Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 34

Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MENNTUN Billy Bob í fortíð og nútíð ERLEIVDAR BÆKEfR S |i e n n u s a g a James Lee Burke: Cimarronrósin „Cimarron Rose. Orion Books 1997. 312 síður. BANDARÍSKI spennusagna- höfundurinn James Lee Burke hefur skrifað ófáar bækur, um 16 stykki líklega, og segir sjálf- ur að saga hans, Cimarronrósin eða „Cimarron Rose“, sé sú besta sem hann hefur samið á ferlinum. Ekki er það ólíklegt. Hún er feikilega vel skrifuð og jafnvel óvenjulega vel miðað við bækur í þessum geira enda er tekið svo til orða á meðal gagn- rýnenda að James Lee Burke sé einn af bestu rithöfundum Bandaríkjanna í dag. Saga hans gerist í smábæ í Texas og heiti hennar er dregið af nafni út- lagastúlku sem blandaðist í hóp hinna illræmdu Daltonbræðra í villta vestrinu á síðustu öld og kynntist afa rithöfundarins, sem var kúreki og byssumaður og loks baptistaprestur. Afinn þessi er fyrirmynd einnar per- sónunnar í bókinni en þótt sag- an gerist í nútímanum er fortíðin aldrei fjarri og í raun má segja að sagan sé í eðli sínu vestri. Skrifar alla daga James Lee Burke er nokkuð afkastamikill höfundur og segist skrifa látlaust allan daginn. „Eg vinn sjö daga vikunnar. Ég byrja á morgnana og hætti undir kvöldið." Að minnsta kosti ein af sögum hans hefur verið kvik- mynduð en það er „Heaven’s Pri- soners“, þokkalegur tryllir sem sýndur var í Sambíóunum íyrir ekki svo löngu. Fór Alec Baldwin með aðalhlutverkið. Segist höfundurinn hafa verið mjög ánægður með útkomuna. Það væri ekki ónýtt að sjá gerða bíó- mynd eftir Cimarronrósinni. Hún hefst á því að Lúkas nokkur, nítján ára, er settur í varðhald grunaður um nauðgun og morð á ungri stúlku. Lög- fræðingur hans, sem ber það vinsæla suðurríkjanafn Billy Bob, er sannfærður um sakleysi piltsins en á í nokkram erfiðleik- um með að sanna það þar sem fordómar og spilling vaða uppi og drengurinn ekki af merkilegu ættemi. Þegar Lúkas situr í fangelsinu heyi-ir hann á tal al- vöra morðingja sem rekur fyrir honum sögur er fá hárin til að rísa. Morðingi þessi er síðar lát- inn laus vegna einhverra tækni- legra galla á rannsókninni á máli hans og er hættan sú að hann reyni að koma Lúkasi fyrir katt- arnef og jafnvel Billy Bob sjálf- um. Þetta er aðeins ramminn utan um einstaklega safaríkt suð- urríkjadrama og reyndar réttar- drama í leiðinni þar sem koma við sögu margar skrautlegar persónur, ógnvekjandi og illþol- andi; morðingjar, ofbeldismenn og mellur, svikulir lagaverðir, siðspilltir ríkisbubbar, eitur- lyfjaæturnar afkvæmi þeirra, og einstaka heiðarlegur maður eins og Billy Bob, sem berst næstum því einn síns liðs gegn ósóman- um. Versti óvinur hans er morðinginn Garland T. Moon, þessi sem sleppur á tæknilegu göllunum. Sá hefur sérstakt yndi af þvi að hrella Billy Bob og leika sér með sálarlíf hans innri manns, eins og segir í textanum. Það er einnig kona í spilinu, al- ríkislögreglumaður, sem á vin- gott við Billy Bob en það er ekki víst að verði neitt úr því. Kannski er hann tímaskekkja innan um allt þetta lið. Sjálfur hefði hann viljað vera uppi á tím- um afa síns, Sam Morgan Hollands, „þegar menn eins og Garland T. Moon vora hengdir í næsta tré og alríkislögreglu- menn létu þig ekki verða ást- fangna og flugu svo burtu klukk- an fjögur um morguninn án nokkurra skýringa." Sækir styrk í fortíðina