Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Æ v i s a g a SPOR EFTIR GÖNGU- MANN-í SLÓÐ HJARTAR Á TJÖRN eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Þórarin Hjartarson. Bókaútg. Slqald- borg, Reykjavík, 1997,335 bls. HJÖRTUR Eldjárn Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal var löngu þjóðkunnur maður er hann lést 1. apríl 1996, 76 ára að aldri. Spor þessa göngumanns má víða rekja - í samtökum bænda, nátt- úruverndarmálum, sveitar- stjórnarmálum, ritstörfum, og svo kannski fyrst og síðast sem mikil- virks og gagnvirks bónda og hús- bónda á miklu menningarheimili. Síðustu tíu ár ævinnar var Hjörtur þjáður af vanheilsu sem ágerðist meir og meir. Honum tókst þó að rita á þeim tíma tveggja binda verk, Sögu sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu, sem út kom árið 1994. Þá hugðist hann taka til við að skrifa endurminn- ingar sínar. En þá var orðið skammt til endadægurs og ekki ráðrúm til að komast langt áleiðis. Þegar sýnt var að hveiju stefndi ákváðu tvö barna hans, Ingibjörg og Þórarinn, að hlaupa undir bagga, - raunar hjálpaðist öll fjöl- skyldan að. Þó að Hjörtur ætti orðið mjög erfitt með að skrifa undir það síðasta vegna Parkin- sonveiki var andleg geta hans óskert. Hann komst því upp á lag með að tala inn á segulband og láta í té mikilsverðar upplýsingar um ævi sína. Þeim systkinum tókst með þessu móti og talsverðri heim- ildaöflun (ritgerðir og þættir Hjartar, sendibréf, viðtöl við kunn- Ævisaga Hjartar á Tjörn uga o.fl.) að ljúka þessari bók sem nú er komin á prent rúm- lega hálfu öðru ári eftir andlát föður þeirra. Að ýmsu leyti er þetta óvenjuleg bók. Það er kannski ekki svo mjög óvenjulegt að hún skuli vera sam- bland sjálfsævisögu og ævisögu, slíkt hef- ur sést áður. Ein- kennilegra er að hún gerist „í tveimur tím- um“ ef svo má segja. Hún byijar og endar á síðustu ævistundum Hjartar. Að öðru leyti fylgjumst við ýmist með söguhetjunni í nútíðinni, líðan hans og þjáningum eða að horfið er aftur til fortíðar- innar, ýmist í frásögn hans sjálfs, endursögn fjölskyldunnar, sendi- bréfum eða ritverkum. Þessi frá- sagnarmáti, sem vafalaust er sprottinn af hinum sérstöku að- stæðum, gerir ævisöguna óvenju- lega dramatíska og sjónræna, líkt og horft sé á kvikmynd. En þó að áhrifín á lesandann verði sterk eru þau auðvitað ekkert hjá því sem þeir sem unnu að bókinni hafa upplifað þessi tvö síðustu ár. Löng og viðburðarík ævi er rifjuð upp í einstökum atriðum, jafnvel með löngum ferðalögum. Það hlýt- ur að hafa verið lang- dregin og sársaukafull kveðjustund. Það skynjar lesandinn raunar afar vel. Hjörtur E. Þórar- insson ólst upp á Tjörn í Svarfaðardal, en þar höfðu forfeður hans búið mann fram af manni. Foreldrar hans voru vel gert gáfufólk sem þótti sjálfsagt að börn þeirra menntuð- ust vel. Dæturnar tvær urðu gagnfræð- ingar eins og þá þótti hæfilegt fyrir stúlkur og synirnir tveir stúd- entar og háskólagengnir, Kristján fornleifafræðingur og Hjörtur kandídat í búvísindum frá Skot- landi. Svo er að sjá sem aldrei hafi annað komið til greina en að Hjört- ur yrði bóndi á Tjörn. Ég gat ekki varist þeirri hugsun við