Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árni Sigfússon hyggst fela öðrum forystuna Hóisigöii í Oxarfjarðarhreppi Dagsverk að fara að kjósa SEX kjósendur á Hólsfjöllum í Öx- arfjarðarhreppi þurftu að fara allt að 207 km leið frá heimilum sínum til að greiða atkvæði í nýafstöðnum sveitarstjómarkosningum. „Þar sem vegurinn um Hólssand er enn ófær hefði ég þurft að fara til Húsavíkur og þaðan austur á Kópa- sker og það er töluvert langt að fara,“ sagði Ragnar Guðmundsson, rúmlega sjötugur bóndi á Nýhóli á Hólsfjöllum, er Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Ég hafði hins vegar engan áhuga á þessum kosn- ingum og hef yfirleitt ekkert að sækja á Kópasker. Ég er því ekkert ósáttur við þetta.“ Vegna fámennis var Fjallahrepp- ur sameinaður Öxarfjarðarhreppi með tilskipun frá félagsmálaráðu- neytinu árið 1994. Áður var kosið á Grímsstöðum í Fjallahreppi, sem eru einungis 11 km suður af Nýhóli. Kosningavefur Morgunblaðsins 40% lesenda erlendis KOSNINGAVAKA Kosninga- vefjar Morgunblaðsins aðfara- nótt sunnudagsins naut ekki sízt vinsælda hjá íslendingum erlendis. Af 1.775 manns, sem tengdust vefnum frá kl. 20 að kvöldi kjördags og fram til hádegis á sunnudag, reyndust 703 sitja við tölvu erlendis, eða um 40%. Nýjustu tölur og úrslit í kosningunum í öllum kaup- stöðum og kauptúnahreppum landsins voru birt jafnóðum á Kosningavefnum alla nóttina og fram á sunnudag. Þá flutti Fréttavefur Morgunblaðsins fréttir af kosningaúrslitunum alla helgina og voru heimsókn- ir þar hátt á áttunda þúsund frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag. Bónus fær fyrstu Bjölluna FYRSTA Volkswagen Bjallan kom til landsins aðfaranótt mánudags. Hekla hf. flytur bíl- inn inn en kaupandinn er Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi. Bfllinn á opinberlega ekki að koma á markað hérlendis fyrr en upp úr næstu áramótum. Bjallan sem hingað er komin var flutt inn frá Bandaríkjunum. Hún er afar vel búin, m.a. með loftkælikerfi og 2,0 lítra vél. HRANNAR B. Amarsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, lýsti yf- ir því í gær að hann drægi sig í hlé úr borgarstjóm þar til skattyfirvöld hefðu fjallað um mál hans. I tilkynningu frá Hrannari til fjölmiðla í gær segist hann hafa gert samkomulag við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna þeirra ávirðinga sem á hann voru bomar í kosningabaráttunni. Hann hafi boðist til að segja sig af lista flokks- ins en hvorki Ingibjörg Sólrún né aðrir félagar hans á Reykjavíkur- listanum hafi viljað fallast á að hann færi í miðri kosningabaráttu. Síðar segir hann að nú eftir kosningar hljóti hann að taka afstöðu sem ein- staklingur og stjórnmálamaður og því hafi hann ákveðið að gegna ekld opinberum trúnaðarstörfum á veg- ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm, hefur tekið ákvörðun um að draga sig í hlé á kjörtímabilinu, sem nú er að hefjast. Hann lagði pólitíska framtíð sína að veði fyrir kosningar og segir það veð fullgilt. Hann segist ætla að ræða fram- haldið við borgarfulltrúahópinn en hann sé staðráðinn í að gefa öðmm tækifæri til að leiða hópinn. Það verði að gerast með góðum fyrir- um Reykjavíkurlistans eða taka sæti í borgarstjóm íyrr en það mál sem er til meðferðar hjá skattyfir- völdum hafi fengið farsælan endi. Eðlilegt segir Ámi Sigfússon Ámi Sigfússon, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir það eðlilegt úr því sem komið er að Hrannar dragi sig í hlé sem borgarfulltrúi þar til skattyfirvöld hafi fjallað um mál hans. „Það mál sem fjallað