Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENIMTAVETTVA1MGUR STOFNUN Solomons R. Guggenheim færir út kvíarnar víða um heim. Hér getur að líta móðurskipið í New York, hannað af jöfrinum Frank Lloyd Wright, opnað 1959. Fylgihnöttur nr. 1: í listamannahverfinu SoHo, New York, opnað 1992. Fylgihnöttur nr. 2: Guggenheim Berlín, rekið í samvinnu við Þýskalandsbanka, opnað 1977. Fylgi- hnöttur nr. 3: Guggenheim safnið í Bilbaó, hannað af stjörnuarkitektinum Frank Gehry, opnað í október 1997. HLJÓÐIÐ í SAMTÍMANUM FAGFÉLÖG listamanna geta lika verið stórhuga, eins og sannast á samtökum vatnslitamálara á Norðurlöndum. Myndin sýnir módel af fyrirhuguðu safni þeirra, gestavinnustofum og ibúðum í Bockholmen í Svíþjóð. Verðiaunatillaga dönsku arkitektanna Bruun og Corfitsen. Segir nokkra sögu, að Danir tóku til sín fyrstu, önnur og þriðju verð- laun, þar að auki fern heiðurslaun, en áttu þó einungis 18% innsendra tillagna. Finnar fengu ein heiðurslaun og Norðmenn ein (hvorir tveggja af 8%) en heimamenn sem skipuðu dómnefnd engin og áttu þó 63% tillagnanna. Er afar gott dæmi um hlutlægni, auk þess komu tillögur frá Þýskalandi, Spáni, Hollandi, íslandi og Ítalíu. MIKIÐ hefur gengið á í íslenzku myndlistarlífi í ár og stigmagnaðist á haustnóttum, einkum á umræðuvettvangi, og hér sannast hið fornkveðna, að neyðin kennir naktri konu að spinna. Hins vegar situr við sama um síbyljusýningar en minna um markaðar framkvæmd- ir og uppstokkanir, þar sem landslag íslenzkrar myndlistar er krufið á gagngeran og metnaðarfullan hátt, en nú virðist vera að rofa til. Það hefur hrikt í félagssamtökum myndlistarmanna, nokkrir sýningar- salir hætt starfsemi sinni og krafan um að spilin séu lögð á borðin áleitn- ari en nokkru sinni fyrr. Allt í ljósi hlutdrægni og að hagur myndlistar- manna hefur hríðversnað á undan- gengnum árum og stöðugt fleiri um opinberar sporslur sem hafa haldið áfram að renna í eina átt. Menn gera sér loks grein fyrir að við erum langt á eftir bræðraþjóðunum í norðri í réttindamálum, höfum sofið á verðinum og því ber að snúa vörn í sókn. Einn um hituna um almenna listrýni hafa svo til öll vettvangs- og greinaskrif legið niðri frá því snemmsumars, en á því hafa orðið snögg umskipti sem opna möguleika á stórum meiri virkni á öðrum svið- um er skara myndlist og hönnun, miðla hér margs konar fróðleik og upplýsingum. Vel á annan mánuð tafðist að ráða nýja listrýna að blaðinu vegna veikinda og utanlandsferða í rit- stjórn, en ekki þótti stætt á öðru en að allir væru að þeirri ákvörðun því valið var vandasamt. Helzt var mið- ur að engin kona skyldi meðal um- sækjenda, en það hefur eins og margur veit lengi verið stefna blaðs- ins að gæta hér jöfnuðar og konur því efstar á óskalistanum. Er þó naumast rétt að tala um jöfnuð leng- ur, þar sem mun fleiri konur eru virkir myndlistarmenn en karlar er svo er komið og nær einráðar í stjómum allra fagfélaganna og SÍM. Þannig vegur og metur minni hlutinn ennþá alfarið störf og listrænt vægi meirihlutans á opinberum vettvangi, og hvemig er þá háttað lýðræðinu, jafnréttinu og kvennabaráttunni? Þannig skal að vísu ekki hugsað í listum, telst eigi að síður afar slakt að um algera einstefnu skuli að ræða, og