Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
í MORGUNBLAÐINU í dag, 20.
janúar, er haft eftir fjármálaráð-
herra að þegar verið sé að ræða
launamun milli kvenna og karla þá
sé ekki átt við að draga beri úr
launamuni milli kynjanna almennt
heldur minnka muninn milli þeitra
innan stéttar, þar sem fólk hefur
farið í sama nám og vinnur sams
konar vinnu. Tilefni orða fjármála-
ráðherra er samkvæmt fréttinni yf-
irlýsingar hjúkrunaríræðinga um að
launamunur þeirra og lækna sé orð-
inn of mikiil eftir nýgerða kjara-
samninga.
Ekki ætla ég að leggja mat á
þann launamun. Við erum vön því
að stéttir og faghópar beri sig
saman sem lið í kjarabaráttu sinni.
Það sem hins vegar er tilefni þessa
greinarstúfs míns er sá misskiln-
ingur sem ég les úr orðum ráð-
herrans eins og þau eru eftir höfð.
Þessi misskilningur snýr að launa-
jafnrétti kynja og þar með túlkun
jafnréttislaga. Þau lög leggja
ákveðnar skyldur á atvinnurek-
endur til að tryggja að konur sæti
ekki misrétti í launum. Jafnrétt-
islögin setja því kjarasamningum
og sérhverri launaá-
kvörðun atvinnurek-
enda skorður. Sam-
kvæmt þeim skulu at-
vinnurekendur sjá til
þess að konur og karl-
ar fái sömu laun og
njóti sömu kjara fyrir
jafnverðmæt og sam-
bærileg störf. Þannig
takmarkast skyldur at-
vinnurekenda ekki við
launajafnrétti kvenna
og karla sem vinna
sömu störf hjá sama at-
vinnurekanda heldur
taka einnig til þeirra
sem vinna ólík störf en
jafnverðmæt og sam-
bærileg. Jafnréttislögunum er hins
vegar ekki að ætlað að vera tæki í
kjarabaráttu ólíkra hópa og stétta
og því er það rétt sem fram kemur
í fréttinni að þeim er ekki ætlað að
vinna gegn launamun almennt
milli ólíkra hópa í samfélaginu,
einungis að tryggja að starfsfólk
sama atvinnurekanda njóti sömu
kjara fyrir jafnverðmæt og sam-
bærileg störf.
En hvað felst í að
njóta sömu kjara og
hvað felst í að störf
séu jafnverðmæt og
sambærileg? Það yrði
of langt mál að fara ít-
arlega í þær skýringar
hér. Það er þó mikil-
vægt að hafa í huga að
lögin fela ekki í sér að
allir þeir sem sömu
eða jafnverðmæt og
sambærileg störf
vinna eigi að fá sömu
krónutölu úr launa-
umslagi sínu um hver
mánaðamót. Akvæð-
um laganna er ætlað
að tryggja að laun
kvenna og karla sem starfa hjá
sama atvinnurekanda séu ákvörð-
uð með sama hætti og að þau sjón-
armið sem lögð eru til grundvallar
launaákvörðun feli ekki í sér mis-
munun. Þannig ber atvinnurek-
anda að meta menntun
kvenstarfsmanns síns á sama hátt
og menntun karlstarfsmanns.
Alag í hefðbundinni karlastarfs-
grein má ekki vega þyngra en
sambærilegt álag í hefðbundinni
kvennastarfsgrein og þannig
mætti áfram telja.
I síðustu kjai'asamningum sömdu
allflestir ríkisstarfsmenn og borgar-
starfsmenn um dreifstýrt launa-
keríí. Við sem störfum að því að
koma á jafnrétti kynja sáum mörg
hver ýmsa kosti við þetta nýja
launakerfí út frá markmiðinu að út-
rýma kynbundnum launamun. Sam-
tímis er okkur vel kunnugt um þær
hættur sem dreifstýrt launakerfi
getur haft í fór með sér. Sérstakt
fagnaðarefni var því sérstök yfirlýs-
ing um að það sé yfirlýst stefna n'k-
is og Reykjavíkurborgar að jafna
þann launamun karla og kvenna
sem ekki sé hægt að útskýra nema
á grundvelli kyns og að með nýju
launakerfi gefist tækifæri til að
vinna að þeim markmiðum. Með
það í huga muni fjármálaráðherra
og Reykjavíkurborg láta á samn-
ingstímabilinu gera úttekt á áhrif-
um nýs launakerfis á launamun
kai-la og kvenna sem starfa skv.
nýju launakerfi.
