Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 47 og ástúðar þeirra allra í ríkum mæli og sannaðist það að svo uppsker hver sem hann sáir. Um íþróttakennarann, búfræðinginn og hestamanninn hef ég ekkert skráð. Hestamanninn þekkja margir miklu betur og hinir þættirnir eru það sem hann sótti í þroska sinn ungur maður og bætti sífellt við m.a. með lestri góðra bóka. Ingólfur var trúmaður og efaðist ekki um líf að þessu loknu, hann kvaddi sáttur við Guð og menn. Þakklát kveð ég þenna velgjörðarmann minn. Guð blessi minningu hans og ástvini bæði lífs og liðna. Anna A. Frímannsdóttir. í dag kveðjum við einn mesta öðl- ing þessarar aldar og þá tel ég mig tala fyrir munn margra sem hann þekktu. Leiðir okkar Ingólfs lágu fyrst saman fyrir 17 árum þegar ég kynntist dóttursyni hans og nafna. Ég var fljót að sjá hversu yndisleg- an mann hann hafði að geyma. Það sá ég best þegar hann meðhöndlaði hestana sína sem voru honum afar kærir. Ég minnist oft þessara fleygu orða hans þegar hann var að koma inn í hesthúsið. Þá heilsaði hann hestunum sínum ætíð á þessa leið: „Komið þið nú sælar - sælir elskurnar mínar.“ Ég þakka þér kæri vinur fyrir all- ar yndislegu stundirnar er við sát- um ein að spjalli í eldhúsinu hjá mér þegar Anna og Jón voru að heiman og þú bjóst hjá okkur í Mýrarselinu. Öll heilræðin sem þú gafst mér hvernig best væri að meðhöndla hestamenn. Það eru gullmolar sem ég geymi vel. Það er óhætt að segja að bæði menn og málleysingjar löðuðust auðveldlega að þér, því fáir hafa slíka útgeislun sem þú. Það var ljúft er við fórum síðasta rúntinn í Víðidalinn um páskana og sjá hversu glaður og ánægður þú varst með þá blesóttu þegar Viðar reið henni fyrir þig. Ég veit að þú verður ávallt að fylgjat með okkur og því skal ég lofa að vel verður hugsað um Fiðring og Snerru. Það eru forréttindi að hafa kynnst slík- um gæðingi sem þér og það væri okkar kynslóð til bóta að njóta meiri samveru með þínum líkum og nýta krafta þeirra, t.d. á leikskólum bama okkar. Elsku Ingólfur, ég kveð þig með trega í brjósti og óska þér alls hins besta og góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Við fjölskyldan söknum þín sárt. Guð blessi minningu þína. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ragna, Ingólfur og synir. Elsku langafi. Mig langar að minnast þín í örfá- um orðum. Ég var bara 9 ára þegar ég flutti í Grjótaselið til afa og ömmu. Minn fyrsti dvalarstaður þar var álman þín, og deildum við her- bergi fyrstu mánuðina, eða þar til ég fékk herbergi í íbúðinni þinni. Á hverju kvöldi lastu bænirnar með mér og ef ég var sofnuð án þín vissi ég af þér við rúmið þar sem þú last þær yfir mér. Það var alveg yndislegt að fá að alast upp með þér þó svo að kynslóðabilið væri mikið. Þegar Hrefna var lítil fluttum við mæðgur aftur í Grjótaselið. Og það sem þú gast dundað með langa- langaafabarninu þínu. Hún var alltaf sú stóra og þú varst lillinn. Hún mataði þig í þykjustunni með borðbúnaðinum úr stofunni og setti á þig húfurnar sem þér líkaði vel. Þú varst alltaf tilbúinn að leika. Og það sem hún dáði þig. Þegar maður rifjar upp svona í stórum dráttum sér maður hvað þú hafðir alltaf mikið að gefa. Ást og umhyggja var alltaf til staðar og al- veg frábært hvað við áttum vel sam- an. Elsku langafi, ég bið góðan guð að blessa minningu þína og þó svo að leiðir skilji hér muntu ávallt búa í huga mínum. