Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn um Lind hf. HÉR fer á eftir í heild svar við- skiptaráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþing- ismanns um málefni Landsbanka íslands og fjármögnunarleigufyrir- tækisins Lindar hf. Svar Við fyrirspum Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur til við- skiptaráðherra um málefni Lands- banka íslands og fjármögnunarfyr- irtækisins Lindar hf., þingskjal 1216. Fyrirspurnin er svohljóðandi: 1. Hvenær, hvernig og af hvaða tilefni eignaðist Landsbanki íslands fjármögnunarleigufyrirtækið Lind hf.? 2. Hver var staða fyrirtækisins þegar Landsbankinn eignaðist það og hvert var kaupverð þess? 3. Hverjir voru stjómendur Lind- ar hf. eftir að Landsbankinn eignaðist fyrirtækið, a. framkvæmdastjóri, b. stjórnarformaður, c. aðrir stjómarmenn? 4. Hvenær og af hvaða tilefni var starfsemi fyrirtækisins hætt og hve miklu hefur Landsbankinn tapað eða mun tapa vegna Lindar hf.? 5. Hver var ástæða hins mikla taps af starfsemi Lindar hf.? Hverj- ir tóku ákvarðanir sem leiddu til þess, vegna hvaða viðskipta og hvaða fyrirtækja eða atvinnugrein- ar áttu í hlut? 6. Hvað mikið hefur Landsbank- inn lagt fyrir á afskriftareikning vegna Lindar hf. og hve mikið hefur hann þegar afskrifað? 7. Gerði bankaeftirlit Seðlabanka Islands athugasemdir við rekstur Lindar hf. og ef svo er, hvenær og til hvaða ráðstafana var gripið? 8. Hvað gerði bankaráð og banka- stjóm Landsbanka íslands til þess að koma í veg fyrir hið mikla tap Lindar hf.? 9. Hvað var gert af hálfu bankaráðs Landsbankans til að leita skýringa á tapi Lindar hf.? 10. Hefur einhver verið látinn sæta ábyrgð vegna þessa taps? Viðskiptaráðuneytið fór þess á leit við Landsbanka íslands hf. að hann veitti upplýsingar vegna þeirra spuminga sem fram koma í fyrirspuminni og varð bankinn við þeirri ósk. Þá leitaði viðskiptaráðu- neytið eftir upplýsingum bankaeft- irlitsins vegna liðar 7 í fyrirspum- inni. Svör þessara aðila fara hér á eftir. Svar Landsbanka íslands hf. er svohljóðandi: „1. Eignarleigan Lind hf. var stofnuð árið 1986 og voru stofnend- ur félagsins Banque Indosuez (40%), Samvinnubanki íslands (30%) og Samvinnusjóður íslands (30%). Hlutafé félagsins við stofnun var 10 m.kr. Við kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum í upphafí árs 1990 eignaðist bankinn 30% eignarhlut í Lind hf., að nafnverði 3 m.kr. í lok sama árs keypti bankinn 40% eign- arhlut Banque Indosuez í Lind hf. Kaupverðið var 5,6 m.kr. en hluta- bréfín vom að nafnverði 4 m.kr. Eftir kaup Landsbankans á eignar- hluta hins franska banka hafði Landsbankinn eignast 70% eignar- hlut í félaginu, að nafnvirði 7 m.kr., en að kaupverði um 8,6 m.kr. í framhaldi af kaupunum af Banque Indosuez var eigið fé Lind- ar aukið um 115 m.kr. og komu 80,5 m.kr. í hlut Landsbankans. Aftur var hlutafé aukið í desember 1991 um 60 m.kr. og kom það allt í hlut Landsbankans. Jókst eignarhlutur bankans við það úr 70% í 80%. Ástæður hlutafjáraukningar vom að uppfylla þurfti kröfur laga um eiginfjárhlutfall. Á árinu 1992 keypti Landsbank- inn eignarhlut Samvinnusjóðs Is- lands í Lind hf. að nafnverði 37,5 m.kr. en að kaupverði 45 m.kr. Eftir það var bankinn eini eigandi félags- ins. 2. Bókfært eigið fé félagsins í árslok 1989 var neikvætt um 35,5 m.kr., í árslok 1990 var eigið fé félagsins 87,9 m.kr. og í árslok 1991 