Morgunblaðið - 24.03.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.03.1998, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Heillandi, en stundum klisjukenndur Ib Michael er í hópi vinsælustu og afkasta- --------------------------------7------- mestu skáldsagnahöfunda Dana. I fyrra sendi hann frá sér Prins sem að mati Arn- ar Ólafssonar er saga sem lesendur skynja fremur en skilja. Ein skáldsaga eftir Mich- ael, Brev til mánen, var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. IB MICHAEL einn vinsælasti og afkasta- mesti skáldsagnahöf- undur Dana, sendi frá sér skáldsöguna Prins í fyrra. Þetta er flókin saga, sem gerist að mestu leyti við hótel á vesturströnd Dan- merkur sumarið 1912, Titanic-slysið blandast inn í söguþráðinn. í sögumiðju er tólf ára strákur I sumarvist á hótelinu, hálfumkomu- laus. Hér segir frá samskiptum hans við helstu persónur, m.a. mállausa smástelpu, mislynda þjónuststúlku, svika- greifann ástmann hennar, lækni á fyrsta bíl héraðsins, brjálaða kell- ingu í undarlegri ranghalabyggingu, en einnig við ref. Við fylgjumst með skynjun refsins eins og annarra, en ekki hugsunum. Móðir drengsins kemur í heimsókn með nýjan kærasta, sem er lágkúran holdi tek- in, alger andstæða hennar, og auð- skilið að þeir drengurinn ná ekki saman. Lýsingar á umhverf- inu eru myndrænar, og allt er það skynjað með augum drengsins. Afleiðingin verður sú, að lesendur skynja meira en skilja. Enda flækist söguþráður enn mjög við það að sögumaður er draugur, einnig mætti segja andi, sem fer í ýmsar verur, í refinn og í álf eða skordýr, sem er steingert inni í rafmola frá tímum risaeðlanna. Þetta flökt sögu- manns gerir allt sögu- sviðið lifandi og nákomið lesendum, enda verður sagan enn skynrænni við það hve seint yfirsýn næst um samhengið. Sagan hefst á því að mik- ið ísbjarg brotnar úr Grænlandsjökli og rekur suður Atlantshaf, þar sem það bráðnar smám saman. Þá birtist innan úr því seglskip, sem fraus þar inni öld áður en okkar saga hófst. Og þannig birtist smám saman forsaga Ib Michael draugsins. Þessi tvenns konar sögu- tími, á öndverðri 19. öld og öndverðri 20. öld, gefur tilefni til lýsinga á hversdagslegum hlutum, sem nú eru öðruvísi, kunnuglegir, en jafnframt framandi. Þannig skapast kyrrlátt andrúmsloft þess að dvelja við ásýnd hlutanna, tilfinning vellíðanar í um- hverfinu, enda þótt hér segi einnig frá vonbrigðum, ósigri og dauða. í þessari sögu er ekki síst athygl- isvert, hvernig Michael notar klisjur. Allt það sem fjarlægast er samtíma drengsins og annarlegast, þ.e. bæði forsaga draugsins, safngripir í „krákuhöllinni" og það suðuramríska umhverfi sem svikagreifinn kemur frá, er almannagóss, tekið úr ferða- bókum og frægum skáldsögum, t.d. óperuhúsið sem nýríkir gúm- plantekrueigendur reistu á óað- gengilegum stað við Amasónfljót. En þótt klisjur þyki yfh’leitt óprýða listaverk, þá gera þær sitt gagn hér, og fer reyndar prýðisvel á þeim, á þeirra stað. Skýringin er sú, að þær eru bara rammi, sem tengir söguna við bókmenntahefð, við það sem les- endum er sameiginlegt. En jafn- framt eru einnig þessar klisjur myndrænar, lýst með orðum sem höfða til skynjunar. Næst á undan þessari sögu kom á nokkrum árum þrísaga Michael: Vanillepigen, Den tolvte rytter og Brev til mánen. Það er mikil fjöl- skyldusaga, gerist ýmist í bernsku og á unglingsárum sögumanns, sem er jafnaldri höfundar, og minnir mik- ið á hann, en miðsagan gerist aftur á 17. öld, með mjög ævintýralegum frásögnum af ættfoður, sem var málaliði. Sú saga, Den tolvte rytter, fannst mér hálfmisheppnuð, því alltof þykkt var smurt á mögnuðum spennuatriðum. T.d. losnar þessi málaliði úr öruggu fangelsi með því að bjóða afar samkynhneigðum fangaverði rass sinn, drepa hann þegar hæst stendur, flá, og flýja í haminum af honum! En upphafssag- an, Vanillepigen, er dásamleg bók, sú besta sem ég hefi lesið eftir Mich- ael. Þar fléttast saman bernskuminningar, sagan er þrungin blíðu og umhyggju sögumanns fyrir lamaðri litlusystur, og svo er annar- legt umhverfi suðurhafseyja og sigl- inga um Kyrrahafið. Vissulega eru þær frásagnh’ kunnuglegar, að ekki sé sagt klisjukenndar, en það nýtist jafnjákvætt og í Prins. Þar er hins vegar öðru að heilsa í lokasögunni, Brev til m?nen, því hún mótast mikið af þeirri sterku hneigð í dönskum samtímabókmenntum, að draga upp þjóðlífsmynd með því að sýna dæmi- gerð