Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 LISTIR Irina, Lena, Lína og Lindgren (1916-1982) sem bjó í Svíþjóð frá stríðsbyrjun. Eins og í Marat/Sade fjallar Irinas nya liv um vistmenn á stofnun. Einn þeirra - í Marat/Sade markgreif- inn af Sade og í Irinas nya liv Ir- ina von Marten - stjórnar öðrum í hópnum við leik sem byggist ann- ars vegar á leikriti Sades um morðið á Marat og hins vegar á sérstæðri útgáfu Irinu von Mart- en á kvikmyndinnu um Ronju ræningjadóttur. Hvorugt verkið hefur mikla samsvörun við dag- legt líf á raunverulegri geð- deild/sambýli þroskaheftra. Irinas nya liv segir því frá hvernig persónan Irina ýtir úr vör og situr við stjórnvöl í leik sem byggir á téðri kvikmynd. Fjórum öðrum vistmönnum - þar af tveimur líka með Downs-heil- LEIKLIST Unga Klara á stóra sviði Borgarleikhúss- ins IRINAS NYA LIV Handrit: Nils Gredeby eftir bók Irinu von Martens. Leikstjóri: Suzanne Ost- en. Leikmynd: Sören Brunes. Búning- ar: Marianne Lindberg De Greer. Lýsing: Gölin Forsberg- Mesic. Húrkollur og förðun: Carina Saxenberg og Susanne von Platen. Leikarar: Ann Petrén, Cilla Thorell, Lennart Jáhkel, Simon Norrthon og Sylvia Rauan. Sunnudagur 24. maí. ÍRINA von Martin er með Downs-heilkenni. Hún er læs og skrifandi og dóttir rithöfundar svo henni kippir í kynið og sest niður við tölvuna á kvöldin eftir dag- legt amstur á vemduðum vinnustað. Heimur Bókar Irinu er blanda af hennar eigin hugarheimi og sagna- heimi Astridar Lindgren. Draumar og væntingar höfundar bókarinnar snúast um að giftast, eignast börn og stjóma sínu eigin lífí, at- hafnir sem skilgreina ríkj- andi grunnsjálfsmynd sam- félagsþegnanna. Það er eng- in tilviljun að uppáhalds saga Irinu úr safni Astridar Lindgren er Ronja ræn- ingjadóttir og þá sérstak- lega kvikmyndin sem gerð var eftir sögunni eftir hand- riti Lindgren í leikstjórn Tage Danielsson. Augljóst er að þessi saga hrífur Irinu vegna þess að hér eru fjölskyldu- tengsl í fyrirrúmi og myndin hefst með áhrifamikilli fæðingu aðalsöguhetjunnar. Ronja og Lína Langsokkur skipa stóran sess í bókinni, enda sterkar kvenper- sónur sem taka ábyrgð á eigin lífi og eru í forsvari fyrir öðrum. Höfundur leikverksins, Nils Gredeby, var augljóslega í vanda kenni - er skipað í hlutverk; ein er Ronja, annar Birk, en í stað þess að móðir Ronju sé kölluð Lovis, eins og í bók og mynd, hlýtur persónan nafn Lenu Nym- an, hinnar þekktu sænsku leikkonu sem fór með hlutverkið í myndinni. Sömuleiðis hlýtur faðir Ronju eiginnafn leikarans sem fór með hlutverk föðurins í kvik- myndinni en eftimafn Lenu, þar sem hún er mun frægari en Börje Ahlstedt og kannski vegna þess að Irina vón Martens finnur til meiri samkenndar með kvenpersónum og leikkon- um. Persónurnar stikla á stóra í Ronju-sögunni en í leik þeirra koma upp á yfir- borðið ýmsar vangaveltur um kynlíf, hjónaband, barn- eignir og sjálfstæði. Styrk- ur uppsetningarinnar er fólginn í framúrskarandi leik sem heldur uppi sýn- ingunni. Sérstaklega var tekið eftir einstakri innlifun Cillu Thorell þó að Sylvia Rauan og Ann Petrén gæfu henni lítið eftir. Lennart Jáhkel og Simon Norrthon stóðu sig einnig mjög vel nema hvað það var stílbrot út úr karakter í dansi undir Sinatra-söng. Það atriði hlýtur þó að skrifast á reikning leik- stjórans sem að öðra leyti er hugmyndaríkur og vand- virkur. Búningar undir- strika hvernig persónurnar era á mörkum ímyndunar og veruleika. Ljós og leik- mynd gefa ýkta mynd af einhverskonar dagvist eða sam- býli með allskonar skápum og skotum sem koma sér vel við leik- inn. Þessi sýning gefur okkur fágætt tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim sem fæstir hafa reynt að setja sig inn í. Það er áhugavert að sjá sýningu þar sem leikarar leika þroskahefta ein- staklinga og gaman að sjá hvernig Irina von Martens fínnur sam- hijóm við eigin drauma og vonir í ævintýrasögu eftir einn besta rit- höfund Norðurlanda. Þetta sýnir að allir geta notið góðra bók- mennta og tileinkað sér þær og dregið lærdóm af þeim þó að tengsl ævintýrisins og veraleik- ans liggi ekki í augum uppi. Sveinn Haraldsson þegar koma átti þessari brota- kenndu bók á fjalirnar. Hann byggir form verksins greinilega á Marat/Sade frá árinu 1964 eftir hinn þýskfædda Peter Weifi Morgunblaðið/Jón Svavarsson IRINA von Martens, höfundur bókarinnar Irinas bok sem leikritið Irinas nya liv er byggt á var viðstödd frumsýninguna í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Þórarinn INGIMUNDUR Sigfússon, sendiherra, Ragnhildur Stefánsdóttir, lista- kona, Guðrún Kristjánsdóttir, listakona, og Hans Jiirgen