Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 35 MENNTUN Leikskóli Skipulagið í Sólborg er ekki sniðið eftir þörfum heilbrigðra og fatlaðir eru þ.a.l. ekki beygðir undir það. Skipulagið er smíðað utan um þarfír beggja hópa. Gunnar Hersveinn var dagstund í leikskólanum og var með í bangsatíma á deild þar sem íslenska móðurmálið er tvenns konar, táknrænt og hljóðrænt. LIGHT5 5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs börnunum og vinni með tillit til ólíkra þarfa þeirra," segir Hjördís. Tvítyngd leikskóladeild Á öllum deildum skólans læra börnin eitthvað í táknmáli og öll fá þau svokallað nafnatákn. Þennan dag sem blaðamaður var í heimsókn fór til dæmis val fram á táknmáli. Leikskólakennari las upp nöfn barnanna á táknmáli og þau fylgdust með til að geta valið hvað þau ætluðu að gera í næstu kennslustund. Birkistofa er hinsvegar tvítyngd leikskóladeild og á henni eru heyrnarlaus og heyrandi böm sam- an. Sum börnin eiga heyrnarlaus foreldri eða heyrnarlaus systkini eða ættingja. Þar era fimm starfs- menn, þær Sjöfn Sigsteinsdóttir, B.A. í sálfræði, Kristín Harpa Rögnvaldsdóttir og Sólrún Ragn- arsdóttir starfsmenn Sóknar og Hjördís Björg Gunnarsdóttir, og Regína Rögnvaldsdóttir. Á Birkistofu skapar starfsfólkið aðstæður íyrir börn með tvö ólík móðurmál og líka að allir geti talað við alla. Starfsfólkið á deildinni segir að samskiptin skipti höfuðmáli og að í öllu daglegu starfi sé tekið mið af tveimur ólík- um málum og menningunni sem þeim fylgi. Kaffi á táknmáli Börnin virðast kunna vel við skipulagið á deildinni, þau tala ákaft saman á táknmáli, með hreyfingum og augunum. Einnig nota þau snertingu og að stappa niður fótunum til að ná athygli. Nú er kaffitími runninn upp og þau hjálpast að við að skera ost of- an á ristað brauð. Á þessum tíma tala börnin á Birkistofu bara tákn- mál og er hann því mjög hljóðlát- ur. Á Birkistofu er lögð áhersla á að heyrandi börn læri og noti ís- lenskt táknmál og hefur reynslan leitt í ljós að þau eiga fremur auðvelt með það. Heyrnalausu börnin læra á hinn bóginn ritaða málið. Jónína leikskólastjóri segir að unnið sé að því að börnin beri virðingu fyrir báðum málunum og að annað þeirra sé ekki betra eða mikilvægara en hitt. Börnin fá upplýsingar á sama tíma, hvort sem þau era heyrandi eða ekki. Það er gert með táknmáli eða með því að tala og túlka um leið á tákn- máli, eða með táknmáli sem túlkað á íslensku. Málunum er yfirleitt haldið aðskildum en þó era þau stundum notuð samtímis þegar sungið er. BANGSASTUND í Birkistofu: Með Arnoldi fylgjast Magnús Freyr, Diðrik og Jón Kristófer, og allir aðrir á deildinni. Það er bannað að tala upphátt á þessari stundu og fer öll tjáning fram á táknmáli og öðrum leyfilegum leiðum. þróunarsjóði Dagvistar barna til að efla starf sitt. Nafnatáknin í fatahenginu STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE # Sími 551 8519 Tö oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212 STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN Sími 568 9212 Andrúmsloftið í Sólborg er gott og starfsfólk leggur metnað sinn í að hver einstaklingur sé metinn að verðleikum er augljós. Hugmynd- in um að skipulagið taki mið af öll- um er ríkjandi á öllum deildunum. „Við viljum rækta öll börnin, bæði fötluð og ófötluð,“ segir Jónína og bætir við að starfsfólkið rækti líka félagsskap sinn utan vinnunnar. Það hafi til dæmis farið í stutt ferðalög saman. í Sólborg, sem er í Vesturhlíð við Fossvogskirkjugarð, eru margar merkingar á veggjum á táknmáli og í fatahenginu er nafnatákn barnanna við snaga hvers og eins. Og öll læra þau að stafa nafnið sitt með táknum. Starfið þarna er mikilvæg við- urkenning