Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 10

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um stöðuna í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna Alþingi Stutt Vilja að frumvörp þrí- höfða verði lögð fram ÞEIR þingmenn stjórnarandstöðu sem til máls tóku í utandag- skrárumræðu á Alþingi í gær um stöðuna í kjara- deilu sjómanna og útvegsmanna töldu að ríkis- stjórnin ætti að falla frá þeirri kröfu sinni að sjómenn aflýsi verk- falli áður en frumvörp svokallaðrar þriggja manna nefndar um kvóta- þing og verðlagsstofu skiptaverðs verði lögð fram á Alþingi. Forsæt- isráðherra, Davíð Oddsson, sagði hins vegar í svari sínu að annað væri óviðeigandi en að vinnufriður skapaðist þegar málið „flyttist af vettvangi viðsemjendanna yfir á vettvang þjóðþingsins", eins og hann orðaði það. Hann sagði enn- fremur að það væri sameiginlegt mat utanríkisráðherra, sjávarút- vegsráðherra og sín sjálfs að mál þetta verði ekki leyst nema á grundvelli frumvarpanna þriggja. Málshefjandi, Sighvatur Björg- vinsson, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, rakti stöðuna í kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna og fullyrti að útvegsmenn hefðu fellt málamiðlunartillögu sáttasemjara fyrst og fremst til að koma í veg fyrir framgang fyrr- nefndra frumvarpa á Alþingi. Sagði hann ennfremur að verkfall sjómanna sem nú stæði yfir væri alfarið á ábyrgð útgerðarmanna og spurði hvort ríkisstjómin hefði gef- ið Landssambandi íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ) til kynna, áður en atkvæðagreiðsla um málamiðl- unartillögu sáttasemjai-a fór fram, að frumvörpin yrðu ekki flutt á AI- þingi ef samningar næðust ekki. „Er það virkilega svo að hendur ríkisstjórnarinnar í málinu séu bundnar vegna þess að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra hafi lofað út- gerðarmönnum því að leggja ekki þessi frumvörp fram á Alþingi nema sjómenn aílýsi verkfalli?" spurði hann. í svari Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra kom m.a. fram að ríkisstjórnin væri engum bundin hvað þetta varðaði nema sjálfri sér og Alþingi. Ennfremur sagði hann að annað væri óviðeigandi en að vinnufriður skap- aðist þegar málið flyttist af vett- vangi viðsemj- enda yfir á vett- vang þjóðþings- ins. Forsætisráð- herra sagði einnig að það hefðu verið mikil vonbrigði að miðlunartillaga sáttasemjara sem byggðist á áðumefndum frumvörp- um hefði verið felld í atkvæða- greiðslu. Hann sagði að það hefði verið sameiginlegt mat utanríkis- ráðherra, sjávarútvegsráðherra og sín sjálfs að mál þetta verði ekki að lokum leyst nema á grundvelli þessara fmmvarpa. Enginn ágreiningur milli ráðherra „Það er mat okkar þriggja og eng- inn ágreiningur um það,“ sagði hann. Ráðherra skýrði því næst frá stöðunni i kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna og sagði ekki tíma- bært að svo stöddu að kveða upp úr um hver næstu skref ríkis- stjómarinnar verði. I máli Kristins H. Gunnarsson- ar, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra, kom fram að lausn á þessari kjaradeilu væri ekki fyrir- sjáanleg nema að undangenginni lagabreytingu. Breyting á lagaumhverfi deilenda væri nauð- synleg til þess að skapa skilyrði fyrir samninga. „Það liggur því ótvírætt fyrir að það sem ber að gera núna í þessari stöðu er að ríkisstjórnin flytji þau þrjú frum- vörp sem boðuð hafa verið.“ Hann sagði ennfremur að ríkisstjórnin þyrfti að falla frá þeirri óskiljan- legu og óeðlilegu kröfu að sjó- menn aflýsi verkfalli áður en frumvörpin verði flutt. „Það skil- yrði er óeðlilegt og óskiljanlegt inngrip í kjaraviðræður," sagði hann. Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður þingflokks jafnaðarmanna, tók í sama streng og Kristinn og sagði að ríkisstjórnin gæti ekki krafist þess að sjómenn aflýstu verkfalli án kjarasamnings undir þessum kringumstæðum. „En rík- isstjórnin getur sett deilunni betri umgjörð með því að leggja fram fmmvörpin þrjú. Þá vita aðilar hvar þeir standa,“ sagði hún meðal annars. