Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 1
128 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 116. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters ANDSPYRNUMENN sem biðu Iausnar pólitískra fanga við Cipinang- fangelsi í Jakarta í gær héldu á lofti mynd af Suharto þungvopnuðum. Breytingar kynntar í efnahags- og stjórnmálalífi Indónesíu Þekktum pólitískum föngum veitt lausn Jakarta. Reuters. STJÓRNVÖLD í Indónesíu lét í gærkvöld lausa tvo vel þekkta pólitíska fanga, Sri Bintang Pamungkas og Muchtar Pakpahan. Sá fyrrnefndi er leiðtogi óopin- berra launþegasamtaka Indónesíu, og átti rétt ólokið afplánun fjög- urra ára fangelsisdóms er hann hlaut fyrir að hvetja til óeirða. Sá síðarnefndi var dæmdur í 34 mánaða fangelsi í fyrra fyrir að ófrægja Suharto í ræðu í Þýska- landi. Um leið og fregnirnar af lausn fanganna bárust út söfnuðust þúsundir stuðningsmanna og ætt- ingja saman fyrir utan Cipinang- fangelsið í Jakarta. Tilkynnt hafði verið fyrr um dag- inn að umfangsmiklar stjórn- málaumbætur standi fyrir dyrum, og fela þær m.a. í sér að flestum pólitískum föngum verði sleppt, bann við starfsemi stjómmála- flokka afnumið og að efnt verði til almennra kosninga eins fljótt og auðið er. Nýr forseti landsins, Jusuf Habibie, greindi í smáatriðum frá þeim leiðum sem fara á til þess að bæta efnahaginn og losa Indónesíu Segl á kaupsýslu- veldi Suhartos for- seta dregin saman úr viðjum verstu efnahagskreppu sem dunið hefur yfir landið í þrjá áratugi. Vildi forsetinn með því sannfæra umheiminn um að réttlætanlegt væri að veita Indó- nesum efnahagsaðstoð, eins og til hafði staðið. Það var einnig til merkis um breytingar að byrjað var að draga saman seglin á kaupsýsluveldi Suhartos, fyrrverandi forseta, og fjölskyldu hans. Ættingjar Habibies og Wirantos, yftrmanns hersins, sögðu einnig af sér embættum í samræmi við skilaboð þeirra um að látið skuli af þeim sið, í kaup- og stjómsýslu, að hygla skyldmennum. Rætt við IMF Suharto sagði af sér forseta- embætti sl. fímmtudag, eftir 32 ára valdatíð, og tók varaforseti hans, Habibie, við forsetastólnum. í dag verður nokkurt mat lagt á frammistöðu nýja forsetans þegar Hubert Neiss, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í Asíu, kemur til Jakarta og tekur á ný upp þráðinn í samningaviðræð- um um efnahagsaðstoð. IMF hefur frestað greiðslu á næsta hluta 10 milljarða dollara efnahagsaðstoðar, en alls hafa Indónesar samið um efnahagsað- stoð að upphæð 41,2 milljarða doll- ara. Setti sjóðurinn efnahags- og stjórnmálaumbætur sem skilyrði fyrir því að næsti hluti aðstoðarinn- ar yrði greiddur út. Fréttaskýrendur telja líklegt að Habibie muni færa Neiss sömu skilaboð og hann flutti ríkisstjóm sinni í gær, er hún kom saman til síns fyrsta fundar. „Við verðum að viðurkenna að árangur í að ná okk- ur upp úr efnahagskreppunni bygg- ist að miklu leyti á erlendum lán- um, sérstaklega til þess að fjár- magna innflutning á hráefni og varahlutum," sagði Habibie. „Árangur okkar við að ná stöðug- leika í innlendu stjórnmálalífi hefur áhrif á erlend lán.“ Verkföll vegna HM í Frakklandi París. Reuters. ÞRJU stéttarfélög flugmanna hjá Air France og vöruflutningabflstjór- ar settu samgöngur í Frakklandi nokkuð úr skorðum í gær, en nú er um það bil tvær vikur þar til Heims- meistarakeppnin í knattspyrnu (HM) hefst þar í landi, nánar tfltekið hinn 10. júní. Verkfall flugmanna í gær, annan daginn í röð, varð til þess að 12 af hundraði flugferða frá De Gaulle- flugvelli við París var aflýst og 30% flugferða frá Orlyílugvelli. Flug- menn mæta aftur til vinnu í dag, en stéttarfélögin hafa boðað vinnu- stöðvun á ný 1. til 4. júní nk. Bflstjórar í stéttarfélaginu Force Ouvriere (FO) ætluðu í gær að setja upp vegatálma og fara sér hægt á þjóðvegum til þess að leggja áherslu á kröfur sínai- um launahækkun. Samtök launþega í samgöngugrein- um hafa hótað auknum aðgerðum dagana fyrir HM, þar