Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG borga þér sko með glððu geði þessar tuttugu og fímm þúsund krónur svo þú getir verið heima með grislingana þína Árni minn . . . Einkaskóli á framhalds- skólastig'i á Skógum MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur undirritað sameiginlega yfírlýs- ingu með héraðsnefndum Rangæ- inga og Vestur-Skaftfellinga um að stefnt sé að áframhaldandi skóla- haldi á framhaldsstigi í Skógum. Gert er ráð fyrir að Framhalds- skólinn í Skógum muni starfa sem einkaskóli frá komandi hausti og bjóða tveggja ára nám á almennri braut bóknáms svo og tveggja ára nám á hestabraut og hljóta viður- kenningu ráðuneytisins sem full- gildur framhaldsskóli að fullnægð- um skilyrðum. Ætlunin er að stofna sjálfseignarstofnun til að annast rekstur skólans og aðra starfsemi á hans vegum. Stofnendur hennar verða Héraðsnefnd Rangæinga og Héraðsnefnd Vestur-Skaftfellinga sem velja munu stofnuninni fulltrú- aráð sem marki stefnu stofnunar- innar og fari yfir reikninga og aðrar fjárreiður og rekstrarmál. Mun full- trúaráðið einnig velja fjóra menn í skólanefnd en menntamálaráðherra skipa einn fulltrúa. Afsláttardagar ™ út þessa viku! Bjóðum 10% afslátt af allri vefnaðarvöru út vikuna. Nýjar vörur daglega. Líttu inn og gerðu góð kaup. -búðirnar sauma. Einn sá stærsti úr Elliðavatni í áraraðir KÁRI Friðriksson veiddi fyrir skömmu einn stærsta silung sem veiðst hefur hin seinni ár í Elliða- vatni. Þetta var 7 punda urriði, 67 sentímetra langur hængur sem tók maðk „úti í Höfða“, að sögn Vignis Sigurðssonar umsjónar- manns við Elliðavatn á fostudag. Vignir sagði veiðina í Elliða- vatni hafa verið góða og farið batnandi. „Þriðja vikan var best, en hinar tvær voru þó furðu góð- ar miðað við slæm skilyrði, kulda þá fyrri og mikið votviðri þá seinni. Það mældist þannig yfir 150 mm úrkoma yfir fjóra daga, vatnið litaðist aðeins, en veiði var samt góð og dæmi um 30 fiska á stöng á dag. Állinn er gjöfulasti veiðistaðurinn, en Helluvatnið KÁRI Friðriksson með urriðan stóra. hefur verið að koma meira inn, sérstaklega Herdísarvíkin þegar norðvestanáttin hefur ráðið ríkj- um,“ sagði Vignir. Vistun aldraðra á hjúkrunarheimili Ættingjar þjást oft af þunglyndi og kvíða Helga Ottósdóttir JÓNUSTA við aldraða er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþjónustunnar í framtíðinni og samkvæmt tölum frá Hagstofunni verð- ur fólk 65 ára og eldra 19- 20% þjóðarinnar árið 2030, eða 60.377 manns. Hjúkrun- arfræðingarnir Helga Ottós- dóttir og Ingibjörg Björg- vinsdóttir hafa unnið BS-rit- gerð um vistun aldaðs fólks á hjúkrunarheimilum. „Rannsóknir sýna að álag og streita minnkar ekki hjá þessum einstaklingum í kjölfar vistunar hins aldraða ættingja á hjúkrunarheimili, andstætt því sem margir álíta. Við vildum því beina at- hygli okkar að líðan aðstand- enda eftir að aldraður maki þeirra hefur verið vistaður á hjúkrunar- heimili," segir Helga Ottósdóttir. - Hvers vegna fóruð þið út í þessa rannsókn? „Við völdum að taka viðtöl við maka alzheimer-sjúklinga þar sem okkur virðist að skert andleg hæfni auki álag á umönnunaraðila. Við teljum að betri skilningur hjúkrunarfræðinga á líðan fólks við þessar aðstæur stuðli að bætt- um samskiptum aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimila. Auk- inn stuðningur við aðstandendur gæti komið skjólstæðingum okkar til góða á margan hátt, dregið úr árekstrum samstarfsfólks og að- standenda og stuðlað að því að heimsóknir ættingja verði ánægju- legri fyrir þá og hinn aldraða vist- mann. Vaxandi lífslíkum fylgir aukin tíðni langvinnra sjúkdóma og talið er að 80% aldraðra séu haldin langvinnum sjúkdómi af einhverju tagi. Fæstir deyja án þess að hafa á einhvern hátt verið háðir aðstoð annarra, oftast barna sinna og maka. Samkvæmt breskri