lestur bók- arinnar að jörðin Tjörn og dalurinn fagri hafi alla tíð átt Hjört og aldr- ei hafi staðið til að sleppa honum. Raunar er ekkert erfitt að skilja þetta hafi maður átt þess kost að skoða sveitina vel. Félagsmál og búskapur urðu aðalviðfangsefni Hjartar og á báð- um sviðum var hann mikilvirkur. Af hvoru tveggja er löng saga sögð í þessari bók. Þar kemur Hjörtur Eldjárn Þórarinsson persónuleiki hans vel fram. At- hafnasamur röskleikamaður, hug- kvæmur og áræðinn, en jafnframt glaður á góðri stund og bráðvel skáldmæltur. Um allt þetta fræð- ist lesandinn vel. Mig langar til að staldra aðeins við náttúruunn- andann og náttúruverndarmann- inn Hjört. Enda þótt Hjörtur kæmi talsvert við sögu náttúruverndar á landsvísu var náttúruvernd á heimaslóðum honum líklega hug- stæðust. Fyrir hans tilverknað var dalbotninn utanverður gerður að friðlandi, en þar mun vera einstakt gróðurfar, fugla- og skordýralíf. Með þessu framtaki gaf Hjörtur gott fordæmi. Fáir ef nokkrir, þekktu betur flóru Svarfaðardals. Hann vissi víst upp á hár hvaða plöntur uxu í dalnum og gladdist eins og barn þegar ný planta fannst. Öllum mönnum var hann kunnugri fjalllendi Svarfaðardals eins og ljóst má vera af ágætri bók hans um það efni. Eitt þykir mér mikilsvert um náttúruunnandann Hjört á Tjörn. Hann hafði mikið dálæti á sauðfé og hefði áreiðanlega lagt sig fram um að rækta gott sauðfjár- kyn ef friður hefði gefist fyrir riðuveiki. Engar andstæður virt- ist hann sjá í náttúruvernd og sauðfjáreign. Hann var nefnilega einn af þessum heilbrigðu og skynsömu náttúruverndarmönn- um sem telja að saman eigi að fara landvernd og landnýting. Þeir mættu vera fleiri. Ævisaga Hjartar á Tjörn er saga merkrar og athafnasamrar ævi. Hún er líka saga gæfumanns í einkalífi og góðs Islendings. Vel hefur verið að útgáfu bókar- innar staðið og fjölmargar myndir prýða hana. Sigurjón Björnsson BÓKMENNTIR Vísnasafn í FJÓRUM LÍNUM Vísna- og ljóðasafn III. Auðunn Bragi Sveinsson safnaði og valdi. Vest- firskaforlagið, Hrafnseyri, 1997,213 bls. ÞETTA er þriðja hefti af vísna- safni Auðuns Braga Sveinssonar. Tvö hin fyrri komu út árin 1980 og 1982. í undirtitli þessa heftis segir að vísur séu 830 og höfundar 212. Það er mikil fylking liðinna og lifandi hagyrðinga víðs vegar að af landinu. Margt er hér vita- skuld bráðsnjallra lausavísna, en þegar haft er í huga að vafalaust ber að líta á þetta safn sem úrval eru perlurnar færri en búast hefði mátt við. Þar getur varla verið öðru um að kenna en vali eða smekk safnandans. Enda þótt tvö hefti séu þegar komin er vissulega hægt að fylla þriðja heftið með úrvalsvísum. Satt að segja á ég erfitt með að skilja hvað lagt hefur verið til grund- vallar valinu. Hér fær Auðunn Bragi sjálfur um það bil tíundu hveija vísu og Sveinn faðir hans litlu færri. Aðrir bráðsnjallir hagyrðingar fá aðeins örfáar vísur, kannski aðeins eina. Og suma vantar alveg. Hér er auðsæ slagsíða, sem ég er svo sem ekkert að fárast yfir. En hefði ekki verið ástæða til að útskýra eitthvað? Vissulega hefur sá sem hér heldur um penna alltaf gaman af vel kveðn- um vísum og hér er enginn skortur á þeim. En ekki