Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 61 GUÐRÚNL. JÓNSDÓTTIR + Guðrún L. Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herlaug Krist- ín Sturlaugsdóttir, d. 1988, og Jón Arnason. Eiginmað- ur Herlaugar var Jóhannes Sigurðs- son, d. 1984. Guðrún átti sjö hálfsystkini. Þau _ eru: Sæmund- ur, Arni, Margrét, Ragnheiður, Elín, Andri og Pálmi. Móðir þeirra er Svava Þ. Ámadóttir. Guðrún ólst upp hjá ömmu sinni Rannveigu Steinunni Bjarna- dóttur, d. 1984, og afa, Sturlaugi Einarssyni, d. 1968 í Reykjavík. Eftirlifandi uppeldisbræður eru Tómas og Sigvaldi Val. Hinn 11. apríl 1964 gekk hún að eiga eiginmann sinn Björn P. Her- mannsson, f. 16. júlí 1938. Þau bjuggu í Kópavogi frá árinu 1969. Dætur þeirra eru: Rannveig Steinunn, f. 23. maí 1963, maki Jóhann- es Jökull Jóhannes- son og eiga þau tvo syni, Jóhannes Jökul og Björn Pálma. Birna Jóna, f. 1. september 1968, maki Kristján Maack og eiga þau einn son, Pétur Andreas. Guð- rún starfaði við verslun og nú síðast hjá Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýrkaðir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Femandez.) Eg kveð að sinni mína elsku bestu mömmu. Mig skortir orð til að segja það sem í huganum býr. Minning hennar lifir. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín R. Steinunn. í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Guðrúnu L. Jónsdótt- ur. Ég kynntist Guðrúnu og Birni manni hennar fyrir 18 árum er ég og eldri dóttir þeirra Steinunn fór- um að draga okkur sama. Þá og æ síðan naut ég góðvildar og gleði í Holtagerðinu. En nú hefur þessi sterka kona látið í minni pokann fýrir manninum með ljáinn eftir erfið veikindi. Það er svo erfitt að setja á blað það sem mann langar en minning- arnar eru þeim mun fleiri um góðar stundir sem við höfum átt saman á liðnum árum, og urðu þær tíðari eftir að fjölgaði í fjölskyldunni, en tveir litlir ömmustrákar hafa misst mikið. Elsku tengdamamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og ætla ég að senda þér erindi sem vinur okkar samdi á dánardægri þínu. Þegar vinur þinn kveður kemur sorgin og segir: ég er þín uns þú skilur að allir munu kveðja og þegar þú skilur það þá skal ég opna dyrnar og kveðja út í vorið til vinar sem elskar þig (Olafur Thoroddsen.) Jóhannes J. Jóhannesson. í dag verður kvödd hinstu kveðju systurdóttir okkar og uppeldissystir Guðrún Lára Jónsdóttir. Umvafin kærleika sinna nánustu kvaddi hún þetta jarðlíf eftir nokkurra ára hetjulega baráttu við krabbamein. I erfiðleikum og andstreymi síðustu árin sýndi hún fádæma styrk og þolgæði. Hún bognaði aldei og hélt alltaf í vonina um bætta heilsu. Gunna, eins og hún var ævinlega kölluð meðal vina og kunningja, ólst upp frá fæðingu á heimili móð- urforeldra sinna, en móðir hennar, Herlaug Kristín, var systir þeirra, er þetta rita. A heimili ömmu og afa naut hún alls þess besta, er þau gátu veitt henni. Gunna reyndist þeim sem besta dóttir og endurgalt ríkulega á efri árum þeirra uppeldið og góða umönnun. Er okkur bæði ljúft og skylt að þakka henni nú, hversu mikla elsku hún sýndi þeim, og síðar minningu þeirra. Að loknu skyldunámi hóf hún störf á almennum vinnumarkaði, aðallega verslunarstörf, en utan heimilis vann hún lengst af. Síðustu árin starfaði Gunna á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur og undi þar hag sínum vel. Hafði hún oft orð á