Morgunblaðið - 23.01.1998, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Góðar gjafír hafa borist til Barnaspítala Hringsins frá Lionsmönnum
Fjármálaráðuneytið
Morgunblaðið/Golli
AUK maga- og lungnaspeglunartækja gáfu félagar í Lionskúbbnum HALLGRÍMUR Guðjónsson meltingarfærasérfræðingur skoðar Þór
Fjörgyn Barnaspítala Hringsins leikföng í gær. Atli Snær í bamastól. Steinarsson Lionsmann með nýju tækjunum.
Auðvelda flóknar
rannsóknir á börnum
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum
Fjörgyn í Grafarvogi afhentu í
gær Barnaspítala Hringsins að
gjöf magaspegiunartæki og
lungnaspeglunartæki sem kosta
allt að þrjár milljónir króna.
Að sögn Ásgeirs Haraldssonar
forstöðulæknis Barnaspitalans
hafa tækin þegar verið tekin í
notkun en þau munu auðvelda til
muna flóknar maga- og lungna-
speglunarrannsóknir bama.
Segir hann að tækin séu með
þeim bestu sem þekkjast í dag,
en þegar böm séu rannsökuð
þurfi tækin að vera minni og
mjórri en ella. Auk tækjanna
gáfu Lionsfélagar leikföng til
Barnaspitalans.
Lionsklúbburinn Fjörgyn
hefur, að sögn Ásgeirs, gefið
Barnaspítala Hringsins veglegar
gjafír undanfarin ár. Má þar
nefna öndunarvélar og hitakassa
sem Lionsmenn gáfu í samvinnu
við Bónus-verslanirnar. Þá getur
hann þess að Lionsklúbburinn
standi um þessar mundir að söfn-
un fjár til að bæta aðbúnað og
umönnun barna sem leggjast inn
á Barnaspítala Hringsins vegna
brunaslysa.
Skipun
skatta-
nefndar
undirbiíin
SKATTAMÁL voru rædd á fundi,
sem haldinn var í fjármálaráðu-
neytinu í gær, og verður unnið að
undirbúningi þess að slripuð verði
nefnd til að fara ofan í ákveðna
þætti þessara mála.
„Við ræddum hvaða atriðum
þyrfti að taka á,“ sagði Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra í gær.
„Niðurstaðan var sú að halda
áfram að vinna að þessum málum
og þar á meðal að setja niður
starfslýsingu hugsanlegrar nefnd-
ar.“
Meðal þeirra umbóta, sem Frið-
rik hefur sagt að komi til greina á
skattkerfínu, er að gera ísland að
einu skattumdæmi og koma á kerfí
forúrskurða þannig að hægt verði
að fá skorið fyrirfram úr ágrein-
ingsefnum í skattamálum.
Félagsdómur vísaði
verkbannsmálinu frá
FÉLAGSDÓMUR vísaði í gær frá
máli sem Sjómannasambandið
höfðaði gegn Vinnuveitendasam-
bandinu vegna verkbanns sem það
boðaði á sjómenn. Ástæðan er sú að
boðuðu verkbanni hafði verið aflýst.
Hugsanlegt er að málinu verði
áfrýjað til Hæstaréttar eða að höfð-
að verði nýtt mál fyrir félagsdómi.
Sjómannasambandið höfðaði
málið vegna þess að það taldi að
framkvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambandsins hefði ekki verið heim-
ilt að taka ákvörðun um að láta fara
fram atkvæðagreiðslu um verk-
bann. Slíka ákvörðun hefðu útvegs-
mannafélögin, sem mynda LÍÚ, átt
að taka. Verkbannið var boðað 2.
janúar og átti það að ná til félaga í
Sjómannasambandinu og Far-
manna- og fiskimannasambandinu
sem starfa á skipum með aðalvél
1501 kw og stærri. 19. desember
var tekin ákvörðun um að fresta
verkbanninu til 20. janúar eftir að
Vélstjórafélagið hafði frestað boð-
uðu verkfalli. Eftir að vélstjórar
frestuðu verkfallinu aftur til 2.
febráar var verkbanninu aflýst, en
hins vegar ákváðu útvegsmenn að
láta fara fram nýja atkvæða-
greiðslu um verkbann sem taka átti
til sjómanna í félögum sem fellt
höfðu tillögu um verkfall 2. febrúar
og vélstjóra sem ekki höfðu boðað
verkfall.
