Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar Tónlistar- félags Akraness TÓNLISTARFÉLAG Akraness heldur tónleika í kvöld, föstu- dag 5. desember, kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Á efnisskrá eru m.a. Tríó í Es-dúr fyrir hom, fiðlu og píanó eftir Brahms, „sem ekki hefur verið flutt á tónleikum hérlendis áður“, segir í kynningu. Önnur verk em: Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Brahms og Sónata fyrir klarinett og píanó eftir Schubert. Flytjendur eru: Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari, Einar Jóhannesson klarinettu- leikari, Josef Ognibene horn- leikari og Nocholas Milton fiðluleikari. Óperukvik- mynd í MÍR ÓPERUKVIKMYNDIN „Boris Godúnov" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudag- inn 7. desember kl. 15. Myndin er byggð á samnefndri óperu eftir Modest Mússorgskíj og taka margir af fremstu lista- mönnum Sovétríkjanna um og upp úr öldinni þátt í flutningi verksins. Aðgangur er ókeypis. Sænsk jóla- mynd í Nor- ræna húsinu SÆNSKA barnamyndin „Jul och juveler-Ture Sventon" verður sýnd sunnudaginn 7. desember kl. 14 í Norræna húsinu. Jólatónleikar í Grafarvogs- kirkju JÓLATÓNLEIKAR Tónlistar- skólans í Grafarvogi verða laugardaginn 6. desember í Grafarvogskirkju. Yngri deild leikur kl. 10, eldri deild kl. 11 og kl. 14. Jólatónleikar Nýja músík- skólans NÝI músíkskólinn heldur jóla- tónleika sunnudaginn 7. desember kl. 15 í sal Tónlistar- skóla FÍH, Rauðagerði 27. Fram koma samspilshljóm- sveitir skólans og nemendur. Nýi músíkskólinn hefur sér- hæft sig í kennslu rokk- og dægurtónlistar og munu hljóm- sveitir skólans flytja rokk- tón list dagsins í dag sem og perlur úr fortíðinni. Þá hefur skólinn kennt meðhöndlun tón- listar með tölvum í nýju tölvu- veri skólans. Tónleikar Arnesinga- kórsins í Reykjavík ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík verður með tónleika í safnaðarheimili Langholts- kirkju sunnudaginn 7. desem- ber kl. 15. Á efnisskrá eru jólalög svo og valin einsöngslög. Kvöldlokkur á jólavöku Blásarakvintett Reykjavíkur TONLIST D i g r a n c s k i r k j a KAMMERTÓNLEIKAR Blásarakvintett Reykjavikur og fé- lagar fluttu skemmtitónlist eftir Beethoven, Gounod, Mozart og Krommer. Þriðjudagurinn 2. desem- ber 1997. TÓNLIST leikin af blásurum, einkum hópum mönnuðum tréblás- urum og hornistum, hafði sérstöku hlutverki að gegna í félagslífi að- als á síðari hluta 17. aldar og vel fram á þá 19. og þó mikið af þess- ari „garðtónlist“ væri ekki merki- legt, eru þar á nokkrar undantekn- ingar. Reyndar á blásaratónlist, leikin utanhúss og í danssölum, sér sögu allt til miðalda, sem reyndar tengist einnig tilkomu óperunnar rétt fyrir aldamótin 1600. Enn eim- ir eftir af þessari venju og má í því sambandi nefna starfsemi lúð- rasveita í tengslum við alls konar útihátíðir. Þau verk, sem bestu tónskáldin sömdu af þessari skemmtitónlist, hafa haldið sínum hlut, enda vel gjaldgeng sem kon- sertviðfangsefni. Blásarakvintett Reykjavíkur hefur í nokkur ár efnt til kvöldtón- leika á jólaaðventu og kallað „Kvöldlokkur á jólaföstu“ og í ár hösluðu þeir sér völl í Digranes- kirkju. Tónleikarnir hófust með Oktett op. 103 eftir meistara Beet- hoven, sem talið er að hann hafi samið nokkru fyrir 1792 og end- ursamið er hann var kominn til Vínar, líklega fyrir hugsanlega útgáfu, sem ekki varð af, því mörg af þeim verkum er meistarinn samdi í Bonn hæfðu ekki smekk Vínarbúa, að mati Beethovens sjálfs. Stíll oktettsins er nokkuð ólíkur því sem síðar gat að heyra hjá Beethoven og stefgerðirnar sérstaklega. Þetta skemmtilega verk var mjög vel flutt. Annað verk tónleikanna, Lítil sinfónía fyr- ir níu blásara eftir Gounod, var næst á efnisskránni en einn falleg- asti kafli verksins, Andante canta- bile, er í raun einleiksverk fyrir flautu. Sagt var um Gounod, að fátt kæmi