Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 16

Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 1998 Síðasta skoðanaköimun DY fdr næst kosningaúrslitunum í Reykjavik Allar kannan- irnar innan skekkjumarka Niðurstöður þriggja skoðanakannana, sem gerðar voru síðustu dagana fyrir kosningar, voru allar innan skekkju- marka miðað við niðurstöðu borgar- stjórnarkosninganna. Olafur Þ. Stephensen ber saman kosninga- úrslitin og kannanirnar. NIÐURSTOÐUR þriggja skoð- anakannana ura fylgi framboðslist- anna í Reykjavík, sem gerðar voru síðustu dagana fyrir kosningar, voru innan tölfræðilegra skekkju- marka miðað við kosningaúrslitin. Niðurstöður í könnun Dagblaðs- ins-Vísis fóru næst úrslitunum, næst kom könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið, og þá könnun Gallup, sem gerð var fyrir Ríkisút- varpið. í meðfylgjandi töflu má sjá frávikin í niðurstöðum hverrar skoðanakönnunar um sig frá hin- um eiginlegu kosningaúrslitum. Hér er farin sú leið að skoða frávikið hjá þeim fjórum framboðs- listum, sem voru í kjöri í höfuð- borginni, og leggja saman heildar- frávikið. Þessi aðferð gefur réttari mynd en ef reiknað væri frávikið frá fylgi hvers framboðs, síðan deilt í með fjölda flokkanna og fengið meðalfrávik. Slíkt jafnar út heildarfrávik milli flokka, sama hvort þeir era stórir eða litlir. Jafnframt skiptir máli að sjá hvaða könnun gefur réttasta mynd af af- stöðu flestra kjósenda. í könnun DV, sem gerð var fímmtudaginn 21. maí, er heildar- frávikið 0,8%. Mest er frávikið frá fylgi Launalistans eða 0,4%. I könnun Félagsvísindastofnun- ar, sem var gerð frá þriðjudegi 19. maí til fimmtudags 21. maí er heildarfrávikið 3,2%. Mestu munar á fylgi R-listans eða 1,6%. Mestu munar jafnframt á úrslit- unum og fylgi R-listans hjá Gallup, eða 2%. Könnun Gallups var gerð dagana 19.-21. maí og heildar- frávikið þar er 4%. Könnuðir ánægðir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun, segist ánægður með það hversu nálægt kosningaúrslitunum niðurstaða könnunar stofnunarinnar hafi farið. Hann segir að þegar kannan- imar séu bornar saman, beri að líta á að talað hafi verið við allt úrtak DV, 1.200 manns, á fimmtudegin- um. Kannanir Félagsvísindastofn- unar og Gallup hafi hins vegar ver- ið gerðar frá þriðjudegi til fimmtu- dags og mæling DV sé því næst kosningunum. „Stærstur hluti svara hjá okkur fékkst á þriðju- degi. Það er ekkert, sem segir að þá séu úrslitin ráðin. Ymislegt get- ur breytzt frá þriðjudegi til fimmtudags,“ segir Karl. Björn Jóhann Björnsson, um- sjónarmaður skoðanakannana hjá DV, segir að þar á bæ séu menn af- ar ánægðir með að hafa komizt svo nálægt kosningaúrslitunum og enn á ný náð að skáka öðrum könnun- um. Sér sé til efs að skoðanakönn- un hafi áður farið svo nærri úrslit- um. „Aðferðafræði DV sýnir enn á ný að hún skilar sér, þrátt fyrir fortölur vísindamanna," segir Björn. DV tekur ekki slembiúrtak úr þjóðskrá eins og Gallup og Félagsvísindastofnun heldur hringir í úrtak úr símaskrá og gætir jafnrar kynjaskiptingar. Félagsvísindastofnun og Gallup hringja í úrtakið þar til viðunandi svarhlutfalli er náð, sem telst í kringum 70%. DV bætir hins veg- ar við úrtakið þar til náðst hefur í 600 eða 1.200 manns, eftir því hvaða úrtaksstærð hefur verið ákveðin. Urtak getur gefið betri mynd af skoðunum en kosning Þorlákur Karlsson, ráðgjafi hjá Gallup, segir að allar kannanirnar hafi farið nærri nálægt úrslitunum til þess að í raun hafi menn vitað fyrirfram hver niðurstaða kosning- anna yi-ði. Hann segir að búast hafi mátt við einhverjum breytingum á fylgi flokkanna síðustu 2-4 dagana. Hann kemur jafnframt með þá at- hyglisverðu ábendingu að vandlega valið 2.000 manna úrtak gefi í raun betri mynd af skoðunum Reykvík- inga en sá hópur, sem mæti á kjör- stað, vegna þess að alltaf sitji ein- hverjir heima, sem hafi myndað sér skoðun á