Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 5 7- FRÉTTIR Fundur um fiskveiðistjórn og nýtingu fiskimiða SKIPSTJÓRA- og stýri- mannafélagið Aldan, Landssam- band smábátaeigenda og Samtök fiskvinnslu án útgerðar gangast fyr- ir opnum fundi um nýtingu fískimiðanna á Grand Hótel í Reykjavík (Gullteig) miðvikudaginn 27. mars kl. 20.30. í fréttatilkynningu segir að fjallað verði um grundvallarspurn- ingar s.s.: Erum við að stunda ábyrgar fiskveiðar? Er íslenska kvótakerfíð besta leiðin? og Má eða þarf að veiða meira? Gunnar Stefánsson, tölfræðingur Hafrannsóknastofnunar, flytur er- indi um Stofnstærðarmælingar á þorskstofninum og nýtingarstefnu. Erindi Jóns Kristjánssonar nefnist Er uppbyggingarstefna raunhæf? Eftir stutt hlé tala Árni Bjarnason, stýrimaður frá Akureyri, og Krist- inn Pétursson, fiskverkandi og fyri'v. alþingismaður. Að lokum verða almennar umræður og fyrir- spumir. Fræðslufundur um fiska í ám og vötnum FRÆÐSLUFUNDUR verður í Al- viðru miðvikudaginn 27. mars kl. 20.30. Þá heldur Þórólfur Antons- son, fiskifræðingur hjá Veiðimála- stofnun, erindi um físka í ám og vötnum og svarar fyrirspurnum gesta. Allir eru velkomnir, kaffíveitingar. Fræðslukvöld fyrir stuðnings- foreldra SVÆÐISSKRIFSTOFA í málefn- um fatlaðra Reykjavík efnir til fræðslukvölds fyrir stuðningsfor- eldra fatlaðra barna í Reykjavík í kvöld, þriðjudaginn 26. maí, kl. 20. Fræðslufundurinn verður haldinn á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð (gengið inn um hliðardyr að vestanverðu). Guðbjörg Björnsdóttir þroska- þjálfí heldur fyrirlesturinn „Leikur og fatlaða barnið" og Jónína Guð- mundsdóttir félagsráðgjafí fjallar um „Flogaveiki og börn“. Að lokn- um fyrirlestrum verður kaffí og spjall. Nýir leiðsögu- menn útskrifast 25 NÝIR leiðsögumenn útskrifuð- ustu 19. maí frá Leiðsöguskóla fs- lands eftir heilsvetrar nám sem er bæði bóklegt og verklegt. Leiðsögumennirnir sjást hér á myndinni ásamt Magnúsi Odds- syni, ferðamálastjóra, Margréti Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, Birnu G. Bjarnleifsdóttur, umsjónar- manni námsins, Kristbjörgu Þór- hallsdóttur, einum af kennurum skólans, og Ragnhildi Sigurðar- dóttur, varaformanni Félags Ieiðsögumanna. 21. maí lögðu nýju leiðsögumennirnir upp í hringferð um landið til að kynna sér ýmsa staði á landsbyggðinni sem þeir vonast til að fá tækifæri til að sýna ferðamönnum í framtíðinni, segir í fréttatilkynningu. Þessi 25 manna hópur tók munnleg próf á samtals 10 mismunandi tungumálum. Jad Fair í Reykjavík AMERISKI frumspunarokkarinn Jad Fair spilar á ókevpis tónleikum á veitingastaðnum Vegamótum þriðjudagskvöld 26. maí kl. 22. Jad Fair hefur verið virkur í bandarískri neðanjarðarmenningu sl. 20 ár, og hefur m.a. gefið út margar plötur með hljómsveitinni Half Japanese. Blek Ink, hljómsveit Pauls Lydons hitar upp. Opið hús Heima- hlynningar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 26. maí kl. 20-22, í húsi Krabbameinsfélags Is- lands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, les úr þýðingu sinni á bókinni Leitin að tilgangi lífsins. Kaffí og meðlæti verður á boðstólum. Innritun í Skólagarða Reykjavíkur SKÓLAGARÐAR borgarinnar staifa á sjö stöðum í borginni. Við Holtaveg í Laugardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafns, í Fossvogi við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkja- bakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði og í Foldahverfi (Kot- mýri) fyrir austan Logafold. Skólagarðarnir eru ætlaðir börn- um 8-12 ára fædd árin 1986 til 1990. Innritun verður dagana 28. og 29. maí og hefst kl. 18 í hverjum garði fyrir sig. Eldri borgarar geta inn- ritað sig 4. júní í þeim görðum sem rými leyfír. Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir hvern gróðurreit. Meistaramót Skákskóla Is- lands hefst á fimmtudag MEISTARAMÓT Skákskóla fs- lands 1997/1998 hefst fimmtudaginn 28. maí klukkan 20. Mótið verður nú haldið í fimmta sinn. Þátttöku er hægt að tilkynna til skrifstofu skól- ans, en einnig er hægt að skrá sig á skákstað. Mótið er haldið í húsnæði Skákskólans, Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Tefldar verðar sjö umferðir eftir Monrad- eða svissnesku kerfi. í fyrstu þremur umferðunum verða tefldar atskákir, en fjórar lokaum- fei'ðimat' eru kappskákir. Tímamörk í atskákum er 30 mínútur á hvorn keppanda til að Ijúka skákinni. í kappskákunum eru tímamörkin IV2 klst. á 35 leiki og V2 klst. til að ljúka skákinni. Eins og áðm- segir hefst mótið fímmtudaginn 28. maí og því lýkur sunnudaginn 1. júní. Mótið verður reiknað til skák- stiga, en fyrstu þrjár umferðirnar reiknast til atskákstiga. Glæsileg verðlaun em í boði á mótinu. Sigurvegarinn hlýtur meistaratitil Skákskóla íslands 1997/1998 og farandbikar. Auk þess fær hann greiddan kostnað vegna þátttöku í alþjóðlegu skákmóti er- lendis. Þeir sem lenda í 2.-5. sæti fá vandaðar skákbækur í verðlaun. Tvenn verðlaun verða veitt til þeima keppenda 14 ára og yngri, sem ná bestum árangri. Einnig verða tvenn verðlaun fyrir keppend- ur í hópi 10 ára og yngri. Þá verða veitt tvenn verðlaun fýrir þær stúlk- ur, sem bestum árangri ná í mótinu. Skrifstofa Skákskólans er opin virka daga kl. 10-13. Erindi um gróð- urfar í Land- námi Ingólfs AÐALFUNDUR Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 26. maí, í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 20:30. Á fundinum mun Jón Böðvarsson sagnfræðingur flytja erindi um gróð- urfar í Landnámi Ingólfs fyrr á öld- um. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Yfírlýsing H-listans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing H-listans í Reykjavík að afloknum borgar- stjómarkosningum frá Methúsalem Þórissyni, efsta manni listans: „Við þökkum þeim 392 manneskj- um sem studdu húmaníska stefnu í þessum borgarstjórnarkosningum. Húmanistaflokkurinn setti fram heillega og róttæka stefnu sem gengur þvert á ríkjandi gildi og stefnu í stjórnmálum. í þessari stefnu er horft til langrar framtíðar þar sem mannveran og óviðjafnan- legir eiginleikar hennar em hafðir að leiðarljósi. Hvert einasta atkvæði sem H- listinn fékk er yfirlýsing, ósk um öðruvísi stjómmál, öðruvísi þjóðfélag, öðmvísi framtíð þar sem manneskjan fær uppreisn æm og býr sér kringumstæður þar sem all- ir hafa sömu tækifæri. Við höfum í þessum kosningum sáð nokkrum frækomum að þannig framtíð. Húmanistar munu halda áfram að kynna og útskýra þessa stefnu og kalla fleiri til íylgis við hana. Húman- isminn þarf að verða raunhæfur möguleiki út úr vaxandi þrengingum fólks sem skeytingai'leysi peninga- hyggjunnar og virðingarleysi við manneskjuna hafa valdið. Sú einstak- lingshyggja og markaðsstefna sem nú ríkir og reiknai' með að lögmál markaðarins muni leysa mál fólksins byggir á óskhyggju og á sér enga fí-amtíð. Auður og völd safnast hratt á fárra hendur og skilja æ fleiri efth' á veginum. Fólk liggur við köfnun vegna þess að frelsi þess er kæft. Allt sem við höfum sett fram í stefnu okkar nú er hægt að fram- kvæma. Til þess að koma henni í kring þarf hins vegar djúptækar breytingar, félagslega og í hjörtum okkar.“ Beinvernd stofnar félag á Austurlandi STOFNFUNDUR Beinverndar á Austurlandi verður haldinn mið- vikudaginn 27. mars kl. 17-18.30 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Beinvemd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Stofnfundur Bein- vemdar var haldinn 1. mars 1997 í Reykjavík. Nú hefur verið ákveðið að halda stofnfund svæðisdeildar Aust- urlands og era allir áhugasamii- vel- komnir. Stefnt er að stofnun svæðis- deilda í öllum landsfjórðungum og era búið að stofha svæðisdeildir á Norðurladi og Suðurlandi. _ Á dagskrá stofnfundarins mun Olafur Olafsson, landlæknir