Morgunblaðið - 05.12.1997, Page 69

Morgunblaðið - 05.12.1997, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 69 FRÉTTIR Margir peningar í gosbrunni Kringlunnar Hringurinn fékk 100 þúsund krónur Jólakaffi Hringsins HIÐ árlega jolakaffi Hringsins verður á Hótel íslandi sunnudaginn 7. desember og hefst kl. 13.30. Hringurinn hefur safnað fé til styrktar Barnaspítalanum um ára- tuga skeið. Almenningur hefur sýnt félaginu mikinn áhuga og tekið þátt í því að bæta þjónustu við þá sem þurfa á barnaspítala að halda. Jólakaffið er einn þátturinn í fjáröflun fyrir Barnaspítalann. Þar svigna borð undan kræsingum og happdrættið verður á sínum stað, en mörg fyrir- tæki og velunnarar Hringsins hafa gefið góða muni í vinninga, segir í fréttatilkynningu. Auk þess verður ýmislegt til skemmtunar s.s. söng- ur, dans og hljóðfæraleikur. Allur ágóði rennur í Barnaspít- alasjóð Hringsins. ^ Jólasýning Arbæjarsafns I AR gefst gestum Arbæjarsafns kostur á að sjá nýja leikfangasýn- ingu safnsins „Fyrr var oft í káti kátt...“ á árlegri jólasýningu safns- ins sunnudagana 7. og 14. desem- ber frá kl. 13-17. Þá verður einnig hefðbundið jóla- hald í gamla Árbænum, búin til tólgarkerti, skorið út í laufabrauð og sýndur jólaundirbúningur á bað- stofulofti. Messa verður í gömlu safnkirkjunni frá Silfrastöðum kl. 14. Prestur er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Jólatrésskemmtun verður kl. 15 °g hægt að kaupa veitingar í Dill- onshúsi. Jólasýning í Laugardalshöll FIMLEIKASAMBAND íslands heldur jólasýningu í Laugardalshöll sunnudaginn 7. desember kl. 14. Sýningin nefnist Desember. Þar koma m.a. fram: Stjörnur, Norður- ljós, snjókorn, húsmæður við jóla- undirbúning, dansandi jólatré, jóla- pakkar og jólabjöllur. Að sjálfsögðu koma Jólasvein- arnir (snemma á ferðinni) ásamt Grýlu og Leppalúða og jólakettin- um. Huldufólk og aðrir vættir sem talið er að séu á sveimi á nýársnótt láta sig heldur ekki vanta. Sögu- maður verður Kjartan Bjargmunds- son. Þátttakendur í sýningunnin verða 390 börn og fullorðnir. Bæklingur um „Einstök börn“ EINSTÖK börn, félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma hefur gefið út bækling með upplýsingum um félagið sem nú þegar hefur verið sendur á allar heilsugæslustöðvar og apótek í landinu auk sjúkrahúsa. Félagið hefur einnig hafið sölu á jólakortum til styrktar félaginu. 5 stykki eru í pakka og seljast þau á 500 kr. Vinningshafar í happdrætti Sjálfsbjargar DREGIÐ hefur verið í listaverka- happdrætti Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu. Eftirfarandi númer voru dregin út: 2652, 665, 1367, 1365, 2763, 1467, 1314, 385, 1302, 1584, 423, 2491, 552, 2261, 2345, 1881, 1140, 2703, 2240, 2795, 363, 116, 1566, 1740, 87, 826, 1229, 527, 1715, 1692, 2008, 934, 2075, 19, 1661 og 689. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir tendraði 30. nóvember sl. ljósin á jólatré Kringlunnar. Við það tæki- færi afhenti Erla Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, Elísabetu Hermannsdóttur frá Barnaspítala Hringsins það fé sem safnast hefur í gosbrunna Kringlunnar á árinu en þeir renna í byggingarsjóð spítalans. Var upphæðin 100 þúsund krónur. J OLAH APPDRÆTTI Krabba- meinsfélagsins er helsta fjáröflun- arleið félagsins, m.a. er fræðslu- starf félagsins að miklu leyti fjár- magnað með happdrættinu. Eðvarð heiðurs- gestur á jóla- fundi Þyrils HINN nýi sóknarprestur Akurnes- inga, sr. Eðvarð Ingólfsson, og eig- inkona hans, Bryndís Siguijóns- dóttir, verða heiðursgestir á jóla- fundi Kiwanisklúbbsins Þyrils laug- ardaginn 6. desember kl. 20 í Kiw- anishúsinu að Vesturgötu 48. Sr. Eðvarð var settur inn í embætti síðasta sunnudag í Akraneskirkju við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Sérstakur jólafundur á