var eigið fé félagsins 158,1 m.kr. Tap var af rekstri félagsins árið 1989 um 28,8 m.kr., hagnaður árið 1990 var 12,2 m.kr. og hagnaður árið 1991 var um 4,7 m.kr. Heildar- eignir félagsins í árslok 1989 vora l. 714 m.kr., í árslok 1990 1.913 m. kr. og árslok 1991 2.557 m.kr. Samanlagt kaupverð Landsbank- ans á eignarhlutum í Lind hf. var 53,6 m.kr. Þátttaka bankans í hluta- fjáraukningu nam alls 140,5 m.kr. 3. Stjómarmenn í félaginu frá því Landsbankinn eignaðist fyrst hlut í félaginu, vom eftirtaldir: Árið 1990 Guðjón B. Ólafsson (stj ómarformaður) Geir Magnússon Gunnar Sveinsson Jean Pierre Molin Bemard Esnault. Aprfl 1991 - aprfl 1992 Halldór Guðbjamason (stjómarformaður) Geir Magnússon Guðjón B. Ólafsson Gunnar Sveinsson Stefán Pétursson (frá júlí 1991) Aprfl 1992 til desember 1992 Halldór Guðbjamason (stj órnarformaður) Barði Árnason Guðjón B. Ólafsson Gunnar Sveinsson Stefán Pétursson Desember 1992 til nóvember 1994 Halldór Guðbjamason (stjórnarformaður) Barði Ámason Stefán Pétursson. Framkvæmdastjóri Lindar hf. öll rekstarár félagsins var Þórður Ingvi Guðmundsson. 4. Á bankaráðsfundi 13. október 1994 fól bankaráð Landsbankans bankastjóm að leita leyfis við- skiptaráðherra til samruna eignar- leigufyrirtækisins Lindar hf. við Landsbanka Islands. Formlegri af- greiðslu viðskiptaráðuneytis á heimild til samruna lauk með bréfi dags. 2. nóvember 1994. Endurskoðað milliuppgjör Lind- ar hf. pr. 30. ágúst 1994, sem lagt var fram í byrjun október 1994, leiddi í ljós að rekstrargrundvöllur félagsins var endanlega brostinn, þrátt fyrir aðgerðir bankans sem ætlaðar vom til að treysta rekstrar- gi’undvöll þess. Landsbankinn hafði meðal annars í tengslum við árs- uppgjör Lindar hf. fyrir árið 1993 skuldbundið sig til að greiða töp Lindar hf. sem þá vora fyrirsjáan- leg. Samtals hefur Landsbankinn tapað eða mun tapa fjárhæð er nemur 707 m.kr. vegna afskrifta og afskriftaframlaga bankans vegna eignarleigusamninga Lindar hf. Auk þess var sölutap rekstrarleigu- eigna um 16 m.kr. Ékki er gert ráð fyrir frekari afski-iftaframlögum vegna þessa máls í Landsbankan- um. 5. Skýring þess taps sem varð af starfsemi Lindar hf. er samspil margra þátta. Hluta skýringanna er að leita í þeirri megin hugmynd sem lá að baki starfrækslu félagsins. Hún var að fjármagna leigumuni án þess að taka aðrar tryggingar en í leigumununum sjálfum. Þegar félagið hóf rekstur var mikil upp- sveifla í efnahagslífínu og vextir á eignarleigusamningum vora mjög háir. Hugmyndin virtist þannig ganga vel upp. Þegar uppsveiflunni lauk komu fram erfiðleikar. Rekstur margra viðskiptavina félagsins fór í þrot, markaðsverð leigumuna féll og end- ursölumarkaður var mjög erfiður. Við þetta bættist að oft var um mjög sérhæfða muni að ræða. Við þessar aðstæður var erfitt að beita almennum innheimtuúrræðum. I stað þess að taka strax á vandanum, var skuldum því ítrekað skuldbreytt í von um bætta stöðu skuldara. Efnahagsbatinn lét hins vegar standa á sér. Frekara verðfall varð á mörgum eignarleigumunum á sama tíma og virði þeirra lækkaði meira við notkun leigutaka. Endur- teknar skuldbreytingar samhliða verðmætarýmun eignarleigumuna, sem oft á tíðum vora eina trygging fyrir greiðslu samningsins, mögn- uðu þannig vandann í stað þess að leysa hann. Rekstrarhugmynd sú sem félagið byggði á gerði miklar kröfur til framkvæmdastjóra félagsins. Jafn- framt