Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 11

Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 11 til þess að framlengja starfsleyfið til ársloka 1990, en um það hafði félagið sótt. Bankaeftirlitið krafði stjórnendur þess um greinargerð þar sem fram kæmi til hvaða ráðstafana stjórnin hygðist grípa af þessu tilefni. I skýrslunni er síðan vísað til svarbréfs frá stjórnarfor- manni Lindar hf., þar sem fram kemur að til greina komi að leggja félagið niður eða sameina það öðru fyrirtæki. I því bréfi kemur einnig fram, að verði fyrirtækið rekið áfram sem sjálfstætt félag, muni eigendur þess auka eigið fé þess þannig að eiginfjárhlutfallið nái 10% eins og þágildandi lög gerðu ráð fyrir. Eigið fé félagsins var síð- an aukið um 115 millj. kr. í lok des- ember 1990 og komu 80,5 m.kr. í hlut Landsbankans. Uppfyllti félagið þar með lágmarkshlutfall eigin fjár skv. lögum nr. 19/1989 og staðfesti viðskiptaráðuneytið í framhaldi af því að starfsleyfi félagsins væri í gildi, með bréfi dags. 23. janúar 1991. í skýrslunni gerði bankaeftirlitið ýmsar athuga- semdir við starfsemi félagsins. Meðal annars varar bankaeftirlitið við þeirri áhættu, sem getur skap- ast fyrir eignarleigufyrirtæki ef gerðir eru leigusamningar um muni sem festir eru við fasteign eða skip. I janúar 1993 sendi bankaeftirlit Seðlabankans frá sér aðra skýrslu í framhaldi af athugun þess á starf- semi Lindar hf. Miðaðist sú athug- un við stöðu efnahagsliða og ein- stakra mála, pr. 30.09. 1992. í nið- urstöðum þeirrar skýrslu kemur m.a. fram að bankaeftilitið taldi að í milliuppgjöri, pr. 30.09. 1992 vanti um 15-20 m.kr. afskriftaframlag vegna stöðvaðra samninga og að bankaeftirlitið taldi óvíst að 1% al- menn niðurfærsla af útistandandi ki’öfum félagsins á sama tíma væri nægjanleg. Bankaeftirlitið taldi ennfremur hættu á að eiginfjár- hlutfall fyrirtækisins væri undir lögskyldum 10% mörkum, eða á bil- inu 9,4-9,6%. Eftirlitið lagði því áherslu á að við ársuppgjör fyrir árið 1992 væri farið nákvæmlega yfir stöðu stærstu lánþega sjóðsins og vanskilamál með hliðsjón af tap- hættu og að afskriftaþörf sé metin og tekið tillit til hennar við ársupp- gjörið. Komi í ljós við það uppgjör að eiginfjárhlutfallið sé undir lög- skyldum mörkum, verði þegar í stað gripið til viðeigandi ráðstaf- ana. I árslok 1992 eignaðist Lands- banki Islands 99% hlutafjár í Lind hf. á móti 1% hlutafjár í eigu Veð- deildar bankans. í ágúst 1994 sendi bankaeftirlitið aftur frá sér skýrslu um athugun þess á nokkrum þáttum í rekstri og efnahag Lindar hf. Sú athugun miðaðist við stöðu efnahagsliða og einstakra mála pr. 30.04. 1994. I skýrslunni er m.a. bent á að fyrir- sjáanlegt sé að félagið komi til með að tapa verulegum fjármunum á rekstrarleigustarfsemi með vinnu- vélar sem félagið hóf árið 1993. Bankaeftirlitið gerði einnig athuga- semd við vaxtabindingu skulda fyr- irtækisins, en lán sem höfðu verið tekin, þegar vaxtastig var mjög hátt, voru til mun lengri tíma en samsvarandi eignarleigusamning- ar. Þetta taldi bankaeftirlitið geta haft alvarleg áhrif á afkomumögu- leika fyrirtækisins í framtíðinni. Megin niðurstaða skýrslunnar var sú, að raunveruleg afskriftaþörf Lindar 31.12.1993, hefði numið 340 m.kr. en ekki 280 m.kr. eins og árs- reikningurinn það ár sýndi. Banka- eftirlitið gerði einnig athugasemd við framsetningu ársreiknings vegna ársins 1993. Þá kom fram í skýrslunni að bankaeftirlitið taldi þörfina á afskriftaframlögum á skoðunardegi vera samtals 400 m.kr. eða um 50-100 m.kr. hærri en þá var búið að leggja í afskrifta- reikning og að hugsanlega væri hún enn meiri. Bankaeftirlitið fór því fram á það við forráðamenn Lindar hf. að þeir legðu fram endurskoðað