Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 49
AÐSENDAR GREINAR
Sóun í heil-
brigðisþj ónustu?
MIKIL umræða
hefur verið í þjóðfélag-
inu um rekstur sjúkra-
húsa að undanförnu.
Miðað við fréttaflutn-
ing hefur mátt ætla
að vandinn væri nær
eingöngu bundinn við
Sjúkrahús Reykjavík-
ur og því fyrst og
fremst vandamál
Reykj avíkurborgar.
Þetta er fjarri lagi því
að vandinn nær til
allra sjúkrahúsa
landsins. Halli Rík-
isspítala er engu minni Ólafur Örn
og það sama gildir um Amarson
Fj órðungssj úkrahúsið
á Akureyri. Gefist var upp á því
að skera niður rekstur sjúkrahúsa
á landsbyggðinni þar sem þau eru
einnig rekin með verulegum halla.
En hvað er þá að?
Rekstrarumhverfi
Það hefur reynst mjög erfitt að
vinna þeim skilningi fylgi að rekst-
ur sjúkrahúsa er í eðli sínu ekki á
nokkurn hátt frábrugðinn rekstri
venjulegra fyrirtækja. Sjúkrahúsin
þurfa að fá greitt fyrir þá þjónustu
sem þau veita, þau þurfa að njóta
sömu rekstrarskilyrða hvað þörf á
upplýsingum um starfsemina varð-
ar og þau þurfa að fá að afskrifa
tæki sín og tól til þess að hægt
sé að halda þeim við og endurnýja
eftir þörfum og þau þurfa að við-
halda því húsnæði sem þau hafa
yfir að ráða fyrir starfsemi sína.
Markmið þessara stofnana hlýtur
að vera að skila eigendum sínum,
þ.e. landsmönnum öllum, þeim arði
að veita þjónustuna á sem hag-
kvæmastan hátt til þess að sem
flestir sem á þurfa að halda fái
notið hennar. Með öðrum orðum
gæði þjónustunnar byggjast á því
að veita þá þjónustu sem sjúkling-
ar þarfnast fyrir sem minnstan
kostnað.
Sovétskipulag
Stefna núverandi ríkisstjómar í
fyrirtækjarekstri almennt er vel
kunn. Hún er sú að færa sem
mest af atvinnustarfemi frá ríkinu
og gera reksturinn óháðan hinu
pólitíska valdi. Ríkið skapar
rekstrammhverfí sem fyrirtækin
nýta sér sem best þau geta og
uppskriftin er vel þekkt. Hvað er
að gerast með bankakerfið, Póst
og síma og grunnskólann til dæm-
is. Stefna ríkisstjómarinnar í
rekstri heilbrigðisstofnana er þver-
öfug við þetta. Ríkið er að herða
öll tök sín á rekstri þeirra. Nægir
þar að nefna hvemig staðið hefur
verið að rekstri sjúkrahúsanna að
undanförnu. Þar hefur ríkið nánast
tekið allt ákvörðunarvald af stjórn-
um stofnananna og fært það í
hendur heilbrigðis- og fjármála-
ráðuneyta. Árangurinn hefur verið
sá að tillögur um sparnað hafa
komið ofan frá og þegar að hefur
verið gætt hefur komið í ljós að
forsendur þeirra standast engan
veginn. Þegar svo fyrirhugaður
spamaður næst ekki er stjómend-
um spítalanna kennt um. Hug-
myndir heilbrigðisráðuneytis um
sameiningu spítala eru af sama
toga spunnar. Fyrirmyndin er aug-
ljóslega ættuð frá úreltu kerfi
sovétskipulags sem hvarvetna hef-
ur skilið eftir sig sviðna jörð.
Kerfisbreyting
Það sem mun væntanlega gerast
nú er að það verður bætt við nokkr-
um hundruðum milljóna króna í
rekstur þessara stofnana til þess
hreinlega að þær stöðvist ekki.
Fjárveitingar munu hinsvegar ekki
leysa neinn vanda til frambúðar
ef ekki verða breytingar á forsend-
um rekstrarins. Það
verður að greiða fyrir
þá þjónustu sem hver
stofnun veitir, þ.e.
fjármagnið fýlgi sjúkl-
ingum. Það eru mörg
sóknarfæri í íslensku
heilbrigðiskerfí til þess
að bæta þjónustu og
gera hana hagkvæm-
ari. Meginmarkmiðið
hlýtur að vera að koma
í veg fyrir hverskonar
sóun í kerfinu og nýta
fjármagn sem best.
