Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGÐ á ráðin um hvernig best sé að komast vaðandi yfir tjörnina í Fjölskyldugarðinum án þess að bleyta buxumar. Stelpurnar komust allar klakklaust yfir og þurrar alveg upp að uppdregnum buxnaskálmunum. SUMAR af- greiðslustúlkur em ekki háar í loftinu og gæða sér á ís í vinn- unni. Þær Heiðrún Eva, fjögurra ára, og Bryndís, sex ára, vom að aðstoða mömmu sína, hana Lilju Grét- arsdóttur, við að mkka gesti um inngöngufé í Fjölskyldu- garðinum í gær. Sólrík Reykja- vík SLAPPAÐ af í sundlauginni í Árbænum, jafnvel þótt umhverfis séu mikii læti og buslugangur. ÞAÐ var sumarlegt um að litast í höfuð- borginni í gær þegar sólin skein í heiði og yljaði borgarbúum jafnt að utan sem inn- an. Margir hafa eflaust verið orðnir nokkuð sólþyrstir, eftir skýja- bakkana og vætuna að undanfömu og annað var ekki að sjá, fólk bókstaflega sleikti geisla sólarinnar. Nú er skólastarfi víð- ast hvar að ljúka og börain komin á stjá í sumarbh'ðunni. Víða í Reykjavík voru böm að leik og þeir eldri fylgdu ungum sínum efdr, ánægðir með lífið. í Fjölskyldu- garðinum var fjöldi baraa að leik. Sumir óðu í vatninu, aðrir sigldu á því og enn aðr- ir horfðu á hina leika sér. Sundlaugarnar voru einnig mann- margar, eins og gefur að skilja á degi sem þessum, en lofthiti fór upp í 15 stig á höfuð- borgarsvæðinu. Morgunblaðið/RAX MENN geta ýmislegt þótt þeir séu ennþá bara rúmlega eins árs. Hann Kristófer Veigar spókaði sig í Laugar- dalnum í gær og vildi ekki þiggja far með kerrunni sinni sem foreldrar hans ýttu tómri á undan sér. Kastaðist út úr bíl ALVARLEGT umferðarslys varð á mótum Hofsvallagötu og Grenimels laust eftir kl. 13 í gær. Bíll, sem ekið var eftir Hofsvallagötu, lenti á kyrr- stæðum, mannlausum bíl og missti ökumaðurinn við það stjórn á sínum bíl. Fór bíllinn yfir götuna þvera og hafnaði á steinvegg. Farþegi í bílnum kastaðist út úr honum og klemmdist á hægri fæti. Áverkar mannsins voru taldir alvarlegir. Bíllinn var fjarlægður með dráttarbifreið. Loka þurfti götunni fyrir umferð í nokkurn tíma. 75 Skodar þegar seldir MIKILL áhugi er fyrir Skoda og hafa þegar selst um 75 bíl- ar en bíllinn var frumkynntur hjá nýjum umboðsaðila, Heklu hf., um síðustu helgi. Byijað er að taka niður pantanir í næstu sendingu af Skoda Octavia sem er nýr á markaði hérlendis. Sverrir Sigfusson, framkvæmdastjóri Heklu hf., segir að selst hafi 40 bílar um helgina og búið var að selja töluvert áður. „Við erum búnir að selja í raun og veru um 75 bíla nú þegar,“ segir Sverrir. Meira hefur selst af Octavia en einnig hefur verið mikil eft- irspum eftir Felicia, jafnt fólksbílum, langbökum og pallbílum. Skoda er með tals- vert miklum staðalbúnaði. Má þar nefna samlæsingar, raf- stillanlega spegla, aflstýri og tvær þokuluktir að aftan. Enn meiri búnaður er í Octavia. Fyrri sýningardaginn nýttu um 140 manns sér reynslu- akstur og um 100 manns seinni daginn. Skuggabarinn stækkar TIL stendur að stækka Skuggabarinn sem er til húsa í Hótel Borg. Byggja á garð- skála við austurhlið hússins. „Þama verður hægt að hafa 40-60 manns í mat en einnig er ætlunin að nýta garðskálann sem koníaksstofu fyrir matar- gesti í gyllta salnum og sem huggulegt afdrep fyrir gesti Skuggabarsins," segir Haf- steinn Egilsson veitingastjóri. Skuggabarinn ásamt gyllta sal Hótel Borgar rúmar nú um 500 til 700 manns en allt að 800 manns koma við þar á fóstudags- og laugardags- kvöldum að sögn Hafsteins. Halldór Guðmundsson arki- tekt hannaði bygginguna og heQast framkvæmdir um leið og samið hefur verið við verk- taka. Meiri hraði í Artúnsbrekku NÝLEGA voru hraðatakmörk í Ártúnsbrekku, frá Skeiðar- vogi að Grafarholti, hækkuð úr 60 km miðað við klukku- stund í 70 km/klst. Á þessum kafla Vestur- landsvegar em þrjár akreinar í báðar áttir og þótti kominn tími til að hækka hámarks- hraðann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.