Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 49 jr SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON + Sigurður var fæddur í Voð- múlastaða-Austur- hjáleigu í A-Land- eyjum 11. júní 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi hinn 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Guðmunds- son, f. 12.5. 1890, d. 3.6. 1955, og Jóna Guðmundsdóttir, f. 6.5. 1887, d. 11.7. 1972. Systkini hans eru: 1) Guðmundur Guðjónsson, f. 1.9.1915. K.h. Guðleif Þórunn Guðjónsdóttir, f. 28.10. 1907, d. 30.6. 1984. Þeirra synir eru Sævar og Helgi Þór. 2) Ingi- mundur Guðjónsson, f. 28.12. 1916, d. 4.12. 1982. F.k. Guðrún Kristjánsdóttir, f. 4.10. 1916. Þeirra sonur er Jónas. S.k. Margrét Róbertsdóttir, f. 23.1. 1932, d. 17.10. 1993. Þeirra börn eru: Elísabet Anna, Róbert Karl og Albert Ingi. 3) Eggert Guðjónsson, f. 17.11. 1918, d. 27.4. 1996. K.h. Geirlaug Þórar- insdóttir, f. 13.8. 1916. Þeirra börn eru Guðjón Ingi, Oddur Jónas og Þórunn Arndís. 4) Kristján B. Guðjónsson, f. 15.9. 1920. K.h. Guðlín Kristinsdóttir, f. 20.9. 1926. Þeirra börn eru Kristinn Gústaf, Guðjóna, Krist- ján Erik og Guðlín Erla. 5) Guðrún GuðjónsdótÍTj f. 21.1. 1922. Maki Sigurður Oskar Sig- urðsson, f. 18.6. 1922, d. 24.7. 1994. Þeirra börn eru Jóna Sigríður, Ragnheiður Björg og Június Sigurður. 6) Jóhanna Guðjóns- dóttir. f. 18.1. 1924, d. 15.4. 1980. 7) Sigríður Guðjóns- dóttir, f. 25.10. 1925. Maki Ágúst Val- mundsson, f. 30.8. 1918, d. 21.2. 1997. Þeirra dóttir er Sigrún. 8) Þórður Guðjónsson, f. 15.7. 1928. 9) Leifur Grét- ar Guðjónsson, f. 15.7. 1928, d. 27.1. 1960. 10) Guðni Guðjóns- son, f. 12.4. 1931. K.h. Barbara Stanzeit, f. 19.5. 1935. Þeirra börn eru Greta, Gunnar, Gylfí, Barbara Helga, Bryndís og Berglind. 11) Kristinn Sig- mundur Guðjónsson, f. 24.3. 1933, d. 2.12. 1933. Sigurður lærði járnsmíði hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Hann starfaði þar í nokk- ur ár að loknu námi. Vorið 1954 fluttist hann til Reykjavíkur og kom til starfa í Stálsmiðjunni hf. Sigurður starfaði þar uns hann lét af störfum vegna heilsubrests 1. maí 1992. Sig- urður byggði, ásamt fjórum systkinum sínum, húsið nr. 32 við Grettisgötu á árunum 1956-1960. Þar átti hann síðan heimili sitt til æviloka. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Feijan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. Mér er Ijúft af mætti veikum mæla fáein kveðjuorð. Pakkir fyrir hlýjan huga handtak þétt og gleðibrag, þakkir fjrir þúsund hlátra þakkir fyrir liðinn dag. (I.H.) Kær vinur hefur kvatt. Ennþá einu sinni erum við minnt á það að allt er í heiminum hverfult og sá sem við hittum í gær getm- verið horfinn á morgun. Sigurður Þ. Guðjónsson, sem við kveðjum í dag, gaf okkur örfáa sól- arhringa til að reyna að sætta okk- ur við tilhugsunina um að hann væri á fórum. Samt var hann þegar lagð- ur af stað eftir eilífðarbrautinni, bak við gulhoðin ský og horfði frá sólar- hæðum yfir græna velli, silfurvötn og læki. Einhvers staðar í þessari dýrð mátti hann velja sér nýjan bústað og ástvinirnir sem á undan voru famir, biðu með opinn faðm- inn. Hann kom í ljúfum draumi til frænku sinnar, svo frjáls og glaður. „Jæja, vina mín, nú er ég lagður af stað i ferðalagið." Morguninn eftir var okkur Sævari sagt látið hans. Siggi á Grettisgötunni, eins og við kölluðum hann, var fjölhæfur og yndislegur maður og hann var föð- urbróðir mannsins míns. Þegar fólk dvelur við minningar kemur margt upp í hugann og ég átta mig á því nú hvað tíminn líður hratt. Það eru heil tuttugu og sex ár síðan ég kom fyrst með Sævari í fjölskylduhúsið á Grettisgötu 32. Þar bjuggu þau systkinin Jóhanna, Sigurður