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Þín, Anna Rósa. Vinur minn, hinn aldni heiðurs- maður Ingólfur Kristjánsson frá Siglufirði, hefur nú fengið hvíld, sem hann var nú á síðustu mánuðum búinn að þrá svo mikið. Dauðinn er öllum líkn sem lifa vel. Löngum starfsdegi er lokið, þar sem dyggð og trúmennska var altíð í fyrirrúmi. Það voru miklir mannkostir sem Ingólfur bjó yfir og takmark hans var altíð að láta gott af sér leiða. Hann eignaðist marga góða vini, vegna mannkosta sinna og einstakra framkomu í hvívetna. Einhver mesta gæfa hvers manns á lífsleiðinni er, að kynnast góðu fólki og eignast vináttu þess. Vinátta verður aldrei til fjár metin, en hún er auður sem ei fymist. Þau hjónin Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur fluttust til Siglufjarðar árið 1943 frá Reyðarfirði. Þar hafði Ingólfur verið tollvörður fyrir Aust- urland um nokkurt skeið, en áður var hann íþróttakennari á Eiðum. Það kom sér vel fyrir Ingólf meðan á dvöl hans fyrir austan stóð, að hann var léttur á sér og kappsfullur í störfum. Þá voru samgöngur erfiðar á milli byggðarlaga og yfir háa fjallgarða að fara. Þurfti hann oft að grípa til skíðanna á vetrum til að komast yfir háar heiðar og torfærur til að gegna störfum sfnum á hinum ýmsu stöðum þar sem skip komu að landi. Þegar til Siglufjarðar kom var einnig mildð annríki á fyrstu árum hans þar. Þar var á þeim árum iðandi mannlíf og tíðar sldpakomur. Um helgar var fjörðurinn næstum fullur af erlend- um síldarskipum og því í mörg hom að líta. Hógværð hans og einstaklega hlýlegt viðmót léttu honum störfin og leiddu hann árekstrarlaust í gegnum ábyrgðarmikil störf. Á Siglufirði vöktu þessi glæsilegu hjón athygli og unnu hvers manns traust sem þeim kynntust. Þau áttu fallegt og gott heimili ogþangað var alltaf gaman að koma. Á Siglufirði átti fjölskyldan góð ár og var heim- ilið þeim allt. Þar uxu börnin Agnar og Ánna Jóna og fósturdóttirin Sól- veig Ólafsdóttir upp á einstaklega hlýlegu og notalegu heimili. Ingólfur var mikill trúmaður. Hann sat í sóknamefnd Siglufjarð- arkirkju um árabil. Það mætti hafa mörg orð um mannkosti Ingólfs, en ég þykist vita, að það væri ekld í hans anda að tíunda það hér. Enginn kemst í gegnum langt líf án áfalla. Það var óbætanlegt áfall fjölskyldunnar þegar bráðefnilegur sonur þeirra, Agnar, dmkknaði árið 1962. Hann var loftskeytamaður á Arnarfellinu. Ég minnist þess vel þegar skip lagðist að Hafnarbryggj- unni á Siglufirði með lík Agnars. Það var síðla dags í góðu veðri. Mik- ill mannfjöldi hafði safnast saman til að taka á móti fóllnum samborg- ara, og votta fjölskyldunni samúð. Fjölskyldan vann sig í gegnum þennan harm í trúrækni og vissu um endurfund á efsta degi. Annað áfall dundi yfir 1979 þegar húsmóðirin féll frá. Hún átti drjúg- an hlut í að skapa þeim hið ágæta heimili og hamingju fjölskyldunnar. Á síðari áram hefur Ingólfur ver- ið í góðu skjóli Önnu Jónu dóttur sinnar og manns hennar Jóns Sveinssonar sem sýnt hafa honum ást og umhyggju. Ingólfur var mikill hestamaður og átti góða fáka. Heilsu sína og há- an aldur þakkaði hann ekki hvað síst því, að vera með hestum sínum og njóta útiverunnar á hestbaki í fagurri náttúru. Það er sjaldgæft að sjá knapa hátt á tíræðisaldri þeysa um á gæðingum, en á hestbaki naut Ingólfur sín virkilega vel. Ég kveð þennan góða vin minn með sömu orðum og hann kvaddi mig í síðasta sinn þá er ég heimsótti hann í Skógarbæ: „Góður guð geymi þig, og berðu fjölskyldu þinni góðar kveðjur mínar.