í fylgiskjali með kjarasamning-
unum er annað mikilvægt ákvæði
þess efnis að kjararannsóknar-
nefnd opinberra starfsmanna skuli
reglulega taka saman og birta upp-
lýsingar um samsetningu launa,
meðallaun og dreifingu þeirra eftir
kyni, skipt eftir stofnunum og
starfaflokkum. Þá er í fram-
kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnai’
um aðgerðir til að koma á jafnrétti
kynja tímabilið 1998 til 2002, sem
félagsmálaráðherra hefur nýverið
kynnt, ákvæði sem að þessu snýr.
íslensk jafnréttislög byggjast á
sömu sjónarmiðum og ákvæði ým-
issa alþjóðasamninga sem Island á
aðild að. Þar vegur hvað þyngst
samþykkt Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar nr. 100 frá 1951 um jöfn
laun kvenna og karla og ákvæði
EES-samningsins um launajafn-
rétti kynja. Með þeim samningi
Fræðsla um ákvæði
jafnréttislaga, umfang
þeirra og takmark-
anir, segir Elsa S.
Þorkelsdóttir, er því
ákaflega brýn.
skuldþinda íslensk stjórnvöld sig
til að leiða í lög eða samræma ís-
lenska löggjöf hluta Evrópuréttar-
ins, þ.m.t. þær tilskipanir Evrópu-
sambandsins sem snúa að jafnrétti
kynja. Til að tryggja samræmda
löggjöf og túlkun hennar á evr-
ópska efnahagssvæðinu skuldbinda
samningsaðilar sig til að taka mið
af dómum Evrópudómstólsins.
Dómstóllinn hefur kveðið upp
marga stefnumótandi dóma um
launajafnrétti kynja sem eru okkur
til leiðbeiningar við beitingu lög-
gjafar okkar.
Það er í mínum huga forsenda
þess að framangreind ákvæði
Launamunur eða
launamisrétti?
Elsa S.
Þorkelsdóttir
Hvað er R-list-
inn að hugsa í
löggæslumálum?
ÞAÐ LÍTUR stundum
út fyrir að R-listinn telji
Reykjavíkurborg aðeins
vera miðborg og vestur-
bæ. Aðgerðaleysi R-list-
ans þegar út fyrir þessi
mörk er komið er hróp-
andi. Samgöngur við
fjölmenn úthverfi hafa
verið í lamasessi og nú
síðast berast fréttir af
enn einni atlögu á
hverfalögreglu í út-
hverfum án þess að
nokkuð heyrist frá
meirihluta borgar-
stjórnar.
Óánægja í Árbæ
og ekki síst frumkvæði.
Þá var bent á að
AFBROTUM HAFÐI
FÆKKAÐ UM
RÚMLEGA 16% Á
ÁRUNUM 1991-1993.
Innbrot stóðu í stað í
Breiðholti á þessu tíma-
bili en þjófnuðum fækk-
aði um rúmlega 11%. Á
sama tíma varð nokkur
aukning í afbrotum
þegar litið er á borgina
sem heild. Eg lagði til
að þjónusta þeirra yrði
fyrirmynd skipulags í
öðrum borgarhverfum.
Grenndarlöggæsla
Árni
Sigfússon
Mikil óánægja er um þessar
-mundir hjá íbúum Árbæjarhverfis
með þá ákvörðun lögregluyfirvalda í
Reykjavík að leggja niður starf
hverfislögreglu í Ái’bæ. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem atlaga er
gerð að hverfislögreglu 1 Reykjavík
sem hefur skilað verulegum árangri
í starfi sínu.