því, hve stjórnendur félagsins og samstarfs- fólkið á skrifstofunni væri sér gott, ekki síst eftir að baráttan við heilsu- leysið varð erfiðari. Gunna og eiginmaður hennar, Bjöm Hermannsson, er hún gekk að eiga tvítug að aldri, áttu fallegt heimili. Lengst stóð það við Holta- gerði í Kópavogi. Þangað var jafnan gott að koma og gestrisni mikil. Þaðan eigum við, og ijölskyldur okkar, góðar minningar um rausn og myndar- skap, bæði á gleði- og sorgarstund- um í fjölskyldunni. Gunna var með eindæmum örlát og naut þess að gleðja aðra. Hún var mikill dýravinur og ekk- ert þótti henni verra, en ill meðferð á þeim. Gunna var ættrækin og lagði metnað í að halda sem bestum tengslum við skyldmenni sín. Kom það ekki síst fram fyrir ári, er móðurfjölskylda hennar hittist öll. Hún tók fullan þátt í undirbúningi ættarmótsins og naut þess að vera með, þó væri hún sárþjáð. Komið er að kveðjustund og minningar um elskulega systur streyma fram hver af annarri. Þær verða geymdar í þakklátum huga. Við bræðurnir og fjölskyldur okk- ar flytjum henni nú þakkir fyrir ljúfa og góða samfylgd. Við treyst- um því, að sá Guð, er okkur í for- eldrahúsum var kennt að treysta og trúa á, veiti henni nú hlutdeild í dýrð ríkis síns. Sé hún honum falin að eilífu. Einlægar samúðar- kveðjur sendum við Birni, Stein- unni, Birnu og fjölskyldum þeirra. Sigvaldi og Tómas. Mig langar til að minnast kærrar frænku minnar Guðrúnar Láru Jónsdóttur, sem lést langt fyrir ald- ur fram eftir löng og ströng veik- indi. Það er erfitt að hugsa sér að Gunna sé horfin frá okkur, þótt við vissum lengi, að hveiju stefndi. Við höfðum alltaf verið nánar frænkur. Ég mun sakna hennar mikið og góðu stundanna hjá Gunnu á afmælisdeginum hennar, þegar við Steina komum alltaf til hennar. Gunna ólst upp við mikið ástríki hjá afa og ömmu, þeim Steinunni Bjamadóttur og Sturlaugi Einars- syni, sem eru látin fyrir mörgum árum. Þau voru mjög trúuð og hjálp- aði það Gunnu mikið hvað hún gat leitað hjálpar í trúnni í sínum erfiðu veikindum, ásamt hennar sterka vilja og lífsþrótti, og að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hún var alveg ótrúlega dugleg, ég dáðist að hennar mikla krafti og kjarki. Minningarnar streyma fram í hugann og ætíð hugsa ég til Gunnu frænku sem bráðmyndarlegrar konu og hörkuduglegrar til allra verka. Kom þessi kraftur fram hjá henni strax í æsku, hvort sem það var barnapössun eða eitthvað ann- að. Einnig var hún alla tíð mikill dýravinur og átti lítinn „puddle“- hund þegar hún lést. Það verður mikill söknuður hjá litlu ömmustrákunum, að fá ekki að njóta hennar lengur, því Gunna var svo stolt af barnabörnunum og góð og ástrík amma. Og mikill verð- ur söknuður Bjössa og dætranna Steinunnar, Birnu og fjölskyldna þeirra, sem hafa gengið í gegnum mikið sorgarferli. Við Óli vottum ykkur innilegustu samúð okkar og biðjum guð að blessa ykkur. Ég kveð þig, elskulega frænka mín. Megir þú hvíla í friði. Þín frænka, Soffía. Elsku Gunna mín, nú ertu horfin frá okkur. Það er svo sárt að sætta sig við það, enda þótt maður vissi að hveiju stefndi, við erum aldrei tilbúin að taka því þegar að því kemur. Þú varst ótrúlega sterk og dugleg að kljást við þennan erfiða sjúkdóm alveg fram á síðasta dag. Þú varst ákveðin í að láta ekki bugast. Það er svo margs að minnast, við vorum það mikið saman og þekktum vel hvor aðra. Oft var hlegið mikið og gantast. Þú varst svo létt og kát og komst öllum í kringum þig í gott skap. