Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 72
Atvinnutryggingar Við sníðum þær að þínu fyrirtæki. wl MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3010, NETFANG: RlTSrrJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 126 KR. MEÐ VSK Leggja til 32 þús. tonna aukinn þorskkvóta Svamlað í Staðfestir viðreisn þorskstofnsins sólinni SÓLBEKKIRNIR í Árbæjarlaug- inni voru vel nýttir í gær enda fyrsti sólardagur í höfuðborginni í þónokkurn tíma. Um 15 stiga hiti var í Reykjavík í gær og sól- in skein í heiði. Veðurstofa íslands spáir skýjuðu veðri í dag með suðvest- an golu, en á föstudag, laugardag og sunnudag á aftur að létta til suðvestanlands, með rólegri norðanátt. Þá er von til þess að þeir sem vinna inni geti nýtt sér veðrið, en flestir geta verið sam- mála um að það mætti vera oftar sem góða veðrið ber upp á helgi. ■ Sólrík/4 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að tillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar staðfesti viðreisn þorskstofnsins og að þær erfiðu aðgerðir sem á sínum tíma hafi verið gripið til séu að skila —- , árangri. Hann segir að ákvörðun um aflaheimildir á næsta fisk- veiðiári verði teknar innan skamms. Morgunblaðið/RAX HAFRAN N SÓKNASTOFNUNIN hefur lagt til að aflahámark í þorski á næsta fiskveiðiári verði 250 þúsund tonn og er það aukning um 32 þúsund tonn frá tillögum stofn- unarinnar og aflamarksins fyrir yf- irstandandi fiskveiðiár. Þá leggur stofnunin til að hámarksafli í loðnu verði aukinn úr 850 þúsund tonnum í 945 þúsund tonn. Hins vegar er lagt til að ýsukvót- ’inn lækki úr 40 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn og úthafsrækjukvótinn úr 70 þúsund tonnum í 60 þúsund tonn. Einnig er lagt til að leyfilegur hámarksafli í skarkola verði minnk- aður úr níu þúsund tonnum í sjö þúsund tonn og hámarksafli í humri verði minnkaður úr 1,5 þúsund tonnum í 1,3 þúsund tonn. Tillögur varðandi aðra fiskstofna eru óbreyttar frá tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar frá því í fyrra. Að mati Þjóðhagsstofnunar fela tillögur Hafrannsóknastofnunarinn- ar í sér 3% aukningu í afla- verðmæti, talið í þorskígildum, sem samsvarar allt að 3 milljörðum króna í auknu útflutningsverðmæti, en það ætti að skila ríkissjóði 700-800 milljónum króna í auknar tekjur á næsta ári. Guðjón A. Rristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, segir að uppbygging þorsk- stofnsins hafi verið umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir og því teldi hann að óhætt hefði verið að auka veiðarnar að minnsta kosti um 20% og leyfa 270 þúsund tonna há- marksafla. Rristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að tillögurnar séu undirstrikun um jákvæðan árangur af því uppbyggingarstarfi sem unn- ið hafi verið þar sem samtök út- vegsmanna hafi farið íyrir í því að mæla með vísindalegum ráðum og að eftir þeim skuli hafa verið farið. ■ Hámarksafli/24 _ Verðmæti útflutn- ings 2-3 milljarðar Landsbanki tapaði 707 millj. vegna afskrifta og afskriftarsamninga út af Lind Skýrsla Ríkisendurskoðunar þótti ekki tilefni til aðgerða BANRARÁÐ Landsbanka íslands á?-*fékk í janúar 1996 rækilega greinar- gerð um málefni Lindar hf. og fór í framhaldi þess á leit við Ríkisend- urskoðun að hún færi yfir gögn málsins. Ríkisendurskoðun skilaði greinargerð, sem var kynnt við- skiptaráðherra, og komst bankaráðið að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf frekari aðgerða. í framhaldi af ákvörðun bankaráðs ákvað Ríkisendurskoðun að aðhaf- ast ekki frekar í málinu nema fram kæmu nýjar upplýsingar. Það var í lok ársins 1996. __.. Þetta kemur fram í svari, sem Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, veitti í gær við fyrir- spum Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur þingmanns um málefni Landsbankans og Lindar. Leitaði viðskiptaráðuneytið svara hjá Landsbankanum og bankaeftirlitinu. I svarinu segir að mikið hafi verið m fjallað um málefni fyrirtækisins í bankaráði Landsbankans til að leita skýringa á tapi bankans og hvernig tryggja mætti að slíkt endurtæki sig ekki í framtíðinni. Bankaráðið hefði fengið rækilega greinargerð um málið í janúar 1996 þar sem leit- ast hefði verið við að „upplýsa og varpa ljósi á þær ákvarðanir, sem leiddu til hins mikla taps fyrirtækis- ins“. í framhaldi af því hefði bankaráðið farið þess á leit að Ríkisendurskoðun færi yfir gögn málsins, einkum með tilliti til þess hvort ástæður væru til frekari að- gerða samkvæmt lögum um með- ferð