Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNIÞORKELS
ÁRNASON
+ Árni Þorkels
Árnason fæddist
i Hlíð á Langanesi
30. desember 1917.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurnesja 29.
nóvember síðastiið-
inn. Foreldrar hans
voru Árni Hermann
Guðnason, verka-
maður, og Krist-
björg Ástríður Sig-
urðardóttir, hús-
móðir. Systkini
Árna eru: Jón Aðal-
berg, skrifstofu-
maður, f. 11.10.
1915, d. 30.11. 1978;
Þorkell, sjómaður, f. 25.2. 1924;
Björgvin, félagsmáiafulltrúi, f.
25.2. 1924; Hólmfríður, húsmóð-
ir, f. 19.2. 1926; tvíburamir
Svala, f. 25.6. 1933, d. 23.12.
1935, og Kolfinna, húsmóðir, f.
25.6. 1933.
Ami giftist Heigu Gunnólfs-
dóttur 14. desember 1947, f. 1.8.
1925. Þau bjuggu á Þórshöfn á
Langanesi en fiuttu til Keflavík-
ur árið 1964 og hafa búið þar
síðan. Þau eignuðust eilefu böra:
1) Óskírður, f. 9.4. 1943, d. 28.8.
1943. 2) Gunnlaug Eyfelis, versi-
unarmaður, f. 30.6. 1945. Maki
hennar er Halldór Magnússon,
verktaki, þau eiga sex böm. 3)
Sævar, húsasmíðameistari, f.
10.8. 1946. Maki hans er Hildur
Ellertsdóttir, kennari, þau eiga
þijú böm. 4) Ámý Kristbjörg,
verslunarmaður, f. 19.7. 1948.
Maki hennar var Kristján Sig-
urður Rafnsson, verslunarmað-
ur, hann lést 3.9. 1996, þau eign-
uðust þrjú böra. 5)
Gunnólfur, pípu-
iagningameistari, f.
18.6. 1950. Maki
hans er Fanney
Bjamadóttir, stuðn-
ingsfuiltrúi, þau
eiga fjögur böm. 6)
Svaia, ritari, f. 19.8.
1951. Maki hennar
er Bjöm Pálsson,
húsasmíðameistari,
þau eiga þijú böm.
7) Hreiðar, starfs-
maður hjá Flugieið-
um, f. 22.7. 1953.
Maki hans er Ásta
Eyjólfsdóttir, hús-
móðir, þau eiga fimm böm. 8)
Helga, húsmóðir, f. 31.10. 1956.
Maki hennar er Siguijón Hreið-
arsson, flugvirki, þau eiga fjögur
böm. 9) Omar, nemi, f. 16.3.
1958. Maki hans er Ingibjörg
Blomsterberg, bankastarfsmað-
ur, þau eiga þijú böm. 10) Ami
Þór, slökkviliðsmaður, f. 12.9.
1959. Maki hans er Ásta Þórar-
insdóttir, húsmóðir, þau eiga
fimm böm. 11) Skjöldur Vattnar,
flugvirki, f. 13.5. 1963. Maki
hans er Kristín Linda Sveinsdótt-
ir, kynningarfulltrúi, þau eiga
tvö böm.
Árni stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu. Hann starfaði
sem verkstjóri um fjömtíu ára
skeið, síðast hjá Miðnesi hf.
Hann söng í mörg ár með kirkju-
kór Sauðaneskirkju.
Utför Árna fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar okkur barst sú fregn, laug-
ardaginn 29. nóvember sl. að mágur
okkar, Árni Þorkels Árnason, hefði
látist þá um morguninn á Sjúkra-
húsi Suðurnesja er ekki hægt að
segja að það hafi komið okkur á
óvart, þar sem hann hafði um nokk-
uð langt skeið verið mikið veikur,
barist við dauðann.
Okkar kæri mágur og vinur var
kvæntur eistu systur okkar, Helgu,
sem lifir mann sinn. Árni og Helga
eignuðust 11 börn, en það elsta dó
í bernsku. Hin börnin eiga öll sína
fjölskyldu og eru búsett í Keflavík
og Reykjavík.
IM Árni og Helga hófu búskap á
Þórshöfn á Langanesi þaðan sem
þau bæði eru ættuð. Þar byggðu þau
sér myndarlegt hús sem þau nefndu
Skuld og gerðu fjölskyldu sinni þar
fallegt heimili. Við minnumst þess
nú hve gott var að koma til þeirra
í Skuld, en þar var alltaf margt um
manninn, enda þau hjón stórlega
gestrisin og vinamörg.
Árið 1962 flutti Arni með sína
stóru fjölskyldu til Keflavíkur, með
stuttri dvöl í Höfnum, og bjó þar til
dauðadags.