atriði, sem lesendur muni kann- ast við að hafi sett svip á þjóðlífið og hversdaginn, tíðarandann, þegar sagan gerist, en hún hefst fyrir um fjörutíu árum. En þegar alltaf á að sýna hið dæmigerða, þá verður það helst hið venjulegasta, þ.e.a.s. útvaðnar klisj- ur. Og hér eru þær kjarni sögunnar og þungamiðja, því verður hún held- ur þreytandi aflestrar að mínu mati. Mér hefur sýnst þetta félagsfræði- lega sjónarmið tröllríða dönskum samtímabókmenntum lengi, og því miður einnig hafa gætt á íslandi. Sömuleiðis sýnir þessi saga, hversu vandmeðfarin persónuleg reynsla er höfundi. Til eru meistaraverk, sem byggjast mikið á slíku, íslendingar þurfa ekki að leita lengra en í Fjallkirkju Gunn- ars Gunnarssonar, og yfir allri 20. öld gnæfir Proust. En sú hætta er alltaf nálægt að sagt sé frá atvikum sem hafa verið höfundi mikilvæg, en hafa ekki þýðingu í textanum. Það sýnist mér spilla þessari sögu Miehael, en hitt skal ítrekað, að nýjasta saga hans, Prins, er verulega heillandi. Margréti vel tekið í New York MARGRÉT Th. Hjaltested víóluleikari kom fram á tón- leikum í The Tenri Gallery í SoHo í New York á dögunum. Voru tón- leikarnir vel sóttir, um eitt hundrað manns fylltu sal- inn, og var Margréti vel fagnað að leik loknum, að sögn eins tónleikagesta, Eddu Stefáns- dóttur Magnusson. A efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Vaughan Williams, Lutoslawski, Schumann og Hindemith, en meðleikarar Margrétar voru Eduard Laurel, píanó, og Sarah Hewitt, selló. Margrét býr og starfar í New York og kemur reglu- lega fram með hljómsveitum og kammerhópum þar um slóðir, svo sem American Ballet Orehestra og the Opera Orchestra of New York. Þá hefur víóluleikarinn haldið tónleika víða um heim og fyrir dyrum stendur nú tónleikaferð til Japans með the New York Symphonic Ensemble. Margrét hlaut menningarverðlaun Americ- an Scandinavian Society árið 1995. Margrét Th. Hjaltested HiiÍMM — H Þráðlaus Telia Contur 22 heimilissími með skjá 7*7^ stgr. og þægilegur 48 klst. rafhlaða í biðstöðu. Innbyggt loftnet. 10 skammvalsnúmer. Endurval. LANDS SÍMINN ■ Verslanir Símans: Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 550 6690 Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt UNGUR safngestur virðir fyrir rússneska ríkislistasafninu í sér „Siðasta dag Pompei“ eftir Sankti Pétursborg. Safnið varð Karl Brulov, sem er til sýnis í 100 ára sl. föstudag. • • Orlaganótt LEIKLIST þjóOleikliÚNió — 1 i 11 a s v i 0 i ð KAFFI Höfundur: Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd og bún- ingar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Lcikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Bryndís Péturs- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Róbert Arnilnnsson, Sigurður Sigur- jdnsson, Steinunn Ólina Þorsteins- dóttir, Theodór Júlíusson og Valur Freyr Einarsson. Laugardagur 21. ÞAR SEM Sigurður Sigurjónsson tók við hlutverki Steinars skálds af Sigurði Skúlasyni 26. febrúar sl. þykir ástæða til að birta nokkur orð um frammistöðu hans í hinni vönd- uðu uppfærslu Viðars Eggertssonar á þessu athyglisverða leikriti Bjarna Jónssonar. Steinar, starfsmaður á Kleppi, er rithöfundur í hjáverkum og ef til vill einmitt þess vegna gott dæmi um íslenskan listamann. Þegar hann heimsækir vinahjón sín stendur hann á krossgötum, en eins og aðrar persónur verksins vegur hann salt og skirrist við að taka nokkra ákvörðun um líf sitt. Sigurður Sigurjóns- son er þekktastur sem gamanleikari og hvort sem það er vegna með- fæddrar kímnigáfu hans eða skilyrtra við- bragða áhorfenda þá framkallar hann hlátur Sigurður þeirra. En í stað þess Sigurjónsson að gera úr Steinari skáldi persónu þungra örlaga not- færir leikarinn þessa gáfu sína og gerir Steinar að tragíkómískri per- sónu þar sem kímnin er notuð til að draga fram hið harmræna. Þannig kemst afar vel til skila hve stefnu- laust og brjóstumkennanlegt skáldið er í vangavelt- um sínum um líf og list og ranghugmyndum þeim sem ríkja í per- sónulegum samskipt- um. Þetta bregður skemmtilegu ljósi á samband Steinars við hjónin og dóttur þeirra. Þó að skáldið sé áhorf- andi frekar en þátttak- andi í mikilli átaka- og örlaganótt gestgjafa sinna má næstum sjá „spænska sorg í augun- um“ á Sigurði þar sem hann situr hjá og tekur því sem á dynur. Sveinn Haraldsson Reuters 100 ára listasafn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.