er slíkur áhætturekstur mjög viðkvæmur fyrir áhrifum efnahags- sveiflna. í skýrslu Löggiltra endur- skoðenda hf. frá 7. febrúar 1995 segir að þótt vinnubrögð við lánveit- ingar hafi breyst mikið til batnaðar á sl. tveimur áram, beri tölur með sér að alvarlegir misbresth- hafa verið í útlánaferli og eftirfylgni félagsins með útlánum um langt skeið. Verulegan hluta af ábyrgðinni höfðu skýrsluhöfundar getað rakið til ákvarðana fyrram framkvæmdastjóra félagsins. Heildareignir Lindar hf. þegar Landsbankinn yfirtók eignir og skuldir Lindar hf. námu um 3.181 m.kr. Þar af vora eignarleigusamn- ingar og ýmsar kröfur að fjárhæð um 2.918 m.kr. Skipting afskrifta og afskriftaframlaga Landsbankans vegna eignarleigusamninga og krafna Lindar hf., á einstakar at- vinnugreinar er eftirfarandi: Sjávarútvegur 73 aðilar 190 m.kr. Iðnaður 55 aðilar 153 m.kr. Verslun 25 aðilar 40 m.kr. Samgöngur 25 aðilar 48 m.kr. Þjónusta 71 aðilar 118 m.kr. Einstaklingar 81 aðilar 103 m.kr. Landbúnaður 3 aðilar 2 m.ki-. Annað/óflokkað 5 aðilar 15 m.kr. Samtals 338 aðilar 669 m.kr. Almennt afskriftarframlag 38 m.kr. Samtals afskriftir/framlög 707 m.ki-. Samtals er afskrifað og lagt í af- skriftareikning vegna 338 aðila. Þar af vora einungis 6 aðilar með hærri fjárhæð en 10 m.kr. og samtals nam afskrift á þessa 6 aðila um 109 m.kr. Hæsta fjárhæð á einn einstakan skuldara nam um 31 m.kr. Meðaltals fjárhæð á hina 332 er því um 1,8 m.kr. á hvern aðila. Framkvæmdastjóri félagsins tók allar almennar ákvarðanir varðandi lánveitingar félagsins. Lánanefnd kom að stærri ákvörðunum og stjóm að meiriháttar ákvörðunum varðandi lánveitingar. 6. Bankinn hefur lagt til hliðar í afskiftareikning bankans um 217 m.kr. vegna eignarleigusamninga Lindar. Auk þess hefur hann þegar endanlega afskrifað um 490 m.kr. vegna eignarleigusamninga félags- ins. Samtals afskriftaframlög og af- skriftir nema því um 707 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir frekari afskrifta- framlögum vegna þessa máls í Landsbankanum. 7. Landbankinn telur rétt að leitað verði svara við þessari spurn- ingu hjá bankaeftirliti Seðlabanka Islands. 8. Landsbankinn eignaðist fyrst hlut í Lind hf. við kaup á Samvinnu- banka íslands hf. á árinu 1990 og tóku fulltrúar bankans fyrst sæti í stjóm félagsins í apríl 1991. Á áran- um 1991 og 1992 fjallaði þáverandi bankaráð og bankastjóm oft um málefni Lindar hf. og stefnu bank- ans í eignarleigustarfsemi. Vora m.a. teknar ákvarðanir um að auka eigið fé félagsins til að uppfylla eig- infjárkröfur, bankastjóri og aðstoð- arbankastjórar tóku sæti í stjórn félagsins og settar vora reglur um útlán og útlánaákvarðanir. Eftir að Landsbankinn varð einn eigandi að félaginu í nóvember 1992 var lána- nefnd Lindar hf. styrkt og á aðal- fundi 1993 var endurskoðandi bank- ans kjörinn sem endurskoðandi Lindar hf. Fyrstu vísbendingar um alvarlega stöðu félagsins koma með skýrslu endurskoðenda í desember 1993. Samstundis var gripið til að- gerða til að forða félaginu frá rekstrarstöðvun og gekkst Lands- bankinn í ábyrgð vegna fyrirsjáan- legra útlánatapa Lindar hf. Jafn- framt var ákveðið að auka aðhald með rekstrinum og að lánanefnd færi yfir allar útlánaákvarðanir framkvæmdastjóra. I kjölfar árs- hlutauppgjörs 31. ágúst 1994 var ákveðið að hætta rekstri félagsins og sameina það Landsbankanum. Eftir að starfsemi félagsins var hætt og bankinn yfirtók eignar- leigusamninga hefur innheimta eignarleigusamninga verið í sama farvegi og önnur útlána- og afskrift- armál í bankanum. 