Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 24

Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Hafrannsóknastofnunin leggur til aukinn þorskkvóta og aukinn loðnukvóta en samdrátt í rækjukvóta Morgunblaðift/Ásdís TTLLÖGUR Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla á komandi fiskveiðiári voru kynntar í gær. Fremst á myndinni sjást þeir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Jóhann Sigurjónsson aðstoðarforstjóri. Handan borðsins sitja nokkrir sérfræðinganna á stofnuninni. Hámarksafli í þorski verði aukinn um 32 þúsund tonn HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN leggur til að aflahámark í þorski á næsta fiskveiðiári verði 250 þúsund tonn og er það aukning um 32 þúsund tonn frá tillögum stofnunarinnar frá því í fyrra og aflamarksins fyrir yfir- standandi fiskveiðiár, eða um tæplega 15%. Þá er lagt til að hámarksafli í loðnu verði aukinn úr 850 þúsund tonnum í 945 þúsund tonn, en hins veg- ar er lagt til að hámarksaflinn í ýsu lækki úr 40 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn og í úthafsrækju úr 70 þúsund tonnnum í 60 þúsund tonn. Einnig er lagt til að leyfilegur hámarksafli í skarkola verði minnkaður úr níu þúsund tonnum í sjö þúsund tonn og hámarksafli í humri verði minn- kaður úr 1,5 þúsund tonnum í 1,3 þúsund tonn. Hvað aðra fiskstofna varð- ar eru tillögur Hafrannsóknastofnunar óbreyttar frá tillögunum í fyrra. Stærð veiðistofns þorsks á þessu ári er áætluð 975 þúsund tonn og þar af er hrygningarstpfninn talinn um 528 þúsund tonn. í úttekt árið 1997 var veiðistofn áætlaður 851 þúsund tonn við upphaf árs 1998 en hrygningarstofn um 406 þúsund tonn. Meginbreytingar í nýju stofn- mati eru þær að árgangamir frá 1992 og 1993 eru nú taldir stærri en áður. Þetta á alveg sérstaklega við um árgang 1992, en hans hefur gætt meir í veiðunum en búist hafði verið við. Aflamark í þorski fyrir yfir- standandi fiskveiðiár er 218 þúsund tonn og gert er ráð fyrir að aflinn á fiskveiðiárinu verði sá sami, en ársaflinn 1998 um 230 þús. tonn. Samkvæmt aflareglunni munu veiðast 250 þús. tonn fisk- veiðiárið 1998/99 og fiskveiðiárið 1999/2000 248 þús. tonn. Veiði- stofninn mun vaxa úr 975 þús. tonnum í ársbyrjun 1998 í 999 þús. tonn í ársbyrjun 2001 en hrygning- arstofn úr 528 þús. tonnum 1998 í 565 þús. tonn 2001. Vænta má 1.420 þúsund tonna loðnuafla Heildaraflinn á síðustu loðnu- vertíð varð um 1.250 þúsund tonn en leyft hafði verið að veiða 1.265 þúsund tonn. í skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar kemur fram að mælingar á stærð loðnu- stofnsins sem gerðar voru sumarið og haustið 1997 benda til þess að vænta megi um 1.420 þúsund tonna afla á vertíðinni 1998/99. í varúðarskyni leggur Haf- rannsóknastofnunin til að loðnuafl- inn á tímabilinu júlí-nóvember 1998 verði takmarkaður við 950 þús. tonn, en hámarksaflinn á vertíðinni allri verði ákveðinn eftir að stærð veiðistofnsins hefur verið mæld haustið 1998 og/eða veturinn 1999. Til að stuðla að betri nýtingu stofnsins og koma í veg fyrir smáloðnudráp er einnig lagt til að sumarvertíðin 1998 hefjist 20. júní, en veiðar verði hins vegar bannaðar á tímabilinu 