á íslensku táknmáli og á hverri deild er því sinnt. Á Furustofu var t.d. verið að segja sögu á táknmáli. Þegar degi hallar koma foreldr- ar eða aðrir nákomnir að sækja börninog eru þá bæði málin töluð og allir fá upplýsingar á móður- máli sínu, hvort sem það er talað eða táknað. SKÓVERSLUN Mikið úrval af skóm frá Teg. N0079 Verð: 3.995,- St. 21-27, Litur: Hvítir/bleikir með Ijósum í sóla Teg. C0123 Verð: 4.995,- St. 28-35, Litur: Hvítir/bláir/orange með faderz ljósum í sóla *nýtt* Teg. C0114 Verð: 4.995,- St. 28-35, Litur: Svartur með ljósum í sóla Morgunblaðið/Golli ALLIR tala táknmál hvort sem þeir eru lieyrandi eða heyrnarlausir. Jónina Konráðsdóttir situr að spjalli við Jón Kristófer. Bak við þau sitja Magmís Freyr, Margrét og Kristín Harpa. Heyrandi börn sýna málinu mikinn áhuga Foreldrar heyrandi barna á Birkistofu virðast telja það ávinn- ing fyrir börnin að kynnist ís- lensku táknmáli og eru dæmi um það að þau haldi áfram að læra málið á námskeiðum eftir að veru þeirra í Sólborg lýkur. Foreldrar heyrnarlausu barnanna eru á hinn bóginn ánægðir með að börnin fái að vera með í almennu leikskóla- starfí og að þau geti eignast bæði heyrandi og heyrnarlausa vini. Heyrandi börn í Sólborg sýna táknmálinu mikinn áhuga og ná oft á tíðum góðum árangri í mál- inu. Einnig finnst þeim sjálfsagt mál að tvö tungumál séu töluð á deildinni. Börnin eru að sögn starfsmanna óhrædd við að hafa samskipti við alla félaga sína á stofunni og þau eru hvött til að hafa samskipti við alla. Þetta starf kemur mörgum til góða, sem dæmi má nefna er að barn á deildinni sem á heyrnar- laust systkini heima hjá sér gefst tækifæri til að nota táknmálið daglega við félaga sína. Starfsfólk á Birkistofu hefur farið í heimsókn og sótt námskeið við Gallaudet háskólann í Wash- ington D.C. sem er í forystuhlut- verki um menntun heyrnarlausra. Sólborg hefur líka fengið styrk úr leið á að Reykjavíkurborg ætti að sjá um rekstur tónlistarskólanna. Þá var leitað til borgarinnar en hún benti til baka á ríkið og sagði að þar sem tónmenntakennara- deild er nám á háskólastigi sjái ríkið um að reka deildina. Þarna virðist tónmenntakennaradeild lokast inni á illa skilgreindu svæði um hverjum beri að sjá um fjár- framlög fyrir rekstri deildarinnar. Menntamálaráðuneytið bað í janúar 1998 yfirvöld Tónlistarskól- ans um að skipa nefnd í viðræður um þjónustusamning þess eðlis að menntamálaráðuneytið kaupi af Tónlistarskólanum þá þjónustu að mennta tónmenntakennara iyrir grunnskólana. Nefndin var skipuð sama dag og beiðnin barst en hjá menntamálaráðuneytinu hefur enn ekki fundist tími til að hefja viðræður, jafnvel þótt yfirvöld Tónlistarskólans hafi margsinnis bent á nauðsyn þess að málið leys- ist sem fyrst. I Kennaraháskóla Islands er einnig starfrækt tónmenntakenn- aradeild. Sú deild er frábragðin að því leyti að þar er tónmennt valfag og tónlistargreinar gilda til 30 ein- inga af 90 en í Tónlistarskólanum gilda tónlistargreinar til 60 eininga af 90. I KHÍ era skólagjöld hins vegar 24.000 kr. á ári þó að þar sé einkakennsla í fleiri tónlistarfög- um en í Tónlistarskólanum, en einkatímarnir hafa verið nefndir sem stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri tónmenntakennaradeildar Tónlistarskólans." skólar/námskeið nudd Nuddskólinn í Reykjavík Svæða- og vidbragðsmeðferða- skóli íslands Spennandi nám, ánægjuríkt starf. Undirbúningsnám í svæðameðferð, við- bragðsfræði, verður haldið 5._6. júní nk. Námið er viðurkennt af sambandi svæða- nuddara og viðbragðsftæðinga á íslandi og Svæðameðferðafélagi fslands. Upplýsingar og innrilun í síma 557 5000 og 462 4517.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.