Morgunblaðið - 24.03.1998, Side 56

Morgunblaðið - 24.03.1998, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ -------Reikinámskeið1 1 11 1. og 2. stig reiki verður dagana 6. og 7. apríl n.k. Reikimeistaranámskeið verður haldið 8. apríl. n.k. Upplýsingar og skráning í síma 898 0277. Bergur Björnsson, reikimeistari. Hvítar blússur fyrir fermingarmömmur, ömmur og konur í kórum. Glueginn Laugavegi 60 sími 551 2854 ^otdsjö málning umhverfisvaen í hæsta gæðaflokki. Nordsjö aftur fyrstir □ Öll Bindoplast málning NordsjÖ frá Nordsjö hefur fengið umhverfisstimpil EBS * * , <r \ *** E3 Nordsjö Samtök asma- og ofnæmissjúklinga í Svíþjóð mæla með Bindoplast málningu. Útsölustaðir: Málarameistarinn, Sföumúla 8, Rvík. s: 5689045 Ó.M. búðin, Grensásvegi 14, Rvík. S: 568 1190 J-ækjarkot, Lækjargötu 32, Hf. S: 5550449 Er þessi stimpill á málningadósinni þinni B.G Bílakringlan, Keflavík s: 4214242 V.G. Búðin, Selfossi s: 482 3233 Málningabúðin, Akranes s: 4312457 Haukur Guðjónsson, málarameistari, Grindavfk s: 897 6309 KAUPMANNASAMTOK ISLANDS RAFRÆN VTÐSKIPTI í VERSLUN Ráðstefna og sýning Kaupmannasamtaka íslands Ráðstefna og sýning á Hótel Loftleiðum, í bíósal og þingsal 4, fimmtudaginn 26. mars 1998. Ráðstefnustjóri: Ingvi I. Ingason, formaður Menntanefndar KÍ. Sýnendur: Seljendur lausna til rafrænna viðskipta í verslun. Dagskrá: Kl. 12.00 Kl. 13.00 Kl.13.05 Kl. 13.20 Kl. 13.45 Kl. 14.15 Kl. 14.35 Kl. 14.55 Kl. 15.30 Kl. 15.50 Kl. 16.10 Kl. 16.30 Sýning opnuð í þingsal 4 á lausnum rafrænna viðskipta. Setning ráðstefnunnar. Benedikt Kristjánsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands. Ávarp. Finnur Ingólfison, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Yfirlit um rafræn viðskipti í verslun. Jakob Falur Garðarsson, framkvœmdastjóri EDI félagsins og ICEPRO. Tældfæri í samskiptum verslana og birgja í rafrænum viðskiptum. Ingi Þór Hermannsson, jramkvamdastjóri EAN á íslandi. Reynsla MS af EDI í samskiptum við verslanir. Laufey Asa Bjarnadóttir, forstöðumaður tölvudeildar Mjólkursamsölunnar. Tollurinn og kaupmenn. Karl F. Garðarsson, vararíkistollstjóri, RíkistoUstjóraembœttinu. KAFFIHLÉ Á SÝNINGARSVÆÐI. Bankar og kaupmenn. Björgvin Áskelsson, jjarvinnslukerfi Islandsbanka hf. Reynsla af rafrænum viðskiptum í verslun. Þröstur Karlsson, verslunarstjóri Samkaups. Lausnir, kostnaður og upptaka rafrænna samskipta í verslun. Stefán Hrajhkelsson, framkvamdastjóri Margmiðlunar. Léttar veitingar í boði Mjólkursamsölunnar á sýningarsvæði. Ráðstefinan er öllum opin. Ráðstefnugjald er kr. 1.200 fýrir félagsmenn KÍ og SSV, en kr. 1.800 fyrir aðra. Óskað er eftir að þátttaka sé tilkvnnt í sfma 568 7811 eða fax 568 5569. í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvað höfðingjarnir hafast að ÉG varð fyrir áfalli á þriðjudagskvöldið í síðustu viku þegar ég hlustaði á þátt um áfengismál í ríkis- sjónvarpinu. Þar komu m.a. fram tveir alþingis- menn sem sögðust vera bindindismenn en máttu samt ekki heyra það nefnt að leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanna yrði lækk- að. Það er óskiljanlegt að þetta skuli gerast fáum dögum eftir að hræðileg slys hafa átt sér stað með þeim afleiðingum m.a. að h'til börn missa foreldra sína og margir eiga um sárt að binda. Hvað er að gerast í þjóðfélaginu spyr sá sem ekki veit. Sjónvarpsáhorfandi. Heimilisbókhald VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf frá Eyjólfi: ,Á síðustu misserum hefur talsvert verið rætt og ritað um fjármál heim- ilanna og þá vikið að lé- legri fjárhagsstöðu og skuldasöfnun. Það mun vera staðreynd að hið sama gildir stundum um einstaklinga, sem stórar fjölskyldur. Góð yfirsýn varðandi fjármál hvers og eins er nauðsyn. Með einfóldu bókhaldi þar sem hver mánuður er tekinn fyrir sig er hægt að fá góða yf- irsýn. Tveggja dálka færsla, þar sem annars vegar eru færðar tekjur og hinsvegar útgjöld, er nægjanleg. Þá er hægt að sjá í lok mánaðarins hvort einhver tekjuafgangur hefur orðið, og hve mikill. Séu útgjöld hinsvegar meiri en tekjur, er það dæmi sem ekki gengur til lengdar. Við því verður að bregast með sparsemi, hyggindum og iðjusemi. Greinarhöfundur vill meina að svona bókhald ætti að kenna í bama- og unglingaskólum. Það gæti komið sér vel síðar í lífinu, en hafa þetta sem einfald- ast í sniðum. Eðlilega get- ur hver sem er byrjað á sínu bókhaldi, þótt ekki komi til greina kennsla eða ábendingar. Því ekki að gera tilraun, einn mán- uð til að byrja með?