Neuháuser, umsjónarmaður sýningarinnar. List frá íslandi / - Island er list Hannover- Morgunblaðið. MEÐ þessari yfirskrift var ný- lega opnuð í Bergisch Giadbach nálægt Köln samsýning fimm ís- lenskra myndlistarmanna. Sæ- mundur Valdimarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Axel Björns- son, Ragnhildur Stefánsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýndu tvö til sjö verka sinna, bæði ný og eldri verk. Orkuveitan í Bergisch Glad- bach BELKAW stóð fyrir sýning- unni sem stendur í glæsilegum húsakynnum veitunnar. Ingimundur Sigfússon sendi- herra í Bonn opnaði sýninguna formlega en einnig tók til máls Hans Jiirgen Neuháuser en hann var aðalhvatamaðurinn að sýn- ingunni. Neuháuser hefur haldið sambandi við íslenska Iistamenn í yfir 25 ár „og þannig þróaðist sú hugmynd að bjóða hingað ungum myndlistarmönnum til að sýna verk þeirra", sagði hann í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins. „í nóvember heimsótti ég fs- land og var svo heppinn að sjá yfirgripsmikla sýningu á ís- lenskri list í gömlu húsi niðri við höfnina. Ég skoðaði sýninguna með nokkrum vina minna og valdi úr þessa fímm listamenn og bauð þeim að sýna hér. Valið var erfítt og ég hefði gjarnan viljað sjá verk fleiri íslenskra lista- manna hér nú en mér varð fljótt ljóst að íslensk samtímalist er mjög eftirsótt því margir Iista- mannanna sem ég hafði talað við áður voru þegar búnir að ráðstafa verkum sinum annað á þessum tíma.“ Með sýningunni í Bergisch Gladbach vonast Neuháuser til að geta sýnt eins konar þverskurð eða yfírlit yfir ís- lenska samtímalist. „Þjóðveijar hafa ekki almenna víðtæka þekk- ingu á íslenskri list og ég verð var við að sýningargestir eru undrandi á því sem hér er boðið upp á,“ sagði Neuháuser jafn- framt. Þjóðverjar leita gjarnan að áhrifum úr náttúrunni þegar íslensk list er sýnd þar í landi. Neuháuser talaði um íslensk sér- kenni verkanna og nefndi helst að verk Guðrúnar Kristjánsdótt- ur kærnu sér kunnuglega fyrir sjónir sem séríslensk þar sem VERK eftir Sæmund Valdimarsson. VERK eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. austfjarðaþokan hafi sterk áhrif. Sýning fimmmenninganna ís- lensku er sú níunda í röð sýninga sem BELKAW stendur fyrir. „Venjulega er heimamönnum boðið að sýna verk sín í húsa- kynnunum en að þessu sinni eru verkin sótt til Reykjavíkur þar sem búa álíka margir og í Berg- isch Gladbach þó bærinn okkar sjáist varla á landakortum," sagði Neuháuser að lokum. Sýningin stendur til 12. júní. að Sjakalanum Leitin KVIKMYNPIR STJÖRNUBÍð THE ASSIGNMENT**/2 Leikstjóri: Christian Duguay. Handrit: Dan Gordon og Sabi H. Shabati. Aðalhlutverk: Aidan Quinn, Donald Sutherland, Ben Kingsley. Sony Pictures 1997. í SPENNUMYNDINNI „The Assignment" leikur Aidan Quinn sjóliðsforingja í bandaríska flot- anum sem er svo nauðalíkur hryðjuverkamanninum fræga, Carlos sem kallaður er Sjakal- inn, að upplagt þykir að hann verði notaður til þess að klófesta hann eða ganga af honum dauð- um. Til þess að það megi takast verður tvífarinn að ganga í gegn- um margra mánaða þjálfun í Carlosarfræðum þangað til hann er orðinn eins og hryðju- verkamaðurinn í framkomu, hugsun og meira að segja í ból- inu; sú þjálfun er kannski það vitlausasta sem maður hefur séð í kvikmyndahúsi á þessu ári. En nú þegar tvífarinn er farinn að hafa samfarir eitthvað í líkingu við Carlos er hægt að senda hann til þess að leggja ódáminn að velli. „The Assignment" er furðuleg samsuða. Hún gerist um miðjan síðasta áratug og er samsæris- mynd úr kalda stríðinu. Hún er ein af örfáum myndum sem kom- ið hafa í langan tíma þar sem KGB kemur eitthvað við sögu og þeir hjá CIA era góðu gæjarnir. Henni tekst aldrei að yfírvinna tímaskekkjuþáttinn. Leikstjórn- in er á gamaldags nótum. Engin tilraun er gerð til þess að brjóta upp gamla og þreytta samsæris- formið. Myndin gæti sem best hafa verið gerð fyrir tveimur áratugum. Og spurningin er þessi: Varðar einhvern um fólið Carlos í dag? Quinn tekst aldrei að verða mjög sannfærandi í hlutverkum tvífaranna. Sem Carlos verður hann óvart fyndinn þegar hann er látinn líta út nákvæmlega eins og Sly Stallone að leika Rambó. Sem sjóliðsforinginn er hann eilíft súr á svipinn og kallar á litla samúð einkanlega eftir að hann tekur að gleyma sér í Car- losarhlutverkinu. Donald Sutherland og Ben Kingsley eru þjálfaramir og föðurímyndir hans en gera htið fyrir myndina. Kannski höfuðsyndin sé sú að gera mynd um Sjakalann sem er óraunsönn, næstum algerlega óspennandi en langdregin og þreytt. Arnaldur Indriðason. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.