aðvent- unni hefur verið fastur liður í starfi Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi um langt skeið þar sem félagar og eiginkonur koma saman í tilefni af undirbúningi jóla og áramóta. Fjármagn til skólastarfs ANNAÐ ársþing Samfoks (Sam- band foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskóla- stigi) var haldið laugardaginn 22. nóvember 1997. Þema þingsins var: Fjármagn til skólastarfs og hvemig það er nýtt. Þingfulltrúar voru foreldrar úr stjómum foreldrafélaga og úr for- eldraráðum við grunnskólana í Reykjavík. Unnið var í þremur mál- efnahópum á þinginu: Hópur 1, „Námsinnihald", fjallaði um náms- greinar, kennslu, aðferðir, námsmat o.s.frv. Hópur 2, „Umgjörð um skólastarf", fjallaði um skólahús- næði, einsetningu, skólatíma, fjölda bama í bekkjum, mataraðstöðu o.s.frv. Hópur 3, „Samstarf og sam- skipti i skólastarfi", fjallaði um sam- starf foreldra og skóla, milli skóla, við fræðsluyfirvöld í borginni og við menntamálayfirvöld. Til að auðga stemninguna söng Skólakór Kársness nokkur lög og nemar frá Danssmiðju Hermanns Ragnars og Auðar Haralds stigu létt spor. Kringlan er nú komin í jólafötin og allar verslanir eru opnar alla daga til jóla. Með þeim Elísa- betu og Emu á myndinni eru Zop- hanías Sigurðsson, tæknistjóri Kringlunnar. „í jólahappdrættinu fá konur heimsendan miða en í sumarhapp- drættinu karlar. Vinningar eru 156 talsins að verðmæti 18,2 milljónir kr. Aðalvinningurinn er Audi A3 bifreið frá Heklu hf. að verðmæti 1,8 millj. kr. Annar aðalvinningur- inn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000. 154 vinningar eru svo úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100.000 kr. Vinning- arnir eru skattfrjálsir," segir í fréttatilkynningu frá Krabba- meinsfélaginu. Kveikt á jóla- trénu á Garða- torgi í Garðabæ KVEIKT verður á jólatrénu á Garðatorgi laugardaginn 6. desem- ber kl. 16. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Nor- egi. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl. 15.45. Formaður Norræna félagsins í Garðabæ, Stefán Veturliðason, býð- ur gesti velkomna og fulltrúi frá norska sendiráðinu afhendir tréð og tendrar ljósin. Forseti bæjar- stjórnar Sigrún Gísladóttir veitir trénu viðtöku. Kór Flataskóla syng- ur jólalög og jólasveinar koma í heimsókn. Unglingar úr Garðabæ bera kyndla og lýsa upp svæðið. Jólakort Iþróttasam- bands fatlaðra HIÐ árlega jólakort íþróttasam- bands fatlaðra, sem gefið er út til styrktar íþróttastarfi fatlaðra á ís- landi, er nú komið út og eins og venja er fá aðildarfélögin 1.000 kort sem gjöf frá ÍF til fjáröflunar. Að öðru leyti greiða félögin kostn- aðargjald fyrir þann umframfjölda af kortunum sem þau óska eftir. í gegnum árin hefur þessi jóla- kortasala verið helsta fjáröflunar- leið fyrir aðildarfélög ÍF en þau eru staðsett víða um landið. í ár var það hönnuðurinn María Ólafsdóttir sem hannaði jólakort ÍF. Ný umferðar- ljós KVEIKT verður á nýjum umferðar- ljósum á mótum Kleppsmýrarveg- ar-Skútuvogar og Súðarvogar í Reykjavík laugardaginn 6. desem- ber kl. 9. Til að minna ökumenn á hin nýju umferðarljós verða þau látin blikka gulu fram að þeim tíma. -----♦ ♦ ♦---- Opið hús hjá Lykilhótel Cabin LYKILHÓTEL Cabin við Borgartún 32 hefur nú verið starfrækt í hálft ár. „í því tilefni verður „opið hús“ helgina 6. og 7. desember nk. kl. 13-16 báða dagana. Þá gefst öllum sem hafa áhuga kostur á að skoða þetta hótel og kynna sér í hverju það er frábrugðið og hvað það hef- ur að bjóða,“ segir í fréttatilkynn- ingu. ■ PRÉDIKARINN Charles Mac- Donald frá Bandaríkjunum er staddur hér á landi á vegum sjón- varpsstöðvarinnar Ómega. Hann verður með fjórar vakningarsam- komur í Bíósal Hótels Loftleiða laugardaginn 6. desember kl. 11.00 og kl. 20.00 og sunnudaginn 7. desember kl. 11.00 og 17.00. ■ SJÁLFSBJÖRG, félag fatl- aðra á höfuðhorgarsvæðinu, Há- túni 12, verður með jólahlutaveltu, lukkupakka og kaffisölu laugardag og sunnudag, 6.