Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ VÍST er að hvergi hafa hross eins marga rúmmetra á haus og í nýja hesthúsinu á Torfastöðum. Hjónin Ólafur og Drífa voru hæstánægð með útkomuna. MAGNÚS Trausti Svavarsson og Hólmfríður Björnsdóttir hafa innréttað fjósið á Blesastöðum á skemmtilegan máta. Hrossin í friði og öryggi í vel lokuðum boxum. þar sem gefið er á fóðurganginn eru grindur niður undir gólf þannig að hrossin geti smeygt höfði og hálsi milli rimlanna. Magnús kveðst mjög ánægður með að hafa svona vel lokað milli stía, það tryggi góð- an frið í húsinu því hrossin geta ekkert bitist á milli. í tveimur sam- liggjandi stíum mátti sjá stóðhest og hryssu hlið við hlið. Sagði Magn- ús það hafa verið alveg vandræða- laust nábýli enn sem komið væri en líklega gengi slíkt ekki þegar liði fram á vor. Búið var að fylla í þessi 20 pláss og sögðu þau Magnús og Hólmfríð- ur að nú vantaði eiginlega meira pláss þvi nokkur trippi biðu. Starf- semin hjá þeim byggðist upp á tamningu og þjálfun en einnig væru þau með nokkra ræktun sjálf. Væru þau með 20 hross á fimmta vetur sem væru komin af stað í tamningu og biðu þess að verða tekin inn til framhaldstamningar. Þá sagðist Magnús alltaf selja talsvert af hrossum fyrir bændur og aðra við- skiptavini. Hann hefur einnig feng- ist talsvert við þjálfun og sýningu kynbótahrossa og má fullyrða að Magnús sé einn af þeim vinsælustu á þeim vettvangi. Hann hefur hins vegar lítið gefið sig að keppnis- mennsku að öðru leyti og segir ástæðuna þá að alla þá hesta sem rekið hafi á fjörur hans og átt er- indi í keppni hafi hann selt. Magnús telur mögulegt að byggja sæmilega góðan rekstur í kringum hestamennskuna, hins vegar vanti hagstæðari lánakjör eins og tíðkast um aðrar búgreinar. „Nú er hægt að fá mest 1,7 milljónir króna vegna hrossabúskapar en það sem vantar er langtímalán á eðliegum lánakjör- um,“ sagði Magnús að lokum. Gróska í , byggingu hesthúsa Góðærí ríkir í hestamennskunni, á því leikur enfflnn vafí. Gleggsta dæmið þar um er gróska í byggingum hesthúsa. Víða um land hafa veríð byggð glæsileg hús eða fjósum og fjárhúsum breytt í hesthús. Valdimar Kristinsson lagði land undir fót og heimsótti hestamenn sem hafa verið og eru að bæta sína aðstöðu. OLIL Amble verður önnum kafin ásamt börnum sínum Freyju, Brynju og Steinari við hesthúsbyggingu í desembermánuði en þau hyggjast taka inn á gamlársdag. ALAUGARDAG var vígt á Torfastöðum í Biskups- tungum veglegt hús fyrir 39 hross sem hjónin Ólafur Einarsson og Drífa Krist- jánsdóttir hófu að byggja 19. júlí í sumar. Var húsið byggt við gamalt *V' hesthús og þykir hið veglegasta í alla staði. Óhætt er að segja að hvergi sé eins hátt til lofts og vítt til veggja og í nýja hesthúsinu að Torfastöðum. Fóðurgangurinn er 5 metra breiður og loft hæðin 4,20 metrar. Ástæðuna fyrir því hversu rúmt húsið er sagði Ólafur vera þá að byggt var beint út frá gamla húsinu og það látið ráða stærðinni. Hann hafði látið þá sögu fylgja með þegar hann hefur verið spurður út í þessa miklu lofthæð að aðalástæð- an væri sú að hann keypti oft hross af Rúti frænda sínum á Skíðbakka og þaðan væri allt hrekkjótt og því vildi hann ekki eiga það á hættu að rekast upp undir í stungunum. En að öllu gríni slepptu benti hann á að þessi rúmi fóðurgangur myndi nýtast vel þegar farið væri á bak hrossum fyrstu skiptin og kæmi því að hluta í stað reiðskála. Þá væri það vissulega gott að hafa gott rými til að leggja á hross, snyrta þau og fyrir jámingar. Ólafur sagð- ist vera orðinn leiður á þrengslum og víst er að nóg er olnbogarýmið fyrir þennan stóra mann sem er um tveir metrar á hæð. í húsinu eru 18 tveggja hesta stíur og standa hrossin á steyptum .