Enn er ónefnd persóna sem hangir mikið utan í Billy Bob. Það er besti vinur hans frá því þeir vora saman í Texaslögregl- unni og eltu eiturlyfjasmyglara inn yfir landamærin til Mexíkó. Vinur hans er heimilisfastur hjá honum. Hann heitir L. Q. Navarro. Hann er draugur. Þeir eiga oft langar samræður sam- an. Sumir mundu segja að Billy Bob væri fastur í fortíðinni og að hún væri á einhvem hátt honum til trafala; konan úr alríkislög- reglunni, sem flaug frá honum skýringarlaust klukkan fjögur um morguninn, segir það við hann. En það er ekki rétt hjá henni nema að hluta. Hann sæk- ir styrk í fortíðina, í afa sinn og Cimarronrósina, og minningar um fóður sinn. An fortíðarinnar ætti hann erfitt með að finna sér stað í þeirri ofbeldisfullu veröld sem hann þarf að kljást við. James Lee Burke tekst bráðvel að lýsa smábænum og persónum hans, náttúrunni í kringum hann og lyktinni af honum svo það er engu líkara en maður gangi við hlið Billy Bobs um götur hans. Það er ekki oft sem maður kemst yfir bók sem erfitt er að leggja frá sér - jafn- vel eftir að henni er lokið. Arnaldur Indriðason Kaeliskápar á ótrúlegu uerði í miMu úruati! Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Stadsetning Staðgreitt 85x50x60 AEGSANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEGSANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 25.900,- 117x50x60 INDESIT RG2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 33.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900,- 150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 37.900,- 150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 53.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x55x60 General Frost SCD 290 225 L 62 L Uppi 39.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 186x60x60 General Frost SCB 340 207 L 88 L Niðri 59.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG ^índesíl' Jp 'ENERAL FROST Samfélag heyrnarlausra og heyrandi • Jöfn mannréttindi allra barna fást með blöndun sérskóla og almennra skóla • Öll börnin í leikskólanum eru fullgildir þátttakendur í leik og starfí BANGSASTUND í Birki- stofu: Kona situr á hækjum sínum og talar táknmál við hóp bama. Önnur kona kemur inn og tekur dúkku af bami. Bama- hópurinn bregst við með því að tjá sig af ákafa á táknmáli um að kon- an hafi sýnt yfirgang með því að spyrja ekki um leyfi. „Þú átt að spyrja hvort þú megir fá dúkkuna lánaða,“ segja þau á táknmáli. Sérstaða Sólborgar meðal leikskóla Dagvistar barna felst í heildtækri skólastefnu eða sameig- inlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna. Skipulagið í Sólborg hefur frá upphafi miðast við þarfir bæði fötluðu og ófötluðu bamanna sem þar dvelja hverju sinni. Sólborg er skipt í fjórar deildir og eru fötluð böm á hverri þeirra. Ein deildin, Birkistofa, er sérstak- lega tileinkuð heymarlausum og heyrnarskertum bömum, bömum sem eiga heyraarlausa foreldra eða aðra ættingja. Þar eru einnig böm úr hverfinu sem bara tengjast táknmáli í leikskólanum. A Birki- stofu er áhersla lögð á samskipti heyrnariausra og heyrandi. „Skipulagið hér tekur bæði mið af bömum sem era á undan og þeim sem era á eftir í þroska," segir Jónína Konráðsdóttir leikskóla- stjóri, „og í sameiningu búa starfs- fólk og foreldrar til áætlun handa öllum börnunum í leikskólanum. Þroski barnanna er metinn t.d. hreyfi- og málþroski, og markmið ákveðin fyrir