Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 46

Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS HALLDÓRSSON, Öldugötu 12, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar föstudaginn 22. maí. Geirrún Þorsteinsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Anna Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Óskarsson, Árbjörn Magnússon, Hansína Halldórsdóttir, Soffía María Magnúsdóttir, Þorleifur Dagbjartsson, Magnús Magnússon, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON fyrrv. bóndi og oddviti, Hrafnabjörgum, Hvalfjarðarströnd, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 23. maí sl. Lára Arnfinnsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Matthías Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR G. KRISTINSDÓTTIR, Grenimel 31, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. maí. Guðmundur Þ. Magnússon, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Elínborg J. Þorsteinsdóttir, Ólafur G. Þorsteinsson. + Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JÓNASSON húsasmíðameistari, Selbrekku 30, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 23. maí. María Sófusdóttir. + Útför elskulegrar dóttur okkar, systur og mágkonu, ÁSTU GUÐRÚNAR EYVINDARDÓTTUR, verður gerð frá Kotstrandarkirkju fimmtu- daginn 28. maí kl. 13.30. Sjöfn Halldórsdóttir, Eyvindur Erlendsson, Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, Reynir Þór Eyvindarson, Rún Halldórsdóttir, Heimir Eyvindarson, Sólrún Auður Katarínusardóttir, Erlendur Eyvindarson. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Guðmundur H. Garðarsson, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Valdís Garðarsdóttir, Vildís Garðarsdóttir, Skúli Axelsson, Ragnheiður Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Gísli Magnús Garðarsson, Bryndís Björk Saikham. INGÓLFUR KRISTJÁNSSON + Ingólfur Krist- jánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. október 1902. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 15. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Jóns- son, bóndi á Skerðingsstöðum, og Agnes Jónsdóttir. Kristján og Agnes eignuðust 14 börn en tvö þeirra dóu í frum- bernsku og 7 af þeim sem upp komust eru látin. Eftir- Iifandi systkini Ingólfs eru: Ingi- björg, Ingigerður, Halldór, Hall- dóra og Finnur. Ingólfur kvæntist 14. mars 1926 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 9. ágúst 1900, frá Marbæli í Os- landshlíð í Skagafirði, en hún lést 19. mars 1979. Ingólfur og Guðrún eignuðust tvö börn: 1) Agnar Krislján, loftskeytamaður, f. 24. júní 1927, lést af slysförum 29. desember 1962. 2) Anna Jóna, húsmóðir, f. 29. nóvember 1931, gift Jóni Sveinssyni, fyrrv. skip- stjóra. Þeirra börn eru: Ingólfur, f. 17. október 1952, k.h. er Ragna Halldórsdóttir. Ingólfur á fjögur börn; Guðrún, f. 2. ágúst 1954, hún á tvö börn. 3. Fósturdóttir þeirra og systurdóttir Guðrúnar Það eina sem vitað er með vissu um framtíðina að öllu er mörkuð stund og kallið kemur. Hvenær stundin kemur vitum við dauðlegir menn ekki. Ingólfur Kristjánsson er látinn. Það kom ekki á óvart, heilsan var farin að bila eftir langa æfi, og óvenjulega hreysti, sem áreiðanlega má rekja til hans lundarfars og heil- brigðra lífshátta. Hann var um margt óvenjulegur maður. Hann lifði lengi og vel, og stundaði sín áhugamál í hárri elli. Áhugamálið voru hestar. Mér er í bamsminni þegar þessi myndarlegi maður kom ríðandi á gæðingum sín- um frá Siglufirði inn í Skagafjörð og gerði stuttan stans á Óslandi hjá foreldrum mínum. Þetta voru ekki húðarjálkar, heldur fallegir og vel hirtir hestar sem hann umgekkst af þeirri alúð sem honum var lagin. Umræðumar snerust líka tíðum um hesta. Hestamennska var hans líf og tómstundagaman alla tíð, og háaldraður eða kominn um nírætt stundaði hann tamningar og fór í hestúsið daglega með sínu fólki, einkum Ingólfí nafna sínum og dótt- ursyni. Ingólfur