á óvart í verkum hans og það má í raun segja um þetta annars ágætlega samda verk, sem í heild var mjög vel flutt. Eftir hlé var flutt Divertimento K196f, eftir Mozart og er þessi undarlega merking komin til vegna þess, að fræðimenn töldu þetta ásamt öðru divertimentói, K96e, ekki vera eftir meistarann. Það verk, sem er merkt K196, er óp- eran La Finta giardiniera, sem Mozart samdi fyrir óperuna í Múnchen, en þá var hann kominn í ónáð hjá Colleredo í Salzburg og reyndi að koma sér í mjúkinn hjá yfirvöldum í Munchen og er til frá- sögn af samtali Mozarts við Seeau greifa, er var mikils ráðandi við óperuna. Það sem helst var talið styðja þá skoðun, að Mozart hefði ekki samið þessi tvö verk, er að þau standa langt að baki þeim verkum sem hann samdi á þessum árum. Þá ber að hafa það í huga, að verkin geta ekki verið samin í Salzburg, því þar var ekki að hafa klarinettuleikara. Þeir sem telja Mozart vera höfundinn, halda því fram að verkin séu samin fyrir þann óæðri hóp hljóðfæraleikara, eins konar götuleikara, sem aðeins máttu leika utandyra, þ.e. undir og við glugga, en fengu ekki að koma inn, sem aðeins úrvals hljóð- færaleikarar fengu náðarsamleg- ast. Víst er, að þrátt fyrir ágætan leik þeirra í Blásarakvintett Reykjavíkur og félaga, sem hefði tryggt þeim inniveru, náðu þeir ekki að kveikja af þessu verki þann eld eða vekja þá gleði sem hlust- endur annars skynja í þeim verk- um, þar sem meistarinn var í ess- inu sínu. Lokaverk tónleikanna var Part- ita í B-dúr eftir Franz Krommer (1759-1831), er var eftirmaður Leopolds Kozeluchs við keisara- hirðina, en Kozeluch tók við af Mozart sem danslagatónskáld hirðarinnar. Krommer var vel kunnandi tónskáld, enda fær fiðl- ari og orgelleikari og samdi m.a. 69 strengjakvartetta, auk alls kon- ar skemmtitónlistar fyrir blásara. Partítan er ekki sérlega frumleg og hefst á Vínarkanónunni, hækk- andi þríhljómi frá dóminant, svipað og lokakaflinn í Litla næturljóðinu eftir Mozart. Það er í raun hvergi brugðið af vegi þess tónferlis sem eðlilegt var talið á þessum tíma, svo að margar tónhugmyndirnar voru í raun endurtekningar á því sem Mozart og Haydn og margir fleiri höfðu fullnotað. Það sem gaf þessu verki skemmtilegan lit, og reyndar öllum viðfangsefnum tón- leikanna, var hressilegur og vand- aður leikur, nákvæmur samleikur og sérlega skýr hendingamótun, er opnar fyrir hlustendum form- skipan og framvindu verkanna. I aukaiaginu, sem var tenorarían Un’aura amorosa úr Cosi fan tutte og er einhver fallegasta aría verks- ins, var leikur þeirra félaga sérlega innilegur og fallega mótaður og þar í ofin virðing og elska á tón- máli meistara meistaranna. Jón Ásgeirsson Bernskuslóð BÆKUR Ská Id sa j>a SAGAN AF DANÍEL III. Á bárunnar bláu slóð. Eftir Guðjón Sveinsson. Prentverk: Héraðsprent s.f. Útgefandi: Mánabergsútgáfan 1997, - 293 síður. DANÍEL Bjarnason í Valdabæ er orðinn 13 ára snáði, og enn eru örlög að glettast við hann. Þið munið, að bijálæði stríðsóðra manna svipti hann föður; fátækt ekkjunnar móður og sambandi við systkin. Því er hann í Valdabæ hjá ömmu og frænda. Enn þótti örlögum ekki nóg að hert. Að ömmu læddist elli og kröm, sem kvenskörungurinn réð ekki við, - lenti í kaldri gröf. Söknuður grípur snáðann í fang, heldur fyrst fast, verður síðan að losa tök, því nýir morgnar bera drengnum lífsins gátur sem krefjast svara. Hann þarf að velja sér stað í ölduróti lífsins. Finnur. Gerist trillukarl, lærir ekki aðeins handtök hinna eldri, heldur vinnur líka hetjudáð. Verður að fresta för, vegna féleys- is, í skóla, gengur út á streðvöll hins vinnandi manns, kynnist hörku og ofl- átungshætti þess er þykist en ekki er. Hann fylgist með, er lítilmagninn stofnar stéttarfélag sér til varnar; fylgist með, er samtök um kaup á skipi verða til, skipi sem att getur kappi við hærri öldu og meiri vind en