Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 27

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 27 ERLENT Ný bandarísk geimvarnaaætlun Sögð dæmd til að mistakast Washington. Daily Telegraph. OHAÐ sérfræðinganefnd hefur gagnrýnt bandaríska varnamála- ráðuneytið, Pentagon, og kallað undirbúning nýrrar „stjömu- stríðsáætlunar" klúðurslegan og sagt áætlunina „dæmda til að mistakast". Frá því repúblikanar náðu meirihluta í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur mikil áhersla verið lögð á að hrinda geim- varnaáætlun af stokkunum. Ron- ald Reagan forseti boðaði fyrir 15 árum áætlun um vígbúnað í geimnum til að verja Bandaríkin fyi-ir kjamorkuárás, en hún hef- ur verið lögð á hilluna í millitíð- inni. Aætlunin, sem nú er unnið að, er þó mun viðaminni en geim- varnaáætlun Reagans. Engu að síður er hún íj árfrekasta vopna- verkefni Bandaríkjanna. Aætlað- ur kostnaður á ári er tæpir fjórir milljarðar dollara, jafnvirði 280 milljarða króna. Miðar hún að því að byggja skjöld gegn skoti kjarnorkuvopna af gáleysi eða takmarkaðri kjamorkuárás. Er þá miðað við allt að 20 flauga árás. Samþykkti fulltrúadeildin að árið 2003 yrðu komnir á braut skynjarar er myndu samstundis nema ef óvinavopnum yrði skotið á loft og bandarískar gagnflaug- ar myndu síðan skjóta niður. Ratsjárkerfi á jörðu niðri myndi fóðra gagnflaugarnar á upplýs- ingum um braut óvinaflauganna sem grandað yrði með árekstri á rúmlega hljóðhraða. Óháð nefnd var skipuð til að gera úttekt á undirbúningi áætl- unarinnar og formaður hennar er Larry Welsh fyrrverandi yfir- maður bandaríska flughersins. Er það niðurstaða hennar að framkvæmd verkefnisins sé skólabókardæmi um slaka skipu- lagningu og ómarkvissa verk- stjórn. Ein ástæðan sé sá póli- tíski þrýstingur sem er á Penta- gon um að hleypa geimvama- áætluninni af stokkunum á til- settum tíma. Clinton bannar vitnis- burð aðstoðarmanna KATHLEEN Willey, sem sakað hefur Bill Clinton, forseta Banda- ríkjanna, um að hafa áreitt sig kyn- ferðislega 1993, segir, að vin- gjarnleg bréf, sem hún sendi Clinton síðar, verði að skoða í því ljósi, að hún var að reyna að verða sér úti um vinnu. Leiðtogar repúblikana hafa lýst yfir furðu sinni á því, að Clinton skuli hafa með tilvísan í sérréttindi forsetans komið í veg fyrir, að tveir aðstoðar- menn hans væru yfirheyrðir. Segja þeir, að það minni mest á Waterga- te-málið. í viðtali við vikuritið Newsweek segir Willey, að Hvíta húsið reyni nú að láta hana líta út sem einhvern „rugludall". Segir hún einnig, að ekkert hafi verið athugavert við bréfin, sem hún sendi Clinton eftir að meintur atburður átti sér stað 1993. „Með þeim var ég bara að segja „halló, hér er ég og mig vantar vinnu“. Ég hafði ákveðið með sjálfri mér að láta atburðinn gleymdan og Kathleen Willey segir ekkert athugavert við bréf hennar til forsetans grafinn. Það var mín ákvörðun og ég hafði fullan rétt til að taka hana,“ sagði Willey. Bað vinkonuna að ljúga Tímaritið Time sagði á sunnu- dag, að fyrrverandi vinkona Willey, Julie Steele, hefði skýrt FBI eða al- ríkislögreglunni frá því, að Willey hefði logið því upp 1995, að hún væri ófrísk til að ná sér niðri á vini sínum. Hefði Willey beðið hana að ljúga því með sér og skila því til vinarins, að hún hefði misst fóstrið. Steele hefur áður sagt, að Willey hafi beðið hana að ljúga til um Clinton-málið við fréttaritara. Útgefandinn Mike Viner, sem Willey reyndi að fá til að gefa út ævisögu sína, sagði í viðtali við CWN-sjónvarpsfréttastöðina, að hann teldi, að Willey hefði „hag- rætt“ atburðarásinni töluvert á þeim tíma, sem reynt var að ná samningum. Sagði hann, að viðræð- ur við lögfræðing Willey hefðu byrjað í janúar og þá hefði hún ver- ið „mjög mikill stuðningsmaður Clintons“. Það hefði síðan breyst og náð hámarki með viðtalinu í „60 mínútum". Minnir á Watergate Clinton hefur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir tveimur nánum ráðgjöfum sínum, Bruce Lindsey og Sidney Blumenthal, og gerði það í skjóli fremur óljósra laga, sem leyfa, að bannað sé að skýra frá einkasamtölum við forsetann um al- menn stjórnarmálefni. Sá, sem beitti þessu ákvæði síðast, var Ric- hard Nixon, sem reyndi þannig að komast hjá Watergate-hneykslinu. Repúblikaninn Trent Lott, for- seti öldungadeildarinnar, sagði um helgina, að ákvörðun Clintons væri röng og myndi draga úr trúverðug- leika hans vegna samanburðarins við Watergate. í skoðanakönnun, sem gerð var um helgina, kemur fram, að æ fleiri efast um siðferðis- styrk Clintons. 43% töldu, að hann ætti að segja af sér ef ásakanir Kat- hleen Willey reyndust réttar. YJUM HUSAKYNNUM A GRJOTHALSI Hugvit, hátækni og áræðni Hátæknifyrirtækið Össur hf. var stofnað 1971. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur stoðtæki, og er leiðandi í heiminum á sviði óhefðbundinna stoðtækjalausna. Össur hf. á þrjú dótturfyrirtæki erlendis og vinnur markaðs- og sölustarf í yfir 50 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 90 manns. Þú ert aufúsugestur! OSSUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.