“ Tapað/fundið Sólgleraugu týndust í miðbænum SÓLGLE RAUGU týnd- ust í febrúar, líklega í miðbænum. Þetta eru Calvin Klein kvengler- augu, brún að lit. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 3275 eða 898 1133. Svartur jakki týndist á Nelly’s SVARTUR, hnepptur jakki, týndist úr fataheng- ingu á Nellý’s sl. laugar- dagskvöld. Með jakkanum var röndóttur trefill. Skil- vís finnandi hafi samband við Bryndísi í síma 555 3472. Með morgunkaffinu Aster... 8-17 .., a<5 fylgjast með syni sínum draga fyrsta fískinn aðlandi. TM Reg. U.S. PaL Oft. — afl rights iwwnwd (o) 199« Ira AfqMes Tlnw* Syndic«a BÍDDU bara þar til kjölturakkinn hennar Margrétar kemur og byrjar að róta í rósabeð- inu. COSPER ÞESSI lóð er á tilboði hjá okkur. EITT virði ég við hann, hann hleypur ekki á eft- ir öllu kvenfólki sem hann sér. JÆJA, nú skulum við hressa mannskapinn við með svolitlu þung- arokki. MAÐURINN þinn borg- ar þennan örugglega með glöðu geði. ÞBTTA gerðist þegar ég fór á útsölu um daginn. Víkverji skrifar... FYRIR nokkrum árum kviknaði áhugi á því að kanna möguleika á veiðum á búrfiski, enda fiskurinn mjög verðmætur. Um skeið barst svolítið af búrfiski á land og var sagt að a.m.k. einn bátur í Vest- mannaeyjum hefði fundið búrfísk- mið en gætt þess vandlega að aðrir fylgdu ekki í kjölfarið. Eftir nokkr- ar tilraunaveiðar á þessari fiskteg- und duttu þær upp fyrir. Nú um helgina var frá því skýrt, að Færeyingar mokfiskuðu á búr- fiskveiðum. Hvað veldur því, að þessum möguleikum er ekki fylgt eftir hér við land? XXX REMMINGAR þær, sem for- maður bankaráðs Landsbanka fslands hefur lent í eftir að uppvíst varð, að hann hefði lagt fram tillögu í bankaráðinu um að selja hlut bankans í Vátryggingafélagi ís- lands sýna glögglega hvað fjármála- stofnanir eru viðkvæmar fyrir upp- ákomum af þessu tagi. Það er held- ur óskemmtilegt fyrir Landsbank- ann, að bankaráð skuli kallað saman um helgi til þess að hægt sé að draga tillöguna til baka og ljúka málinu. Raunar á það ekki bara við um fjármálastofnanir heldur flest af stærri fyrirtækjum landsins, að þessir aðilar leggja mikla áherzlu á, að lenda ekki í neikvæðum frétta- flutningi. Þannig var athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum helztu forystumanna íslandsbanka hf., þegar hlutabréf Nýsköpunarsjóðs i bankanum voru sett í almenna sölu. Leiðandi öfl í hluthafahópnum lögðu mikla áherzlu á, að þeirri sölu yrði lokið án þess að uppnám og átök yrðu í kringum bankann og jafn- framt var megináherzla lögð á, að hlutabréfasalan leiddi ekki til neinna breytinga á bankaráðinu, að þessu sinni a.m.k. XXX EITT hundrað ár geta verið bæði langur tími og stuttur. Fróðlegt var að lesa viðtal í sunnudagsblaði Morgunblaðsins við Þorstein Jó- hannesson, fyrrverandi prófast í Vatnsfirði, sem á 100 ára afmæli í dag. Hann hefur því lifað langa ævi. Faðir hans vann hjá Benedikt Sveinssyni, föður Einars Bene- diktssonar, skálds. Hverjum hefði dottið í hug, að til væri íslendingur á lífi sem gæti sagt frá því, að faðir hans hefði unnið hjá einum helzta forystumanni í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á seinni hluta síðustu aldar? XXX FÓLK furðar sig á því kaupæði, sem hefur gripið annað fólk vegna ódýrari raftækja og tölvu- búnaðar en áður hefur verið í boði. En þarf nokkurn að undra þetta æði? Þegar þjóðin sér loksins fram á að fá margvísleg gæði á svipuðu verði og tíðkazt hefur árum saman í öðrum löndum er varla við öðru að búast en að hún noti tækifærið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.