Ekki eru nema nokkur ár síðan
töluverð umræða fór fram um fram-
tíð hverfislögreglunnar í Breiðholti
en lögregluyfirvöld sýndu því starfi
takmarkaðan skilning. Þá var þörf á
að standa við hlið hverfalögreglunn-
ar í Breiðholti og verja vinnu hennar
HSM pappírstætarar
Leiðandi merki - Margar stærðir
Þýzk gæði - Örugg framleiðsla
m/vsk.
14.980 m/vsk.
48.577 m/vsk.
55.899 m/vsk.
Nú kr. 87.079 m/vsk.
Áður kr. 106.468 m/vsk.
j. Astvridsson hf.
Skipholti 33,105 Reykjovík, sími 533 3535
Grenndarlöggæsla felur í sér nýj-
ar aðferðir í löggæslu. Ekki er beðið
eftir að afbrotin séu framin heldur
komið í veg fyrir þau með góðu
samstarfi íbúa og lögreglu. Þá felst í
hugtakinu að áhættuhópum er sér-
staklega sinnt. Grenndarlöggæsla
felur í sér að lögreglumaður starfar
út frá hverfinu sjálfu, er í grennd-
inni, þekkir vel íbúana og staðhætti,
hefur heimild til frumkvæðis og
kann að vinna með þeim til að af-
stýra áföllum.
Það er erfitt að mæla árangur af
forvarnastarfi sem staðið hefur yfir
í fáein ár hér á landi. Tölurnar hér
að ofan benda þó til augljóss árang-
urs og að hann muni skila sér
margfalt á næstu árum og jafnvel
áratugum. Dæmi að utan staðfesta
þetta.
Forvarnir auknar í
nágrannalöndum
Skilaboð frá nágrannalöndum
okkar eru: „Forvamir í löggæslu
leiða til fækkunar afbrota." Þrátt
fyrir þetta hefur sú áhersla sem við
sjálfstæðismenn lögðum á grennd-
arlöggæsluna í úthverfum borgar-
innar á síðasta kjörtímabili koðnað
niður hjá R-listanum. Við buðumst
til að leggja fram gott húsnæði til
löggæslunnar, bæta búnað og að-
stöðu og vinna að skipulegu sam-
starfi íbúasamtaka, stofnana og lög-
reglu. Allt þetta byggðist á
hverfalöggæslu eða „grenndarlög-
gæslu“. Það eru að okkar mati for-
sendur virks samstarfs íbúa og lög-
reglu.
Áherslur í nágrannalöndum okk-
ar hafa færst frá almennu löggæslu-
starfi yfir til hverfalöggæslu og al-
menns forvarnastarfs. I Svíþjóð er
stefnt að því að tíundi hver lög-
reglumaður stundi hverfalöggæslu.
I Noregi hafa lögregluyfirvöld stað-
ið fyrir margvíslegum umbótum
sem m.a. miðast að því að auka
tengsl lögreglumanna og íbúa, gera
lögregluþjóna ábyrga fyrir tiltekn-
um svæðum o.s.frv.
Tilraunir með hverfalöggæslu
sem byrjað var með í Reykjavík
m.a. að frumkvæði okkar sjálf-
Við megum ekki glutra
niður þeim árangri sem
náðst hefur, segir Árni
Sigfússon, eða að missa
úthaldið á stöðum þar
sem sett hefur verið
upp hverfalögregla.
stæðismanna og byggjast á þátt-
töku íbúa og samstarfi þeirra og
lögreglu hafa skilað ótvíræðum ár-
angri. Við megum ekki glutra nið-
ur þeim árangri sem náðst hefur
eða að missa úthaldið á stöðum
þar sem nýverið hefur verið sett
upp hverfalögregla eins og í Ár-
bæ.
Forvarnastarf er ábatasamt
Við Reykvíkingar höfum verið
svo lánsamir að afbrot hafa verið
færri hér en víða í borgum í ná-
grannalöndum okkar. Við höfum
ekki þurft að óttast í jafn ríkum
mæli að afbrot séu framin gagnvart
heimilum okkar eða fjölskyldum.
Það er þó ljóst að við stefnum í
sömu átt og nágrannaþjóðir okkar
ef við höldum ekki áfram forvörn-
um með uppbyggingu hverfalög-
reglu.
