Morgunblaðið - 23.01.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.01.1998, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR U£fe EUemann í stórsókn gegn dönsku stjóminni eftir Færeyjahneyksliö: NEI, ekki bringuhárinn hr. Nyrup. Fólkið vill fá að sjá tunguna ... Farið að hausta á Suð- urskauts- landinu ÞAÐ haustar fljótt á Suður- skautslandinu og það hafa ís- lensku jeppaleiðangursmennirn- ir fengið að reyna. Frost hefur farið niður í -37 gráður á Celci- us. Helsta verkefni leiðangurs- manna hefur verið að grafa um 2,5 metra djúpan og 15 metra langan skurð með búnaði á snjó- bflunum til að rannsaka snjó- komu á þessum slóðum. I skurðinum mynduðust sér- kennilegir kristallar sem Iitu út eins og fuglaljaðrir. Kristallarn- ir voru næfurþunnir en gátu verið allt að tveir fersentimetrar að stærð. Engu líkara var en snjóveggurinn andaði gufu sem svo kristallaðist á þennan hátt. Leiðangursmenn sjá líka oft hill- ingar í þessu mikla frosti. I -31 gráðu frosti og algerri kyrrð virtist eins og yfirborðið í suð- vestri risi upp á stöpla sem standa lóðréttir og minntu helst á rústirnar á Akropolis í Aþenu. Daginn eftir höfðu kristall- BORGENGIÐ allt samankomið á hásléttunni. Aftari röð f.v.: Krister Ekblad Iæknir, Knut Gjerde frá Noregi, Malin Stenberg, Per Holmlund, Tomas Karlberg, Lars Karlöf, Martijn Thomassen frá Hollandi, Aant Elzinga. Fremri röð frá vinstri: Jón Svanþórsson, Mart Nyman, Claes Andersson, og Freyr Jónsson. arnir í gryfjunni vaxið til muna. Var eins og einhver hefði stráð úr dúnsænginni sinni yfir vegg- ina í kvöldsólinni glitraði á kristallanna sem endurköstuðu Ijósinu í öllum regnbogans lit- Færi var gott og óku leiðang- ursmenn sérútbúnu Toyota Land Cruiser jeppunum á allt að 60 km hraða á klst. í ísauðninni. Lesa má frekar um leiðangurinn á heimasíðu hans, vefslóðin er http://www.mbl.is/sudurskaut/. OATKER kartöflumús, 220 gr Weetabix, 215 gr Egils fílsner, 1/2 Itr Þorrasíld, 600 ml Allir dagar eru tílboðsdagar hjá okkur Hönnunarsýning í Ráðhusinu Arkitektúr er líka fyrir almenning Halldóra Vífilsdóttir Váxtarbroddur, sýning nýútskrifaðra arki- tekta, verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17. Björn Bjama- son menntamálaráðherra opnar sýninguna formlega og stendur opnunin yfir til klukkan 19. Athöfnin er öll- um opin en sýningin stendur uppi til 3. febrúar. Sex ungir arkitektar verða með verk í Ráðhúsinu en auk þess sýna þrír landslagsarkitektar og fjórir iðnhönnuðir. - Hvers konar verk eru á sýningunni? „Sýnendur hafa allir stundað nám erlendis, í tólf skólum í átta löndum Evr- ópu og Norður-Ameríku. Aðallega er um að ræða lokaverkefni en þeim er líka frjálst að kynna önnur verk. Hluti af sýningunni er dans- mynd sem ber titilinn I heim- sókn og verður látin rúlla við- stöðulaust meðan á sýningunni stendur. Myndin er gerð sér- staklega af Katrínu Olafsdóttir danshöfundi, Pálínu Jónsdóttir leikkonu og Reyni Lyngdal kvik- myndagerðarmanni en Magnús Jónsson samdi tónlist. Listamennirnir fóm inn á heimili sýnendanna og er myndin sýn þeirra á okkar líf auk þess að vera tenging við okkar heim. Hugmynd þeirra var að snúa blaðinu við. Hönnuðir geta auð- veldlega sýnt verk sín í fjarlægð frá sjálfum sér en með þessum hætti skyggnast þau inn í okkar líf líka.