Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 67

Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 67 ( — FRETTIR Afmælis- fundur Vatna- mælinga FUNDUR verður haldinn í dag í Borgartúni 6 í tilefni af fimmtíu ára afmæli Vatnamælinga. Tíu fyrirlesarar fjalla um þýðingu vatnamælinga fyrir ýmsa starfsemi. Meðal annars fjallar Rannveig Rist, forstjóri ísal, um vatnamælingar og orkfrekan iðnað. Einnig verða flutt erindi um hlutverk vatnamælinga við ákvarðanir í orkumálum, í vörn- um gegn flóðum, náttúruvá og ágangi vatns, í skipulagsmálum, varðandi veiði í ám og vötnum og á ýmsum öðrum sviðum. Fundurinn hefst á ávörpum Þor- kels Helgasonar orkumálastjóra og Arna SnoiTasonar, forstöðumans Vatnamælinga. Spil með galdrakarlin- um frá Oz KOMIÐ er á markaðinn spil frá út- gáfufyrirtækinu Ravensburger, Galdrakarlinn frá Oz. Spilið er fyrir 2-4 þátttakendum frá 7 ára aldri °g fylgja leiðbeiningar á íslensku. „Gefst nú unnendum ævintýrisins kostur á að viðhalda kynnum sínum við Galdrakarlinn og aðrar persón- ur ævintýrisins, Dóróteu, Pjátra viðarhöggvara, fuglahræðuna og huglausa ljónið," segir í fréttatil- kynningu. Spilið fæst í verslunum um land allt. Heildsöludreifingu annast And- vari ehf., Sundaborg. --------------- Sveitarstj órnir Framboðs- frestur fjórar vikur FRAMBOÐSLISTA til sveitar- stjórnarkosninga skal skila inn fjórum vikum fyrir kosningar sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum en ekki 15 dögum fyrir kosningar eins og á við þegar kosið er til Alþingis. Að sögn Sesselju Árnadóttur í félgasmálaráðuneytinu liggur fyrir Alþingi breyting á lögunum, sem felur í sér að skila skuli inn listum þremur vikum fyrir kosningar. SKORRI Andrew Aikniann, sölustjóri Ásgeirs Sigurðssonar ehf. og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Iþróttasambands fatlaðra undirrita styrktarsamninginn. Með þeim á myndinni er Ólafúr Magnússon, framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra. Styður starfsemi Iþróttasambands fatlaðra NÚ nýlega undirrituðu íþrótta- samband fatlaðra og Ásgeir Sig- urðsson ehf. nýjan samning um stuðning fyrirtækisins við undir- búning og þátttöku fatlaðs ís- lensks íþróttafólks í Ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000. „I tengslum við 100 ára starfs- afmæli Asgeirs Sigurðssonar ehf. árið 1995 ákvað fyrirtækið að styrkja Iþróttasamband fatlaðra og hið fatlaða afreksfólk vegna þátttöku þess í Ólympíumóti fatl- aðra í Atlanta 1996 með söluher- ferð LUX sápuvörum, þar sem ákveðinn ágóði af sölu vörunnar rynni til Iþróttasambands fatl- aðra. Töldu forráðamenn Ásgeirs Sigurðssonar ehf. að hin jákvæða ímynd og hin glæstu afrek fatlaðs íslensks íþróttafólks yrðu án efa fyrirtækinu til framdráttar og með samningnum sýndi fyrirtæk- ið stuðning sinn við íþróttastarf fatlaðra í verki. Þannig var Ás- geir Sigurðsson ehf. eitt fyrsta fyrirtækið til þess að nýta sér fatlað íslenskt afreksfólk í aug- lýsingum ásamt því að láta fé renna til uppbyggingar afreksí- þrótta fatlaðra. Hinn glæsilegi náðist á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta 1996, var ekki síst stuðn- ingi Ásgeirs Sigurðssonar ehf. að þakka,“ segir í fréttatilkynningu frá Iþróttasambandi fatlaðra. Stefnumótun í fjarkönn- un á Islandi NEFND um stefnumótun í fjar- könnun á íslandi hefur sldlað greinargerð og tillögum sínum til Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra, en hann skipaði nefnd- ina í desember 1996. Með fjar- könnun er átt við mælingu á geisl- un frá yfírborði og lofthjúpi jarðar með flugvél eða gervitungli, úr- vinnslu mæligagna og myndræna framsetningu þeirra. „Nefndin leggur til að fjarkönn- un verði skilgreind sem sérstakur málaflokkur innan stjórnsýslunn- ar á ábyrgð umhverfisráðuneytis- ins og að sérstök lög verði sett um fjarkönnun. Einnig er lögð áhersla á að Fjarkönnunarstofa verði sett á laggirnar til að efla fjarkönnun hér á landi, samnýta gögn og stuðla að samvinnu stofn- ana. Nefndin leggur til að