enn mun opið fyrir hugum- stórar konur að gefa sig fram og höggva á báða bóga. í ljósi ástands- ins er mikil þörf ásamræðu sem bæði kynin taki ábyrgan þátt í. Hlut- verk listrýnis er vandasamt, jafnvel háskalegt, í litlu þjóðfélagi, þar sem svo virðist jafnvel sem sumir ábyrg- ir og „sérfróðir" kunni ekki skil á almennum hugtökum í alþjóðlegu samræðunni, álíti þau persónulega árás á sig og framsækna list hér á útnáranum. Snúa jafnvel út úr merk- ingu orða þannig að það sem á að vísa til nýgróðurs, vaxtar og gró- magna, er tekið sem orðskrípi og hnjóðsyrði um unga listamenn! Enn aðrir virðast einangra hugtakið ung- ir listamenn við þröngan einslitan hóp er gín við öllum nýjungum í útlandinu, þótt oft séu þær sprottnar upp úr jarðvegi og við aðstæður sem ekki eru til hér á landi. Ferskar nýjungar eru vissulega til eftir- breytni, en öllu skiptir að geta bætt einhveiju við þær frá eigin sjálfi og lífsreynslu. Hins vegar er tómahljóð í nýjungum nýjunganna vegna. Rétt þótti að taka mið af innsend- um umsóknum og ræða við alla að- ila og í ljósi einangrunar okkar og í samræmi við þróunina víða um heim var sú stefna tekin að miðla Það hefur hrikt í félagssamtökum myndlistarmanna, nokkrír sýning- arsalir hætt starf- semi og krafan um að spilin séu lögð á borðið áleitnari en nokkru sinni fyrr. Allt í ljósi hlut- drægni og að hagur myndlistarmanna hefur hríðversnað á undangengnum árum segir Bragi A Asgeirsson og kemur víða við. til lesenda sem víðtækastri skoðana- legri breidd. En satt að segja hefur þróunin einnig gengið í þá átt að rýnisskrif hafa minnkað við stórblöð erlendis en fagleg greinaskrif og almenn upplýsingamiðlun stórauk- izt, en hér höfum við nokkra sér- stöðu. íslendingar eru enn van- þroska á sviði rökræðu, víðsýni, skil- virkni og hlutlægrar rýni á listir, og það er mikið og metnaðarfullt hlut- verk fjölmiðils að leitast við að bæta hér úr og hafa um það forystu. Einnegin hefur sérhæfingin orðið meiri og rýnisskrif um einstakar sýningar styttri, allt niður í fáeinar línur, mun fræðilegri og þurrari af- lestrar. Nafnkenndir gagnrýnendur flúið af hólmi á meginlandinu vegna stöðugt innihaldslausari og leiðin- legri sýninga. Það er nú eitt af fáu sem pennar heimspressunnar eru sammmála um í árlegu uppgjöri á vettvanginum. Orsökin er nærtæk, sem eru óumdeilanlega hinar miklu hræringar og samhæfingar innan listaskóla, aukið vægi hugmynda- fræði og minni kröfur til innsæis og handverkslegrar fæmi, sem hefur orsakað sprengingu á framboði á myndverkum af öllu tagi, einkum á lakari kantinum. Hátæknin á sinn þátt í þróuninni og þær miklu breyt- ingar sem hafa fylgt í kjölfar henn- ar og um sinn valtað yfir eldri gildi. Enginn getur barizt á móti þróun- inni, hins vegar vildi gleymast í öllu óðagotinu við að vera samstiga og ferskur, að nýtæknin eykur einmitt vægi gömlu gildanna. Það hefur einkum komið fram á allra síðustu árum sbr. síðmódernismann, og nú er viðbúið að það hafi svo aftur gagnger áhrif innan listaskólanna, sér reyndar þegar merki þess þvert á alla spádóma. „Úreltu“ námsfögin er þannig verið að taka inn í skólana á ný og þá kemur í ljós hrikalegur skortur á fólki með menntun og þroska til að kenna þau. Allt þetta hefur