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til þín og Bjössa á ykkar fal- lega heimili sem glampaði allt af hreinlæti og snyrtimennsku. Þér féll aldrei verk úr hendi, varst alltaf að og gerðir marga fallega hluti alveg fram undir það síðasta. Þér var mjög annt um garðinn þinn og vild- ir hafa hann sem fallegastan. Oft fórum við til Hveragerðis til að kaupa blóm og tré og það var oft ansi þröngt á leiðinni heim í bílnum. Ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur hinummegin því margir eru farnir sem þér voru kærir. En það er sárt fyrir eiginmann þinn og þínar yndislegu dætur og barna- börn að sjá á eftir þér á besta aldri yfirgefa þetta líf svo snemma. Það er oft erfítt að skilja forlögin en við trúum því að allt hafí sinn til- gang. Þú varst lánsöm að eiga eig- inmann og dætur sem hafa verið þér mikill styrkur í veikindunum og viljað allt fyrir þig gera til að gera lífíð bærilegra. Þú varst föst fýrir og vildir vera heima þar til yfir lyki. Þér þótti gott að fá að sofna á kvöldin og fínna traust handtak mannsins þíns við hlið þér og þannig kvaddir þú þennan heim. Ég hugga mig við það, að nú líði þér betur og sé laus við þá kvöl sem lögð var á þig með þínum sjúk- dómi. Elsku Gunna mín, ég kveð þig með miklum söknuði, þú varst mér mjög kær alla tíð. Og ég bið Guð að varðveita þig. Elsku Bjössi, Steinunn, Birna, Jonni, Kristján og barnabörnin þijú. Guð gefí ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ég kveð þig, kæra vina, svo klökk í huga nú. Þú gafst mér gleðistundir, þú gafst mér von og trú. Svo margs er því að minnast og margt sem þakka ber. Nú veit ég Guð hann gefur þér góðan stað hjá sér. (U.) Þín frænka, Steinlaug. Fátt er gefíð við fæðingu um lífsfarveg okkar og framtíð. Þetta kom mér í hug þegar góð vinkona mín, hún Gunna, kvaddi eftir erfíð veikindi. Við kveðjustund raðast upp mörg minningabrot frá því að við kynnt- umst fyrst fyrir meira en þijátíu og fimm árum. Mennirnir okkar voru æskuvinir og fetuðum við Gunna saman veginn í kynnum okkar við þá. Gunna var afskaplega falleg og fínleg kona og hafði ein- staklega mikla unun af fallegum hlutum enda mjög listhneigð og lagði talsverða stund á listsköpun hin síðari ár. Ég veit að margir eiga, eins og ég, eftir hana hluti sem gerðir voru og gefnir af hennar alkunnu vandvirkni og alúð. í veikindum sínum var hún ein- staklega æðrulaus og kjörkuð, ekk- ert víl eða vol, heldur lifði hún lífínu lifandi meðan stætt var. Oft á tíðum skildi maður ekki hvaðan henni kom krafturinn, en fyrir mig, sem hafði þekkt hana svona lengi, vissi ég að kraftur var eitthvað sem henni var í blóð borið. Það kom oft fýrir á mínum fyrstu búskaparárum, ef ég var eitthvað ódugleg að koma mér af stað í húsverkin, að óbrigðult ráð var að klæða börnin í útigallann og labba til Gunnu. Þar var allt í röð og reglu alla tíð og var þetta hið besta letimeðal fyrir mig, því heim kom ég úr þessum heimsókn- um full af orku og lauk því sem Gunna hafði gert í morgunsárið á engum tíma. Ég sagði oft við hana, að ekki vildi ég vera húshjálp hjá henni, ég gæti aldrei uppfyllt það svo vel væri. Við grínuðumst oft með þetta okkar á milli. Þau hjón, Bjössi og Gunna, voru einstaklega greiðvikin og vorum við mörg sem nutum handlagni þeirra gegnum árin. Seint mun ég gleyma