trillan, sótt í gullakistur hafsins utar; fylgist með, þá skólamál eru rædd, líka ræktunarmál í mýri og mó. Hann kynnist bróð- ur og nýtur samvistanna við hann, horfir til hans sem fyrirmyndar. Já, af þunga dregst hann að vor- velli hins fulltíða manns, - stelpur teknar að senda frá sér töfra, sem valda honum spurna, þær læðast meira að segja inn í drauma hans! Daníel kemst í skóla, er varla setztur við námsborð, er sorgin, dauðasorgin á erindi við hann á ný, - skip ferst, og hjarta hans grætur. Sem fyrr segir Guðjón sögu Daníels listavel á öguðu, fögru máli, máli, er hann ann svo, að hann býð- ur lesanda bókar að glugga, með söguper- sónum, í málfræði. Þessi virðing fyrir tungu okkar er einn af þeim litríku þráðum er hann réttir í vefinn; annar er samúð með lítilmagnanum, virð- ing fyrir streði hans og önn, - þann þráð sækir hann ekki að- eins í Daníel, heldur og í Benedikt Bald- vinsson Smith; þriðji viðbjóður á stríðs- brölti; fjórði sú vissa höfundar, að fyrr en varir er gata pabba og mömmu gróin, gleymd, og því „ljósmyndar" hann götuna og amstur þeirra með orðum; fimmti sú trú, að haf og land hafi sál, hjarta sem slær, eins og í manni og mús; sjötti, hvar eru skilin milli draums og veruleika? Ofinn úr þessu og mörgu hér ónefndu, gengur Daníel frá vef- stóli skáldsins, myndar snáði, efni í atgjörvismann. Sig. Haukur Guðjón Sveinsson Oratorían Messías í Egilsstaða- kirkju KAMMERKÓR Austurlands ásamt kammersveit efna til tónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. desember kl. 20.30 og sunnudaginn 7. des- ember kl. 14 og kl. 17. Stjórnandi tónleikanna er Keith Reed. Einsöngvarar eru, auk hans, Helga Magnúsdóttir, Kristveig Sigurðardóttir, Ragn- hildur Rós Indriðadóttir, Rose- mary Hewlett, Sigurborg Hann- esdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Einsöngvarar eru allir nemend- ur Keiths Reed, en hann starfar sem söngkennari við Tónlistar- skólann á Egilsstöðum. ART-HÚN á aðventu SJÖ listakonur í gallerí ART- HÚN, Stangarhyl 7, bjóða í opið hús á aðventu laugardag- inn 6. desember frá kl. 13-18. Gestum gefst tækifæri til að skoða vinnustofur listakvenn- anna og skoða listmuni í sýn- ingarsal gallerísins. ART-HÚN verður opið alla daga frá kl. 12-18 nema sunnudaga í desember. Sýning verður til „TAKTU þátt í leiknum og fáðu þitt fram,“ segja þær Jacquel- ine H. To og Stine Hedegaard Andersen sem opna sýningu á verkum sínum í Galleríi Geysi, Hinu húsinu, laugardaginn 6. desember kl. 16. Jacqueline H. To og Stine Hedegaard Andersen dvelja hér á landi sem skiptinemar við fjöltæknideild _ Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á sýn- ingunni verða tvö plaköt og sex stórar ljósmyndir af listakonun- um tveim og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem styrktu framtakið. Viðfangsefnið er vinnuferli listamannsins allt frá hugmynd að uppsetningu sýn- ingar og samskipti listamanns- ins við almenning. Fimm bækur á Gráa kettinum LESIÐ verður úr fimm nýjum bókum á Gráa kettinum, Hverf- isgötu 16a, á laugardag kl. 15. Kjartan Jónsson les úr ljóða- bók, Pétur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Heimkomu, 111- ugi Jökulsson les úr ævisögu sinni um listamanninn Guð- mund frá Miðdal, Þórunn Valdimarsdóttir les úr skáld- sögunni Alveg nóg, Páll Berg- þórsson les úr bókinni Vín- landsgátunni. Spunakvöld í Múlanum SPUNAKVÖLD (jam session) verður á jassklúbnum Múlanum sem starfræktur er á Jómfr- únni, Lækjargötu 4, föstudag- inn 5. desember kl. 21. Á spunakvöldi koma fram margir af þeim tónlistarmönn- um sem hafa spilað á Múlan- umn fyrr í haust. „Lagaval verður óvænt og orði gefið fijálst fyrir þá tónlistarmenn sem vilja leika hveiju sinni,“ segir í kynningu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir nemendur og ellilífeyrisþega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.