn í fari og skáldskap kemur senn til með að gera tiltölulega ungan rithöfund, Vigdísi, að þjóðareign. Meðbyr hér- lendis og erlendis virðist ekki stíga henni til höfuðs. Sérkennilegur klæðnaður og frán augu auk skáld- verka hennar vöktu talsverða at- hygli á bókastefnunni. Ágætar umræður fimm rithöf- unda um barna- og unglingabók- menntir og gildi þeirra bám titilinn: „Nordiska skratt för unga lásare“. Þátttakendur voru: Ulf Stark frá Svíþjóð, Tuija Lehtinen frá Finn- landi, Olafur Haukur Símonarson frá íslandi, Klaus Hagerup frá Nor- egi og Kim Fupz Aakeson frá Dan- mörku. Sonja Svensson frá „Svenska Barnboksinstitutet“ stjórnaði umræðum. Kannski voru þær stundum langdregnar er stjórn- andinn tók sér tíma. Þær vom þó fijálslegar og spennandi, því sitt sýndist hveijum af og til. Olafur Haukur var einarður og rökfastur í skoðunum sínum á því menning- ar- og uppeldisgildi sem góðar bók- menntir (og leikverk) hefðu fyrir unga lesendur. Raunar með því besta sem sagt var í umræðunum. Bókmenntakynningarsjóður var meðal þeirra sem stóðu að þessum umræðum. Tangóar, jass-skotnar balliiður, vísna- og kabarettsönglög - flest hneig að téðum bmnni, og var fljót- séð af undirtektum að þeim félögum tókst að hitta þar sem til var kast- að, því öllum 15 atriðum hópsins var dável tekið. Svo er komið hér og nú, að þakka ber orðið fyrir alla efnistöku utan engilsaxneska svæðisins. Æ fleiri verða viðskila við evrópskan arf, og því ekki gott að segja hversu marg- ir könnuðust t.a.m. við danska begu- ine-slagarann Man binder os paa Haand og Mund eftir Kai Normann Andersen, er revíu-dívan Liva Weel gerði frægan á hemámsárunum (textinn varð ótilætlað að dulpillu í garð þýzkrar ritskoðunar), eða Anemónulag Egils Harder (t. Kaj Munk), en engin ástæða er til að gleyma góðum lögum, þrátt fyrir kynslóðaskipti og sívaxandi ensku- lap. Lög eins og þessi vom því sér- lega vel þegin, enda ágætlega flutt, nema hvað Anemónu-útsetningin virtist undarlega reikul og bassa- Á bókastefnunni mátti sjá að böm eru í sviðsljósinu nú og kröfur til þeirra er skrifa fyrir böm og unglinga fara vaxandi. Áberandi vom umræðuþættir og básar er létu þetta málefni til sín taka. Það var áhrifaríkt að koma í básinn þar sem „Rádda Bamens Förlag" hafði aðsetur sitt. Að líta þar í bók eins og „Föráldraskap i förándringstider“ eftir Ása Lind- ström gefur nokkrar hugmyndir um ráðvillta foreldra og andlega skelf- ingu lostin böm, sem hafa til fárra að leita í umróti samfélagsins. En niðurstaða rannsóknarhóps er að foreldrar þurfa stuðning til þess að ná fótfestu. Mikið hafði verið gert í því að kynna írska rithöfundinn Maeve Binchy, m.a. í maíblaði bókastefn- unnar, þar sem hún er nefnd mest elskaði rithöfundur veraldar, sem skrifar um kærleika, vinskap og góðvild. Bækur hennar hafa selst í 20 milljónum eintaka um allan heim. Hún er kennari að mennt. Ekki tókst að fá bók eftir hana er heim kom, hvorki em þær til í Borgarbókasafni né Þjóðarbók- hlöðu, en Amtbókasafnið á Akur- eyri á bókina „Light A Penny Candle“ eftir hana. Staldrað hefur verið við framlag íslendinga til bókmennta á bóka- stefnunni. Af því sennilega varðar það mestu fyrir hvert land hvernig til tekst hjá eigin fólki í öllu því er það flytur öðmm þjóðum. Þar er orðið sjálft mikilvægur miðill. Eins og gefur að skilja vom ólík- ar raddir er kváðu sér hljóðs á bóka- stefnunni, svo viðamikil og fjölþjóða sem hún er. Lífsviðhorfin voru mörg og stundum heyrðist rödd þess undirokaða. Einnig kom fram póst- módemisminn eins og i huggjörð hans Kristjáns Kristjánssonar heim- spekings á Akureyri. gangur ómarkviss, líkt og verið væri að spila lagið í fyrsta sinn. Því miður var ekki prentað pró- gramm í boði, og misfórst því sumt í munnlegri kynningu, svo sem textaþýðendur, lagaheiti o.fl. Meðal slíkra „nafnlausra" laga sem upp úr stóðu