og Þórður, hvert í sinni íbúð. Mér fannst mikið til um hvað allt var rúmgott og fallegt, en ekki síst tók ég eftir þeirri einstöku snyrti- mennsku og hreinlæti sem ein- kenndi öll heimilin. Það er víða hátt til lofts og vítt til veggja á heimilum, en samt getur vantað eitthvað sem maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hvað er, fyrr en það andar á móti manni á öðrum stað. Á heimil- um systkinanna fann ég vissulega þetta „eitthvað". Það var heimilishlýjan og alúðin sem bókstaflega umvafði mann um leið og stigið var inn. Þar var gest- risni, glaðværð, tónhst og söngur í öndvegi. Ógleymanleg eru fjöl- skylduboðin á jóladag sem voru fastur Hður í tilverunni og stórfjöl- skyldan, afkomendur heiðurshjón- anna Jónu Guðmundsdóttur og Guðjóns Guðmundssonar, en böm þeirra voru alls tólf, lét fátt aftra sér í að mæta til. Þá var gengið milli hæða og íbúða, þar sem boðið var upp á hangikjöt með öllu tilheyr- andi á einum stað, en á öðrum var súkkulaði-gilli með óteljandi tertu- og kökusortum og alstaðar var sælgæti og gosdrykkir. Þama var ekkert kynslóðabil. Það var spilað á spil, mikið sungið og leikið á hljóðfæri. Þau hjálpuðust að við þetta allt systkinin, Jóhanna, meðan hún lifði, Sigurður og Þórður. „Þetta em jólin okkar,“ sagði Sig- urður einu sinni og víst var að yngsta kynslóðin átti mikið rúm í hjörtum systkinanna. Þegar við Sævar keyptum fyrstu íbúðina okkar, var það Sigurður sem hjálpaði honum að teppaleggja og ekki var höndum kastað til verka frekar en í öðmm störfum sem hann innti af hendi. Hann var járnsmiður að mennt, en það er ekki of sagt að allir hlutir hafi leikið í höndum hans eins og svo ríkt er í fjölskyldunni. Snyrtimennskan átti sér ekki takmörk og var því heimil- ishaldið með hinni mestu prýði og ekki fékk maður annars staðar betri súpu eða jólaköku með kaffinu en hjá honum. Hann var meira að segja snillingur í sokkaprjóni. Ég hef orð mæts manns fyrir því að á starfsvettvangi hans í Stálsmiðjunni þar sem hann vann starfsævi sína lengur en heilsa hans leyfði, hafi mörg listasmíðin orðið til og að þar hafi hann oftat verið valinn til að framkvæma flóknustu og vanda- sömustu smíðaverkefnin. Stundum þegar Sævar fór einn í heimsókn til Sigga, sendi hann mér glaðning með honum til baka. Það gátu verið litlar gler kókflöskur, því hann vissi að mér þótti kókið úr þeim betri en úr stóru flöskunum. Stundum kom konfekt, eða kerti, rauð fyrir jólin - gul fyrir páskana. Okkar síðustu samfundir voru á heimili okkar Sævars í jólakaffinu með fjölskyldu okkar. Þeir komu saman bræðumir þrír, Guðmundur tengdafaðir minn, Þórður og Sig- urður. Hann staðnæmdist við hand- riðið, horfði yfir jólaskreytta stof- una, lagði saman lófana á gamal- kunnan hátt og sagði geislandi af þeirri innri gleði sem einkenndi hann: „Mikið er fallegt hjá ykkur, bömin mín góð.“ Hann kunni að gleðja, ef ekki í gjörðum, þá í orð- um. Sigurður átti þá útgeislun sem bar gleði og birtu til samferðafólks hans. Hann var ljúfmenni sem unni öllu er fagurt var og bar þá fegurð í sjálfum sér. Öllum ættingjum hans og vinum, en sérstaklega systkinunum sem eftir lifa, sendum við Sævar og fjöl- skylda okkar, kærar samúðarkveðj- ur. Megi fegurðin og friður Guðsríkis fylgja þér, vinur, og þegar við hitt- umst aftur vona ég að þú leggir saman lófa og segir við okkur hjón- in: „Mikið er fallegt hjá ykkur, börnin mín góð.