Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 54

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 54
 54 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ■ í ÞÚ l/EJSr/ÍÐ /)&SÓkW//j/>£> / HuhjpunUa^ ÓJchfó ^‘sröeuór V/ÐÆTTVM MNNS>KJAbT\ \ &JÓM 5TVTr£&n4B0L-i j Grettir Ljóska ÉG er að æfa mig í að skrifa HVAÐ? spurningarmerki . . . spurning- armerki eru mikilvæg ef maður skyldi þurfa að segja ... l'M PRACTIC1N6 MV QUE5TI0N MARK5.. QUE5TION MARK5 ARE IMPORTANT IN CA5E YOU MAVE TO SM.. |Wi8irgMg|tltol>í& BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Handbók fyrir hita- kerfin er krafa fólksins Frá Kristjáni Ottóssyni: í MORGUNBLAÐINU þriðjudag- inn 17. mars sl. birtist í Bréfi til blaðsins grein frá formanni Félags pípulagningamanna, undir yfir- skriftinni „Handbókin hennar Jónínu minnar“. í grófum dráttum byggist grein- in á skömmum, órökstuddum til- vitnunum og lítilsvirðingu fyrir góðum skilum á frágangi á hita- kerfum til húseigenda. Formaðurinn segir: „Sjaldan eða aldrei hef ég orðið jafn gáttaður og þegar grein Kristjáns Ottóssonar framkvæmdastjóra Hita- og loft- ræstiþjónustunnar og Lagnafélags íslands birtist í DV.“ Ekki er að undra að maðurinn verði hissa, því þar er sett saman í léttum dúr samskipti hjóna (húsbyggjenda) við hönnuðinn og pípulagninga- meistarann og leit þeiiTa að Hand- bókinni yfir hitakerfið sem nýbúið var að selja þeim hjónum. Þar gat maður lesið um þá erfiðleika sem fólk hefur við að stríða við að reyna að skilja hvernig á að nota hita- kerfið sem engar uppýsingar fylgja með. Hitakerfin drabbast niður Staðreyndin er sú að það gleym- ist að afhenda húseiganda upplýs- ingar um hvernig hann geti og eigi að nota hitakerfið. Við þessar að- stæður og þessa samskiptaerfið- leika gefst fólkið upp og hitakerfin drabbast niður. Það er aðeins vitað um eina Handbók yfir einbýlishús, sem tek- in hefur verið saman af pípulagn- ingameistara. Þessi Handbók var unnin af Páli Bjamasyni pípulagningameistara og syni hans, og fengu þeir feðgar viðurkenningu fyrir þetta lofsverða lagnaverk frá Lagnafélags íslands fyrir árið 1996, handverkið og Handbókin var gerð fyrir Berg- þórugötu 4 í Reykjavík. Þeir sem þess óska geta fengið að sjá bókina eða ljósrit af henni hjá Lagnafélagi þslands. Þessi umrædda Handbók var birt í Fréttabréfi Lagnafélags Is- lands 7. tbl. 1997 og Fasteignablaði Morgunblaðsins þriðjudaginn 27. janúar 1998. Þar fær fólk svör við spurningum sínum varðandi erílð- leika með að átta sig á ofnhitakerf- inu og heita og kalda kranavatninu ásamt hlutverki hinna ýmsu krana í húsum sínum. Viðurkenning veitt á hverju ári Lagnafélag íslands hefur veitt viðurkenningu fyrir lofsvert lagna- verk á hverju ári frá árinu 1990. Öll þau verk hafa verið í stórum bygg- ingum, viðurkenninguna hafa hlot- ið: Pípulagningameistarar, blikk- smíðameistarar, hönnuðir og við- komandi húseigandi. Þá hefur síð- ustu þrjú árin verið veitt viður- kenning fyrir sérstaklega gott handverk á minni verkum, og hafa hlotið þá viðurkenningu einn jám- smiður og tveir pípulagningameist- arar, báðir afbragðs fagmenn. Formaður pípulagningameistara segir að svona bók eigi ekki rétt á sér, það nægi „að Handbók í ein- býlishúsum og öðmm litlum kerf- um væri lítið annað en skýringar- tafla upp á vegg í kyndiklefa, sem ég veit að fer vaxandi meðal pípu- lagningamanna að skilja eftir“. Atvinnurekandandinn í stóra húsinu Staðreyndin er sú að hitagrind er nákvæmlega eins, hvort sem hún er í einbýlishúsi, tólf hæða blokk eða verksmiðjuhúsi, mark- miðið á að vera, bemm ekki síður virðingu fyrir launþeganum sem setur aleigu sína eina í íbúð, en at- vinnurekandanum í stóra húsinu. Tókuð þið eftir því að formaður- inn sagði „sem ég veit að fer vax- andi meðal pípulagningamanna að skilja eftir". Hvað er formaðurinn að segja? Jú, hann viðurkennir að verkunum eigi að skila til húseig- enda með betri frágangi en verið hefur, og slík yfirlýsing hjá for- manninum er til fyrirmyndar, en framkvæmdin verður að fylgja á eftir. Orðið athvarf Formaður pípulagningamanna segir í niðrandi setningu um Lagnafélag íslands: „Ég er með tillögu í framhaldi af þessu um nýtt nafn í Lagnafélaginu, hvernig lýst ykkur á Lagnaathvarfið." Því er tfi að svara að Lagnafélag íslands er fyrir fólkið í landinu, Lagnafélag Islands er ekki „at- hvarf* fyrir þá sem ekki vilja bæta sig í gæðum við afhendingu á hita- kerfum til fólks sem er að eyða al- eigu sinni í hitakei’fi í íbúð fyrir fjölskylduna. KRISTJÁN OTTÓSSON, vélstjóri/blikksmíðameistari, ft-am- kvæmdastjóri Hita- og loftræstiþjón- ustunnar og Lagnafélags Islands. Virðing við Halldór Laxness Frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni: MORGUNBLAÐIÐ og Ríkissjón- varpið eiga hrós skilið fyrir þá virð- ingu sem þau sýndu Halldóri Lax- ness við andlát hans. Umfjöllun blaðsins var því til afar mikils sóma og sjónvarpsþættimir einstakir. Einnig verður að hrósa DV fyrir að gera útfór og minningu fraktskips- ins Vikartinds engu verri skil en skáldsins. Það er til vitnis um að blaðið gerir sér grein fyrir mikil- vægi Vikartinds í menningarsögu okkar. Að lokum ætla ég að stinga upp á því við Ríkissjónvarpið að það sýni viðtalsþættina, sem voru uppi- staðan í heimildaþáttunum, í heild sinni aftur. Betri skemmtun en að horfa á Halldór er vandfundin. SIGURGEIR ORRI SIGURGEIRSSON, Kirkjutorgi 6,101 Reykjavík. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.