Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 27 ERLENT Réttarhöld á Spáni vegna „óhreina stríðsins“ Fyrrverandi ráðherra sakaður um mannrán Reuters JOSE Barrionuevo, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Rafael Vera, fyrrverandi öryggismálaráðherra, að loknum vitnaleiðslum í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa stjórnað „óhreina stríðinu" gegn baskneskum aðskilnaðarsinnum á síðasta áratug. Madrid. Reuters. RÉTTARHÖLD hófust á Spáni í gær yfir fyrrverandi ráðherra, sem bendlaður er við „óhreina stríðið“ gegn baskneskum aðskilnaðarsinn- um á síðasta áratug. Kom þá meðal annars fram, að hann og aðrir embættismenn hefðu skipulagt mannrán. Jose Amedo, fyrrverandi lög- reglumaður og einn af 12 mönnum, sem hafa verið ákærðir, sagði í gær við réttarhöldin í Madrid, að Jose Barrionuevo, fyrrverandi innan- ríkisráðherra, hefði lagt blessun sína yfir tilraun til að ræna baskneskum kaupsýslumanni í Suð- ur-Frakklandi 1983. Kvaðst Amedo hafa haft milligöngu milli yfirvalda og þeirra, sem voru ráðnir til að ræna manninum. Segundo Marey var rænt á heim- ili sínu og haldið í tíu daga en þá hafði komið í ljós, að hann var alls ekki ETA-liði. Var honum þá sleppt ásamt nótu þar sem sagði, að GAL, leynileg samtök, sem börðust gegn baskneskum aðskilnaðarsinnum, bæru ábyrgðina. Talin hafa drepið 28 menn GAL stundaði mannrán, sprengjutilræði, pyndingar og morð á árunum 1983 til 1987, á stjómar- tíma sósíalista, og eru samtökin sökuð um að hafa drepið 28 menn. Felipe Gozalez, þáverandi forsætis- ráðherra, neitar allri vitneskju um samtökin og hefur ekki verið ákærður en hann mun samt bera vitni við réttarhöldin. GAL- hneykslið átti sinn þátt í ósigri sósíalista fyrir hægriflokki Jose Maria Aznars fyrir tveimur árum. Bairionuevo, sem er enn þing- maður fyrir sósíalista, og Rafael Vera, fyrrverandi öryggismál- aráðherra, eru hæstsettu menn, sem ákærðir hafa verið í þessu máli. Eiga þeir þungan dóm í vændum verði þeir fundnir sekir en þeir bera allt af sér. Israelar hafna tillögu Banda- ríkjastjórnar Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin hafn- ar einróma tillögu Bandaríkja- manna um að Israelar afhendi Palestínumönnum 13% lands á Vesturbakkanum til viðbótar, að því er Moshe Katzav, aðstoðar- forsætisráðherra, sagði í gær. „Það er ekkert ósamkomulag varðandi þrettán prósentin," sagði hann í viðtali við ísraelska útvarpið í gær. Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra, hefur sagt að ekki komi til greina að ganga að til- lögu Bandaríkjamanna, sem mið- ar að því að hefja á ný friðarum- leitanir Israela og Palestínu- manna, sem legið hafa niðri frá því í mars í fyrra. Ráðherrar í stjórninni segja að af öryggis- ástæðum geti Israelar ekki geng- ið að tillögunni. ísraelska blaðið Ha’aretz greindi frá því í gær að Netanya- hu hafi undanfarin kvöld átt lang- ar viðræður í síma við Dennis Ross, sendimann Bandaríkja- stjórnar fyrir botni Miðjarðar- hafs, um möguleika á frekara landsafsali. Yasser Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, hefur gengið að tillögu Bandaríkja- manna. Sl. sunnudag hvatti hann Bandaríkjamenn til að greina frá tillögunni opinberlega og kenna ísraelum um að ekki hefði náðst árangur í samningavið- ræðum. Samkvæmt bráðabirgðasam- komulagi sem fyrrverandi ríkis- stjóm Israels gerði við Palestínu- menn eiga Israelar að láta verða af svonefndri annarri og þriðju brottfor herliðs frá Vesturbakk- anum, sem þeir hernámu í sex- dagastríðinu 1967, en þar býr um ein og hálf milljón Palestínu- manna. Gingrich í ísrael Bandaríkjaþing myndi taka því vel ef ríldsstjóm Bills Clintons forseta legði til að Israelum yrði veittur einn milljarður dollara í neyðaraðstoð til þess að tryggja að fyllsta öryggis ísraelskra borgara yrði gætt ef Palestín- umönnum yrði afhent meira land á Vesturbakkanum. Þetta sagði Newt Gingrich, forseti þingsins, í samtali við Ha’aretz í gær. „Ef friðarsamningar nást myndu flestir Bandaríkjamenn vilja veita stuðning og aðstoð,“ sagði Gingrich. ísraelskir fjöl- miðlar hafa greint frá því að þeg- ar Netanyahu fór til Bandaríkj- anna fyrr í þessum mánuði nefndi hann við Clinton þörfina á aðstoð er næmi um einum milljarði doll- ara til að standa straum af vega- lagningu og öðram öryggisráð- stöfunum á Vesturbakkapum. ÚT UM ALLT LAND ROVER Land Rover Discovery er öflugur feröajeppi fyrir þá sem fara ekki alltaf auöveldustu leiðina. Slíkur bíll hentar sérstaklega vel við margbreyttar íslenskar aöstæöur. Discovery kemur þér hvert sem þú vilt fara og þægindunum er ekki fórnaö. Uppgötvaðu landiö upp á nýtt í þolgóðum en jafnframt glæsilegum farkosti. SJALFSKIPTUR KOSTAR AÐEINS FRÁ 3.0B0.D00 KR. Umboösadilar: Kefiavík: Bílar og þjónusta, s: 421 7180 • Akranes: Bílasalan Bílás, s: 431 2622 • Bolungarvík: Bifreiöaverkstæöiö Nonni, s: 456 7440 Sauðárkrókur: Bifreiðaverkstæðið Áki, s: 453 5141 • Akureyri: Bílaval, s: 462 1705 • Húsavík: Bílaleiga Húsavíkur, s: 464 1888 • Egilsstaðir: Bílasalan Ásinn, s: 471 2022 Hornafjörður: HP & synir, s: 478 1577 • Selfoss: Bílasala Suðurlands, s: 482 3700 • Vestmannaeyjar: Bílaverkstæði Haröar & Matta, s: 481 2733 Suöurlandsbraut 14 Sími: 575 1200 Söludeild Land Rover: 575 1210 bl@bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.