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði m.a. að einsýnt væri að deilendur næðu ekki saman og að allt stefndi í að grípa þyrfti til þeirrar óvenjulegu málsmeðferðar að setja lög á út- gerðarmenn. „Það þarf auðvitað að fara fram með þeim hætti að það sem nú þegar hefur áunnist í þess- um kjarasamningum verði þar inni,“ sagði hann m.a. ALÞINGI 17,2% kennara við grunnskóla án kennsluréttinda YFIR 17% þeirra sem kenna við grunnskóla landsins eru án kennsluréttinda og 25% þeirra sem kenna við framhaldsskóla landsins hafa ekki kennslurétt- indi. Þetta kemur fram í skrif- legu svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestsson- ar, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra. Sé litið á einstök sveitarfélög kemur í ljós að hlutfall kennara án kennsluréttinda í grunnskól- um landsins er lægst í Reykja- vík, en 5,7% þeirra sem kenna við grunnskóla þar eru án kennsluréttinda. Á Vestíjörðum er þetta hlutfall hins vegar hæst, því 53% þeirra sem kenna við grunnskóla þar eru án kennslu- réttinda. I framhaldsskólum er þetta hlutfall lægst í Reykjavík, því þar hafa um 20% kennara ekki kennsluréttindi. Á Vestfjörðum er þetta hlutfall á hinn bóginn hæst því 68,8% þeirra sem kenna við framhaldsskóla þar hafa ekki kennsluréttindi. Kjalarneshreppur og Reykjavík sameinuð FRUMVARP um sameiningu sveitarfélaganna Kjalarnes- hrepps í Kjósarsýslu og Reykja- víkur var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Lögin öðlast þeg- ar gildi og hafa ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingis- kosningar. ALPINUI ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftir atkvæða- greiðslu um ýmis þingmál verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Umferðarlög. 2. umr. 2. Vörugjald. 2. umr. 3. Búfjárhald. 1. umr. 4. Framleiðsla og sala á búvör um. 1. umr. 5. Lax- og silungsveiði. 1. umr. 6. Búfjárhald. 1. umr. 7. Jarðabréf. Fyrri umr. 8. Aðgerðir vegna hitasóttar í hrossum. Fyrri umr. 9. Lágmarkslaun. Frh. 1. umr. 10. Ritun sögu landnáms ís- lendinga á Grænlandi. Fyrri umr. 11. Slit á eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag fslands. Frh. 1. umr. 12. Þingsköp Alþingis. 1. umr. 13. Hlutafélög. 1. umr. 14. Ársreikningar. 1. umr. Hefur Alþingi fram- selt lagasetningar- valdið til ESB? HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra telur að íslensk lög eigi að gilda í máli því sem rekið hefur verið fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur um vangoldin laun til starfsmanns vegna gjaldþrota. Lög- maður viðkomandi starfsmanns heldur því hins vegar fram að íslensk lög gangi skemur en evrópsk lög í málinu og því eigi þau síðamefndu að gilda. Þetta kom fram í máli ráðherra á Al- þingi í gær en Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, hreyfði þessu máli í fýrirspurnartíma. Vitnaði Hjörleifur í hádegisfréttir Ríkisút- varpsins þar sem kom fram að Eftirlits- stofnun EFTA hefði komist að þeirri nið- urstöðu að íslensk lög verða að víkja fyrir lögum og reglum Evrópusambandsins. Það vekti hins vegar upp þá spurningu hvort Alþingi hefði framselt yfirþjóðlegum stofnunum Evrópusambandsins lagasetn- ingavald er það samþykkti EES-samning- inn á sínum tíma. Utanríkisráðherra tók undir orð Hjör- leifs og kvað þetta stórt mál bæði út frá pólitísku sjónarmiði sem og lagalegu. Hann sagði ennfremur að utanríkisráðu- neytið hefði unnið að álitsgerð í málinu og undirbúið vöm í því. „Ég get að sjálfsögðu ekki fullyrt um hver niðurstaða þessa máls verður, en það liggur ljóst fyrir, af íslands hálfu, að við föllumst ekki á þessar kröfur. Við teljum að íslensk lög eigi að gilda í þessu máli,“ sagði ráðherra. Vinnubrögð utan- ríkisráðuneytisins gagnrýnd UMMÆLI Vilhjálms Egilssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, sem hann lét falla á ráð- stefnu um Norðurlandasamstarf fyrir síðustu helgi, þess efnis að útgáfa C-deildar Stjómar- tíðinda, sem fjallar um alþjóðlega samninga, hefði dregist úr hömlu, vom gerð að umtals- efni í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Að sögn Ágústs Einarssonar, þingmanns þing- flokks jafnaðarmanna, virtist sem ýmsir al- þjóðlegir samningar hefðu ekki hlotið gildi þar sem þeir hefðu ekki verið birtir í C-deild Stjórnartíðinda eins og lög gerðu ráð fyrir. „Hér er um að ræða forkastanleg vinnubrögð utanríkisráðuneytisins, en þetta dregur bæði gildistöku viðskiptasamninga og samninga um tvísköttun,“ sagði Ágúst. Spurði hann ut- anríkisráðherra m.a. að því hvernig stæði á þessum drætti og hvort einstaklingar eða fyr- irtæki hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni vegna þessa. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði að einhvers misskilnings gætti í þessu máli, því eftir þeim upplýsingum sem hann hefði úr utanríkisráðuneytinu hefðu flestir þessara samninga öðlast lagalegt gildi þrátt fyrir að þeir hefðu ekki verið birtir í C-deild Stjórnartíðinda. Utanríkisráðherra sagði enn- fremur að ástæðan fyrir því að útgáfa Stjórn- artíðindanna hefði dregist úr hömlu væri mannekla í þeirri deild ráðuneytisins sem hefði með þetta mál að gera. Kvaðst hann hins vegar vænta þess að úr þessu yrði bætt innan tíðar. Þá sagðist ráðherra ekki vita til þess að neinn skaði hefði hlotist af þessum drætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.