9. Mikið hefur verið fjallað um málefni fyrirtækisins í bankaráði Landsbankans til að leita skýringa á tapi bankans og hvemig tryggja megi að slíkt endurtaki sig ekki í framtíðinni. I janúar 1996 var lögð fyrir bankaráð ítarleg greinargerð um málið, en í þeirri skýrslu er leitast við að upplýsa og varpa ljósi á þær ákvarðanir og þá atburðarás sem leiddi til hins mikla taps fyrirtækis- ins. í framhaldi af því fór bankaráð Landsbanka Islands þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún færi yfir gögn málsins. Sérstaklega var kannað hvort ástæður væru til frek- ari aðgerða skv. lögum um meðferð opinberra mála. Ríkisendurskoðun skilaði greinargerð um þetta og fjallaði bankaráð ítarlega um niður- stöður Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún var kynnt við- skiptaráðherra. Niðurstaða umfjöll- unar bankaráðs um greinargerð Ríkisendurskoðunar var að ekki væri ástæða til frekari aðgerða að svo komnu máli. Ríkisendurskoðun var gerð grein fyrir afstöðu bankaráðs. Niðurstaða ríkisendur- skoðanda lá fyrir í lok árs 1996 en þar kemur fram að i framhaldi af ákvörðun bankaráðs og þeim upp- lýsingum sem komið höfðu fram, muni Ríkisendurskoðun ekki aðhaf- ast frekar í máli þessu nema til komi nýjar upplýsingar. f september 1996, í framhaldi af umfjöllun um þær greinargerðir sem lagðar höfðu verið fyrir bankaráð Landsbankans varðandi málefni og afdrif Lindar hf., ákvað bankaráð Landsbanka íslands að fara þess á leit við Ríkisendur- skoðun að hún framkvæmdi athug- un á útlánareglum Landsbankans og upplýsingagjöf til bankaráðs um helstu viðskiptavini. Einnig að Ríkisendurskoðun kannaði með hvaða hætti væri staðið að upplýs- ingagjöf til bankaráðs um aðra þætti varðandi rekstur og stjórnun bankans sem bankaráðinu er nauð- synlegt að fá upplýsingar um til þess að geta rækt stjórnunar- og eftirlitsskyldu sína. Ríkisendur- skoðun féllst á þessa beiðni og skilaði stofnunin bankaráði ítarlegri greinargerð um þessi mál í apríl 1997. 10. Við yfii'töku Landsbankans á Lind hf. haustið 1994 lét fram- kvæmdastjóri félagsins af störfum. Frekari eftirmálar sem tengjast þessu máli hafa ekki orðið að hálfu Landsbankans.“ Svar bankaeftirlits Seðlabanka Islands við lið nr. 7 í fyrirspurninni er svohljóðandi: „Starfsemi eignarleigufyrirtækja féll fyrst undir eftirlit bankaeftirlits Seðlabanka íslands með lögum nr. 19/1989 um eignarleigustarfsemi, en nú fer um starfsemi þeirra skv. lög- um nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og spari- sjóði. Fyrsta reglulega athugun banka- eftirlitsins hófst með bréfi sem sent var félaginu, dags. 20. júní 1990. Þeirri skoðun lauk í desember það ár og var fyrirtækinu send skýrsla með helstu niðurstöðum. í skýrsl- unni kemur m.a. fram að óvissa sé um framtíð fyrirtækisins þar sem félagið uppfyllti þá ekki skilyrði laga um eigið fé. Félagið hafði verið rekið á sérstakri undanþágu við- skiptaráðuneytisins, skv. heimild til bráðabirgða í lögum nr. 19/1989. Sú heimild rann út hinn 4. október 1990, og þar með starfsleyfi félags- ins, án þess að bætt hefði verið úr eiginfjárvöntuninni. Viðskiptaráðu- neytið taldi sig skorta lagaheimild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.