-7. desember, kl. 14 í félagsheimilinu Hátúni 12. ■ DANTE Alighieri, ítalsk- t íslenska menningarfélagið, gengst fyrir jólafagnaði í dag, föstudaginn 5. desember kl. 17-19 með ítölsku ívafi. Harmonikuleikur, jólasveinn fyrir börnin, léttar veit- ingar. Sérstakir gestir á fundinum verða Sigurður Demtez Franz- son, söngkennari, sem nýlega hélt upp á 85 ára afmæli sitt, og Bryn- dís Schram, varaforseti Dante Al- ighieri, sem nú er á förum til Wash- ington. Samkoman verður haldin í veitingastofunni í Húsdýragarðin- um í Laugardal. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ SNIGLABANDIÐ kynnir geisladiskinn Ágúst kemur klukk- an tvö í Herrafataverslun Korm- áks og Skjaldar laugardaginn 6. desember kl. 16-18. Geisladiskur- inn verður til sölu í versluninni þennan dag en diskurinn er kominn í verslanir og sjá hljómplötuverslan- ir Skífunnar um dreifingu á honum. ■ BARÐSTRENDINGAFÉLAG- IÐ í Reykjavík verður með jóla- kvöldvöku laugardaginn 6. desem- ber kl. 20.30 i samkomusal félags- ins (Konnakoti) áHverfisgötu 105, Reykjavík. Lesið verður upp úr nýútkomnum jólabókum og sitthvað fleira verður til skemmtunar ásamt kaffi og meðlæti. LEIÐRÉTT Rangt nafn listamanns í GREIN blaðsins um jólaplötu Ósk- ar Óskarsdóttur var rangt farið með nafn listamannsins sem málaði myndina á umslagi plötunnar. Rétt nafn er Steingrímur Eyfjörð og er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. Myndatextavíxl í viðskiptablaði TEXTAR víxluðust undir myndum af Andra Þór Guðmundssyni og Svanbirni Thoroddsen í grein um gæðastarf sem birtist í viðskipta- blaði í gær. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Fjallar um breska konungdæmið og framtíð þess LAUGARDAGINN 6. desember mun breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Anthony Holden halda fyrirlestur og svara spurn- ingum í Háskólabíói kl. 14 um breska konungdæmið eftir frá- fall Díönu prinsessu. Á breska konungdæmið framtíð á nýrri öld? Verður Karl Bretaprins nokkurn tímann konungur, eða tekur Vilhjálmur sonur hans við krúnunni? Hefur orðið trúnaðar- brestur milli konungsfjölskyld- unnar og bresku þjóðarinnar? Er konungdæmið tímaskekkja? „Mikil umræða hefur verið um framtíð konungdæmisins í Bret- landi og nýlega flutti Elísabet 2. Bretadrottning stefnuræðu þar sem hún lagði áherslu á að laga yrði konungdæmið að breyttu þjóðfélagi. En tekur þjóðin konungsfjölskylduna í sátt eftir framkomu hennar í garð Díönu? Anthony Holden er kunnur blaðamaður og rithöfundur á Englandi. Hann var náinn vinur Díönu og færði í letur ævisögu Karls Bretaprins á þrítugs- og fertugsafmælum hans. Holden skrifaði texta í bókina Díana - ævi hennar og arfleifð sem Bóka- útgáfan Vöxtur hefur gefið út í samvinnu við hið virta útgáfufyr- irtæki Random House. Þar fjallar Holden um ævi Díönu - uppvaxt- arár, hjónaband hennar og Karls Bretaprins, samskipti við kon- ungsfjölskylduna og störf hennar á opinberum vettvangi. Þessi bók er nú á haustdögum 1997 gefin út víða um heim og í henni eru 160 ljósmyndir eftir marga virt- ustu ljósmyndara heims. Hluti af söluverði rennur til Barnaspít- ala Hringsins. Holden ritaði metsölubók um konungsfjölskylduna; Kreppa í Windsorfjölskyldunni. Hann er virtur í heimalandi sínu fyrir yfir- gripsmikla þekkingu á konung- dæminu breska. Anthony Holden er fimmtug- ur. Hann hefur starfað á virtustu fjölmiðlum Bretlandseyja. The Sunday Times, The Observer, The Times og Express. Hann býr í London,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Jólahappdrætti Krabba- meinsfélagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.