milliuppgjör, ásamt greinargerð þar sem fram kæmi með hvaða hætti þeir áformuðu að tryggja áframhaldandi starfsemi fyrirtæk- isins. Var óskað eftir því að um- beðin gögn bærust fyrir lok sept- embermánaðar 1994. Endurskoðað árshlutauppgjör, pr. 31. ágúst 1994, barst bankaeftir- litinu í lok október 1994 ásamt greinargerð löggilts endur- skoðanda. Samkvæmt því var tap tímabilsins um 62 m.kr., eftir að 46 m.kr. höfðu verið lagðar í afskrifta- reikning Lindar hf. í uppgjörinu hafði endurskoðandinn gert ráð fyrir 200 m.kr. ábyrgð Landsbanka Islands, en til hennar kom ekki þar sem í kjölfar þessa var Lind hf. sameinuð Landsbankanum enda uppfyllti fyrirtækið ekki lengur eig- infjárákvæði laga. Formlegri af- greiðslu viðskiptaráðuneytisins á heimild til samruna þessara tveggja aðila lauk með bréfum ráðuneytisins til þeirra, dags. 2. nóvember 1994. Seðlabanka íslands var tilkynnt um afgreiðslu ráðu- neytisins með bréfi, dags. 3. nóvem- ber 1994, en áður hafði Seðlabank- inn veitt umsögn um samrunann skv. ákvæðum laga um viðskipta- banka og sparisjóði nr. 43/1993 og lögum um aðrar lánastofnanir en viðskiptabanka og sparisjóði nr. 123/1993. Gerði Seðlabankinn ekki athugasemdir við fyrirhugaðan samruna. Áður höfðu farið fram bréfaskipti milli bankaeftirlitsins og Lindar hf. og stjórnenda Lands- bankans vegna þeirrar stöðu sem félagið var þegar komið í. Eftir að Lind hf. var lögð niður og Landsbankinn yfirtók útistand- andi eignarleigusamninga hefur bankaeftirlitið ekki haft frekari af- skipti af því sérstaklega. Frá árslokum 1994 hefur starfsemin verið rekin sem ein deild í Lands- bankanum og ekki hafa verið gerðir nýir eignarleigusamningar. Eftirlit bankaeftirlitsins frá þeim tíma hef- ur því ekki beinst sérstaklega að Lind hf., en verið Iiður í almennu eftirliti með Landsbanka Islands hf. Nefna má í því sambandi að í lok ársins 1995 fékk bankaeftirlitið samkvæmt beiðni ljósrit af öllum bréfum sem löggiltur endur- skoðandi Landsbankans sendi bankanum á órunum 1994 og 1995, sem m.a. fjölluðu sérstaklega um þá deild sem sér um fyrrum eignar- leigustarfsemi Lindar hf. Að síðustu má nefna að á árunum 1992-1995 bárust bankaeftirlitinu fimm formlegar kvartanir einstak- linga vegna viðskipta þeirra við Lind hf. Voru gerðar athugasemdir við starfshætti félagsins í tveimur þeirra og í öðru tilvikinu taldi bankaeftirlitið að starfshættir félagsins væru í andstöðu við meg- intilgang laga um eignarleigustarf- semi, vinnubrögð væru ófagleg og stórlega ámælisverð. í öðrum til- vikum þótti ekki ástæða til athuga- semda.“ Forsætisráðherra um háiendisfrumvörpin þrjú Verða afgreidd á þessu þingi DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sinni eigin áskorun. undir þær skoðanir sem komið hefðu sagði aðspurður í upphafi þingfund- Forsætisráðherra kvaðst í fyrstu fram í leiðurum Morgunblaðsins um ar á Alþingi í gær að sá vilji ríkis- stjórnarinnar um að afgreiða há- lendisfrumvörpin þrjú á þessu þingi væri óbreyttur. Þetta sagði hann í kjölfar þess að þingmenn í stjórnarandstöðu gerðu að umtalsefni yfirlýsingu fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugar- dag. Þar er skorað á ríkisstjórnina að ljúka ekki afgreiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu á þessu þingi heldur fresta henni til haustsins. