Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 25

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 25 ERLENT Reuter FRÁ dauðastund sólarinnar NGC7027 eins og hún birtist myndavélum Hubble-sjónaukans. Helíum og vetni brýst út úr kjarna hennar og þeytist út í geiminn og mynda himintungl. Hubble myndar dauðastund sólar London. Daily Telegraph. HUBBLE-stjörnusjónaukinn, sem er á braut um jörðu, hefur náð stórbrotnum og tilkomumiklum ljósmyndum af því sem sljörnu- fræðingar segja samsvara enda- lokum sólarinnar. Myndirnar sýna dauðastund stjörnunnar NGC7027, sem er keimlík sólu og er 3.000 ljósár frá sólinni í stjörnumerkinu svan- inum. Hafa stjörnufræðingar reiknað út að sömu örlög bíði sólarinnar; að hún muni breytast í stjörnu- þoku eftir 4,5 milljarða ára. Orkuforði í kjarna stjörnunnar rennur þá til þurrðar og vetni og helíum í miðju stjörnunnar þenst út í geiminn og mynda himin- tungl. Að sögn stjörnufræðinga náð- ust myndirnar af NGC7027 með nýjum tækjabúnaði, innrauðri myndavél og litrófssjá, sem kom- ið var fyrir í Hubble-sjónaukan- um í fyrra. Strauss-Kahn reitir Breta til reiði Boðar minni áhrif Breta í Evrópu DOMINIQUE Strauss-Kahn snupraði Breta um helgina er hann sagði að af- staða þeirra til sameiginlegrar myntar hefði dregið úr áhrifum þeirra innan Evrópu og myndi staðsetja þá í „annarri deild“, að því er segir í The Times. Vakti þessi yfirlýsing hans litla kátínu í Bretlandi en hann lét hana falla í sjónvarpsvið- tali sem tekið var meðan á fundi evrópskra fjármálaráðherra stóð í York. Talsmaður Gordons Brown, hins breska starfsbróður Strauss-Kahn, sagði hann „furðu lostinn" á um- mælunum, þar sem Brown hefði setið fjölda ágætra funda með hon- um um helgina. Þá þykir Bretum Strauss-Kahn hafa varpað skugga á heim- sókn Tony Blairs, forsætis- ráðhen-a Bret- lands, til Frakk- lands í dag en hann mun m.a. ávarpa franska þingið. í viðtalinu sagði Strauss-Kahn að eina leiðin til að vera í farar- broddi í Evrópu, væri að taka þátt í myntsamstarfmu. „Það er ekki mögulegt fyrir Bretland [að taka þátt í því] af sögulegum ástæðum sem allir geta skilið og einnig af efnahagslegum ástæðum vegna þess að við erum ekki á sama stigi í efnahagsmálum. En áður en Bret- land tekur þátt í þessu ferli, munu áhrif þess að sjálfsögðu vera minni en þau gætu verið.“ Ný dönsk stjórn en fáar breytingar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ var öruggur og glaður for- sætisráðherra, sem kynnti nýja stjórn sína, eftir að hafa kynnt hana fyrir Margréti Þórhildi Dana- drottningu í gærmorgun. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra og leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins hefur yngt stjórnina upp og fjölgað konum, en annars voru engar stói’vægilegar breytingar gerðar. Nú ríkir einungis óvissa um hvernig fari um kjör þingfor- seta, þar sem frambjóðandi stjórn- arflokkanna er jafn frambjóðanda stjómarandstöðunnar, því Jóannes Eidesgaard jafnaðarmaður og þingmaður Færeyinga hyggst ekki taka þátt í kosningunni. Nýi stjóm- arsáttmálinn lofar Færeyingum endurskoðun heimastjórnarlag- anna. Fjórir nýir ráðherrar taka nú sæti í stjórninni, en það em þau Elisabeth Gemer Nielsen menn- ingarráðhema, 38 ára, og Elisabeth Vestager kennslu- og kirkjumála- ráðhema, 30 ára, sem báðar eru úr Róttæka vinstriflokknum. Ur Jafn- aðarmannaflokknum eru þau ný Ove Hygum atvinnuráðherra, 41 árs, og Sonja Mikkelsen, 42 ára, umferðarráðherra. Það er einkum skipan Hygums, sem vekur at- hygli, þar sem hann er forsvars- maður opinberra starfsmanna. Skipan hans þykir benda til að Nyrup hyggist hafa verkalýðs- hreyfinguna með í ráðum í nýskip- an á vinnumarkaðnum. Ole Stavad verður aftur skatta- ráðherra, en hann neyddist til að segja af sér því embætti vegna óeðlilegra afskipta ráðuneytisins af yfirtöku sparisjóðs. Pia Gjellerup verður vinnumálaráðherra, en hún var dómsmálaráðherra þar til hún þurfti fyrir nokkram áram að segja af sér vegna bókhaldsóreiðu hjá ungum jafnaðannönnum, sem hún var áður í forsvari fyrir. Nokkrar tilfærslur verða innan stjómarinn- ar, en aðrir ráðherrar halda emb- ættum sínum. Marianne Jelved er áfram efnahagsráðherra, Mogens Lykketoft fjármálaráðherra, Svend Auken umhverfisráðherra og Niels Helveg Petersen utanrík- isráðherra. I nýjum stjórnarsáttmála er lögð áhersla á endurbætur í skólakerf- inu, sem ganga í þá átt er hægri- flokkarnir hafa krafist, með meiri kröfur til kennara og nemenda. Auk þess verður hugað að skatta- breytingum svo það borgi sig fyrir hina lægst launuðu að vinna, en rannsóknir sýna að um 40 prósent í þeim hópi hafa lítinn eða neikvæð- an ávinning af að vinna fremur en að vera ábótum. Einnig er Færey- ingum lofuð endurskoðun heima- stjórnarlaganna og aukin sjálf- stjóm, en óljóst er í hverju hún felst nákvæmlega. Situr Breckmann hjá? Eins og er stendur allt í járnum um nýjan þingforseta. Stjórnin heldur fram Birte Weiss fyrram heilbrigðisráðherra, en hægri- flokkarnir Ivar Hansen frá Ven- stre. Jöfn atkvæði era að baki báð- um framboðunum, þar sem Eides- gaard vill ekki blanda sér í dönsk stjórnmál með því að kjósa. Ef Oli Breckmann, fulltrái Fólkaflokksins á hægrivængnum, gerir það sama er málið leyst, en annai-s stefnir í að sætið verði útkljáð með hlut- kesti. Falleg og gagnleg fermingargjöf Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð Islensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990 Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan SKRIFBORÐSSETT M/HILLU kr. 49.600,- KHKK KLAKK SVF.FNSOFI |kr. 48.500,-] IJREIDD V CM. M/UNDIRST. ífrákr. 40.800,-1 * rr.ianr.'gtrrjWT BKEIDD 134 CM. IVUUNDIRST, Úrvalið er hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.