Morgunblaðið - 05.12.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 41
LISTIR
Börn í Borgarleikhúsi
ÞESSA dagana standa yfir heim-
sóknir nemenda 4. bekkjar grunn-
skólanna í Reyigavík í Borgarleik-
húsið. Eru heimsóknirnar með
svipuðu sniði og undanfarin ár
en börnunum er meðal annars
boðið að kynnast töfrum leikhúss-
ins og því fjölbreytta starfi sem
fram fer að tjaldabaki hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur og Islenska
dansflokknum, sem deila með sér
húsinu.
Heimsóknir barnanna hefjast
árla morguns, þau eru frædd
stuttlega um sögu LR, fara í skoð-
unarferð um leikhúsið og koma
meðal annars á staði sem almenn-
ir leikhúsgestir hafa ekki hug-
mynd um að finnist innan veggja
byggingarinnar. Börnin fá einnig
að kynnast starfi þeirra fjöl-
mörgu sem að uppsetningu leik-
rits koma og ekki eru í sviðsljós-
inu dagsdaglega og kynnast
göldrunum sem leikhúsið beitir í
Galdrakarlinum í Oz og öðrum
leiksýningum.
Eftir nestistíma í matsal ieik-
hússins kynnast börnin starfi
þeirra sem dansa á sviðinu. Þau
fræðast um listdans og íslenska
dansflokkinn hjá kennurum við
Listdansskólann og stíga sjáif létt
spor undir stjórn þeirra.
Vinnu leikarans kynnast börnin
einnig, hvernig hann býr sig und-
ir leiksýningu og hvað hann þarf
að hafa í huga þegar leikið er.
' Undir iok heimsóknarinnar taka
börnin sjálf vöidin og vinna út frá
því sem þau hafa lært og skapa
sínar eigin persónur í leik.
Það eru ballettkennararnir
Margrét Gísladóttir, Helena Jóns-
dóttir, Brynja Scheving og Svala
Guðmundsdóttir sem fræða nem-
endurna ungu um danslistina en
um skoðunarferð og aðra fræðslu
sjá leikaramir Ásta Arnardóttir,
Björn Ingi Hiimarsson, Soffía
Jakobsdóttir, Sóley Eiíasdóttir og
Sigurþór Heimisson, sem annast
skipuiagningu heimsóknarinnar.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SIGURÞÓR Heimisson fræðir níu ára böm úr Seljaskóla um
Galdrakarlinn í Oz. Hér er Ljónið augljóslega efst á baugi.
Vetrarbirta í
Stöðlakoti
SÝNING Bjamheiðar Jónhanns-
dóttur á leirmunum í Stöðlakoti,
Bókhlöðustíg 6, ber yfirskriftina
Vetrarbirta og verður opnuð laug-
ardaginn 6. desember.
Bjarnheiður lauk námi frá leir-
listardeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1992 og mast-
ersgráðu frá Ungversku List-
iðnaðarakademíunni 1994.
Verkin á sýningunni endur-
spegla vetur bernskunnar og ljós
og yl jólanna. Þetta er þriðja
einkasýning Bjarnheiðar.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 14-18 og lýkur 21. desember.
„Konur/Menn“
INGA Sólveig og Dilli opna mynd-
listarsýningu í Djúpinu, Hafnar-
stræti 13, á sunnudaginn.
Inga Sólveig sýnir Ijósmyndir
tengdar mannsiíkamanum en Dilli
portrett-myndir. Myndirnar eru
allar frá þessu ári.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 11-23.30 og lýkur 24. desem-
ber.
Sýningar í
Sýnirými
ÞJÓÐVERJINN André Tribbensee
opnar sýningu í gallerí Sýniboxi
við Vatnsstíg laugardaginn 6. des-
ember kl. 12. Verk Andrés heitir
„Gulrótaráttaviti“ og hefur það
áður verið sýnt á nokkrum stöðum
í Þýskalandi og Noregi.
Ráðhildur Ingadóttir opnar sýn-
ingu í farandgalleríinu Barmi.
í Gallerí Hlust verður flutt verk-
ið „I am a computer programmed
only to talk to you“ eftir Gunnar
Magnús Andrésson. Sími gallerís-
ins er 551 4348.
í sýningarrými 20z stendur yfír
sýning Gabríelu „Sá nafnlausi".
20m2 er opið frá kl. 15-18 frá
miðvikudegi til sunnudags.
Kvöldvaka
Kvennasögn-
safns íslands
„VERÐ ég þá gleymd - og búin
saga“ - er yfirskrift sýningar sem
opnuð verður föstudaginn 5. des-
ember kl. 20 .Á sýningunni verða
meðal annars bækur, handrit,
bréf, Ijóð og munir skáldkvenna.
Dagskráin verður sem hér seg-
ir: Guðrún Pálína Heigadóttir fjall-
ar um Júlíönu Jónsdóttir skáld-
konu sem fyrst kvenna gaf út ljóð-
bók árið 1876, Ingibjörg Haralds-
dóttir skáld og þýðandi les ljóð
kvenna, Helga Kress flytur erindi
er nefnist Stúlka án pilts, Margrét
Eggertsdóttir fjallar um kveðskap
kvenna og varðveislu hans, Ás-
gerður Júníusdóttir syngur lög og
ljóð kvenna við undirleik Unnar
Vilhelmsdóttur og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir kallar erindi sitt
Ein kona.
Aðgangur að kvöldvökunni er
ókeypis.
Hafðu Jxið * *
gott um jóhn!
Mörkinni 4 • 108 Reykjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510
Viö styðjum viö bakið á þér
bleiur+ffll®
SKIPTITASKA
ef keyptir eru
<Éeikonsteik
kr. kg.
skborgarar, ^12 ípk
1 gr