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, hóf máls á þessari umræðu í upphafi þingfundar í gær og sagði að það væri ástæða til að gera sér vonir um að það hefðu orðið ákveðin skoðana- skipti í stjórnarliðinu til hálendis- frumvarpanna, þar sem í hópi fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Ráðherra skipaði 30. sæti listans eða heiðurssætið. Svavar kvaðst því hafa orðið nokkuð undrandi þegar hann hefði séð dagskrá Alþingis í gær, þar sem umræður um sveitarstjórnarlög væru fyrsta dagskrármálið, ekki síst vegna þess að hann hefði haldið að forsætisráðherra gæti orðið við ekki vera viss um að R-listinn í Reykjavík hefði haft samráð við Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, um allar sínar helstu yfir- lýsingar, en Gylfi skipaði 30. sæti og heiðurssæti Reykjavíkurlistans. Þvi næst sagði forsætisráðherra að frambjóðendur D-listans í Reykja- vík hefðu yfirleitt ekki haft samráð við sig sérstaklega þegar þeir hefði gefið frá sér yfirlýsingar frekar en hann vænti þess að R-listinn hefði fundað mikið með Gylfa Þ. Gíslasyni um sumar þær yfirlýsingar sem frá listanum hefðu komið. Ráðherra ítrekaði síðan að ríkis- stjórnin stefndi að því að afgreiða hálendisfrumvörpin þrjú á þessu þingi og að sá vilji hefði ekkert breyst. Aðrii' þingmenn í stjómarand- stöðu tóku undir málflutning Svav- ars m.a. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokld jafnaðarmanna. Hún benti ennfremur á að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sem skipað hefði annað sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjómar í Reykjavík væri jafnframt fonnaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og sem slíkur hefði hann gegnt lykil- hlutverki í afgreiðslu sveitarstjórn- arfrumvarpsins. Rannveig kvaðst ennfremur taka að það væri misskilinn metnaður ráðherra og þingmanna að knýja mál með hraða í gegnum þingið. Frekar ætti að taka mark á áhyggj- um almennings og fresta afgreiðslu hálendisfrumvarpanna. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra tók einnig til máls í þessari umræðu og kvaðst reyndar telja hana afar undarlega. „Þetta snýst ekkert um það hvað er skrifað í Morgunblaðið, þetta snýst ekkert um það hvað einstakir frambjóðend- ur hafa sagt í sveitarstjómarkosn- ingum sem er lokið,“ sagði hann. „Auðvitfið verður hver og einn að hafa sína skoðun á þessu máli eins og öðm. Það kemur mér á óvart að stjómarandstaðan hér á Alþingi vilji framkvæma í einu og öllu það sem stendur í Morgunblaðinu. Það er al- veg nýtt. En málið snýst um það að meirihluti Alþingis óskar eftir því að ljúka umræðunni um sveitarstjóm- arlög með lýðræðislegum hætti. Eg hef fram að þessu haldið að það væri þessi meirihluti sem skipti máli. Stjórnarandstaðan vill hins vegar koma í veg fyrir að lýðræðið virki hér á Alþingi og það þýðir ekkert að vera að beita Morgunblaðinu eða einstökum frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins fyrir því í þeim efn- um,“ sagði hann m.a. Beint leiguflug 12.-23. júní á mann m.v. tvo í íbúð á Residence Regina Viareggio er töfrandi strandbær í Toscanahéraði og þar bjóðum við gott úrval hótela og ibúða- hótela. Ströndin er ein sú breiðasta og besta við Míðjarðarhafið og upplagt er að skreppa til Flórens og Pisa. Bókunarstaða Flug og bíll Bókunarstaða 30. júní 7. júlí 14. júlí 21. júlí 28. júlí alla þriðjudaga frá 30. júní til 8. sept. 5 sæti laus laus sæti laus sæti uppselt/biðlisti laus sæti 4. ágúst 11. ágúst 18. ágúst 25. ágúst 1. sept. 4 sæti laus uppselt/biðlisti uppselt/biðlisti laus sæti laus sæti SGífGífliíumítalíu Ítalska menningarreisan 11. ágúst uppselt/biðlisti Unaðsveröld Garda og Suður-Tíról uppselt/biðlisti skattar innifaldir Vikulegar ferðir til Toscana og Garda alla laugardaga frá 25. júlí til 5. september 4 4 ^URVAL-UTSYN Lágmúla 4: sími 569 9300, ercenl númer: 800 6300. Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. VISA 18. júlí laus sæti 25. júlí laus sæti l.ágúst 5 sæti laus 8. ágúst uppselt/biðlisti 15. ágúst 9 sæti laus 22. ágúst 5 sæti laus 29. ágúst uppselt/biðlisti 5. sept. laus sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.