Ámi hafði sérstaklega fagra
söngrödd og söng hann lengi með
kirkjukór Sauðaneskirkju og þá oft
einsöng. Einnig lék hann á orgel.
Á fyrstu árum starfsævinnar
starfaði Árni við hin ýmsu störf,
landbúnað og fískvinnslu, þar til
hann tók við stjórn Hraðfrystihúss
Þórshafnar sem fískmatsmaður og
verkstjóri og átti það eftir að vera
hans aðal starf þann tíma sem hann
var á Þórshöfn og einnig eftir að
hann fluttist til Keflavíkur en þar
hjá öðrum fyrirtækjum.
Alltaf hélt Árni tryggð við sína
gömlu heimabyggð, Þórshöfn. Kom
það best í ljós með því að þegar
hann hætti störfum vegna aldurs
keypti hann ásamt fjölskyldu sinni
húsið Odda á Þórshöfn. Eftir það
fóru þau hjónin á hverju sumri þang-
að sér til ánægju. Þá var það hans
helsta gaman að leggja net í Gunn-
vararvatn með leyfí bóndans í Hlíð
og fékk oft góða veiði sem hann lét
síðan reykja í Kollavík.
Kæri mágur, það er margs að
minnast fyrir okkur sem ólumst upp
í návist þinni. Við pössuðum stund-
um börnin ykkar ef þið fóruð t.d. á
ball og fengum fyrir súkkulaði sem
þótti gott í þá daga. Þá unnum við
sem unglingar hjá þér í frystihúsinu
og kom oft vel í ljós þolinmæði þín
og umburðarlyndi er þú brostir þínu
blíðasta brosi.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
stendur eftir minning um góðan mág
og vin sem við geymum í hjarta
okkar.
Elsku Helga systir. Við biðjum
góðan Guð að styrkja þig og þína
stóru fjölskyldu í sorginni.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan heim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Hvíl þú í friði.
Arnþrúður, Lárus
og fjölskyldur.
Elsku afí.
Nú ert þú farinn burt úr þessum
heimi og kominn á hvíldarstað, þar
sem við vitum að þér líður betur.
Loksins fékkst þú hvíld og frið eftir
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
LOKAÐ
Skrifstofur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
verða lokaðar eftir hádegi í dag, föstudaginn
5. desember frá kl. 13:00 vegna jarðarfarar
Guðrúnar L. Jónsdóttur.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
erfíðar vikur. Þú hafðir alltaf hana
ömmu okkar hjá þér sem var þín
stoð og stytta í öllu. Það var alltaf
svo gott að koma á Vesturgötuna í
heimsókn til ykkar ömmu. Þar tókuð
þið okkur með opnum örmum og
hlýju og létuð okkur öllum líða vel.
Við viljum þakka Guði fyrir að hafa
fengið að eiga þig sem afa og geym-
um við minninguna um þig í hjarta
okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi Guð vera
með þér.
Margrét Erla, Björn
Fannar og Sandra Dögg.
Elsku afí, við kveðjum þig með
miklum söknuði og minnumst góðu
stundanna sem við áttum saman á
Vallagötunni og síðan á Vesturgöt-
unni í Keflavík. Þú varst einstakur
maður. Þú sýndir það svo sannarlega
í veikindum þínum en þá fór mikil
orka hjá þér í að hughreysta aðra.
Elsku amma, megi Guð veita þér
styrk í sorg þinni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Guð geymi þig, elsku afí.
Bylgja, Hafsteinn, Katrín
og fjölskyldur.
Nú hefur Árni vinur minn og ná-
granni kvatt hinstu kveðju, rólegur
og æðrulaus tókst hann á við sitt
langa stríð, eins og hans dagfar og
eðli bauð. Hann var sá maður sem
manni hlaut að þykja vænt um.
Lengst af var hann verkstjóri í físk-
vinnslu. Ég man þegar móðir mín
fluttist úr sveitinni til Þórshafnar,
þá orðin fullorðin kona og fór að
vinna í frystihúsinu, hvað hún kveið
fyrir, hafði aldrei unnið við slíkt.
En á hveiju kvöldi þegar hún kom
úr vinnunni þá byrjaði lofræðan um
Árna, hvað hann væri góður verk-
stjóri og hvað gott væri að vinna
fyrir hann, þá var allur kvíði horf-
inn, bara orðið gaman. Svona var
hann. Hann var sérstaklega söng-
elskur og mikill músíkmaður. Við
vorum saman í kórnum heima á
Þórshöfn og eins og oft vill verða
var misvel mætt á æfíngar og frek-
ar voru það karlmennirnir sem
mættu verr en konurnar og oft
heyrðist sagt: „Allt í góðu með ten-
órinn, Árni er mættur.“ Því aldrei
brást hann.
