Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 13 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 1998 það fullyrða. Ef hinir flokkamir fara út í sameiningu þá kann það að hafa áhrif hjá okkur en við munum rejma að styrkja okkar flokksstarf hér í Reykjavík á því kjörtímabili sem fram undan er, ekki síst til að gera alveg ljóst að það er Framsóknarflokkurinn sem slíkur sem stendur að þessu samstarfi en ekki ákveðnir einstaklingar." Guðný Guðbjörns- dóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista Glæsilegur persónu- legur sigur borgar- stjórans MÉR fínnst að með sigi'i Reykja- víkurlistans og Ingibjargar Sólrún- ar sé að myndast nýtt landslag í ís- lenskri pólitík," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, Samtökum um kvennalista. „Hún hefur að mínu mati unnið glæsilegan per- sónulegan sigur, sem um leið er sigur Kvennalistans og kvenna al- mennt. Það er greinilegt að konur kunna að meta störf hennar og starf Reykjavíkurlistans; það sýnir sig að þær eru í meirihluta þeirra sem styðja Reykjavíkurlistann." „Um leið er þetta sigur félags- hyggjuaflanna í Reykjavík og sýnir hvers við erum megnug ef öll félagshyggjuöflin vinna saman sem ein heild. Með því er ég auðvitað að benda á þátttöku Framsóknar: flokksins í Reykjavíkurlistanum. I þriðja lagi eru úrslitin sigur þeirra sem vilja heiðarlega kosninga- baráttu og ósigur hinna sem stunda leðjuslag og persónuníð," sagði Guðný. Hún sagðist telja þær að- ferðir sem beitt var í kosninga- baráttunni mjög óaðlaðandi. „Ég tel að þessar aðferðir hafi alveg eins bitnað á Sjálfstæðisflokknum. Ég vona að þær festi aldrei rætur í ís- lenskri pólitík." Vinnuveitendur gera konum erfítt að taka þátt í bæjarmálum Guðný sagði að ef litið væri á landið í heild væri það rétt að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði unnið hrein- an meirihluta á nokkrum stöðum. „En það gerðu reyndar félags- hyggjuframboð líka, samanber Húsavík og Austurríki,“ sagði hún. „En víðast hvar annars staðar væri hægt að mynda félagshyggjustjórn- ir ef Framsóknarflokkurinn væri með eins og hérna í Reykjavík og búa þá til stjórnarmynstur þar sem almannahagsmunir sitja betur í fyr- irrúmi en í sérhagsmunastefnu Sjálfstæðisflokksins. Eg sé það sem sldlaboð þessara kosninga að það beri að stefna að því fyrir næstu alþingiskosningar og við myndun meirihluta núna að það verði til ný pólitík í landinu þar sem sérhags- munir verði undir og almannahags- munir verði ofan á. Varðandi þátt kvenna heyrðist mér allt stefna í að það yrði tölu- verð fjölgun kvenna í bæjarstjórn- um og það er ég mjög ánægð með þótt ég vilji um leið láta í ljós áhyggjur því það hefur komið í ljós að konur endast ekki mjög lengi í þessum störfum. Það er m.a. vegna þess að þær eru oft ekki eins lausar við í vinnunni, þær eru ekki eins oft yfirmenn og karlar og ég veit um konur sem hefur verið gert illkleift að halda áfram í bæjarpólitík af völdum vinnuveitenda sinna og hafa hætt. Ég held að þetta sé áhyggju- efni,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. Hún sagði einnig að þótt mjög misjafnt væri eftir byggðarlögum hvernig þátttöku kvennalistakvenna í bæjarstjórnum væri háttað benti könnun Jafnréttisráðs til þess að þar sem Kvennalistinn hefði ítök væri jafnréttismálum betur borgið. Guðný sagði ennfremur að reynslan