rann- sókn njóta þrefalt fleiri hjúkrun- arsjúklingar, sem þarfnast mikill- ar umönnunar, hennar heima fyrir en á stofnunum. I ljós kemur að fjölskyldan annast hjúkrun og umhirðu viðkomandi með heimilis- störfum í 80-90% tilfella ekki heil- brigðiskerfið. Einnig kemur fram að meiri- hluti umönnunaraðila er konur, einkum eiginkonur og dætur, sem oft eru útivinnandi að auki. Álagið á þeim er umtalsvert og sýna flestar rannsóknir fram á streitu hjá þessum hópi. Sumir finna fyrir líkamlegum heilsubresti, aðrir tala um sálræn vandamál á borð við kvíða, þunglyndi og svefnleysi. Álagið eykst eftir því sem líkam- legt ástand hins aldraðra er lak- ara en einkum er talið að skert andleg hæfni hins aldraða auki streitu hjá umönnun- araðilum. Ymislegt bendir líka til að aðstandendur sjúk- linga með skerta and- lega hæfni upplifi sorg á meðan þeir annast viðkom- andi, ekki bara við andlát hans. Sumir finna fyrir mikilli depurð og gráta en þetta á einkum við í þeim tilfellum þar sem maki eða foreldri var hætt að þekkja fjöl- skyldu sína og sýndi lítil viðbrögð við ástúð og umhyggju. Sögðust sumir í raun vera að kveðja ástvin sinn á löngum tíma.“ - Hvaða áhrif hefur ákvörðun um að vista hinn aldraða á stofnun á fjölskylduna? „Sú ákvörðun að vista aldrað foreldri eða maka á hjúkrunar- heimili reynist flestum mjög erfið og lýsa sumir henni sem einu því ► Helga Ottósdóttir fæddist í Reykjavík árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 1976. Helga lauk prófi frá Iljúkrunar- skóla íslands árið 1980 og BS- prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Islands árið 1997. Hún starfaði á Landspftala í tvö ár og hefur unnið á öldrunarlækn- ingadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur frá 1984. Helga kenndi við Þroskaþjálfaskóla fslands 1986- 88 og við námsbraut í hjúkrun- arfræði í Háskóla Islands s.l. vetur. Eiginmaður hennar er Stefán Guðjónsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna og eiga þau fjögur börn. erfiðasta sem þeir hafi gengið í gegnum. Eldri makar standa líka oft fyrst frammi fyrir alvarlegum heilsubresti vegna bágborins líkamlegs ástands síns eftir vistun makans og eiga oft við tilfinninga- leg vandamál að etja. Margar rannsóknir benda til þess að ein erfiðasta rejmsla fullorðinsáranna sé að missa maka sinn og breyt- ingin sem verður á högum ein- staklings við vistun maka hans er að mörgu leyti sambærileg þeirri reynslu. í fyrstu er fólk oft á báð- um áttum, í óvissu um framtíðina, þunglynt og einmana." - Kom eitthvað ykkur á óvart í rannsókninni? „Já, það kom okkur á óvart hversu einir viðmælendur okkar voru í veikindum maka, einkum þegar kom að því að taka ákvörð- un um vistun. Aðstandendur taka ábyrgðina af ákvörðuninni á sig. Fram kemur að þeir telji stuðning fjölskyldu og heilbrigðisstarfs- fólks mjög mikilvægan en eiga erfitt með að tala um líðan sína og tilfinningar. Einnig var áberandi hversu mikið áfall það var viðmæl- endum okkar að sjá maka sinn í stofnanaumhverfí. Þeim var tíðrætt um ástand hinna sjúklinganna og not- uðu mjög sterk lýs- ingarorð. Sumum finnst þeir ekki hafa hlutverk í umönnun makans eftir innlögn, finnst erfitt að heimsækja hann og finna lítinn tilgang í því. Þeir vilja gera eitthvað fyrir hann en vita ekki hvað. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því að reglu- legar heimsóknir geti verið þáttur í umönnun. Við teljum mikilvægt að hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir líðan maka alzheimer- sjúklinga og annarra með minnis- sjúkdóma. Þeir virðast einir með sína líðan og reynslu og leita ekki eftir stuðningi af sjálfsdáðum. Það þarf að leita leiða til þess að auka tengslin við þennan hóp.“ 65 ára og eldri um 20% þjóðar- innar árið 2030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.