Svo skildi leiðir. Árni og Helga og
stóra ijölskyldan fluttu til Keflavíkur
og svo ég mörgum árum seinna og
aftur urðum við nágrannar. Nú lá
leið mín oft niður Vesturgötuna og
alltaf komið við á 34, ekki síst á
morgnana. Ég kallaði þá í dyrunum:
„Hvemig er með morgunkaffíð, er
ekki búið að hita?“ Og var þá sama
glaðlega svarið: „Það er mikið að þú
kemur, löngu búið að hita.“ Þó ég
kæmi jafnvel við á hveijum degi.
Svona var hann. Þetta var svo hlýtt
og gaman. Að koma á Vesturgötuna
til Áma og Helgu og allrar stórijöl-
skyldunnar er engu líkt, gestrisnin,
viðmótið og öll hlýjan. Það er þetta
sem gefur heimsóknunum gildi.
Helgu frænku minni og bestu vin-
konu og fjölskyldu votta ég samúð
mína. Árni minn, þér þakka ég allar
góðu samverustundirnar. Þær gleym-
ast aldrei. Minningin lifír þótt maður-
inn deyi. Blessuð sé minning Áma.
Festar hefur feijan losað,
farþegi er einn um borð.
(J. Har.)
Una.
GUÐBJÖRG MARÍA
BJÖRNSDÓTTIR
■+■ Guðbjörg Mar-
' ía Björnsdóttir
var fædd á Siglu-
firði 8. apríl 1918.
Hún lést á Elli- og
hjúkrunarheimil-
inu Gmnd aðfara-
nótt miðvikudags-
ins 26. nóvember.
Foreldrar hennar
vom hjónin Björn
Jóhannesson
verkamaður, ætt-
aður frá Heiði í
Sléttuhlíð, fæddur
23.6. 1888, dáinn
11.8. 1961, og Ólöf
Jónsdóttir frá Stóra-Brekku í
Fljótum, fædd 15. maí 1891,
dáinn 15. október 1980. Guð-
björg átti eina systur, Mar-
gréti Björnsdóttur, fædda 6.
janúar 1924. Eiginmaður
hennar er ÓIi J. Blöndal og
eiga þau fimm börn. Þau em
búsett á Siglufirði.
Hinn 17. maí 1969 giftist
Guðbjörg Maria Axel Guð-
mundssyni deildar-
fulltrúa hjá
Reylqavíkurborg
frá Knarrahöfn í
Hvammssveit í
Dalasýslu. Hann
var fæddur 15.6.
1905 og lést 1. jan-
úar 1971 eftir erfið
veikindi.
Guðbjörg hélt til
Danmerkur 1937
þar sem hún var við
nám í Tegne- og
Kunstindustrie-
skole for kvinder í
tvö ár. Hún átti og
rak ásamt tveimur öðrum
Hannyrðaverslunina Refil í
Reykjavík. Frá árinu 1970 var
hún starfsmaður hjá Happ-
drætti Háskóla íslands til árs-
ins 1988 er hún lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Utför Guðbjargar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
í dag verður til moldar borin
móðursystir mín, Guðbjörg María
Björnsdóttir frá Siglufirði, sem
andaðist á elliheimilinu Grund 26.
nóvember sl. Gígí frænka, eins og
hún var jafnan kölluð, var leynd-
ardómsfull stærð í lífi okkar systk-
inanna. Hún hafði farið ung að
heiman, siglt til Hafnar og for-
framast og var einn hinna frægu
Petsamofara. Hún rak eigið fyrir-
tæki í Reykjavík, var félagi í hinni
dularfullu Oddfellowreglu, og átti
engan mann, en var þó bæði fal-
leg og tíguleg. Úr mannleysinu
hét ég reyndar ungur að aldri að
bæta, þegar ég yrði stór. En um-
fram allt hvíldi yfir henni þessi
óendanlega ró, tign og æðruleysi,
þegar við fengum að verða nær-
veru hennar aðnjótandi norður
þar.
Síðar á ævinni, þegar böm okk-
ar hjónanna fengu að kynnast
henni, reyndist bernskumynd mín
af þessari fágætu konu ósvikin og
varanleg, og þau hrifust af henni
á sama hátt og sóttust eftir nær-
veru hennar. Gígí frænka sá um
sig sjálf. Hún gerði litlar sem eng-
ar kröfur til annarra, og nærvera
hennar var notaleg og gefandi.