af þátttöku í samfylkmgar- framboðum fyrir þessar kosningar hefði kennt Kvennalistanum ýmis- legt varðandi það hvernig eigi og eigi ekki að standa að þeim umræð- um á landsvísu. „Við erum reynsl- unni ríkari eftir þessar kosningar," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokks Tvær stór- ar hreyfing- ar að myndast ÉG ER mjög ánægður með útkom- una í Reykjavík," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins. „R-listinn hefur verið að bæta við sig frá því síðast og hef- ur styrkt sig mjög í sessi. Þetta er í fyrsta skipti frá því núverandi flokkaskipan varð til að Sjálf- stæðisflokkurinn er í minnihluta í tvö kjörtímabil í röð og þar með er búið að eyða þeirri þjóðsögu að það sé einhvers konar náttúrulögmál að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að ráða Reykjavík.“ Sameiginlegu fram- boðin með 36-37% „Gengi sameiginlegu fram- boðanna er nokkuð misjafnt," sagði Sighvatur. Hann sagði að Sjón- varpið hefði dregið úrslitin á land- inu í heild þannig saman að þar sem Framsóknarflokkurinn býður fram sé líklegt að fylgi hans sé um 20% og fylgi Sjálfstæðisflokksins 42-43%. „Þá eru þessi sameiginlegu framboð með 36-37%, sem er svipað og skoðanakannanir hafa verið að spá okkur ef um væri að ræða sam- eiginleg framboð. Þetta virðist stað- festa það, að verði framhald á þess- ari þróun, séu að myndast tvær nokkuð stórar hreyfingar: Sjálf- stæðisflokkurinn, sem er á tals- verðri siglingu, og sameiginlegt framboð jafnaðarmanna með 36-37% fylgi og svo Framsóknar- flokkurinn með um 20%.“ Sighvatur sagði að vissulega væru kosningaúrslitin breytileg milli byggðarlaga. „Það má segja að úrslitin séu ekki nógu hagkvæm í stærri byggðarlögunum á Reykja- nesi og á Akureyri en annars staðar koma þau mjög vel út. Ef við tökum smærri byggðarlögin á Reykjanesi þá heldur Alþýðuflokkurinn hrein- um meirihluta í Sandgerði og Vog- um og gengur ágætlega í Grindavík. Það er þokkaleg útkoma sameig- inlegu framboðanna í Mosfellsbæ, góð útkoma á Akranesi, mjög góður sigur í Borgarbyggð, prýðileg út- koma á Selfossi. Fyrir vestan gefst þetta mjög vel. í Vesturbyggð er samstöðuframboðið með mest fylgi, á Isafirði nær sameiginlega fram- boðið 40%, sem er mjög gott. A Ak- ureyri og Siglufirði gengur ekki nógu vel en á Húsavík gengur mjög vel. A Austfjörðum er árangurinn góður, bæði í nýja sveitarfélaginu og annars staðar. Á Höfn í Hornafirði er viðbót, á Selfossi og í Vestmannaeyjum er mjög vel viðun- andi útkoma þannig að það er ólík niðurstaða eftir því hvar borið er niður.“ Skrímsladeildir Sighvatur sagði að almennt mætti segja um kosningabaráttuna að hún hefði staðið stutt og það hefði verið dauft yfir henni fram á síðustu daga. Hún hefði hins vegar verið sér á parti í Reykjavík. „Þar var hún þess eðlis að ég hef nokkrar áhyggjur af því ef kosningabarátta á að færast út á þær brautir að flokkarnir fari að búa til einhverjar skrímsladeildir til þess að leita uppi meintar ávirðingar á einstaka fram- bjóðendur og gera þær síðan að meginatriði málsins. Það er þessi bandaríska fyrirmynd sem Nixon orðaði svo: látum þá neita því. Það er ekki góð latína, ég yrði ekki hrif- inn af slíkri baráttu og vona að ís- lensk pólitík sé ekki að fara út á þær brautir enda höfðu þeir ekki erindi sem erfíði sem beittu þeim aðferðum.“ Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalags Sigurinn stærri en segja til um „ÉG ER mjög ánægð með kosn- ingaúrslitin í Reykjavík þvi mér flnnst sigurinn í raun vera stærri en tölurnar segja til um vegna þess hvers eðlis kosn- ingabaráttan var þar síðustu vik- urnar. Það er mjög slæmt þeg- ar hún er farin að snúast um persónur en ekki málefnin og þau týnast í umræðu þar sem menn fóru yfir þau siðgæðismörk sem ég mundi vilja setja í pólitík," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. „Þess vegna tel ég sigurinn meiri en tölurnar segja. Ég tel að góð vinna á síðasta kjörtímabili, sterk málefnastaða og sterkur listi og um- fram ailt mjög sterkur borgarstjóri hafi gert það að verkum að þessi sigur vannst þrátt fyrir þessa ljótu kosningabaráttu.“ Margrét sagði að útkoman í mörgum öðrum sveitarfélögum væri ánægjuleg og nefndi Aust- urríki þar sem traust málefnastaða og traustir og hæfir frambjóðendur hefðu notið góðra verka og góðrar málefnastöðu í nýju stóru sveit- arfélagi. „Þar var farið fram með bæjarstjóraefni, sem var á Nes- kaupstað, Guðmund Bjamason, og þetta er auðvitað mjög sterk traustsyfírlýsing við hans verk.“ Nýtt pólitískt landslag Margrét sagðist hins vegar hafa viljað sjá árangur sameiginlegra lista betri á mörgum stöðum. „En það kemur margt til. Kosninga- baráttan fór seint af stað sums stað- ar. Menn voru að undirbúa þessa samfylkingu lengi og málefnavinnan hefur farið seint af stað á mörgum stöðum. Engu að síður tel ég að þarna sé nýtt pólitískt landslag. Þama er að verða til afl sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Við emm að horfa á 30-40% fylgi við þessi sameiginlegu framboð í mjög mörgum sveitarfélögum. Ég er einnig mjög ánægð með fylgi G-listanna þriggja sem vora bornir fram í nafni Alþýðubanda- lagsins. Vinstri menn flykkja sér um Alþýðubandalagið á þeim þrem- ur stöðum.“ Margrét kvaðst ekki telja að nið- urstaða kosninganna væri til þess fallin að draga úr mönnum við sam- fylkingarhugmyndir á vinstri vængnum. „í flestum sveitarfélög- unum hafa verið stofnuð sérstök bæjarmálafélög í kringum þessi framboð þar sem fólk hefur unnið mjög vel saman á undanfómum vik- um og hefur fullan hug á að halda þessum félagsskap gangandi. Ég hef ekki trú á að það dragi úr vilja til nánari samvinnu í næstu kosn- ingum milli þessara flokka. Frekar held ég að þetta verki hvetjandi." Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðu- bandalags Sjálf- stæðis- flokkurinn sigurvegari utan Reykjavíkur SVAVAR Gestsson alþingismaður segir sigur Reykjavíkurlistans standa upp úr í sveitarstjórnarkosn- ingunum um helgina. Sjálf- stæðisflokkurinn sé hins vegar sigurvegari kosninganna ut- an Reykjavíkur. „Ég tel að sig- ur Reykjavíkur- listans standi upp úr í þessum kosningum. Fyrst og fremst vegna þess að það var óvenju hart að honum sótt og ég tel að í eðlilegri kosningabaráttu hefði hann fengið níu eða jafnvel tíu borg- arfulltrúa. Ég tel að sigur hans sé gríðarlega merkilegur og það er mikil ánægja með hann hjá félags- hyggjufólki um allt land,“ sagði Svavar. Góð útkoma þar sem G-listi bauð fram „Það er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn er sigurvegari kosning- anna fyi-ir utan Reykjavík. Hann er með meirihluta á tíu stóram stöðum og bætir við sig þar sem hann hafði meirihluta fyrir,“ sagði hann enn- fremur. „Mér finnst