“ Skúli Jónasson. + Jóhanna Sig- ríður Einars dóttir fæddist í Stykkishólmi 18. janúar 1957. Hún lést á Landspítal- anum hinn 15. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. maí. Með fáeinum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu mína, Jóhönnu Sigríði Einars- dóttur, sem yfirgaf þennan heim 15. maí síðastliðinn. Er dauðinn ber að dyrum jafn óvænt og þennan vordag, þegar allt er annars að vakna til lífs, verður mér orða vant og erfitt að lýsa harmatilfinn- ingum við fréttina af skyndilegu andláti elskulegrar vinkonu. Fundum okkar Jóhönnu bar fyrst saman, þegar hún var ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, en þá var ég formaður samtakanna. Það var happ að ráða Jóhönnu til starfa. Ungum samtökum veitti ekki af krafti og eljusemi til að takast á við öll þau brýnu verkefni, sem biðu úr- lausnar. Skipulagshæfileikar og skarpskyggni Jóhönnu, áhugi á viðfangsefnunum, ásamt vilja og þreki, komu samtökum okkar mynd- listarmanna til góða á hárréttum tíma og urðu þeim ómetanleg. Oft þurfti að vinna óeigingjarnt starf við uppbyggingu samtakanna og á veg- um þeirra, og Jóhanna lá aldrei á liði sínu, hvort sem það var við undir- búning myndlistarþinga, útgáfu fréttabréfs eða við dagleg störf á skrifstofú. Útsjónarsemi hennar var óskeikul við að útbúa skrifstofu SÍM á nútímavísu, en áður má heita að starfsemin hafi farið fram við ferm- ingarskrifborð og skólaritvél. Hún sá um bókhald og rekstur samtak- anna af röggsemi, glaðværð og dugnaði í átta ár og átti sinn þátt í að gera Samband íslenskra mynd- listarmanna að því sem það er í dag. Fyrstu árin, sem hún starfaði hjá SIM, sat hún alla fundi stjómar og fulltrúaráðs og þeir vora margir þau ár, sem ég þekkti best til, 1986-1989, oft eftir venjulegan vinnutíma. Mátti treysta því að allt kæmist til fram- kvæmda, sem til hennar var beint. Ötulli og ósérhlífnari starfsmann er ekki hægt að hugsa sér og veit ég að af sömu atorku fór hún að starfa hjá félaginu Heyrnarhjálp eftir starfsár sín hjá SÍM. Jóhanna og Ólafur Jónsson, mað- ur hennar, eignuðust tvær bjart- hærðar og fallegar stúlkur á þessum áram, Úlfhildi, 14. október 1985, og Sólkötlu, 3. júlí 1991, ástkærar for- eldram sínum. Þær eiga eftir að bera með sér minninguna um móð- ur, sem gaf þeim ástúð, umhyggju, hlýju og glaðværð, sem Jóhanna átti ómælda. Fyrir rúmri viku kvöddumst við Jóhanna glaðar og kátar að lokinni hressilegri kvöldgöngu eftir að hafa ákveðið margar slíkar í sumar. Síð- an fór ég til útlanda, en mín elsku- lega vinkona í óvæntara og lengra ferðalag yfir móðuna miklu. Hún mun þó verða mér nálæg í minning- unni, björt, hlý og falleg, ætíð létt og geislandi af kátínu, ákveðin í fasi og framgöngu. Með þökk og söknuði kveð ég Jóhönnu Sigriði Einarsdóttur, góð- an starfsfélaga og góða vinkonu, og votta eiginmanni hennar, Ólafi Jóns- syni, dætranum Úlfhildi og Sólkötlu, foreldram hennar og systkinum mína innilegustu samúð. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorg- inni. Guðný Magnúsdóttir. Hún stóð fremst á sviðinu í gamla samkomuhúsinu í Stykkishólmi og lék aðalhlutverkið. Hún var stærst, hún var þroskuðust og hún dreif bekkjarsystkin sín áfram með áræði sínu og útgeislun. Leikritið fjallaði um lífið í sjávarþorpi úti á landi. Þau vora aðeins 12 ára en þau höfðu samið leikritið sjálf og æft undir stjórn Ólafs Jónssonar kennara. Markið var sett hátt. Fagmenn voru kvaddir til, m.a. leikmyndahönnuður fenginn að sunnan. Sýningin var einstök og var flutt fyrir troð- fullu húsi í nokkur skipti. Þetta var vorið 1969. Gríðarlegt at- vinnuleysi grúfði á þessum tíma yfir Stykkishólmi, deyfð og drangi. Ég er með þá per- sónulegu kenningu að þetta verk nemendanna og ekki síst kraftur Jóhönnu á sviðinu hafi verið tákn um þá endurreisn sem átti sér stað í Stykkishólmi í upphafi 8. áratugar- ins. Svo liðu árin. Úr nokkurri fjar- lægð fylgdist ég með Jóhönnu eins og öðram nemendum sem ég kynnt- ist þann stutta tíma sem ég kenndi vestra. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég frétti mörgum áram síðar af ástríku sambandi hennar og Ólafs eftir að leiðir þeirra lágu sam- an hér syðra. Hann dýrkaði þessa stúlku og hafði talað svo fallega um hana. Sannari ást og innilegri held ég að hafi verið vandfundin enda fóra þau alla leið til Hveravalla í nokkurra ára einangrun til að njóta hvort annars. Þeim einum líkt. Fyrir nokkrum áram kynntist ég Jóhönnu á nýjum vettvangi og ég er þakklát- ur og hreykinn af því að hafa stuðlað að ráðningu hennar sem fram- kvæmdastjóra Félagsins Heymar- hjálpar. Stjóm félagsins vildi gera Heymarhjálp að skarpari baráttu- samtökum fyrir allt heyrnarskert fólk á íslandi, hefja útgáfu félags- blaðs, halda málþing og fræðslu- fundi. Við leituðum að kraftmiklum framkvæmdastjóra sem gæti stýrt slíkum verkum. Þegar ljóst var að Jóhanna var meðal umsækjenda var valið ekki erfitt. í þau þijú ár sem ég var for- maður félagsins var samstarf okkar Jóhönnu náið. Þetta var annasamur tími. Jóhanna var framkvæmda- stjóri sem allir formenn og félaga- stjómir hljóta að óska sér. Hug- mynd skapaðist á stjómarfundi og hún var framkvæmd með glæsibrag og virðingu við verkefnið. Öll verk undirbjó hún af mikilli alúð, nákvæmni og ekki síst smekkvísi og var til þess tekið hvað hún setti sinn stíl á öll verk sem hún kom nálægt. Það var mjög gott að vinna með Jóhönnu. Hún var hreinskiptin, greind og sá alltaf lausnir á öllum málum. Hún var áræðin og hikaði ekki við að standa á rétti sínum eða félagsins þegar þess þurfti með. Heyrnarskerðing hennar gerði hana hæfari til að setja sig enn betur inn í málefni þeirra sem hún vann fyrir. Hún hafði óhemju gott vald á ís- lenskri tungu og fágað málfar. Áhugamál Jóhönnu síðustu árin var söngurinn. Hún var komin í form- legt söngnám og ég veit að það var yndi hennar og gleði. Ég kynntist söngkonunni Jóhönnu mjög óvænt og nánast fyrir tilviljun er við sátum árlega þemadaga NHS sem haldnir vora í húsakynnum Stórþingsins í Ósló fyrir tveimur árum. Eitt kvöld þessara þemadaga þótti okkur held- ur