var eitt eftir Tryggva Bald- vinsson (texti eftir bróður hans Sveinbjörn I.), að vísu ekki alveg nógu hreint sungið, og Móðir mín i kví kví eftir Tómas R., sem reynd- ar átti ekki annað sameiginlegt með þjóðlaginu en textann, svo og fyrir- taks popplag eftir erkipoppand- stæðinginn Hjálmar H. Ragnars- son, þar sem heyra mátti eina og eina eftirminnilega línu eftir Sigurð Pálsson eins og Nóttin semur text- ann við dægurlagið. Fyrir augað var kjallari Norræna hússins hinn ákjósanlegasti vett- vangur, því myndlist Tryggva Ólafssonar er ekkert minna en sveiflan uppmáluð (og þó kannski einkum cool og bossa). En akústík- in var slæm. Allt of mikið fór í graut, og jafnvægi milli flytjenda var trúlega langt frá gæðum hljóm- skífunnar sem átti að kynna. Að því leyti var staðarvalið tvíeggjað. RíkarðurÖ. Pálsson Nýjar bækur • NYJA Island - Orlagasaga vesturfaranna í máli ogmyndum er eftir Guðjón Amgrímsson. Næstum fjórðungur íslensku jjóðarinnar hélt vestur um haf á árabilinu 1870- 1914, alls milli 15 og 20 þúsund manns. Við það varð til íslenskt samfélag í öðru landi, menn sem þurftu að læra ný vinnubrögð og að- lagast gerólíkum Guðjón aðstæðum: að Arngrímsson höggva skóg, plægja jörðina og leggja vegi. í kynningu segir: „Og lengi hafa menn hér á landi verið furðu sinnu- lausir um sögu þessara landa sinna. Hvers vegpia yfirgáfu þeir ísland? Hvemig fóm þeir? Hvað beið í nýja landinu? í þessari bók er saga vest- urferðanna um og fyrir aldamótin rakin á greinargóðan hátt og með fjölda fágætra mynda. Bakgrunnur vesturferðanna er skýrður, lýst til- drögum ferðanna hérlendis, fylgst með fyrstu landnemunum yfir haf- ið, og leitinni að Nýja íslandi." Utgefandi er Mál og menning. Nýja Island er334 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 3.980 kr. • ÆVISÖGUR Arafats, „Kempan með kafíuna “ og Símonar Peres, „Baráttan fyrir friði“, em í þýð- ingu Þorbjargar Bjamar Friðriks- dóttur, er þýðir ævisögu Peresar, og Elínar Guðmundsdóttur og Þor- steins Thorarensen, er þýða í sam- einingu ævisögu Arafats. Bækurn- ar flalla um víðfræga menn í friðar- umleitunum milli ísraels og Palest- ínu. Fyrir það deildu þeir saman með sér friðarverðlaunum Nóbels. „Lífsferill þessara manna hefur verið æði ólíkur, Peres var fæddur í Póllandi, fjöl- skylda hans hreifst af Zíonis- manum og fluttist til Palestínu fyrir daga Hitlers. Ara- fat fæddist og ólst upp í Jerúsalem í gríðarstórri sam- byggingu við Grátmúrinn, en þetta hús jöfnuðu gyðingarviðjörðu, þegar þeir náðu tangarhaldi á borginni til að stækka bæna- svæði sitt.“ í kynningu seg- ir ennfremur: „Peres reis upp til áhrifa sem nánasti samstarfsmaður Ben-Gúríons frels- ishetju gyðinga, en Arafat var náf- rændi hins harðskeytta Múfta af Jerúsalem og tók við baráttuhlut- verki hans. Báðir gerðust þeir stríðsmenn - Peres hamaðist við að afla ísraelsher ólöglegra vopna, þegar hann í fyrstu stóð varnarlaus gegn heijum araba gráum fyrir járnum. Árafat reis hæst eftir ósig- urinn og hernám ísraela í Sex daga stríðinu. Þá var neðanjarðarhreyf- ing eina færa leiðin í hersetnu landi, með hermdarverkum, sprengingum, gíslatökum og flugvélaránum. Öll sagan er ítarlega rakin og hvernig PLO hrökklaðist burt úr Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon undan hótun- um og útrásum ísraelsmanna sem skildu eftir sig sviðna jörð. Síðar slíðruðu báðir þessir stríðs- kappar sverðin og hófu baráttu fyr- ir friði.“ Fjölvi gefur bækurnar út. Bók Peresar er 420 bls. ogArafats 540 bls. Davíð Oddsson forsætisráð- herra ritarformála um persónuleg kynni sín við Peres, ogSteingrímur Hermannsson rifjar upp heimsókn sína sem forsætisráðherra tilAraf- ats í Túnis. Bækurnar eru prentað- ar í samstæðri hönnun í Singapore og kostar hvorþeirra kr. 3.480. Fullorðinsfönk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.