16. ágúst til 30. sept- ember. Samdráttur í rækju Rækja á grunnslóð árið 1997 varð 9.600 tonn eða rúmum 2.000 tonnum minni en árið áður, en ástand rækjustofna á grunnslóð er misjafnt þar sem mikið hefur verið af þorski. Má þar einkum nefna Eldey, ísafjarðardjúp, Húnaflóa og jafnvel Amarfjörð. Að þessu sinni leggur Hafrannsóknastofnunin til að upphafsafli verði 5.050 tonn á komandi fiskveiðiári, en rækjuafli innfjarða á vertíðinni allri 1997/98 verði hins vegar ákveðinn í sam- ræmi við niðurstöður stofnmælinga haustið 1998. Rækjuafli á djúpslóð jókst árið 1997 í 66 þúsund tonn úr 57 þúsund tonnum árið 1996. Af aflanum árið 1997 veiddust tæp 3.000 tonn á Dohrnbanka sem er utan kvóta. Heildaraflamark fiskveiðiársins 1997/98 var 75 þúsund tonn en ekki er útlit fyrir að meira en 60 þúsund tonn veiðist af úthafsrækju á fisk- veiðiárinu, og minnkaði afli á tog- tíma stórlega síðla árs 1997 og framan af árinu 1998. I samræmi við upplýsingar um auknar þorskgöngur í stofnmæl- Tillögur um hámarkaafla fiskveiðiárið 1998/99 hámarksðfli og aflahámark 1997/98 til samanburðar Tegund Aflahámark, tonn, 1998/99 Aflahámark, tonn, 1997/98 Aflamark, tonn, 1997/98 Þorskur 250.000 218.000 218.000 Ýsa 35.000 40.000 45.000 Ufsi 30.000 30.000 30.000 Karfi 65.000 65.000 65.000 Úthafskarfi - 45.000 45.000 Grálúða 10.000 10.000 10.000 Skarkoli 7.000 9.000 9.000 Sandkoli 7.000 7.000 7.000 Skrápflúra 5.000 5.000 5.000 Langlúra 1.100 1.100 1.100 Steinbítur 13.000 13.000 13.000 Síld 90.000 100.000 100.000 Loðna 945.000 850.000 1.265.000 Gulllax 6.000 - - Humar 1.200 1.500 1.200 Rækja á grunnslóð 5.050 7.150 6.650 Rækja á djúpslóð 60.000 70.000 75.000 Hörpudiskur 9.800 8.000 8.000 Þorskafli 1980-96 og veiðiheimildir 1997/98 og 1998/99 ingu rækju og stofnmælingu botn- fiska árin 1997 og 1998 og veruleg- an samdrátt í rækjuafla á togtíma leggur Hafrannsóknastofnunin til að leyfilegur hámarksafli úthafs- rækju fiskveiðiárið 1998/99 verði 60 þús. tonn. Miðast þessi tillaga við heildarafla að meðtöldum veiði- heimildum sem flytjast frá undan- gengnu fiskveiðiári. Óvissa um ástand síldarstofnsins Á vertíðinni 1997/1998 varð sfld- arafli úr íslenska sumargotsstofnin- um einungis 64 þúsund tonn en leyfðar höfðu verið veiðar á 100 þúsund tonnum. Hrygningarstofn- inn 1997 reyndist vera um 435 þúsund tonn sem er um 50 þúsund tonnum minna en gert var ráð fyrir í síðustu úttekt Hafrannsókna- stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 485 þúsund tonn árið 1998. Á vertíðinni 1998/1999 er gert ráð fyrir að mest verði veitt af fjög- urra ára síld, þ.e. 1994-árganginum, en veiðin muni að öðru leyti dreifast á marga eldri árganga. Hegðun síldarinnar út af Austfjörð- um var um margt óvenjuleg og jafnvel talið að sumargotssfld hafi gengið á Færeyjamið í byrjun þessa árs. Bergmálsmælingar voru þannig gerðar við mjög óvenjulegar aðstæður og því ríkir talsverð óvissa um ástand stofnsins. Á kom- andi hausti er þess vegna gert ráð fyrir að endurmæla stofninn eins fljótt og auðið er en til bráðabirgða leggur Hafrannsóknastofnunin til að leyfilegur hámarksafli verði 90 þúsund tonn á vertíðinni 1998/1999. Þessi tillaga miðast við