hlutur Alþýðubanda- lagsins góður í kosningunum. Þar sem við vorum með G-lista erum við mjög há. Við erum með 27% á Vopnafirði, 35% á Grundarfirði og 50% á Raufarhöfn. Sameiginlegu listarnir unnu stóra sigra þar sem Alþýðubandalagið er sterkt fyrir og má nefna Austurland og Húsavík í því sambandi. Alþýðubandalagið hefur einnig verið mjög sterkt á ströndinni á Árborgarsvæðinu og það skilar sér þannig að við eram á pari við hina flokkana í því sveit- arfélagi," sagði Svavar. Hvorki bakslag né hvatning fyr- ir sameiginlegt framboð Aðspurður hvort gengi sameigin- legu framboðslistanna í kosningun- um muni draga úr eða ýta undir umræðuna um sameiginlegt fram- boð A-flokkanna og Kvennalista sagði Svavar að þarna væri að finna bæði marga mínusa og plúsa. „Ég tel alveg jafn fráleitt að líta á þetta sem dragbít og bakslag eins og sem einhverja sérstaka hvatningu. Mér finnst að þetta vegi salt og að menn eigi bara að nálgast þetta með töl- urnar niðri á jörðinni," svaraði Svavar. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Alþýðubandalags Bakslag í samein- ingarhug- myndir STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, tel- ur að komið hafi bakslag í hug- myndina um sameiginlegt framboð eða sameiningu A- flokkanna í sveit- arstjórnarkosn- ingunum um helgina. „Menn þurfa að rök- styðja hana miklu betur en gert hefur verið. Hún selur sig ekki sjálfkrafa. Það er alveg greinilegt," sagði hann. „Mér finnst standa upp úr hversu blendin þessi úrslit era. Það eru vissulega í þessu jákvæð atriði og sólargeislar eins og úrslitin í Reykjavík og meirihlutarnir í Aust- urríki og á Húsavík. Ég vil líka nefna að Alþýðubandalagið nær hreinum meirihluta á Raufarhöfn. Þetta hefur gengið allvel á nokkram stöðum til viðbótar en þar með er það líka upptalið," sagði hann. Áminning og aðvörun „Ég tel það alveg sérstakt um- hugsunarefni að útkoman í öllum stærstu sveitarfélögum landsins ut- an Reykjavíkur er í raun og veru mikil vonbrigði út frá vangaveltum um gengi þessara sameiginlegu framboða. Niðurstaðan er sú að í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, á ísafirði, í Bolungarvík, á Sauðár- króki, Akureyri og á allmörgum fleiri stöðum er um að ræða allt frá minniháttar tapi og upp í stórtap, ef borið er saman við hvað flokkarnir fengu hver í sínu lagi í seinustu kosningum. Þetta eru einfaldlega tölulegar staðreyndir sem menn verða að horfast í augu við og ræða,“ segir Steingrímur. Hann bendir á að draga megi þann lærdóm af niðurstöðum kosn- inganna að ekki sé nóg að gefa bara út tilkynningu um að nú ætli menn að sameinast og verða stórir. „Þetta er ekki svo einfalt. Kjósendurnir eru síðasti dómarinn og þeir eiga það til að greiða einfaldlega atkvæði með fótunum og fara eitthvað annað. Ég held að þetta eigi að vera mönnum áminning og aðvöran um að það þarf að undirbyggja svona hluti. Málefni, forysta og allar aðstæður þurfa að vera fyrir hendi eigi þetta að takast vel og skila ein- hverju. Að öðrum kosti er mikil hætta á að þetta verði bara „fíaskó" og að núverandi stjórnarandstöðu- kantur tapi hreinlega fylgi eins og gerðist á allt of mörgum stöðum. Þarna er um að ræða stærstu kaup- staðina utan Reykjavíkur, sem era þungamiðjur í fylgi í fjórum eða fimm kjördæmum landsins," sagði Steingrímur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.