Áfrýjað eða
nýtt mál höfðað
Málflutningur í verkbannsmálinu
fór fram daginn eftir að tekin hafði
verið ákvörðun um að aflýsa verk-
banninu. Lögmaður Sjómannasam-
bandsins óskaði eftir því að félags-
dómur kvæði engu að síður upp úr-
skurð í málinu vegna þess að út-
vegsmenn hefðu ákveðið að láta
greiða atkvæði um nýtt verkbann.
Staðið væri að atkvæðagreiðslunni
með sama hætti og í því máli sem
stefnt hefði verið fyrir dóminn.
Lögmaður VSI mótmælti þessari
ósk ekki. Lögmennimir töldu því
báðir að málsaðilar hefðu hag af því
að fá úrskurð í málinu.
Félagsdómur lét það hins vegar
ráða niðurstöðunni að búið væri að
aflýsa verkbanninu. Sú ákvörðun
sem Sjómannasambandið taldi
ólögmæta hefði því engin réttar-
áhrif og sambandið hefði því enga
lögvarða hagsmuni í þessu máli. Af
þessu leiddi að líta yrði svo á að í
kröfu Sjómannasambandsins fælist
krafa um álit félagsdóms á lög-
fræðilegu álitamáli án þess að úr-
lausn deilumálsins hefði efnislega
þýðingu í málinu.
Lögfræðingur Sjómannasam-
bandsins á nú tvo kosti, annars veg-
ar að áfrýja málinu til Hæstaréttar
og hins vegar að höfða nýtt mál
vegna verkbannsins sem boðað var
í síðustu viku. Hæstiréttur mun
ekki kveða upp efnislegan úrskurð
heldur getur hann aðeins staðfest
úrskurð félagsdóms eða gert hon-
um að taka efnislega á málinu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Færri fæðingar í
Reykjavík
Á SÍÐASTLIÐNU ári fæddust
2.748 börn á fæðingardeild Land-
spítalans, 122 færri en árið á und-
an, en þá voru fæðingar á deild-
inni 2.870, að sögn Kristínar
Viktorsdóttur aðstoðaryfírljós-
móður. Á landinu öllu fæddust
4.329 börn árið 1996, samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofu ís-
Iands, en endanlegar tölur fyrir
árið 1997 eru ekki komnar. Með-
altal fæðinga á íslandi á árunum
1986-1990 var 4.415 og 4.497 árin
1991-1995.
Korthafar VISA
Jólareikn-
ingurinn
6,3 millj-
arðar
VIÐSKIPTI með VISA-
greiðslu fyrir jólin, sem koma
til greiðslu nú í byrjun febrú-
ar, námu samtals 6,3 milljörð-
um króna. Er það um 1,2
milljörðum króna meira en í
meðalmánuði og um 700 millj-
ónum hærri fjárhæð en í
fyrra, sem er 12% hækkun.
Viðskipti með VISA Electro
debetkortum í desember
námu áþekkri fjárhæð eða 6,2
milljörðum króna, sem er 2,2
milljörðum hærri fjárhæð en
árið á undan.
Þá sömdu korthafar VISA
um raðgreiðslur fyrir um 800
milljónir vegna stærri við-
skipta, sem koma til greiðslu á
næstu 36 mánuðum. í heild
námu því viðskipti með VISA-
kortum á þessu tímabili 13,3
milljörðum króna.