“ Samt er í samfylgd sumra manna andblær ífiðar án yfirlætis áhrif góðvildar inntak hamingju þeirra sem njóta nær. (G.B.) Álfheiður Bjarnadóttir. Þegar ég nú ætla með nokkmm orðum að kveðja vinnufélaga minn, Sigurð Þ. Guðjónsson, eftir nær fjörutíu ára samstarf í Stálsmiðj- unni, var ég svo heppinn að finna mynd af Sig. Þ. þar sem hann stendur á smiðjugólfinu og er að ljúka við eitt af sínum meistara- stykkjum, annan tveggja 250 fm gufuketil fyrir Mjólkurbú Flóa- manna á Selfossi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að á þessari stundu hefir Sig. Þ. liðið mjög vel, enda mátti hann stoltur vera. Þannig var hans frágangur á öllum verkum sem hann skilaði af sér í Smiðjunni, og þau voru ekki fá, nákvæmnin og handbragðið ein- stakt. Sig. Þ. gat verið stoitur af sínu lífshlaupi, og ég er mjög ánægður að eiga þessa mynd, því að hún seg- ir miklu meira um manninn en ég fæ sagt, en Sig. Þ. var afburða fag- maður og mikilmenni í sínu starfi, og Stálsmiðjan hefur verið svo lánsöm, að hafa haft á að skipa nokkrum í líkingu við Sig. Þ. Sigurður er ættaður úr Landeyj- unum austur þar, og lærði eldsmíði á Selfossi, hjá Kaupfélagssmiðjun- um. Nú læra menn ekki lengur eldsmíði, því að hún tilheyrir fortíðinni, en það háði ekki Sig. Þ. og starfaði hann í Smiðjunni við ketil- og plötusmíði við góðan orðstír, eins og hér hefur verið sagt frá. Sigurður og hans fjölskylda var flutt í borgina um þetta leyti og voru þau að byggja upp heimiH sitt á Grettisgötu 32 af miklum myndar- brag og átti Sig. Þ. stóran þátt í því eins og við var að búast. Ég votta fjölskyldunni og vinum Sigurðar Þ. samúð mína og óska honum góðrar heimkomu. Jóhann Indriðason. Skilafrest- ur minning- a rgreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á fóstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Ástkær móðir mín, tengamóðir og amma, ÓLAFÍA HULDA SIGURÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, lést á St. Fransiskuspítalanum í Stykkishólmi sunnudaginn 24. maí. Ástrós Gunnarsdóttir, Hallgrímur Ottósson, Sigurður Viktor, Heiðrún Hulda og Kjartan. t Útför bróður okkar, JÓHANNS Þ. EIRÍKSSONAR frá Raufarhöfn, fer fram frá Raufarhafnarkirkju fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 14.00. Systkini hins látna. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, EGGERTBOGASON húsgagnasmiður, Dalhúsum 3, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 28. maí kl. 13.30. Bogi Eggertsson, Guðmundur Eggertsson, Birna Jensdóttir, Hólmfríður Eggertsdóttir, Helgi Helgason, Stefanía Eggertsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Hjartans þakkir til allra.sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GUNNARS STEFÁNSSONAR útgerðarmanns, Fálkagötu 9. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-3 á Hrafnistu Reykjavík fyrir góða hjúkrun og hlýhug sem honum var sýndur þar. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Rakel Pétursdóttir, Agnar Egilsson, Guðbjörn Pétursson, Þórunn Pétursdóttir, Hafdís Pétursdóttir, Grétar Einarsson, Sigurborg Pétursdóttir, Jón Holbergsson, Elsa Pétursdóttir, Skúli Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ERIKS KONDRUP, áðurtil heimilis á Hvannavöllum 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Seli. Víking Eiríksson, Ellen S. Svavarsdóttir, Sigmar Eiríksson, Hanna Fjóla Eiríksdóttir, Jón M. Brynleifsson, Sif Eiríksdóttir, Sigurður Thorlacius, Gunnar J. Eiríksson, Sólveig H. Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum af alúð öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför okkar ástkæru, IRISAR GUNBORGAR KRISTINSSON, og vottuðu minningu hennar virðingu og kærleik. Guð blessi ykkur öll. Gunnlaugur P. Kristinsson, Ásdís Gunnlaugsdóttir, Brynjar Kristinsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Brían FitzGibbon, Johan Gunnlaugur, Katrín Iris og systkini f Svfþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.