framboðslistum. „Veðrið getur breytzt og þá annaðhvort kemur nokkur þúsund manna hópur á kjörstað, sem ella hefði ekki komið, eða öfugt,“ segir Þorlákur. Utstrik- anir töfðu talningu MIKIÐ var um útstrikanir af listum í borgarstjórnarkosn- ingunum í ár. Að sögn Eiríks Tómassonar formanns yfir- kjörstjórnar í Reykjavík var mest um að strikað væri yfir nafn Hrannars B. Arnarsson- ar, sem skipaði 3. sæti á R-list- anum, en einnig var þónokkuð strikað yfir nafn Helga Hjör- vars, oddvita R-listans. Talið er að um fjórðungur kjósenda R-listans hafi strikað yfir nafn Hrannars B. At'nars- sonar. „Það er ljóst að þessar útstrikanir breyta engu, þær þyrftu að vera fleiri til þess,“ sagði Eiríkur en meira en helmingur kjósenda viðkom- andi lista þarf að gera sömu breytinguna til þess að hún hafi áhrif á listann. Talningin hefði skekkst Eitthvað var um útstrikanir á D-lista en þó í minna mæli að sögn Eiríks. „Það voru náttúrulega allar útgáfur af þessu. Við eyddum ekki miklu púðri í þetta,“ sagði Eiríkur en farið verður yfir seðla með út- strikunum á í þessari viku og nánari niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir hvítasunnu. Eiríkur segir útstrikanir á listum hafa verið mun meiri nú en hann muni eftir að hafi gerst á síðustu árum og hafi þær tafíð fyrir talningu. „Venjulega eru þessir seðlar lagðir til hliðar og taldir síðast en við ákváðum að taka þá með í talninguna nú, annars hefði talningin skekkst. D-listinn var með fleiri seðla óbreytta en R- listinn og ef við hefðum lagt til hliðar breytta seðla þá hefðu fyrstu tölur sýnt D-listann með fleiri atkvæði en R-listinn.“ Samanburður á fráviki síðustu skoðanakannana og úrslitum kosninganna í Reykjavík Félagsvísindast. Gallup nu Kosningaúrslit Morgunblaðið RÚV 1998 WVQ 19-21. mai frávik 15ý?1 frávik 21.maí frávik 23. maí Sjálfstæðisflokkur 43,9% 1,3% 46,9% 1,7% 45,1% 0,1% 45,1% Reykjavíkurlisti 55,2% 1,6% 51,6% 2,0% 53,4% 0,2% 53,4% Húmanistaflokkur 0,6% 0,0% 0,9% 0,3% 0,5% 0,1% 0,5% Launalisti 0,3% 0,3% 0,6% 0,0% 1,0% 0,4% 1,0% Frávik samanlagt: 3,2% 4,0% 0,8% Viðræður um meirihlutasamstarf hafnar 1 flestum stærri sveitarfélögum Víöast samstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks FORMLEGAR samningaviðræður um samstarf flokka í bæjar- og sveitarstjómum hófust víða um landið í gær og sums staðar hefur þegar verið skrifað undir málefna- samning. Algengast er að stefnt sé að samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsóknar- menn munu víðast hvar eiga full- trúa í bæjarstjórnum því næst al- gengast er samstarf þeirra og sam- eiginlegra framboða vinstrimanna. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ráð- gerðu að hittast seinni partinn í gær. Þorsteinn Njálsson, oddviti framsóknarmanna, sagði að menn væra ákveðnir í því að láta sam- starf ganga upp. Hann gerði ráð fyrir að gengið yrði frá málefna- samningi undir vikulokin. Utlit er fyrir að samstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Sigurðar Geirdal bæjarstjóra í Kópavogi haldi áfram eftir góðan kosningasigur framsóknarmanna. Oddvitar Framsóknarflokks og G-lista Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista í Mos- fellsbæ ræddu saman um helgina og ákváðu að leggja fyrir flokks- menn sína að halda áfram sam- starfi. Fundi átti að halda hjá báð- um listum í gær, að sögn Jónasar Sigurðssonar, oddvita G-lista. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um annað en að núverandi bæjar- stjóri, Jóhann Sigurjónsson, héldi því starfi áfram. Fulltrúar Framsóknarflokks og E-lista Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Kvennalista og óháðra á Akranesi ræddu saman á sunnu- deginum og að sögn Sveins Krist- inssonar, oddvita E-listans, átti að vinna málefnavinnu hjá báðum hópum í gær. Hann sagði að ekki hefði komið fram nein krafa um að Gísli Gíslason bæjarstjóri hætti störfum. Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð ræddu saman á sunnudagskvöldið um áframhaldandi samstarf. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, vildi ekki fullyrða um niðurstöður þeirra viðræðna eða stöðu sína sem bæjarstjóra fýrirfram. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn í ísafjarðarbæ áttu í viðræðum um samstarf á sunnudag og ætluðu að halda þeim áfram í gærkvöldi. Hvoragur oddvita listanna vildi láta hafa nokkuð eftir sér varðandi gang mála eða bæjarstjóraefni. Samstarfssamningur B- og D-lista í Skagafírði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu á sunnudag að ganga til samstarfs í Skagafirði. Halda átti viðræðum áfram í gær, en að sögn Herdísar Sæmundsdóttur, oddvita Framsóknarflokks, hafði ekki verið ákveðið hver yrði sveitarstjóri. Á Akureyri ræddu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Akureyrar- lista saman á sunnudaginn og lang- ur fundur var haldinn í gær. Krist- ján Þór Júlíusson, annar fulltrúa D-lista í viðræðunum, segir þær ganga vel en að menn ætli að gefa sér góðan tíma til að ræða málin. Fulltrúar S-Iista Sameiningar á Dalvík gerðu framsóknarmönnum samstarfstilboð á sunnudaginn. Framsóknarmenn ætluðu að funda um málið í gærkvöldi og sagðist Kristján Eldjárn Hjartarson, odd- viti S-lista, búast við svari að þeim fundi loknum. Ef listarnir tveir ná saman má búast við að Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri haldi því starfi áfram. Eftir fund á sunnudaginn ákváðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Siglufirði að ganga til samstarfs. Haukur Ómarsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, segir að ákveðið hafi verið að biðja Guðmund Guðlaugs- son að gegna áfram stöðu bæjar- stjóra. Á Seyðisfirði unnu sjálfstæðis- menn hreinan meirihluta. Þoraald- ur Jóhannesson, sem verið hefur bæjarstjóri, lýsti því yfir fyrir kosningarnar að hann væri að hætta. Jónas A.Þ. Jónsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir að leitað verði út fyrir Seyðisfjörð að nýju bæjarstjóraefni. Auglýst eftir bæjarstjóra í Austurliéraði í Austurhéraði era hafnar form- legar viðræður milli framsóknar- manna og F-lista „Félagshyggju við Fljótið" og að sögn Brodda Bjama Bjarnasonar, oddvita framsóknarmanna, er talið að þær muni taka 2-3 daga. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir bæjarstjóra. Fulltrúar H-lista, Kríunnar, í Hornafjarðarbæ ræddu bæði við sjálfstæðis- og framsóknarmenn í gærmorgun, enda höfðu þeir lýst því yfir að þeir gengju óbundnir til kosninga. Gísli Sveirir Árnason, oddviti Kríunnar, taldi að línurnar færu að skýrast í dag, þriðjudag. Bæði H-listamenn og framsóknar- menn hafa lýst vilja til þess að Sturlaugur Þorsteinsson gegni áfram stöðu bæjarstjóra. Sjálfstæðisflokkur __ og Framsóknarflokkur í Árborg hófu viðræður á sunndagskvöld en stefndu að því að skrifa undir sam- starfssamning í gærkvöldi. Ingunn Guðmundsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokks, sagðist búast við því að Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, yrði beðinn um að gegna sama starfi í Árborg. Óformlegar viðræður fóru fram á sunnudaginn milli flokkanna þriggja sem buðu fram í Reykja- nesbæ. Aðfararnótt mánudags óskuðu framsóknarmenn eftir formlegum viðræðum við sjálf- stæðismenn og í gærmorgun gáfu þeir samþykki sitt. Viðræðurnar fóra af stað síðdegis í gær. Ellert Eiríksson, oddviti sjálfstæðis- manna og bæjarstjóri, segir að ekkert hafi enn verið ákveðið varðandi framhald á störfum hans. í Grindavík hafa framsóknar- menn og sjálfstæðismenn átt í viðræðum um áframhaldandi sam- starf. Viðræður hófust á sunnudag og Ólafur Guðbjartsson, oddviti sjálfstæðismanna, taldi að þeim myndi ljúka í gærkvöldi, ef ekkert sérstakt kæmi upp á. Hann vildi ekkert segja um það hvort Jón Gunnar Stefánsson héldi stöðu sinni sem bæjarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.