Sóun
Það er sóun að láta
sjúklinga liggja inni á
bráðadeildum sem hægt er að
sinna á hjúkrunardeildum eða
sjúkrahótelum. Það er sóun að láta
sjúklinga vera á hjúkrunar- eða
dvalarheimilum sem geta verið
heima hjá sér með góðum stuðn-
ingi. Það er sóun að sinna sjúkling-
um í sólarhringsvist, sem hægt er
að sinna jafnvel á dagdeildum. Það
er sóun að veita ekki nægilegu ijár-
Gæði þjónustunnar
byggjast á því, segir
Olafur Örn Arnarson,
að veita þá þjónustu
sem sjúklingar þarfnast
fyrir sem minnstan
kostnað.
magni til eðlilegs viðhalds hús-
næðis en láta það nánast grotna
niður. Það er sóun að halda ekki
við og endurnýja tækjabúnað spít-
alanna á eðlilegan hátt. Það er
sóun að taka ekki í notkun með-
ferðar- og rannsóknatækni sem
skilar mikilli hagræðingu með ná-
kvæmari sjúkdómsgreiningu og
styttri legutíma og veikindafjar-
vistum. Það er sóun að gefa þess-
um flóknu stofnunum ekki kost á
fullkomnum upplýsingakerfum til
þess að halda utan um reksturinn.
Það er sóun að láta hámenntuðu
starfsfólki þessara stofnana ekki í
té viðunandi starfsskilyrði þannig
að kraftar þess nýtist sem best.
Starfsmenn tilbúnir
Starfsmenn heilbrigðisþjón-
ustunnar hafa margsannað hæfni
sína og þekkingu til að sinna störf-
um sínum með sóma. Þegar þeir
hafa verið bornir saman við kollega
sína erlendis kemur í ljós að þeir
geta borið höfuðið hátt. Þessum
starfsmönnum hefur verið boðið
upp á gersamlega óviðunandi
starfsumhverfí af hálfu ríkisins
undanfarin ár. Gera verður þá
kröfu að ríkið komi fram við starfs-
menn sína með þeirri virðingu sem
þeim ber. Ríkisstjórnin ber ábyrgð
á því að skapa heilbrigðisstofnun-
um eðlilegt rekstrarumhverfi eins
og öðrum fyrirtækjum í landinu.
Sfarfsmenn munu taka þeirri
áskorun að skapa hér heilbrigðis-
þjónustu þar sem gæði eru í fýrir-
rúmi, þ.e. að sjúklingar fái þá þjón-
ustu sem þeir þarfnast fyrir sem
lægstan kostnað, ef þeir fá tæki-
færi til þess.
Höfundur er læknir,
framkvæmdasijóri v. Sjúkrahús
Reykjavíkur.
Festaí
fj ár málastj órn
REYKJAVÍKUR-
LISTINN leggur nú
annað árið í röð fram
hallalausa íjárhagsá-
ætlun. Ekki er gert
ráð fyrir nýjum lán-
tökum á næsta ári og
hafa skuldir borgar-
sjóðs lækkað að raun-
gildi um 550 milljónir
króna á milli áranna
1996 og 1997. Þegar
Reykjavíkurlistinn tók
við stjórn borgarinnar
1994 hafði skulda-
söfnun verið gríðarleg
og eitt stærsta verk-
efnið var að taka af
festu á fjármálum og
rekstri borgarinnar. Fyrir tveimur
árum voru teknar upp nýjar vinnu-
aðferðir við gerð fjárhagsáætlunar,
svokallaðar ramma- og starfsáætl-
Á árinu 1998 verður
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
tekjulitlum elli- og ör-
orkulífeyrisþegnm, seg-
ir Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, veittur
meiri afsláttur af
fasteignasköttum og
holræsagjaldi en verið
hefur.
anir. Hver stofnun gerir nú sína
starfsáætlun miðað við fyrirfram
gefinn ramma þar sem getið er
helstu markmiða í málaflokknum,
og þess hvernig stofnunin hyggst
ná þeim markmiðum. Einnig eru
sett fram leiðarljós um það hvert
stofnunin stefnir með starfi sínu
og hvaða mælikvarðar eru notaðir
á árangur starfsins. Þessar breyttu
vinnuaðferðir hafa skilað sér í
markvissari vinnubrögðum og betri
yfirsýn yfir fjármál stofnana borg-
arinnar.
Skattalækkun
Á árinu 1998 verður tekjulitlum
elli- og örorkulífeyrisþegum veittur
meiri afsláttur af fasteignaskött-
um og holræsagjaldi en verið hefur
hingað til og má reikna með að
afsláttarþegum íjölgi um 22%.
