Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 26

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 26
X2 8PGJ fc&fltJOAaULG 26 ÞRIÐJÚDAGUR 24. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Toomas Hendrik Ilves utanríkisráðherra Eistlands í opinberri heimsókn á Islandi ÖLL Eystrasaltslöndin þrjú, Eist- land, Lettland og Litháen, munu fyrr eða síðar verða aðilar að Atl- antshafsbandalaginu. Opinber and- staða Rússa við að það gerist mun ekki hindra þá þróun mála. Þetta fullyrti Toomas Hendrik Ilves, ut- anríkisráðhen-a Eistlands, í samtali við Morgunblaðið, en hann er staddur í opinberri heimsókn hér- lendis og átti í gær viðræður við æðstu ráðamenn Islands auk þess að halda erindi um utanríkisstefnu Eistlands á opnum fundi Samtaka um vestræna samvinnu. Að sögn Ilves bar mörg mál á góma í viðræðum hans við íslenzka ráðamenn, Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og utanríkismála- nefnd Alþingis. Hæst bar þó áform- in um stækkun NATO og viðleitni Eistlands til að ganga í bandalagið. Þakklátir íslendingum fyrir stuðninginn í Madrid „ísland er mjög hátt skrifað með- al Eistlendinga," sagði Ilves. „Þjóð- in er þakklát fyrir þann stuðning sem Islendingar veittu henni er hún barðist fyrir endurreisn sjálf- stæðis síns 1991. í skólum landsins er bömum kennt að Island var fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands; ímynd Islands er mjög jákvæð. Ekki spillir heldur fyrir að Island er eina landið þar sem for- sætisráðherrann hefur þýtt bækur um Eistland," sagði Ilves. Hann Rússar hindra ekki NATO-aðild Eystrasaltslanda kvað tvíhliða samskipti landanna fullkomlega vandkvæðalaus og búið að semja um frjáls ferðalög fólks milli landanna, þ.e. afnám vegabréfaáritunar. „Við eram mjög þakklátir fyrir hinn eindregna stuðning sem við fengum frá Is- lendingum í fyrra, þeg- ar samið var um stækkun NATO á leið- togafundi bandalagsins í Madríd. Við ræddum ítarlegar hvernig við sæjum fyrir okkur að stækkunarferli NATO ætti eftir að þróast. A heildina litið voram við sammála um að líta mjög jákvæð- um augum á niðurstöðu Madríd- fundarins. I lokayfirlýsingu hans var tillit tekið til flestra atriða sem við höfðum vonazt eftir að skiluðu sér þangað, en þau atriði era fyrst og fremst að stækkun NATO muni halda áfi’am eftir fyrstu lotu og að skýrt sé téldð fram að Eystrasalts- löndin komi til greina sem framtíðaraðildar- ríki NATO.“ Það sem Eistlend- ingar era að gera um þessar mundir til að vinna að því að færast nær takmarkinu um NATO-aðild felst að sögn Ilves fyrst og fremst í því að hrinda þeim umbótum í fram- kvæmd heima fyrir sem era forsenda að- ildar, þar á meðal að samræma tæknibúnað eistneska hersins þeim stöðlum sem gilda í NATO-ríkjunum og ekki sízt að þjálfa hermenn lands- ins þannig að þeir standist þær kröfur sem aðildin krefst. Uves telur of snemmt að nokkuð Morgunblaðið/Þorkell TOOMAS Hendrik Ilves, utanríkisráð- herra Eistlands. sé sagt um það hvaða ríki í Mið- og Austur-Evrópu séu líklegust til að fá að ganga í bandalagið í næstu stækkunarlotu, á eftir Póllandi; Tékklandi og Ungverjalandi. „I sumum NATO-löndum era nú þeg- ar farnar að heyi’ast raddir sem vilja reka áróður fyrir forgangi þessa eða hins landsins þegar kem- ur að því að ákveða hvaða lönd verða með í annarri stækkunarlot- unni. Það er of snemmt að setja upp einhverja slíka forgangsröð. Eg tel skynsamlegast að bíða með umræðu um hvaða ríki verði næst í röðinni þar til á leiðtogafundi NATO á næsta ári.“ Möguleikar á NATO-aðild ekki minni en annarra ríkja Ilves segir litla ástæðu til að álíta að neikvæð afstaða rússneskra ráðamanna til NATO-aðildar Eystrasaltsríkjanna, sem um 45 ára skeið tilheyrðu Sovétríkjunum, sé tilefni til þess að álíta möguleika þeirra á NATO-aðild minni en hinna fyrrverandi austantjaldslandanna. I fyrsta lagi hafi Rússar undirritað samstarfssamning við NATO, þar sem skýrt er kveðið á um að hverju og einu fullvalda ríki sé í sjálfsvald sett hvort og hvaða varnarbanda- lögum það tilheyrir. I öðra lagi standi, samkvæmt skoðanakönnun- um, yfirgnæfandi meirihluta rúss- nesks almennings „hjartanlega á sama“ um það hvort Eystrasalts- löndin ganga í NATO eða ekki. Sigur jafnaðar- manna í Slésvík JAFNAÐARMENN unnu sigur á Kristilegum demókröt- um, flokki Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, í kosn- ingum í Slésvík-Holtsetalandi á sunnudag, samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum kosning- anna. Hálft ár er í þingkosn- ingar í Þýskalandi, þar sem Jafnaðarmenn vonast til þess að hafa sigur af Kohl. Jafnaðarmenn juku fylgi sitt um 2,9%, upp í 42,4% en Kristilegir demókratar hlutu 39,1%, sem er fylgisaukning um 1,6%. Lestarslys á Italíu EINN maður fórst og allt að fimmtíu slösuðust í lestarslysi á Mið-Ítalíu í gær. Slysið varð er hraðlest á leið til Bologna rakst á lest er var á leið til Empoli og er talið að mistök- um í merkjaboðum til lestar- stjóranna sé um að kenna. I OFLUG ÞJONUSTA OSSURAR HF. I r Ört vaxandi umsvif Össurar hf. hafa leitt til þess að fyrirtækið hefur flust í nýtt húsnæði á Grjóthálsi 5 í Reykjavík. í þessu rösklega 4.000 m2 framtíðaraðsetri sameinar fyrirtækið alla starfsemi sína hérlendis undir einu þaki: Stoðtœkjaverkstœði, Hjálpartœkjabankann, þróunardeild, framleiðsludeild og skrifstofur fyrirtœkisins. Ljóst er að verulegt hagræði hlýst af því þegar öll þjónustu-, markaðs-, iðnaðar- og útflutningsstarfsemi fyrirtækisins er komin í nábýli með þessum hætti. Þægindi viðskiptavina í öndvegi Á Grjóthálsi 5 verður allt kapp lagt á góða aðstöðu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Nýja húsnæðið er m.a. hannað með þarfir fatlaðra og sjúkra í huga og hefur þá sérstöðu að öll þjónusta við þessa hópa verður á einum stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.