var um í kosningunum varðaði fjármálafer- il,“ sagði Árni. „Þau mál lágu öll ljós fyrir i kosningabaráttunni. Mál sem varðar líkur á opinberri ákæru kom fyrst upp í yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra. Dregur sig í hlé á kjörtímabilinu vara til að vel verði unnið. „Ég hef tekið ákvörðun um að draga mig í hlé á kjörtímabilinu en ekki hvenær það verður. Ég vil gefa öðmm færi á að leiða hópinn og tel mikilvægt að það gerist fljótt. Það er svo annað mál hvenær ég tek ákvörðun um að draga mig út úr Það mál verða þau að eiga fyrir sig. Úr því sem komið er hlýtur það að vera eðlilegt að Hrannar dragi sig í hlé.“ Ami vísar á bug aðdróttunum í garð Sjálfstæðisflokksins um að hafa breytt kosningabaráttunni í réttarhald yfir einum einstaklingi. „Það virðist vera þannig að þegar vinstri menn eru sakaðir um fjár- málaóreiðu og staðreyndir málsins eru kynntar þá heiti það ófræginga- herferð en þegar hægri menn lenda í því sama þá er það kallað siðspill- ing,“ sagði Ámi. „Eitt skal yfir alla ganga.“ Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra vegna þessa máls í gærkvöldi. ■ Tekur ekki/15 borgarfulltrúastarfi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman og það get- ur verið að ég starfi lengur sem borgarfulltrúi en oddviti sjálf- stæðismanna. Það eru kaflaskil í lífi mínu og ég hlýt að snúa mér að öðm, því meg- ináhersla mín verður eklri á pólitísk- um vettvangi,“ segir Ámi Sigfús- son. ■ Fyrst og fremst/B2 Dómsmálaráðuneyti Lögreglu- stjóranum í Reykjavík veitt áminning DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ veitti í gær Böðvari Bragasyni, lög- reglustjóra í Reykjavík, áminningu vegna starfa hans. Böðvar sagði í gærkvöldi að ljóst væri að hann bæri ábyrgð á starfsemi lögregl- unnar í Reykjavík og þeim rekstri sem þar færi fram. „Það er komið í Ijós að ráðuneyt- ið telur að þar hafi á hallast í ákveðinni starfsemi sem tilgreind er í þessari áminningu," sagði hann. „Þar af leiðandi taka þeir þessa ákvörðun samkvæmt heimild í starfsmannalögunum.“ „Líklegt að menn dragi lærdóma" Böðvar kvaðst ekki mundu svara þessu frekar, málið hefði farið í gegnum sitt ferli og þessi væri nið- urstaðan. „Eigum við ekki að segja að það sé líklegt að menn dragi einhverja lærdóma af því sem fyrir þá kem- ur,“ sagði Böðvar þegar hann var spurður hvort þetta mundi hafa áhrif á störf hans í embætti lög- reglustjóra þegar hann sneri aftur úr sex mánaða leyfi. Ákveðið í kjölfar skoðunar mála lögreglunnar Þorsteinn Pálsson dómsmál- aráðherra sagði í gærkvöldi að í kjölfar skoðunar á málefnum lög- reglunnar hefði niðurstaðan orðið sú að veita lögreglustjóra áminn- ingu. Þar væri annars vegar um að ræða skýrslu um varðveislu fíkni- efna í fórum lögreglunnar og hins vegar innheimtu sekta. Hann sagði að áminningin væri veitt í sam- ræmi við ákvæði laga um opinbera starfsmenn. Böðvar verður í leyfi vegna veik- inda fram í nóvember og hefur Ge- org Lárusson varalögreglustjóri verið settur lögreglustjóri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VW Bjallan vakti mikla athygli á götum borgarinnar í gær. Myndin er tekin í Öskjuhlíð. Hrannar B. Arnars- son dregur sig í hlé Sérblöð í dag ►NÝ byggingasvæði í gróinni byggð vekja ávallt athygli. Fyrrum íþróttasvæði Þróttar á horni Holtavegar og Sæbrautar í Reykjavík hefur nú verið deiliskipulagt fyrir 37 íbúða byggð. Skagamenn niðuriægðir í Vestmannaeyjum / C7 Á vellinum með Guðjóni Þórðarsyni / B4 Boltínn á Netinu ÖOltlílíJ I www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.