áframhaldandi nám bamsins. Áætlunin er rædd í ár- legu foreldraviðtali og foreldrar fá eintak af henni með sér heim. Markmiðið er góð þjónusta bæði fyrir fötluð og óíbtluð börn,“ segir Jónína. Hún segir foreldra ánægða með fyrirkomulagið í Sólborg, því böm- in þeirra eru ekki í einsleitu um- hverfi heldur öðlast þau dýpri reynslu af mannlegum aðstæðum. Bömin læra svo að vera jákvæð bæði gagnvart styrk sínum og veikleika. Jónína segist leggja mikla áherslu á að upplýsa foreldra um starfið og er dagbók skrifuð um starfið á hverri deild sem þeir geta lesið þegar börnin era sótt. Allir læra táknmál heyrnarlausra Tólf fötluð börn dvelja að jafn- aði á Sólborg sem rúmar 95 börn og hvílir vera þeirra á hugmynd- inni um ,jöfn mannréttindi fyrir alla og rétt allra barna til að fá bæði náms- og félagslegum þörf- um sínum mætt í skólasamfélagi með jafnöldrum," eins og stendur í Gæðahandbók leikskólans. Starfsfólk Sólborgar hefur leitað sér menntunar til að glíma við verkefnin á leikskólanum og hafa t.d. allir lært táknmál heyrn- arlausra. Það gerir þeim kleift að kenna öllum bömum skólans grannatriðin í táknmáli og að eiga eðlileg samskipti við heyrnar- lausa. Einnig starfar heyrnarlaus starfsmaður á Sólborg. Hjördís Björg Gunnarsdóttir kennari og Regína Rögnvaldsdótt- ir leikskólakennari hafa unnið mikið að starfinu með heyrnar- lausum og m.a. skrifað grein um það í tímarit sérkennara, Glæður (2.tbl. 7. árg. 1997). „Það er meg- inmarkmið okkar að móta um- hverfi þar sem börn með mismun- andi bakgrunn, getu og framlag til hópsins geta öll verið fullgildir þátttakendur," segja þær, „hand- leiðsla starfsfólks er forsenda þess að barn með miklar sérþarfir geti orðið fullgildur félagi í barnahópn- um.“ í Sólborg vinna félagar úr mörgum starfsstéttum að sömu markmiðum, t.d. leikskólakennar- ar, leikskólasérkennarar, þroska- þjálfar, kennarar, uppeldisfræð- ingar og starfsfólk Sóknar. „Áhersla er lögð á að starfsfólk viðurkenni og virði breytileika hjá A að leggja kennaradeildina við TR niður? FRÉTTATILKYNNING frá Bandalagi íslenskra sérskólanema: „í Tónlistarskólanum í Reykja- vík hefur verið starfrækt tón- menntakennaradeild síðan 1959. Deildin hefur alla tíð haft þann til- gang að mennta tónmenntakennara til kennslu í grunnskólum landsins. í upphafi nægðu fjárframlög ríkis- ins til að reka deildina en fyrir skólaárið 1993-1994 lækkuðu fjár- framlög ríkisms úr 11 milljónum í 9 milljónir án nokkurs fyrirvara. Þá var Ijóst að ekki væri hægt að reka deildina eingöngu á framlögum rík- isins. í ágúst 1996 er Tónlistarskólan- um síðan tilkynnt af menntamál- aráðuneytinu að deildin sé ekki og hafi ekki verið rOdsrekin heldur einungis ríkisstyrkt og því var skól- anum gefið leyfi til að innheimta skólagjöld af nemendum deildar- innar. Það var svo á skólasetningu skólans haustið 1996 að tilkynnt var að skólagjöld í tónmenntakennara- deild myndu hækka úr 6.800 kr. á ári í 54.000 kr. á ári. Haustið 1997 endurtók sagan sig og skólagjöld í tónmenntakennaradeild eru nú 75.000 kr. á ári. Þetta hefur að vonum skapað mikla óánægju meðal nemenda og hafa engar umsóknir borist á 2. og 3. ár í tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans og lítur því út fyrir að lítið verði af nemendum í deildinni næsta vetur. Þegar í ljós kom að deildin var einungis ríkisstyrkt benti ríkið um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.