Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 59 BRÉF TIL BLAÐSINS Þrjár feilnótur - í einni Frá Kjartani Ólafssyni: FÁEINIR minnispunktar fyrir út- varpsstjóra Ríkisútvarpsins, fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit- ar íslands og framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík 1998. Á aðalfundi Tónskáldafélags Is- lands 25. apríl síðastliðinn voni samþykktar ályktanir til þriggja ríkisrek- inna stofnana sem hafa með tónlist og tón- listarflutning að gera. Á aðal- fundinum kom fram sú afdrátt- arlausa skoðun meðlima Tónskáldafélags íslands að íslenskri tónlist væri ekki sinnt sem skyldi hjá viðkom- andi stofnunum og voru lögð til grundvallar þessum ályktunum þau lög og reglur sem þær starfa eftir og hlutur íslenskrar tónlistar á undanfórnum árum hjá þeim. Forstöðumenn stofnananna sáu ástæðu til að svara þessum álykt- unum á opinberum vettvangi þar sem þeir staðhæfðu að engin hald- bær rök lægju á bak við þær. Listahátíð í Reykjavík Listahátíð í Reykjavík stendur nú yfír þar sem alls era flutt 3 ís- lensk tónverk. Forsvarsmaður Listahátíðar sagðist vera „stolt af því að gera svo vel við íslensk tónskáld" í sínu svari. Forsvarsmenn Tónskáldafélags- ins undrast þessa yfirlýsingu í ljósi þeirra staðreynda sem liggja fyrir. Fulltrúi Tónskáldafélags Islands í fulltrúaráði Listahátíðar hefur tekið lauslega saman hlut íslenski'- ar tónlistar á undanförnum ánim og hefur komið í ljós að varla hefur minna verið flutt af íslenskri tónlist á Listahátíð en í ár. Ef skoðuð eru síðustu 12 ár, eru á Listahátíð 1986 flutt 20 íslensk tónverk, þar af 9 frumflutt, árið 1988 vai- flutt 21 verk, þar af 9 frumflutt, árið 1990 voru 8 verk flutt (þ.á m. kirkjuópera og hljómsveitaverk) þar af 5 frum- flutt, 1992 voru 10 verk flutt, þar af 6 frumflutt, 1994 voru 5 verk flutt (þ.á m. eitt heilskvölds ballett- verk), og árið 1996 voni flutt 12 verk (þ.á m. ný_ íslensk ópera) þai- af 7 frumflutt. í ljósi þessara stað- reynda og með hliðsjón af 1. grein samþykkta fyrir Listahátíð í Reykjavík frá 1995 þar sem segir m.a.: „Leitast skal við að kynna sérstaklega íslenskar og norrænar listir, auk alþjóðlegra lista“, er hlutur íslenskrar tónlistar á Lista- hátíð í Reykjavík 1998 afar rýr miðað við undanfarin ár. Sinfóníuhljómsveit íslands í 2. grein laga nr. 36 um Sin- fóníuhljómsveit íslands frá 1982 segir m.a: „Sérstaka áherslu ber að leggja á flutning og kynningu ís- lenskrar tónlistar, utan lands sem innan, ef tilefni gefast.“ Fulltrúi Tónskáldafélags Islands í verk- efnavalsnefnd Sinfóníuhlj ómsveit- ar íslands tjáði félagsmönnum fyr- ir skömmu að nýráðinn aðal- hlj ómsveitarstj óri hlj ómsveitarinn- Kjartan Ólafsson ar ætlaði sér ekki að stjórna verk- um eftir íslensk tónskáld, eða yfir- leitt nýjum tónverkum. Þáverandi stjórn Tónskáldafélags Islands sendi harðorð mótmæli gegn þess- ari stefnuyfirlýsingu nýráðins aðal- stjórnanda hljómsveitarinnar. Stjórnandinn dró síðan í land á þann veg; að hann myndi þurfa um 2 ár til þess að skoða íslensku verk- in áður en þau yrðu tekin til flutn- ings. Þess má geta að aðal- hljómsveitarstjórinn er aðeins ráðinn til 2 ára í senn. Niðurstaðan er sú að af 18 hljómsveitarverkum sem voru lögð fram í verkefnavals- nefnd á síðasta ári verða 7 verk flutt á næsta starfsári en 11 munu bíða flutnings um óákveðinn tíma, til viðbótar þeim 23 sem beðið hafa flutnings frá síðustu árum. Það þarf ekki að taka fram að aðal- stjórnandinn mun ekki stjórna neinu íslensku verki á komandi starfsári. Ríkisútvarpið Ríkisútvai-pið hefur í reglum sín- um þau ákvæði að stuðla að varð- veislu og kynningu á íslenskri menningu. Undir þann lið flokkast hljóðritun á íslenskri tónlist. Á undanförnum ánam hafa hljóðrit- anir á íslenskri tónlist dregist sam- an, þrátt fyrir yfirlýsingar for- svarsmanna útvarps. Nákvæmar tölur hafa ekki fengist gefnar upp hjá RUV en tónlistarmönnum er það löngu ljóst að þessar upptökur hafa verið að dragast saman að undanfómu. Það er hægt að slá fram tölum í tugum milljóna sem framlag RÚV til tónlistar almennt en lítill hluti skilar sér til þess málaflokks sem er kannski sá mik- ilsverðasti, hljóðritanir á íslenskri tónlist til flutnings og varðveislu. Þessi málaflokkur snýr ekki ein- ungis að íslenskum tónskáldum heldur einnig að tónlistarfólki í landinu svo og menningu þjóðar- innar í héild. Ályktanir Tónskáldafélags ís- lands byggjast ekki eingöngu á einróma niðurstöðu aðalfundarins á þessu ári, skjalasafn félagsins sýnir einnig að þetta eru málefni sem félagsmenn hafa verið að berj- ast