finnst mér nógu vel hafa verið staðið að út- gáfumálunum. Þar er fyrst til að taka að efni bókar- innar er allt í belg og biðu, án nokkurra kaflaskila og án þess að höfundum sé raðað á nokkurn hátt (ald- ur, stafrófsröð, hérað o.s.frv.) Þá eru höf- undar býsna ein- kennilega kynntir á stundum. Sami mað- urinn er t.a.m. ýmist kynntur sem Sveinn frá Elivog- um, Sveinn á Sneis eða Sveinn á Refsstöðum. Það er engu líkara en safnandinn hafi talið sjálfsagt að lesendur vissu á hvaða bæjum faðir hans dvaldist. Stundum er vísuhöfundur kynntur sem Auð- unn Bragi Sveinsson, „undirritað- ur“ eða „sá sem þetta ritar“. Óþarft finnst mér að gefa höfund- um umsagnir, s.s. „hagmæltur vel, hagyrðingur góður, orti margt vel“ o.s.frv. þegar það ligg- ur í hlutarins eðli að allir sem vísu eiga í bókinni hljóta að vera góðir hagyrðingar. Ekki er heldur ljóst hvers vegna sumir fá umsögn sem þessa en aðrir ekki. Klúðurs- legt er að sjá nöfn höfunda undir- strikuð í stað þess að vera feit- eða skáletruð eins og venja er í prentuðum bókum. Verði framhald á þessum bók- um - sem raunar væri æskilegt - þyrfti úr mörgu að bæta: vali vísna og höfunda, skipulagi í upp- setningu og samræmi í umsögn- um. Það á að vera tiltölulega ein- föld handavinna, sem lausavísan á fyllilega skilið. Sigurjón Björnsson Vísnasafn Auðuns Braga Auðunn Bragi Sveinsson Þjóðfræði Þórð- ar í Skógum BOKMENNTIR 1> j ó ð f r æ ð i SETIÐ VIÐ SAGNABRUNN eftir Þórð Tómasson í Skógum. Lif- andi þjóðfræði. Frásagnir af huldu- fólki og horfnu mannlífi. Mál og mynd, 1997,247 bls. ÞAÐ þarf víst ekki að kynna sagnaþuiinn og minjasafnandann Þórð í Skógum fyrir lesendum. Allir sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik og þjóðminjum vita að hann er óumdeildur Nestor þeirra fræða. Mörg mikilsverð ritverk hafa komið frá hans hendi, „perl- ur“ segir á kápu þessarar bókar og má taka undir það. I þessari bók er að finna fimm efnisþætti. Sá fyrsti fjallar um huldufólk. Þar er bæði almennt yfirlit um það hvað felst í trú á tilvist huldufólks og síðan koma margar huldufólkssögur og eru þær flestar af Suðurlandi (Mýrdal- ur, undir Eyjafjöllum). Þessi þáttur er einstaklega vel gerður og svo sann- færandi á köflum að maður má stórlega vara sig að verða ekki einn af hinum sanntrú- uðu. Næsti þáttur nefnist Líf og dauði. Þar segir frá ýmsum siðum, venjum og hjá- trú viðkomandi, kvikn- un lífs, fæðingu, nafngjöf, feigð, svip- um dauðra manna, lík- vöku, nábrennu, kistu- lagningu, líkför, erfi- drykkju, legsteinum og vökumanni í kirkju- garði ásamt fleiru. Þetta er afar fróðleg ritgerð og gott innlegg í þjóðháttafræði. Þriðji þátturinn er tiltölulega stuttur. Molar frá mannlífi nefnist hann og íjallar um trú- ariðkun og helgihald af ýmsu tagi. í fjórða þætti, Sögnum af öðr- um toga, kveður við nokkuð annan tón, eins og nafnið bendir raunar til. Þar koma margar sögur ýmis- legs eðlis, sumar gam- ansögur um menn og málefni. Er það býsna skemmtilegur lestur. Loks eru fáeinar sagn- ir um hinn sérkenni- lega flökkumann Guð- mund kíki. Bókinni lýkur með tilvísana- og nafna- skrá. Margar skemmtilegar myndir eru í bókinni. Hún er vel