Reykjavíkurborg leggur lágmarks
útsvar á íbúa höfuðborgarinnar á
meðan mörg nágrannasveitarfé-
lögin, t.d. Kópavogur, leggja mun
hærri skatta á sína íbúa. Það var
því merkilegt að heyra „Kópa-
vogsbúann" Davíð Oddsson tala
um sæluríkið Kópavog í ræðu sinni
á dögunum. Þeir sem fylgjast með
sveitarstjórnarmálum þekkja
skuldastöðu og ástand fjármála á
þeim bæ (sbr. Árbók sveitarfélaga
1997) og ef forsætisráðherra telur
það trLeftirbreytni, þá er ekki skrít-
ið að sjálfstæðismönnum hafi mis-
tekist svo hrapallega með fjár-
málastjórn borgarinnar á síðasta
kjörtímabili.
Framtíð á traustum grunni
Auk festu og stöðugleika í fjár-
málastjóm mun
Reykjavíkurlistinn
halda áfram að fjár-
festa í framtíðinni.
Gert er ráð fyrir bygg-
ingum við sex nýja
grunnskóla á næsta
ári auk áframhaldandi
uppbyggingar í leik-
skólamálum. Lokið
verður við byggingu
sundlaugar í Grafar-
vogi og byggingu yfir
skautasvellið í Reykja-
vík. Hafinn verður
undirbúningur að
byggingu 50 metra
yfirbyggðrar keppnis-
laugar í Laugardal og
gert er ráð fyrir að hefja forvinnu
að byggingu fjölnotahúss við
Laugardalshöllina. í menningar-
málum má nefna framkvæmdir við
Iðnó og Listasafn í Hafnarhúsi auk
flutnings aðalsafns Borgarbóka-
safns í Tryggvagötu 15. Einnig
standa yfir miklar framkvæmdir
við göngustígagerð og á næsta ári
verður lokið við gerð göngubrúar
yfir Kringlumýrarbraut við
Laugarnesveg, sem er þriðja
göngubrúin sem byggð er á kjör-
tímabilinu.
Áfram Reykjavík
Sem höfuðborg gegnir Reykja-
vík vissu forystuhlutverki og ber
mikla ábyrgð. Á næstu árum mun
t.d. verða fjárfest fyrir um 3.600
milljónir króna í framkvæmdum á
Nesjavöllum þar sem tekin verður
í notkun ný virkjun í eigu borgar-
innar. Tekjur af henni munu stuðla
að lægri orkugjöldum til almenn-
ings og skapa fyrirtækjum í borg-
inni ný sóknarfæri. Að auki mun
framkvæmdin skapa fjölmörg störf
á meðan á byggingu hennar stend-
ur og enn fleiri störf ef litið er til
framtíðar. Öflug atvinnuuppbygg-
ing er ein af forsendum þess að
hér fái þrifíst blómlegt mannlíf og
það á að vera sameiginlegt mark-
mið okkar allra að Reykjavík verði
framúrskarandi borg til búsetu
fyrir fólk jafnt sem fýrirtæki.
Höfundur er borgarfulltrúi.
egg
FUGLABÚIÐ FELL í KJÓS
Nlw) og fersle
ec)c)
Fuglabúiö Fell í Kjós
Símar 566 7010- 566 7011
GSM 893 2203
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
/jwWINDOWS
Fjölþættar lausnir
glKERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
NILFISK
NcwLine
ENN EIN NÝJUNGIN
FRÁ NILFISK
MINNI OG
ÓDÝRARI
RYKSUGA
SÖMU
STERKU
NILFISK
GÆÐIN
KYNNINGARVERÐ TIL JOLA
AÐEINS KR. 14.900 STGR.
Fyrsta flokks frá
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
Kælir 197 Itr. Frystir 55 Itr.
HxBxD 146.5 x 55 x 60
Aðeins
54.990#- stgr.
Það eru nýjar glæsilegar
innréttinqar í öllum 20 gerðum
(fÍZAðf kæliskápanna.
fyrsta flokks frá
/FOmx
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
Lausír badmíntontímar í vetur
9.10
mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. föstud. laugard.
12.00 12.00 12.00 16.50 12.00 9.10
16.50 16.50 16.50 19.20 16.50 ' 10.00
19.20 19.20 18.30 20.10 17.40 10.50
20.10 20.10 21.00 21.00 18.30 11.40
21.00 21.00 21.50 19.20 15.00
Tennís- og badmíntonfélag Reykjavíkur símí 581 2266