heim- komu minni af spítala eftir að ég eignaðist mitt yngsta bam rétt fyr- ir jól. Gunna bauðst til að sjá tii þess að allt yrði fínt þegar við mæðgur kæmum heim, annað kæmi ekki til greina. Dæmigert fyrir hana var hversu vel þetta var gert og ómetanlegt fyrir mig. Þetta er eitt af mörgum góðum minningarbrot- um sem verða geymd. Um leið og ég kveð kæra vinkonu vil ég minnast þess hversu vel Bjössi og dæturnar sáu til þess, að hún gæti verið heima allt til enda. Barnabörnin hennar höfðu dag- legar samvistir við ömmu og afa og var það Gunnu ómetanlegt, enda gat hún verið stolt af fjölskyldu sinni. Á slíkum stundum kemur í ljós styrkur fjölskyldunnar og sam- staða. Elsku Bjössi, Steinunn, Birna og íjölskyldan öll. Við Tommi vott- um ykkur samúð okkar og þökkum fýrir kynni af góðri konu. Kristjana Sigurðardóttir (Sjana). Kveðja frá samstarfsfólki Góð vinkona okkar og starfsfé- lagi, Guðrún L. Jónsdóttir, er fallin frá eftir löng og erfið veikindi. Við vinnufélagar hennar hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur minn- umst hennar með söknuði og þökk fyrir að hafa fengið að vera sam- ferðamenn hennar síðastliðin ár. Guðrún hóf störf hjá VR á haust- dögum 1990 og starfaði þar til síð- asta dags. Hún var framar öllu samviskusöm manneskja og það var henni mjög erfitt þegar hún þurfti að vera frá vinnu vegna sjúkrahúss- vistar um stundarsakir. Henni var annt um fólk og viljinn til að leysa hvers manns vanda var ríkur í fari hennar. Það voru ekki aðeins við vinnufélagarnir sem hún bar um- hyggju fyrir, heldur fylgdist hún með fjölskyldum okkar allra, vann hug og hjörtu barnanna og tók þátt í sorg og gleði. Fyrir þetta erum við þakklát. Viljinn til að gleðja aðra og gjaf- mildi einkenndi hana öðru fremur og nutum við góðs af. Guðrún var jólabarn. Það má segja að jólin á skrifstofunni hjá okkur hafi bytjað þegar Guðrún kom í byijun aðventu með kökudiskinn sinn fullan af góð- gæti handa þakklátum vinnufélög- um. Það var ekki í eðli hennar að vera aðgerðarlaus. Hún var list- fengin og gleymdi sér gjarnan við að teikna og mála myndir sem hún gaf af hlýjum hug. Dýramyndir hennar voru sérlega fallegar enda var hún mikill dýravinur. Guðrún hafði yndi af fallegum hlutum, átti hlýlegt heimili og var sjálf alltaf vel til höfð. Lífsviljinn var sterkur. Þrátt fyrir hversu þjáð hún var, var hún í óðaönn að undirbúa komu jólanna, fínna fallegar gjafir til að gleðja ömmustrákana sína þijá og föður sinn. Síðustu vikumar var þetta gert meira af vilja en mætti því veikindin höfðu sett mark sitt á hana. Bjöm, dæturnar tvær, Steinunn og Birna og fjölskyldan öll hafa staðið við hlið hennar af alhug í veikindum hennar. Við vottum þeim og íjölskyldunni allri samúð á erfiðri stundu. t Elskuleg systir mín og mágkona, GUÐBJÖRG MARÍA BJÖRNSDÓTTIR, Þórsgötu 5, Reykjavík, sem lést á á hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 26. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 5. desember, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Margrét Björnsdóttir, Óli J. Blöndal. Unnarbraut 1, Seltjarnarnesi. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MATTHILDUR KRISTINSDÓTTIR, Álfhólsvegi 151, Kópavogi, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi miðvikudaginn 3. desember. Útförin verður auglýst síðar. Elí Jóhannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.