fyrir á undanfórnum árum og áratugum. Það er skylda félagsins að gæta að hagsmunum íslenskrar tónlistar og tónskálda og ber að hafa það í huga að Tónskáldafélag Islands er ekki aðeins félagsskapur tónskálda á Islandi, heldur fag- félag sem berst fyinr hagsmunum allra tónskálda á Islandi, hvort sem þau eru meðlimir eða ekki! Þess ber að lokum að geta að til- gangur þessara ályktana er ekki að spilla samskiptum Tónskálda- félagsins við þessar stofnanir. Félagið hefur átt góð samskipti við allar þessar stofnanir og ber alls ekki að vanmeta framlag þein-a til íslenskrar tónlistar. Með þessum ályktunum vill Tónskáldafélag ís- lands bjóða fram krafta sína til að örva og auka nýsköpun íslenskrar tónlistar og þá jafnframt til ís- lenskrar menningar. KJARTAN ÓLAFSSON, formaður Tónskáldafélags íslands. f N BIODROGA jurtasnyrtivörur pallhúsin komin! Við bjóðum raðgr. til allt að 36 mán. Pallhús sf., Ármúla 34, síltli 553 7730 og 561 0450. MATHYS^ Vatnsvörn STÖÐVIÐ LEKANN MEÐ FILLC0AT ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Komið út úr skápnum Sumartilboð Frá Kristjáni Ottóssyni: LAGNAMENN virðast vera svart- ir sauðir byggingaiðnaðarinns, allt að því settir afsíðis í samfélaginu. Stöðugt sitjum við við borðs- endann og hlust- um á „vísindin" frá öðrum. Það lítur út fyrir að tæknimenntað fólk geti frekar setið og hlustað en tjáð sig og Kristján sagt sína mein- ottósson ingu. Fari menn í ræðustól þurfa þeir helst að vera óvirkir alkar eða einfaldlega pólitískir. Hvernig stendur á þessu lítillæti lagnamanna? Hvort er það heiguls- háttur eða vantrú á það sem menn eru að vinna að? Því lætur þú, lagnafélagi, ekki heyra oftar í þér á prenti eða á fundum. Ég sakna þessa „neista" í fagið að menn trúi á hið jákvæða sem fagið stendur fyrir. Lagnamenn gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, þeir eiga að vera stoltir af því. Ég viðurkenni fúslega að það krefst kjarks að standa upp og segja/skrifa sína meiningu. Eftir það verða menn oftast að svara fyrir skrifin sín. Það er ekki furða að menn spyrji sjálfa sig hvort eitthvað vit sé í því sem þeir vora að segja. Eða ætti maður ekki bara að þegja? „Sá sem ekki er tilbúinn að tapa, getur aldrei orðið góður sigurveg- ari.“ Lagnamenn hafa frá mörgu að segja hvort sem um er að ræða orkusparnað, betra inniloft, aukið hreinlæti, bætta heilsu eða einfald- lega aukinn skilning á þætti lagna- manna í öllu þessu. Ég vil hvetja lagnamenn til að stíga á stokk og blanda sér meira í umræðuna um þessi málefni. Okkur ber að vera í forsvari fyrir því að auka skilning á mikilvægi heilsu, þrifnaðar og inni- lofts. Fagmenn, standið upp á fundum, talið á mannamótum, útskýrið ykk- ar málefni fyrir öðrum fagmönnum og fólkinu í landinu. Ef þú heyrir eitthvað sem þér fínnst vera rangt eða ekki rétt farið með staðreyndir, skalt þú leiðrétta það, hringja í út- varpsþáttinn, skrifa í Fréttabréf Lagnafélags Islands eða svæðis- blöð. Mundu bara að vera stuttorð- ur og kjarnyrtur. Mundu að halda þér við efnið í skrifum þínum og umræðum. Hér er verkefni fyrir alla í faginu, lagnamenn eru of mik- ilvægir til að gleymast útí horni. Það er þitt „félagi“ að leiðrétta þetta. KRISTJÁN OTTÓSSON, framkvæmdastj óri Lagnafélags Islands Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? Vantar þig blóðstreymi og Þá hentar okkar þci sýnt að hentar i á öllurn hefúr í langan styrkir til endar Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi Ieið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Guðrún Ingvarsdóttir Ég hef stundað æfingabekkina í rúmt ár og hafa þeir hjálpað mér í baráttunni við slit- og vefjagigt. Auk þess sem vöðvar hafa styrkst og vöxtur lagast. Allt er þetta jákvætt og gott innlegg í heilsubankann. Ég vildi að ég hefði kynnst þessu æfmgakerfi miklu fyrr. Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Svala Haukdal Ég hef stundað æfingabekkina meira og minna síðan 1989. Vegna þrálátra bakverkja og vökvasöfnunar, átti ég erfitt með að stunda leikfimi. Síðan ég byrjaði hef ég verið laus við verki og ég fæ alla þá hreyfingu og slökun sem ég þarf. Hjá Æfingabekkjum Hreyfingar fæ ég einnig einkaþjálfun, persónulegt viðmót og yndislegt umhverfi. Eg hvet allar þær konur sem geta, að kynna sér æfingakerfið, það er fyllilega þess virði. C Frír kynningartími Æfingabekkir Hreyfingar, Ármúla 24, sími 568 0677 Ath. breytfan opnunartíma Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 14-20 Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 09-20 f i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.