var íþróttamaður, íþróttakennari að mennt, einn af þeim sem hleyptu heimdraganum í upphafi aldarinnar og sóttu nám til Danmerkur. Heilbrigð sál í hraust- um líkama var hans mottó og hann var glæsilegt dæmi um hvort tveggja. Hann stundaði líkamsrækt alla tíð, var stakur reglumaður. Það þurfti ekki annað en sjá hann til þess að sjá hvers virði reglusamt líf er. Kona hans var Guðrún móður- systir mín frá Marbæli í Skagafírði. Þau bjuggu lengst af á Siglufirði, eftir að hafa verið um hríð á Austur- landi. Þar var Ingólfur tollvörður um árabil. Það var eftirminnilegt fyrir strák eins og mig sem lítið hafði farið að heimsækja frænku mína á heimili þeirra Ingólfs á Suðurgötunni á Siglufirði. Hlýja þeirra var einstök. Ingólfur dvaldi síðustu árin í Reykjavík í skjóli Önnu Jónu dóttur sinnar og hennar fjölskyldu. Þeim Guðrúnu varð tveggja bama auðið, en Agnar sonur þeirra lést langt um aldur fram af slysförum. Þessum kveðjuorðum er ætlað að flytja þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir liðna tíð. Hugurinn leitar í Skagafjörðinn og til Siglu- fjarðar að leiðarlokum. Gamla er Sólveig Ólafsdótt- ir, lögfræðingur, f. 7. janúar 1948, gift Jónatan Þórmunds- syni, prófessor. Son- ur þeirra er Þór- mundur, f. 3. apríl 1972, k.h. er Sóley Halldórsdóttir og eiga þau eitt barn. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skerðingsstöðum. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1924 og stundaði nám í íþrótta- skóla Nielsar Bukh í Ollerup á Fjóni 1924-1925. Hann var íþróttakennari við Alþýðuskól- ann á Eiðum 1927-1935 og kenndi fþróttir á sumrin víða um land. Hann var tollvörður á Aust- fjörðum 1935-1943 með búsetu á Reyðarfirði. Arið 1943 gerðist hann tollvörður á Siglufirði og var síðan yfirtollvörður þar frá 1946-1972, er hann lét af störfum vegna aldurs. Ingólfur gegndi einnig Ijölda trúnaðarstarfa fyrir stofnanir og félög. Hann var alla tíð mikill hestamaður og sinnti því áhugamáli sínu af atorku og dugnaði til hinsta dags. Utför Ingólfs verður gerð frá Seljakirkju f dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. mannlýsingin „mér kemur hann ávallt í hug er ég heyri góðs manns getið“ á einkar vel við Ingólf Krist- jánsson. Astvinum hans færum við Margrét innilegar samúðarkveðjur. Jón Krisljánsson. Þegar mér barst andlátsfregn Ingólfs Kristjánssonar, míns gamla og góða nágranna á Siglufirði til fjölda ára, fannst mér bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Þeir sem fæddust inn í öldina sem nú er senn að kveðja, höfðu í raun allt annað lífsgildi en þeir sem seinna ólust upp í tæknivæddu sam- félagi nútímans. Mat þeirra á framförum og allri nýsköpun var raunhæft, þeir vildu gæta hófs í hvívetna og aldrei ana að neinu, hvort heldur það var í einkaframtaki eða í opinberri þjón- ustu. Ég hygg að Ingólfur Krist- jánsson hafi verið þeirrar gerðar. Fyrstu kynni mín af Ingólfi voru þau að tiltölulega stuttu eftir komu fjölskyldunnar til Siglufjarðar, hög- uðu atvikin því þannig til að telja þurfti vörulager Kf. Siglfirðinga. Ingólfur var fulltrúi fógeta til eftir- lits og skrifta, Þá var allt að sjálfsögðu handskrifað og varð mér mjög starsýnt á fallega rithönd, þessa annars ókunna manns og mun hafa haft orð á því við hann. Upp úr þessu litla atviki sköpuðust framtíð- arkynni okkar, og tel ég það lán á lífsgöngu hverrar manneskju að telja til slíkra vinsemda. Löngu síðar varð ég og fjölskylda mín svo lánsöm að setjast að í næsta húsi við Ingólf og konu hans, Guðrúnu Jónsdóttur, ættaða frá Marbæli í Oslandshlíð, Þarna var gott og friðsælt að búa. Um ættir Ingólfs ætla ég ekki að fjölyrða hér, það munu aðrh' gera sem betur til þekkja. Ingólfur réðst til Siglufjarðar, sem yfirtollvörður og starfaði sem slíkur öll sín bestu ár. Það hefir vafalítið oft reynt á stillingu og hæfni í þeirri stöðu, enda var hann orðlagður gæfumaður í starfi. Hann átti nokkra hesta og hugsaði hann um þá heima