Blaðanefnd stjórnmálaflokkanna leggur til að Kristín Ástgeirsdóttir fái úthlutun
Þingmenn Kvennalista
segir úthlutunina mistök
1 TILLÖGU formanns Blaðanefnd-
ar stjómmálaflokkanna sem lögð
var fram á miðvikudag er m.a. lagt
til að Kn'stín Ástgeirsdóttir, fyrr-
verandi þingmaður Kvennalista, fái
hluta þess fjár sem þingflokki
Kvennalista er reiknaður sam-
kvæmt lögum og samstarfsreglum.
Guðný Guðbjömsdóttir, annar af
tveimur þingmönnum Kvennalista,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í
gær ekki líta svo á að lokaaf-
greiðsla úthlutunar úr Blaðanefnd
stjórnmálaflokkanna hefði farið
fram þar sem tillögur formannsins
hefðu ekki verið undirritaðar.
Þingmenn Kvennalistans ræddu
við ýmsa aðila um málið í gær og
formenn þingflokkanna ætla að
hittast og ræða það í dag.
Guðný segir að Kvennalistakon-
ur hafí átt von á því að mál Kristín-
ar Ástgeirsdóttur, sem á síðasta ári
sagði sig bæði úr þingflokki
Kvennalistans og Samtökum um
Kvennalista, yrði afgreitt á sama
hátt og mál Jóhönnu Sigurðardótt-
ur sem sagði sig úr Alþýðuflokkn-
um árið 1994 og hlaut í kjölfar þess
einungis fé til sérfræðiaðstoðar.
Þær líti svo á að um mistök sé að
ræða og eigi von á því að þau verði
leiðrétt.
Tveir aðskildir fjárlagaliðir
Guðný segir að við úthlutun á fé
til útgáfumála sé um tvo aðskilda
liði í fjárlögum að ræða. Annars
vegar sérfræðilega aðstoð fyrir
þingflokka og skýrt sé kveðið á um
skiptingu þess liðs í lögum. Upp-
hæðinni sem sé breytileg frá ári til
árs skuli skipt jafnt á milli þing-
mannanna 63 og þingflokkanna 5.
Kvennalistanum finnist því full-
komlega réttlátt að Kristín fái einn
þessara hluta og Kvennalistinn
þrjá, þ.e. einn þingflokkshluta og
tvo þingmannahluta.
Hinn liðurinn heiti Styrkur til út-
gáfumála samkvæmt tillögum
stjórnskipaðrar nefndar og skrif-
legri umsókn þingflokka og um út-
hlutun úr honum gildi engin lög.
Þingflokkarnir hafí hins vegar
komið sér saman um ákveðnar
skiptireglur sem fyrir nokkrum ár-
um hafi verið þær að 47% upphæð-
arinnar skyldi skipt jafnt á milli
þingflokka og afgangnum í hlutfalli
við fjölda þingmanna. Nú sé reglan
hins vegar sú að sá hluti sem skipt-
ist óháð stærð flokkanna sé einung-
is 12,5% og þau 87,5% sem eftir séu
skiptist á milli þeirra samkvæmt
atkvæðafjölda í síðustu kosningum.
I tillögum formanns nefndarinn-
ar hafí Kristínu Ástgeirsdóttur
ekki verið ætlað neitt af 12,5%
hlutnum en hins vegar hafi verið
lagt til að atkvæðum Kvennalistans
yrði skipt í þrennt og Kristín fengi
einn þriðja hluta þess fjár sem
Kvennalistanum bæri samkvæmt
atkvæðafjölda.
Guðný segir þetta út í hött. I
fyrsta lagi sé þingflokkur skil-
greindur í lögum sem samtök
tveggja eða fleiri þingmanna og því
geti Kristín ekki verið þingflokkur.
I öðru lagi beri Kristínu, sem ein-
staklingi, engin skylda til þess að
gefa út blað og því geti hún allt eins
stungið peningunum í vasann.
Ólafur G. Einarsson þingforseti
sagðist í gærkvöldi hafa hitt
Kvennalistakonur vegna þessa
máls í gær. Það væri greinilega um-
deilanlegt og yrði skoðað.
Ekki náðist í Kjartan Gunnars-
son formann nefndarinnar í gær-
kvöldi.