skeð á litlum aldarfjórðungi, gömlu gildunum kústað úr hverju horni að segja má, en það er önnur og ljót saga sem vikið verður nánar að síðar í framhaldi fyrri skrifa. Verður að vera í biðstöðu um sinn. Minni einungis á, að þeir sem að baki hátækninni standa vita manna bezt að hún kemur ekki í stað skyn- færanna né andlegs þroska sem fæst við átök og ósérhlífni. Öll þæg- indi og hóglífí rýra gæði sáðfruma allra tegunda í dýraríkinu, og hér er nærtækast að vitna til stóðsins og hrútanna, en geta þeirra minnkar við að vera haldið í húsi. Andlegt atgervi rýrnar einnig ef heilinn fær ekki næringu og minni tapast, upp skal kjöl klífa... Miklu skiptir að átta sig á, að við lifum á tímum er bjarmar af nýrri öld og nýju árþúsundi, og þegar litið er til baka verða margar heiftúðugar þrætur á listavettvangi á öldinni næsta fáránlegar. Eftirsókn eftir nýjungum og úrelding eldri gilda, samfara tækniframförum, hefur gengið eins og rauður þráður um sviðið með fyrir sumt mjög umdeil- anlegum árangri, á stundum afleit- um, jafnvel skelfílegum. Menn hafa ekki sézt fyrir í ákafanum og iðulega haldið niðri öðrum og mjög verðmæt- um gildum, auk þess sem hart er sótt að lífríkinu, og fyrir það verðum við trúlega hart dæmdir á næstu áratugum og af komandi kynslóðum. Myndlistarmenn sem löngu var búið að afskrifa fyrir fullt og allt eru komnir í sviðsljósið aftur, vegur sumra þeirra meiri en nokkru sinni fyrr, og þá spyija menn; hvemig var mögulegt að sjást yfir þessa framúr- skarandi listamenn, af hveiju voru þeir afskiptir og hveijir eru ábyrgir? Sú árátta viðvarandi að bregða fæti fyrir gróna iistamenn ásamt því að afneita ýmsum gildum úr fortíð sem verið hafa við lýði frá upphafí vega. En þegar viðkomandi eru famir að efast um framtíð bókarinnar, úrelda málverkið og lýmisfyrirferðina, varpa aðrir þeirri spumingu fram, hvort hægt sé að afskrifa brauðið, afskrifa blómin og fuglasönginn. Hvemig var þá réttlætanlegt að úrelda hið hlut- vakta, fígúmna, eða hið sértæka og óhlutbundna sem er samofið lögmál- um náttúmnnar, efast um hinar djúpu blóðríku tilfinningar fyrir mögnum lífsins, jafnvel hafna þeim fullkomlega? Lyfta loks ljótleikanum og viðbjóðnum í hásæti sem hinum sönnu gildum samtímans, dýraslátr- un og bamaklámi ásamt innýflum manna og dýra í formalíni í þeim til- gangi að vekja viðbrögð hjá heila- þvegnum tilfínningasljóum múg sem nærist á andlausum sápum, morðum, nauðgunum og ofbeldi á skjánum í stofunni heima? Fólk upp til hópa orðið ónæmt fyrir sönnum og upp- runalegum gildum, allir skulu jafnir og allt skal fást tilbúið, helzt niður- lagt ef ekki heimsent ruslfæði, og enginn á að þurfa að erfíða nema á heilsuræktarstöðvum eins og til að síðustu sáðfmmumar hverfí ekki úr fijóhirslunum. Hér er ekki verið að byggja upp heldur virkja og full- komna sogpumpu afbrigðileika og óþverra, sump-pump nefna menn áráttuna. Að ungir á öllum aldri geri upp- reisn gegn vanabundinni hugsun og brúki kjaft er heilbrigt og eðlilegt enda frumskilyrði alls lífs, en hlut- irnir hafa gerzt með margföldum eðlilegum hraða í ljósi þess að heil- inn og öll skynfæri mannsins em langt langt á eftir í þessu þróunar- ferli. Áður rifu menn niður til að rýma fyrir nýjum gildum, en