> bitum klæddum gúmmímottum. Raufar eru á milli steinbítanna og sagði Ólafur að skítmokstur væri að heita má úr sögunni, 70 til 80% prósent að taðinu troðist niður um raufarnar og restinni væri sópað niður. Járngrind er á framhlið stíanna og éta hrossin af fóður- ganginum í gegnum grindurnar. * Hliðin á stíunum eru á lömum og opnast út. Milligerðin millli stíanna er járngrind og þéttklætt með timbri inn í grindina í á að giska 1,50 metra hæð. Allt er hvítmálað bæði járn og tréverk. Á gafli húss- ins er vönduð hurð og þar er vel rúmt til að keyra inn heyrúllum. Þá er undir húsinu áburðarkjallari, 2,80 metrar á hæð. Mikilli ijöldi hestamanna af Suð- urlandi sótti Torfastaðahjónin heim á þessum tímamótum og þeirra á meðal Bergur Pálsson, formaður Félags hrossabænda, og Kristinn Guðnason, formaður Hrossaræktar- samtaka Suðurlands. En það er víðar byggt og á leið austur var komið við á Selfossi en þar stendur sá kunni knapi og dóm- ari Olil Amble í stórræðum. Er hún að byggja hesthús í hesthúsahverf- inu á Selfossi fyrir 21 hest. Verða í því 5 tveggja hesta stlur og 11 eins hests stíur. Er húsið 180 fer- metrar að flatarmáli en gólfflötur alls 230 fermetrar þar sem kaffi- stofa verður á annarri hæð. Húsið sem er steypt er tæplega fokhelt og ætlar Olil að láta hendur standa fram úr ermum og taka hross inn á gamlársdag. Byijaði hún að byggja um miðjan september. Sá kunni tamningamaður Magn- ús Trausti Svavarsson hefur einnig verið að færa út kvíarnar. í vor fluttist hann frá Hlemmiskeiði að Blesastöðum þar sem hann hefur innréttað 52 kúa fjós og fær út úr því 40 hesta hús auk rýmilegrar aðstöðu fyrir ungviði, folöld eða trippi. Hefur hann ásamt sambýlis- konu sinni innréttað stíur eða box eins og það er kallað erlendis fyrir 20 hross og eiga þau eftir að inn- rétta heiminginn af því rými sem þau ætla undir fullorðin hross. Er þarna um að ræða bæði tveggja og eins hesta stíur þéttklæddar timbri í ríflega metra hæð og galvanserað- ar jámgrindur þar ofan á upp í tveggja metra hæð. Rennihurðir eru fyrir stíunum en hrossunum er ýmist gefið á fóðurganginn eða í jötur inni í stíunum. I þeim tilvikum MEÐAL þeirra sem skoðuðu hesthúsið á Torfastöðum voru Bergur Pálsson í Hólmahjáleigu, Gunn- ar M. Friðþjófsson í Njálg, Þórður Þorgeirsson í Gunnarsholti og Kristinn Guðnason í Skarði. Hektor í góðum málum í ÚTTEKT á þeim stóðhestum sem möguleika eiga á að ná 1. verðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti í þriðjudagsblað- inu féll nafn Hektors frá Akur- eyri niður. Staða hans er býsna góð vantar samkvæmt því er segir í Hrossaræktinni aðeins eitt stig, er með 119. Hann er með 19 dæmd afkvæmi en að vísu með -2 í afkvæmafrávik. 99 afkvæmi undan Hektori hafa verið skráð og má ætla mögu- leika hans á að komast á landsmótið nokkuð góða. Þá skoluðustu til upplýs- ingar og staða tveggja Galdra. Það er Galdur frá Laugarvatni sem er jafn Svarti frá Unalæk með 128 stig og 5 afkvæmi en Galdur frá Sauðárkróki er hins vegar með 117 stig og 17 afkvæmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.