opinberra mála. í fréttatilkynningu, sem Ásta Ragnheiður sendi frá sér í gærkvöld er spurt hvaða tillögur Ríkisendurskoðun hafi gert í skýrsl- unni frá 1996 og hvort við- skiptaráðherra hefði haft hana und- ir höndum þegar hann svaraði fyrir- spurn um málefni Lindar hf. á þingi í júní 1996. í svari sínu þá gat við- skiptaráðherra ekki veitt upplýsing- ar um tap bankans. í svarinu kemur fram að samtals hefði Landsbankinn tapað eða myndi tapa sem næmi 707 milljónum króna vegna afskrifta og afskriftaframlags bankans vegna eignarleigusamninga Lindar hf. Að auki hefði sölutap rekstrarleigueigna verið um 16 millj- ónir króna. Tapið er því samanlagt 723 milljónir króna. Telur tapið vera um einn milljarð I fréttatilkynningu Ástu Ragn- heiðar kveðst hún telja að tap Landsbankans vegna Lindar sé a.m.k. einn milljarður króna vegna þess að tapað hlutafé hafi verið 194 milljónir króna. „Þetta eru alls 917,1 milljón, sem er þó ekki upp- reiknað til núvirðis," segir Ásta Ragnheiður í yfirlýsingunni. „Það má búast við því að tapið sé mun meira en hér segir.“ Tekið er fram í svarinu að þegar félagið hafi hafið rekstur árið 1986 hafi uppsveifla verið í efnahagslífinu og vextir á eignarleigusamningum verið mjög háir, en erfiðleikar hafi komið í ljós þegar uppsveiflunni lauk. í stað þess að taka strax á vandanum hefði skuldum ítrekað verið skuldbreytt í von um bætta stöðu skuldara, en efnahagsbati lát- ið standa á sér. Landsbankinn keypti Samvinnu- bankann í upphafi árs 1990 og eignaðist þá 30% hlut í Lind hf. 1992 varð bankinn eini eigandi íyrirtækis- ins, sem hætti rekstri og sameinaðist Landsbankanum í ágúst 1994. Árið 1995 skiluðu Löggiltir endur- skoðendur hf. skýrslu þar sem sagði að tölur bæru með sér að „alvarlegir misbrestir [hefðu verið] í útlánaferli og eftirfylgni félagsins með útlánum um langt skeið“. Sagði að verulegan hluta af ábyrgðinni hefðu skýrslu- höfundar getað rakið til ákvarðana framkvæmdastjóra félagsins, Þórð- ar Ingva Guðmundssonar. ■ Svar viðskiptaráðherra/10-11 Meirihlutaviðræð- ur víðast hafnar Magnús Gunnars- son bæjar- stjóri í Hafnarfírði FORMLEGAR samningavið- ræður um samstarf flokka í bæjar- og sveitarstjómum hófust víða í gær og sums staðar hefur þegar verið skrifað undir málefnasamning. Algengast er að stefnt sé að samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Framsóknarmenn munu víðast eiga fulltrúa í bæjar- stjómum. Næstalgengast er samstarf þeirra og sameigin- legra framboða vinstrimanna. Gengið var frá samstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks í Hafnarfirði í gærkvöld. Bæjarstjóri verður Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðis- manna, Þorsteinn Njálsson, oddviti framsóknarmanna, for- maður bæjarráðs og Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokki forseti bæjarstjórnar. Útlit er fyrir áframhaldandi samstarf Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks í Rópavogi. Við- ræður em hafnar milli oddvita Framsóknarflokks og G-Iista í Mosfellsbæ og Framsóknar- flokks og E-lista á Akranesi. Áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks er nú rætt í Borg- arbyggð og í Grindavík, sömu flokkar hófu viðræður á sunnu- dag á ísafirði og fulltrúar þeirra hafa þegar ákveðið samstarf í Skagafirði og á Siglufirði. Stefnt var að undirskrift samstarfs- samnings þeirra í Árborg í gærkvöld og formlegar viðræð- ur em hafnar í Reykjanesbæ. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista ræðast við á Akureyri og fulltrúar S-lista á Dalvík hafa boðið framsóknar- mönnum samstarf. Þá standa yfir viðræður milli framsóknar- manna og F-lista í Austur- héraði og fulltrúar framboðs- lista á Höfn töldu að þar fæm línur að skýrast í dag. ■ Kosningar/2, 12-20, 36, 54,55, 1B-12B Viðurkenndi tíu rán UNGUR maður hefur verið hand- tekinn í Reykjavík fyrir gripdeildir og rán í og við miðbæinn undan- farna mánuði. Maðurinn hefur veist að fullorðnum konum og rænt þær. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur maðurinn viðurkennt tíu gripdeildir frá því í febrúar. Fyrsta atvikið átti sér stað um miðjan febrúar þegar hann tók veski af fullorðinni konu og í mars urðu fimm eldri konur fórnarlömb hans. Tvisvar í apríl réðst hann á konur og hrifsaði af þeim veski og tvisvar í maí, síðast við Alþingis- húsið sl. laugardag. Ránin framdi maðurinn fyrst og fremst til að fjár- magna fíkniefnaneyslu sína. Málin teljast öll upplýst og verða send til ákæm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.