“ - Hefur samskonar sýning verið haldin áður? „Nýútskrifaðir arkitektar hafa efnt til sýninga árlega en aldrei áður í Ráðhúsinu. Arkitektúr er fyrir almenning og við viljum opna leiðina að verkum okkar með því að sýna á þessum stað og fá sem flesta hingað inn. Við höfum gert sýningarskrá þar sem hver sýnandi fær eina blað- síðu fyrir sig og sýningargestur- inn getur því bæði fikrað sig gegnum verkin á sýningunni og lesið meira um þau heima, ef hann kýs, og þá jafnvel komið aftur.“ - Er sýningin gagnleg fyrir hönnuðina sjálfa? „Þeir sem eiga verkin á sýn- ingunni þekktust fæstir og sumir ekki neitt. Bakgrunnur okkar er ólíkur, mismunandi skólar í ýms- um löndum, og ég held að orkan sem myndast í kringum sýning- una geri okkur gott. Sex ára nám einangrar mann frá samfélaginu og atvinnulífinu. Við komum úr ólíkum átt- um og þess vegna tel ég að eigi að geta ver- ið mikil breidd í sýn- ingunni. Eg er sjálf spennt að sjá hvað hinir hafa fram að færa.' - Hverjir verða með verk á sýningunni? „Birkir Einarsson landslags- arkitekt, sýnir landslagsskipulag frá Berlín, Björn Jónsson iðn- hönnuður, fuglabúr, matarbakka fyrir hunda, innréttingar, vod- kastaup, hátalara, ijóskastara og lampa og Dagur Eggertsson rannsakar afstöðu fyrirbæra- fræðinnar og hins skapandi fer- ils. Gunnar Páll Kristinsson arki- tekt er með verkefni sem heitir ► Halldóra Vífílsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund árið 1988, tækniteiknun við Iðnskólann árið 1989 og BA-prófi í arki- tektúr frá Norður-Karólínu háskóla í Bandaríkjunum árið 1993. Árið 1997 lauk hún síðan meistaraprófi í arkitektúr frá Tækniháskólanum f Helsinki og starfar hjá Teiknistofunni Óðinstorgi. Halldóra er gift Þór Sigfússyni hagfræðingi. arkitektúr sem landslag og tekur Reykjanes sem dæmi og Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt sýnir norrænu sendiráðin í Berlín. Að- alverkefni mitt er Askja, vett- vangur íyrir umhverfislist, en það er staðsett í Öskjuhlíð. Einnig mun ég sýna stól úr steypu og glerverk. Hermann Georg Gunnlaugsson landslags- arkitekt er með verkefni um stækkun listigarðsins á Akur- eyri, Orri Árnason arkitekt sýnir vínverksmiðju á Spáni og Ólafur Þór Erlendsson iðnhönnuður er með barnahúsgögn sem hann kallar Moll og kertastjakann Stjörnuljós. Þá er Óli Björn Stephensen iðnhönnuður með mynd sem heitir „Transport", Sigríður Ólafsdóttir arkitekt sýnir verk- efnið fjölnota byggingar við 4. stræti, Tryggvi Þorsteinsson arkitekt verkefnið „Lighthouse“ og Ulla Rolf Pedersen landslags- arkitekt sýnir verk sem nefnist Austurvöllur - landslagshönnun. Loks sýnir Þorleifur Eggertsson arkitekt meðferðarstofnun fyr- ir unglinga í Reykja- vík.“ - Hvað finnst þér mest spennandi við sýninguna? „Ég skilgreini arkitektúr sem hið byggða umhverfi, en ekki bara hús. Sýningin í Ráðhúsinu er hönnunarsýning þar sem sam- an koma ólíkar en mjög tengdar greinar hönnunar og spannar því vítt svið.“ - Hvað er helst á döfmni í arkitektúr núna? „Það er engin ein lína allsráð- andi en ég tel að tækninýjungar á borð við Netið og aukin tölvu- notkun leiði til frekari leitar að sérkennum." Samruni leið- ir til áherslu á sérkenni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.