sem Ijóst þyk- ir að frönsk stjórnvöld séu reiðubúin til að gera margt til þess að komast hjá verkföllum er setji mótshaldið úr skorðum. Olgan sögð ógna öryggi Rússlands Moskvu. Reuters. Elísabet til Irlands? London. Reuters. GETGÁTUR eru uppi um að Elísabet Englandsdrottning hyggist heimsækja bæði N-ír- land og írland á næstunni til að sýna velþóknun sína á samþykkt íra sunnan og norð- an landamæranna á páska- samningnum svokallaða. Heimsókn Elísabetar til ír- lands yrði söguleg því breskur konungur eða drottning hefur ekki heimsótt lýðveldið eftir að það náði fullveldi árið 1921. Þau djúpu sár sem blóðugt frelsisstríð Ira við Breta skildu eftir sig hafa hingað til gert heimsókn bresks þjóðhöfð- ingja óhugsandi. ■ Lítill tími/37 BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ræddi við háttsetta embættismenn í Kreml í gær og talsmaður hans sagði að fjármálakreppan í landinu, mót- mælaaðgerðir kolanámamanna í Síberíu og átök í Dagestan að undan- förnu hefðu ógnað öryggi landsins. Embættismennirnir ákváðu að skipa sérstaka nefnd til að leysa vanda kolanámanna og samhæfa stefnuna í málefnum Kákasushéraðanna en mesta athygli vakti hörð gagnrýni fundarmanna á síðustu stjórn og rússneska fjölmiðla. Jeltsín stjórnaði fundi öryggisráðs Rússlands þar sem fjallað var um mótmæli kolanámamanna, sem hindruðu lestasamgöngur í Síberíu í vikunni sem leið, og átök sem bloss- uðu upp í Dagestan, nágrannahéraði Tsjetsjníu, þegar hópur vopnaðra manna réðst á opinbera byggingu. Sergej Jastrzhembski, talsmaður Jeltsíns, sagði að öryggisráðið teldi að stjóm Viktors Tsjemomyrdíns, fyrrverandi forsætisráðherra, ætti mesta sök á vandamálum kolanám- anna og ólgunni í Kákasushéruðun- um þar sem hún hefði látið hjá líða að takast á við vandann. Jastrzhembskí sagði einnig að um- fjöllun rússneskra fjölmiðla um „lestastríðið“ í Síberíu hefði farið „langt út fyrir skynsamleg mörk“ en vildi ekki svara því hvort hæft væri í fréttum um að rússneskir kaupsýslu- menn hefðu hvatt námamennina til mótmælaaðgerðanna. Reuters Haraldur og Sonja í Kreml HARALDUR Noregskonungur og Sonja drottning komu í fimm daga opinbera heimsókn til Rúss- lands í gær. Er norsku konungs- hjónin voru boðin velkomin við athöfn í Kreml færði Naina, eig- inkona Jeltsíns, Sonju blómvönd. Þetta er í fyrsta sinn frá því 1905 sem norskur þjóðhöfðingi heimsækir Rússland. Itar-Tass hafði eftir Haraldi í gær að hann ætlaði að ræða umhverfismál og öryggisráðstafanir í kjarnorku- málum við Rússlandsforseta. Haraldur sagðist í gær vænta þess að hann myndi skrifa undir samkomulag við Rússa um um- hverfisvernd. Kaup Svisslendinga á nazistagulli Létu sig uppruna gullsins litlu varða Zlirich. Reuters. SEÐLABANKI Sviss, sem var stór- tækastur í að kaupa gull af nazista- stjórninni í Þýzkalandi á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar, gerði ekk- ert til að fá úr því skorið hvort gullið sem hann tók við væri illa fengið. Að þessari niðurstöðu komust höfundar ítarlegrar skýrslu um viðskipti sviss- neskra banka með svokallað nazista- gull, sem birt var í gær. Skýrslan, sem er 190 bls. að stærð, er niðurstaða rannsókna alþjóðlegs hóps fræðimanna; sem svissneska stjórnin réð til að komast til botns í þessu máli, sem alþjóðlegar deilur hafa staðið um og þykja hafa skaðað ímynd hins hlutlausa alpalýðveldis. I skýrslunni kemur fram, að sviss- neski seðlabankinn keypti gull frá þýzka seðlabankanum Reichsbank fyrir sem nemur 280 mifljónir Bandaríkjadollara, að þávirði, og hafði milligöngu um sölu á meira gulli þaðan til annarra banka. Að sögn embættismanna myndi verð- mæti þessa gulls vera að núvirði í kringum 178 milljarðar króna. Svissneski seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hann harmar að hann hafi óafvitandi keypt gull sem ættað hefði verið úr eigu fólks sem nazistar hefðu sett í útrýmingarbúðir. ■ Ný skýrsIa/26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.