Fjarkönn- unarstofa verði vistuð hjá Veður- stofu Islands. Hlutverk hennar verður, skv. tillögum nefndarinn- ar, einkum eftirfarandi: • að taka á móti gögnum frá gervitunglum og miðla þeim til notenda, • að tryggja reglulega loftmynda- töku af landinu í samræmi við langtímaþarfir þjóðfélagsins, • að veita aðstöðu til og aðstoða við úrvinnslu fjarkönnunargagna, • að tryggja varðveislu fjarkönn- unargagna og miðla upplýsingum um þau, • að stuðla að samhæfingu og samvinnu stofnana ríkis og sveit- arfélaga á sviði fjarkönnunar og tryggja hagkvæma öflun og nýt- ingu fjarkönnunargagna, • og að gæta hagsmuna íslands á alþjóðavettvangi og taka þátt í al- þjóðlegu samstarfi á sviði fjar- könnunar. Sérstök samvinnunefnd notenda á að móta starf og verkefnaval Fjarkönnunarstofu, sem yrði rekin með beinum framlögum ríkissjóðs. Nefndin telur að margfaldur ávinningur náist með þeirri stefnu að gefa afnot af fjarkönnunar- gögnum, sem aflað er af ríkinu, frjáls og ódýr. Þá leggur nefndin til að settur verði upp búnaður til að taka á móti gervitunglagögnum til daglegrar vöktunar," segir í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu. Landssambandið gegn áfengisbölinu Taka þátt í prófkjöri á vegum Kvennalistans UPPSTILLINGARNEFND Kvennalistans í Reykjavík vegna prófkjörs R-listans 1998 hefur til- kynnt um þátttakendur í prófkjör- inu og eru það eftirtaldar: Drífa Snædal, formaður Iðn- nemasambands Islands, Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona, Rristín Blöndal myndlistarkona, Ragnhildur Helgadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Sólveig Jónasdótth, útgáfu- og kynningar- fulltrúi Starfsmannafélags Reykja- víkurborgr, Steinunn V. Óskars- dóttir borgarfulltrúi og Kolbrún Jónsdóttir, hreppsnefndarmaður á Kjalarnesi, sem er fulltrúi óháðra á lista Kvennalista. MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun fulltrúaráðsfundar Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu þar sem segh m.a.: „Fulltrúaráðsfundur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu, mánudaginn 24. nóvember 1997, átelur harðlega birtingu auglýs- inga hér og þar frá framleiðendum og seljendum áféngis, þar sem fólk er beint og óbeint hvatt til kaupa neyslu áfengis. Fundurinn bendir á ískyggilega fjölgun slíkra auglýs- inga, þrátt fyrh það að í lögum sé gert ráð fyrir algeru banni... „Fulltrúaráðsfundur skorar því á alla þá aðila, sem eiga að annast framkvæmd löggjafar í landinu og hafa eftirlit með því að lög séu haldin, að hrista nú af sér slenið og hreinsa þessa óværu, þ.e. áfengis- auglýsingamar, burt úr íslensku samfélagi. Annað telur fundurinn þeim ekki sæmandi." Starfsheitið sálfræð- ingur er lögverndað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftifarandi í tilefni af skrifum sem orðið hafa um ævisögu Esra Péturs- sonar, „Sálumessu syndara". „I umfjöllun um bókina hefur Esra nokkrum sinnum verið kallað- ur sálfræðingur bæði í blöðum og manna á meðal. Við viljum því taka eftirfarindi fram: Starfsheitið sál- fræðingur er lögverndað og Esra Pétursson er ekki sálfræðingur og hefur aldrei verið sálfræðingur. Hann er geðlæknh og sálkönnuður. Sálkönnuðir geta haft ýmiskonar grunnmenntun, en henni til viðbót- ar kemur langt nám. Erlendur titill sálkönnuða er „psychoanalist" og er hann lögverndaður í ýmsum ná- grannalöndum. Við teljum að skrif eins og þau sem birtust í bók Esra séu í and- stöðu við lög um þagnarskyldu og brot á almennu siðferði. Slík skrif geta valdið óbætanlegum skaða á því trúnaðartrausti sem er nauðsyn- legt milli skjólstæðings og þess sem stundar meðferð. Sólveig Ásgrímsdóttir, formaður Sálfræðingafélags fslands. Ingi Jón Hauksson, formaður siðanefndar Sálfræðingafélags Islands." WALL STIREET SKÁPASAMSTÆBA I t a. s *o •h c *Ö -o s gn gæði fHiíTTgilWlþfeííÍíþ - kjarni málsins! 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 Fjölmargir möguleikar TM - HÚSGÖGN w SíSumúla 30 -Sími 5ó8 6822
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.