Hverfalöggæsla er eitt þeirra
verkefna sem við sjálfstæðismenn
munum leggja mikla áherslu á, njót-
um við meirihlutastuðnings borgar-
búa í vor. Þetta verkefni kemur
okkur borgarbúum við. Við þurfum
að vemda þau lífsgæði sem felast í
að finna til öryggis þar sem við bú-
um og störfum.
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í horgarstjórn Reykjavíkur.
Ný lífeyrislög
efla lang-
tímasparnað
FYRIR jól sam-
þykkti Alþingi ný lög
um skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda og starf-
semi lífeyrissjóða. Þessi
lög eru liður í uppbygg-
ingu þess velferðarkerf-
is sem við ætlum að búa
íslensku þjóðinni á 21.
öldinni. Skyldutrygging
lífeyrisréttinda hefur
bein áhrif á fjárhag
hvers einasta manns því
sem næst alla ævina.
Málefni lífeyrissjóða
hafa verið lengi í deigl-
unni og verið til umfjöll-
unar í stjómskipuðum
nefndum nær samfellt í
meira en 20 ár eða allar götur frá
árinu 1976. Lífeyrismál og starf-
semi lífeyrissjóða hafa þó aldrei
fyrr fengið jafn verðuga athygli og
umfjöllun eins og á síðustu misser-
um.
Mikilvægi
langtímasparnaðar
Hvort sem litið er til hagsmuna
einstaklingsins eða þjóðfélagsins í
heild hefur langtímasparnaður
mikla þýðingu. Hann gerir okkur
kleift að byggja upp íslenskt at-
vinnulíf, draga úr erlendri skulda-
söfnun og þróa frjálsa fjármagns-
flutninga til og frá landinu. Lang-
tímasparnaður er ekki síður mikil-
vægur frá sjónarhóli einstaklings-
ins. Meðalaldur fólks fer hækkandi
og fleiri eru heilsuhraustir á ellilíf-
eyrisaldri og vilja búa við fjárhags-
legt sjálfstæði. Langtímasparnað-
ur er forsenda þess. Efnahagslegt
sjálfstæði okkar eykst eftir því
sem langtímasparnaður verður
meiri. Ráðdeild og fyrirhuggja
leiða í senn til hagsældar og far-
sældar.
Aukinn
skattfrádráttur
Almenn samstaða náðist í þjóðfé-
laginu um nýju lögin sem er afar
mikilvægt þegar um jafn umfángs-
mikið mál er að ræða
og lífeyrismál lands-
manna. Eg vil rekja hér
nokkur helstu atriði
nýju laganna:
I iyrsta lagi er lögun-
um ætlað að tryggja
valfrelsi um aðild að líf-
eyrissjóðum og sam-
setningu lífeyris. Mikil-
væg forsenda fyiár
þeirri samstöðu sem
náðist um nýju lögin
var fyrirheit ríkis-
stjórnarinnar um að
hækka frádráttarbærni
lífeyrissjóðsiðgjalda og
iðgjalda vegna lífeyris-
spamaðar úr 4% í 6%
hjá einstaklingum frá og með næstu
áramótum. Þessi hækkun mun í
mörgum tilfellum þýða að einstak-
Það eru hagsmunir
þjóðarinnar allrar, segir
Friðrik Sophusson, að
efla lífeyriskerfí, sem
grundvallast á sjóðsöfn-
un og örvar frjálsan
langtímasparnað.
lingar geta ráðstafað a.m.k. 2% af
launum í frjálsan lífeyrissparnað og
notið til þess skattfrádráttar. Þessi
skattafsláttur mun án efa hafa þau
æskilegu áhrif að samið verður um
aukinn lífeyrissparnað í kjarasamn-
ingum á næstu árum.
Til séreignarsjóða verða gerðar
sömu formkröfur og til þess lífeyris-
sparnaðar sem fellur undir skyldu-
trygginguna en lífeyrissjóðir, bank-
ar og fjármálafyrirtæki geta boðið
upp á sérstaka lífeyrisspamaðar-
reikninga. Fjölbreytni og frelsi í líf-
eyrismálum hvetja til langtíma-
sparnaðar.
Friðrik
Sophusson