dauflegt yfir þátttakendum. Á svæðinu var stæðilegur flygill og þótti okkur tilvalið að koma nokkra, lífi í samkomuna með því að taka nokkur lög. Jóhanna stillti sér upp við hljóðfærið og söng hvert íslenska ættjarðarlagið á fætur öðra, hún kunni ógrynnin öll af textum. Þetta var að sjálfsögðu fágaður söngur og agaður eins og allt sem frá Jóhönnu kom. Ég mátti hafa mig allan við að fylgja henni eftir við flygilinn enda var þessi „konsert" algjörlega óæfð- ur. Það kom okkur öllum sem þarna vora á óvart hve Jóhanna var hæfi- leikarík söngkona. Þetta var óg- leymanleg stund. Þarna naut hún sín sem aldrei fyrr og minningarnar- frá því hún var 12 ára á gamla sviðinu í Stykkishólmi komu eins og leiftur upp í hugann. Það er ekki hægt að minnast Jóhönnu án þess að nefna móður- hlutverkið. Ég get vart ímyndað mér ástríkari móður en hana. Þrátt fyrir allar annir í krefjandi starfi var hún alltaf með hugann og jarðsam- bandið við dætur sínar og heimilið. Það var sorglegt hve heilsufar Jóhönnu var tæpt síðustu misserin. Það var eins og það lægju á henni einhver torkennileg álög. Þessari lífsglöðu og þróttmiklu konu sem vildi standa í stafni og hrífa fólk með sér til allra verka var greinilega bragðið. Starfsorka hennar var skert og líkamsþrótturinn fylgdi ekki huganum eftir. En nú síðustu dagana var til þess tekið að henni leið mun betur og framtíðin bjartari. Hún hafði haft það á orði að hefja fulla vinnu aftur og hún æfði stíft fyrir lokatónleika í söngnáminu en þá kom áfallið eins og hendi væri veifað, - snöggt og óvægið. Við, vinir og samstarfsfólk, sem syrgjum þessa konu, drúpum höfði í máttvana sorg. Ég kveð Jóhönnu með þakklæti í huga fyrir þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Ég sendi vini mínum Ólafi, dætranum Úlfhildi og Sólkötlu, foreldram Jóhönnu og systkinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Jóhanna Sigríður Einarsdóttir var framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, SÍM, þegai- við hittumst fyrst en ég sat þá í stjórn sambandsins fyrir hönd Leirlistarfélagsins. Á þessum tíma var mikið að gerast í hagsmunamál- um myndlistarmanna og vann Jóhanna af lifi og sál í þágu þeirra. Það var oft krefjandi og vanþakklátt starf. Vinskapur okkar óx og dafnaði og Jóhanna varð mér afar kær. Alltaf var af nógu að taka þegar við hittumst. Jóhönnu var ekkert óviðkomandi, sífelldar vangaveltur um lífið og tilveruna og frásagnar- máti hennar var einstakur. Henni tókst að klæða hversdagsleikann í spaugilegan búning og alltaf hreif hún mann með sér í ákafa sínum og einlægni. Hún gaf mér dýrgrip er hún mælti til mín á eftirminnilegri stund í lífi mínu og það var yndislegt að hlýða á hana syngja. Við höfðum ákveðið að hittast oftar og hlæja saman, því það gerði sálartetrinu svo* gott. Ég græt þig, Jóhanna, þú gamla vitra sál. Fyrir mína hönd og Sambands ís- lenskra myndlistarmanna sendi ég Ólafi, Úlfhildi, Sólkötlu, Elínu Jónínu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Bryndfs Jónsdóttir formaður SIM. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT JÓHANNA HANSEN, Dalbraut 27, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 24. maí. Aðstandendur. JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.