í tómstundum. Ingólf- ur var mikill hugsjónamaður og studdi Samvinnuhreyfinguna af heilum hug. Hann var ötull í starfi fyrir Framsóknarfélag Siglufjarðar og vann því félagi allt sem hann mátti. Ingólfur var einnig kirkjurækinn maður og sat lengi í sóknamefnd, auk ýmissa annarra trúnaðarstarfa sem gjarna hlaðast á trausta menn í litlum bæjarfélögum. Ingólfur missti konu sína árið 1979, þau eignuðust tvö böm, Agnar Kristján og Önnu Jónu, auk fóstur- dótturinnar Sólveigar Ólafsdóttur. Það var mikið áfall fyrir fjölskyld- una þegar Agnar - sem lengst af var loftskeytamaður á Sambandsskip- unum - lést af slysförum árið 1962. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvað fjölskyldan stóð þá þétt saman án æðruleysis í sinni miklu sorg. Að löngum starfsdegi loknum fluttist Ingólfur til Reykjavíkur og bjó þar ætíð í skjóli Önnu dóttur sinnar og manns hennar, Jóns Sveinssonar. Eftir að suður kom hélt hann áfram að eiga hesta og hugsa um þá, þrátt fyrir háan aldur. Ingólfur var ætíð mikill útivistar- og göngumaður, enda stundaði hann íþróttir af kappi allt fram á þetta ár, þá hálftíræður að aldri. Við Hilmar og börnin okkar vott- um Önnu Jónu, Sólveigu og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minningin um Ingólf Krist- jánsson mun lifa þótt líkaminn sé hniginn að foldu. Hulda Steinsdóttir. Fyrstu minningar mínar um Ingólf Kristjánsson eru frá þeim tíma sem hann var tollvörður á Austurlandi og þau hjónin bjuggu ásamt börnum sínum tveim á Fram- nesvegi við Reyðarfjörð. Mjög góð vinátta tókst með þeim og foreldr- um mínum árin þeirra á Reyðarf- irði, og ég veit, að það var með nokkrum trega sem þau kvöddu Austfirðina. Við matarborðið heima í Bifröst skömmu áður en þau fóru norður töluðu þau um það, að ef þeim líkaði vel á Siglufirði, ætluðu þau að bjóða mér norður til að ganga í gagnfræðaskólann þar. Það voru ekki orðin tóm, því að næsta sumar komu þau austur og ég fór svo með þeim haustið 1944 og var í skólanum næstu tvo vetur. Þetta lýsir þeim vel og margir voru það bæði skyldir og óvandabundnir, sem þau hlúðu að. Á Siglufirði var ég eins og þriðja bamið þeirra og alla tíð síðan hefur þetta góða sam- band haldist. Þegar Ingólfur starfaði á Aust- fjörðum, þurfti hann að fara víða. Fyrir skömmu barst þetta í tal okk- ar á milli og hann sagði þá m.a.: „Það var nú dýrt fyrir ríkissjóð að taka bát t.d. suður á Djúpavog, því að lítið fé var í kassanum á kreppuárunum." Hann ræddi málið við Éystein Jóns- son, ráðherra, og það varð að ráði, að hann fór á skíðanámskeið 1 eina viku í Hveradölum og fékk síðan skíði til afnota. Einnig ferðaðist hann bæði á hestum og fótgangandi, ef með þurfti. Þetta lýsir honum Ingólfi mínum vel. Ungur dreif hann sig til Dan- merkur og nam við Iþróttaskólann í Ollerup á Fjóni. Upp frá því stundaði hann líkamsrækt hvern einasta dag, meðan heilsan leyfði, og var með afbrigðum hraustur, léttur á fæti og vel á sig kominn, þar til fyrir þremur árum, er heils- an fór að bila. Andlegri reisn hélt hann til hinsta dags. Ingólfur bar mikla umhyggju fyrir öllu sínu fólki, ekki síst börnunum, sem hann laðaði að sér áreynslulaust með hlýju og gamansemi. Hann tók börn tali á förnum vegi og e.t.v. lýsa hon- um best orðin, sem lítil stúlka sagði, er hún kom heim til móður sinnar. Aðspurð hvar hún hefði verið, sagði hún: „Ég var að tala við góða mann- inn með fallega andlitið.“ Missir einkasonarins, Agnars, í blóma lífsins var mikið áfall. En í gleði og sorg hefur þessi fjölskylda staðið saman sem einn maður. Glaðværð og gestrisni einkenndi heimili Guðrúnar og Ingólfs alla tíð, og ég veit, að þess munu frændur og vinir minnast með þakklæti um ókomin ár. Eftir lát Guðrúnar bjó Ingólfur í skjóli Önnu Jónu, dóttur sinnar, og fjölskyldu hennar og fóst- urdóttirin, Sólveig, og hennar fjöL skylda var ekki langt undan. Á ævikvöldinu naut hann umhyggju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.