útgefin og höfundi og útgefanda til sóma. Sigurjón Björnsson Þórður Tómasson Nýjar bækur • MEÐ ósk um bjarta framtíð er ljóðabók eftir Sverri Stormsker. I kynningu segir að titillinn sé árnaðarósk til reifabarnsins, sem liggi ekki lengur í jötu, heldur fæð- ist í blóðugt gin úlfsinssem Storm- skertúlkijafn- framt í málverki og forsíðumynd, sláandi tákn um þann ógnarheim sem við höfum skapað börnum okkar. Sverrir hefur áður gefið út tvær ljóðabækur: Kveðið í Kútnum og Vizkustykki. í nýju bókinni skreytir hann ljóðin með nokkrum málverk- um og fjölda blýantsteikninga eftir Jón Ara Helgason. Fjölvi gefur út. í bókinni eru um það bil 150 ljóð. Hún erprentuð hjá Grafíkhf. Verðkr. 2.480. • BRODDFL UGUR er eftir Vil- hjálm Árnason heimspeking. Broddflugur er safn þijátíu greina sem fela í sér siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni. beinast eink- um að þeim þáttum í samtímanum sem ógna mennskunni, frelsi og ábyrgð einstaklinga. Á skeleggan og skýr- an hátt tekst höf- undur á við marg- vísleg álitamál sem hver manneskja hlýtur að láta sig varða, segir í kynn- ingu. Jafnframt segir að í umfjöllun sinni sé höfundur í gagnrýnni sam- ræðu við þá heimspekinga að fornu og nýju sem lagt hafa mest af mörk- umj.il skilnings á þessu viðfangsefni. Áður hafa komið út eftir Vilhjálm ritin Siðfræði lífs og dauða og Þætt- ir úr sögu siðfræðinnar. Bókin er360 bls. og kostar 3.500 kr. innbundin en 2.900 íkilju. • BAKKABRÆÐUR er um þá bræður Gísla, Eirík og Helga sem kenndir eru við bæinn Bakka í Fljót- um. I kynningu segir: „I bókinni er að finna sögur sem ekki hafa áður birst í bókum um Bakkabræður auk annarra þekktari sagna af heimsku- pörum þeirra." Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er ríkulega skreytt með vatnslita- myndum Kristínar Arngrímsdóttur. Leiðbeinandi verð: 1.490. • KARLMENN eru bara karl- menn - Viðhorf og væntingar íslenskra karla er eftir Ingólf V. Gíslason. Bókin byggist á viðtölum sem Ingólfur átti við karia á aldrinum 20-35 ára og varpar ljósi á viðhorf þeirra til ýmissa þátta lífsins og tii- verunnar. Meðal þeirra atriða sem skoðuð eru er viðhorf til jafnréttis kynja, staða þeirra á heimilinu, sam- skiptin við maka og börn, mikilvægi vinnunnar og hvað þeir líti á sem helsta einkenni karlmennsku. Jafnframt umfjöllun um viðhorf þessara karla er fléttað inn erlend- um rannsóknum og ýmsum íslensk- um viðhorfskönnunum. • KARLAR ogjafnrétti er fram- kvæmdaáætlun sú sem norrænu jafnréttisráðherrarnir samþykktu í sumar varðandi karla og jafnrétti kynja. Áætlunin er í fímmtán liðum og tekur meðal annars á þáttum eins og afleiðingum skilnaðar á karla, fæðingarorlofi feðra, vinnu- menningukarla og þróun föðurhlut- verksins. Áætluninni fylgir greinar- gerð þar sem þær hugmyndir sem liggja að baki áætlun um karla og jafnrétti kynja eru settar í sögulegt og félagslegt samhengi og ítarlega rakið hvar skórinn einna helst kreppir varðandi stöðu karla í kynj- uðusamfélagi. Útgefandi bókanna er Skrifstofa jafnréttismála. Karlmenn eru bara karlmenn kostar 1.000 kr. en Karlar og jafnrétti kostar 500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.