Þegar hún kom í heimsókn, nægði
henni samveran við okkur hjónin
og bömin, kröfur á hendur öðrum
vom henni óþekkt fyrirbæri. Hún
var hægfara í þvílíkum mæli, að
stressuðu nútímafólki fannst ugg-
laust oft og tíðum eins og hún
hefði hrokkið aftan úr öldum in í
eiturgufur nútímans og tauga-
veiklun. En þó gerði hún alltaf
allt það sem hún ætlaði sér, hvað
sem á gekk, og róin og æðruleysið
voru sem greypt í stein, allt þar
til lífslöngunin þvarr.
Hún kvaddi jafn hljóðlega og
hún kom inn í líf okkar. Eftir situr
minning um heilsteypta konu, sem
átti sér það kyrrláta líf, sem hún
kaus sér, með fáum gárum en
óendanlegri dýpt.
Blessuð sé minnipg hennar.
Jósep Ó. Blöndal.
Mín kæra mágkona, Guðbjörg
María Björnsdóttir, sem fjölskylda
og vinir kölluðu oftast Gígí, kvaddi
þessa jarðvist miðvikudaginn 26.
nóvember eftir tveggja ára erfið
veikindi. Þessi vistaskipti hafa trú-
lega verið henni kærkomin úr því
sem komið var og ekki óttaðist hún
þau, því trúin á hinn hæsta höfuð-
smið var öllum ótta yfirsterkari.
Á unglingsárum sínum vann
Gígí eins og flestar siglfírskar
stúlkur í síld á sumrin því þar voru
uppgripin mest. í foreldrahúsum
var eott að vera. tekið var eiaman
í spil, bækur lesnar, spjallað og
sagðar sögur og oft glatt á hjalla,
mikið hlegið og áhyggjuleysið fyrir
morgundeginum algert. En brátt
voru æskuárin að baki og alvara
lífsins tók við. Þegar Gígí var 19
ára fór útþráin að gera vart við
sig. Hún var myndarleg stúlka,
kjarkmikil og ákveðin. Listhneigð
og vandvirk eins og margt hennar
fólk. Hún ákvað að fara til Kaup-
mannahafnar og nema í Tegne-
og Kunstindustriskole og útskrif-
aðist þaðan með góðum vitnis-
burði.
Þegar Þjóðveijar hernámu Dan-
mörk 1940 ákvað hún að fara með
Petsamoförunum til Islands. Árið
1941 hóf hún störf í verslun Ág-
ústu Svendsen, sem var þekkt
hannyrðaverslun í Reykjavík og
vann þar við áteikningar og af-
greiðslu í 10 ár, en þá keypti hún
ásamt tveimur vinkonum sínum
verslunina sem þær nefndu Hann-
yrðaverslunina Refil. Vann hún þar
í 13 ár. Þá seldu þær verslunina
og Gígí venti þá sinu kvæði í kross
og gerðist starfsmaður hjá Happ-
drætti Háskóla íslands til ársins
1988, en þá hætti hún sjötug að
aldri.
Hún giftist indælismanni 1969,
Axel Guðmundssyni deildarfulltrúa
á ráðningarstofu Reykjavíkurborg-
ar. Hann var fæddur 15. júní 1905
í Knarrahöfn í Hvammssveit í
Dalasýslu. Hamingjan var mikil og
allt lék í lyndi en svo veiktist Axel
alvarlega og andaðist á nýársdag
1971, aðeins 65 ára. Þetta var
mikið áfall fyrir mágkonu mína en
nú komu í ljós hennar bestu eðlis-
kostir, æðruleysi og rósemi. Vissan
um annað líf og endurfundi við
eiginmann sinn og aðra ástvini
gáfu henni kraft til að bera harm
sinn í hljóði. Gígí var engin mál-
skrafsmanneskja, hún var þögul,
traust og heiðvirð. Hún ruddi eng-
um um koll á vegferð sinni, sýndi
öllum tillitssemi og hlýju og eign-
aðist því marga trausta og góða
vini. Manni leið vel í návist henn-
ar, ekkert fjas um sitt eigið ágæti
heldur umhyggja fyrir vinum sín-
um voru hennar aðal. Illt umtal
um náungann heyrðist aldrei af
hennar vörum.
Hún var mjög menningar- og
félagslega sinnuð, hafði yndi af
því að fara í leikhús og óperu og
var virkur félagi í Oddfellowregl-
unni til fjölda ára.
Kæra mágkona, við kveðjum þig
með þökk fyrir samfylgdina og í
fullri vissu um að ástkær eiginmað-
ur og aðrir ástvinir taki fagnandi
á móti þér.
Guð blessi minningu þína.
Óli J. Blöndal.