heildarafla að meðtöldum veiðiheimildum sem flytjast á milli vertíða. Á árinu 1997 veiddu Islendingar um 220 þúsund tonn úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum. Heildar- veiðin var hins vegar rúmar 1,4 milljónir tonna. Samkvæmt sam- komulagi Færeyinga, íslendinga, Norðmanna og Rússa um fyrir- komulag veiða úr þessum stofni er heildaraflamark þessara aðila Evr- ópusambandsins fyrir árið 1998 1,3 milljónir tonna og verður hlutur Is- lendinga þar af 202 þúsund tonn. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að leyfilegur hámarksafli norsk-íslenskrar vorgotssíldar verði 1,2 milljónir tonna árið 1999. í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar kemur fram að sókn í ufsa hafi verið verulega hærri en kjörsókn og umfram þá sókn sem gefur há- marksafrakstur. Nýliðun í ufsa- stofninum hafi verið léleg á undan- förnum árum og litlar haldbærar vísbendingar séu til um stærð upp- vaxandi árganga. Hafrannsókna- stofnunin leggur til að enn verði dregið úr sókn í ufsastofninn og að ufsaafli á fiskveiðiárinu 1998/99 fari ekki yfir 30 þús. tonn. Tekist hefur að snúa við alvarlegri þróun Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði þegar fréttamönnum voru kynntar tillög- ur stofnunarinnar að fyrir þremur árum hefðu tillögur miðað að því að þorskaflinn yrði 155 þús. tonn, fyrir tveimur árum að aflinn yrði 186 þús. tonn og í fyrra var lagt til að þorskaflinn yrði 218 þús. tonn. Þetta væri því þriðja árið í röð sem Hafrannsóknastofnunin legði fram tillögur um aukinn þorskafla eftir að aflareglan var tekin upp. „Við teljum að það hafi tekist að snúa við þeirri alvarlegu þróun sem var í þorskstofninum með aflaregl- unni og með þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið. Við megum held- ur ekki gleyma því að einmitt á þessum tíma hefur náttúran verið okkur býsna hliðholl, sérstaklega að því er varðar vöxt og viðgang loðnustofnsins. Loðnan virðist vera í mjög góðum gír eins og er og það er lagt til að byrjunaraflinn verði 945 þús tonn, en það er 95 þús. tonnum hærra en var á sama tíma í fyrra. Þetta eru tveir mikilvægustu og fyrirferðarmestu fiskstofnamir í íslenska vistkerfínu og þeir virðast báðir vera í góðu standi; þorsk- stofninn á uppleið og loðnan sjaldan ef nokkurn tímann verið í betra ástandi. Það er því bjart yfir að þessu leyti því þorskurinn dafnar vel þegar nóg er af loðnunni," sagði Jakob. Hann sagði að það sem kalla mætti vondu fréttirnar í tillögum Hafrannasóknastofnunarinnar væri að lagður væri til verulegur sam- dráttur í úthafsrækjuveiðum. „Við lögðum til 70 þús. tonna aflahámark á rækju á yfirstand- andi fiskveiðiári. Menn voru þá mjög bjartsýnir, en afli á sóknar- einingu hafði farið vaxandi og var hár. Við teljum að það sé ólíklegt að það veiðist meira en 60 þúsund tonn af úthafsrækju af þessum 75 þúsund tonnum sem var úthlutað, þannig að þarna urðu mikil um- skipti og afli á sóknareiningu hefur farið minnkandi. Við erum að tala um að á næsta fiskveiðiári verði þá óbreyttur afli og heildaraflinn verði miðaður við 60 þúsund tonn, sem er verulegur samdráttur," sagði Jakob.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.