nú rífa menn niður niðurrifsins vegna. Þetta á að vísu einkum við það sem er í sviðsljósinu og mestum fjölmiðiaháv- aða veldur, flestum seðlum treður í vasa listmógúla og spákaupmanna, en á sama tíma blómstra hljóðlátari hlutir sem aldrei fyrr en eiga erfitt uppdráttar, eru utangarðs og úti í kuldanum um sinn. Virkum listamönnum er ekki leng- ur sama um ofurvald sýningarstjóra né einstefnu á vettvanginum og hafa víða bundizt samtökum til að halda sínum hlut fram. Á Norðurlöndum er listamiðstöðin í Svíavirki skýrasta dæmi um gjaldþrot einstefnu forsjár- hyggju og miðstýringar í nafni nýj- unga og róttækni, og sú löngu fyrir- sjáanlega staða kom upp að við lá að hún væri lögð niður. Spumingin er hvort sérfræðingarnir læri af mistökunum eftir þær breytingar og uppstokkanir sem átt hafa sér stað og virki í ríkari mæli fleiri hliðar á myndlist þjóðanna. Það er undarlegt frelsi sem gengur út á að endurtaka útilokunarreglu módernistanna, minnist ég ekki níðþröngari stefnu- marka, meiri minnimáttarkenndar, þrælsótta og þýlyndis síðan á dögum kalda stríðsins og strangflatalistar- innar á sjötta áratugnum. Á sama tíma eru starfandi listamenn farnir að taka málin í eigin hendur og upp í hugann koma samtök vatnslitamál- ara á Norðurlöndum sem eru að reisa safn og vinnustofuþorp í Sví- þjóð. Ennfremur einstaklingsfram- tak Einars Hákonarsonar í Hvera- gerði, sem tókst að gera það á ell- efu mánuðum sem Félagi íslenzkra myndlistarmanna hefur ekki tekizt frá því hrófatildrið langlífa, Lista- mannaskálinn gamli við Kirkju- stræti, var rifið fyrir margt löngu. Um alla álfuna fer fram vakning á myndlistarsviði og sjónlistir hafa aldrei verið jafn mikið í sviðsljósinu né jafn mörg vegleg söfn samtíma- listar risið upp og á þessum áratug, og önnur endurnýjuð. í október var opnað risasafn í Bilbaó í samvinnu við Guggenheim stofnunina, amer- íski stjömuarkitektinn Frank 0. Gehry teiknaði og er safnið á stærð við Pompidou listamiðstöðina í Par- ís, með 25.000 fermetra athafnarými innandyra. Safnið sem kostaði 23.000 millj- ónir peseta og er sagt eitt af krafta- verkum byggingarlistarinnar á að styrkja ímynd borgarinnar út á við og er liður í gríðarlegri uppbyggingu einnar leiðinlegustu og ömurlegustu iðnaðarborgar Baskalandsins. Enn og aftur skal áréttað, að um allan heim hafa menningarþjóðir löngu upgötvað mikilvægi lista í uppbygg- ingu nútímaþjóðfélags, hinn beina og óbeina fjárhagslega ávinning af þeim. Spánveijar beinlínis moka peningum í listir, hof og hörg þeim til dýrðar, þrátt fyrir atvinnuleysi og bágborið efnahagsástand. Á viðburðaríkasta sýningarsumri í manna minnum í álfunni hefur það skeð öllum að óvörum, og þrátt fyr- ir óvægga umfjöllun og hrakspár gagnrýnenda, að róðan úr Frans, Catherine Davis, stendur uppi sem sigurvegari hvað tíundu Dókumenta liststefnuna í Kassel varðar. Á sýn- inguna komu 631.000 borgandi gestir þá 100 daga er hún stóð yfír, sem er 30.000 fleiri en síðast, sem var met sem enginn átti von á að yrði slegið. Þannig gengur þetta til úti í heimi og þar sem sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á að hugsa stórt í litlu landi væri lag að draga dám hér af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.