og for- maður, fjalla um beinvernd, Gunnar Sigurðsson, prófessor, ræðir um beinþynningu; orsakir/meðferð, lög Beinverndar verða kynnt, kosið verður í stjórn Austurlandsdeildar og önnur mál. Fundarstjóri verður Maríanna Jóhannsdóttir. LEIÐRÉTT Röng búseta í FRÉTT blaðsins um keppendur í fegurðarsamkeppni Islands er rangt farið með búsetu eins keppandans. Hið rétta er að Silja Hrund Einars- dóttir er Stokkseyringur og nem- andi við Kvennaskólann í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Dagbók lögreglu HELGIN var róleg að því leyti að ekki voru alvarleg slys en hins vegar var mikið um alls konar minni háttar verkefni. Fremur friðsamlegt var í miðborginni um helgina en þó var talsvert mikið af fólki þar aðfaranótt laugardags en minna daginn eftir. Umferðin Kl. 04.35 á laugardag voru fimm ölvuð ungmenni handtekin í Norð- urfelli eftir að hafa farið inn í bfl, tengt framhjá og ekið um 15 m. Þau voru öll ölvuð. Allmargir ökumenn voru stöðvaðir um helgina þar sem þeii' höfðu enn ekki tekið nagladekkin undan bílum sínum þó að nú sé orðið alllangt um liðið síðan það átti að gerast. Innbrot og þjófnaðir Kl. 03.45 á laugardag vaknaði maður upp við umgang í íbúð sinni í Hvassaleiti. Þar var kominn óboðinn gestur sem forðaði sér í flýti. Hann hafði komist inn með því að sparka upp glugga en skemmdir voru litlar og líklega engu stolið. KI. 04.18 á laugardag var til- kynnt um innbrot í bíl á Amt- mannsstíg og var stolið hljóm- flutningstækjum. Nokkra síðar var tilkynnt um innbrot í bíl á Bergstaðastræði. Vaktmaður varð þjófanna var og lögðu þeir á flótta. Kl. 10.36 var tilkynnt um inn- brot í bíl á bílasölu í austurborg- inni. Stolið var dýrum geislaspil- ara. Kl. 12.06 var stolið NMT síma úr bifreið í Kóngsbakka. Bifreiðin er talin hafa verið ólæst. Kl. 12.48 hrifsaði maður um tvítugt veski af konu á Njálsgötu. Maðurinn varð ekki ríkur af því, nær engin verðmæti vora í veskinu. Kl. 13.37 var tilkynnt um inn- brot í þrjár geymslur í blokk í Seljahverfí. Talið er að litlu hafí verið stolið. Kl. 13.44 var tilkynnt um þjófnað úr bílskúr í Samtúni en lykill mun hafa staðið í hurðinni. Stolið var nokki-u af verkfærum. Kl. 21.03 var tilkynnt um inn- brot í bíl á Leifsgötu. Stolið var út- varpi og geislaspilara. Kl. 13.34 á sunnudag var tilkynnt um innbrot í hús við Mávahlíð. Þar var stolið nokkram kössum af bjór. Hluti hans fannst síðar í geymslu í heimahúsi. Kl. 16.30 var tilkynnt um inn- brot í Myndlista- og handíðaskól- Vikuna 22.-25. maí 1998 ann. Talið var að litlu hafi verið stolið. Kl. 02.09 var tilkynnt um að tveir sjómenn af erlendu skipi hefðu tekið tölvuskjá og tvö reiðhjól ófrjálsri hendi á athafna- svæði Sorpu. Þeim var gert að skila hlutunum aftur. Líkamsmeiðingar og slys Síðdegis á föstudag datt kona í Borgartúni/Nóatúni. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabíl og var talin fótbrotin. Kona datt af hest- baki við Reynisvatn á fóstu- dagskvöld, meiðsli hennar vora ekki talin mikil. Kl. 11.49 féll maður milli hæða í húsi við Skipholt. Hann hlaut höfuðáverka og var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Kl. 14.29 var tilkynnt að kona hefði verið rænd veski sínu á bílastæði við Alþingishúsið. Hún meiddist á hendi og gagnauga er veskið var hrifsað af henni og var flutt á slysadeild. Veskið fannst stuttu síðar með öllu sem þar átti að vera nema 1.000 kr. Árás- armaðurinn fannst ekki. Kl. 0.47 á sunnudag var tilkynnt um slagsmál á Seilugranda. Maður var sleginn með flösku í höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Tjónvaldur var fluttm- í fangageymslu. Kl. 03.15 var tilkynnt um hópslagsmál á veitingastað í Mos- fellsbæ. Sex manns vora flutt á slysadeild í lögreglubíl. Tildrög eru óljós og ekki vitað hvort menn deildu vegna úrslita kosninganna en svo virðist sem fyrst hafí fjórir menn ráðst á tvo. Þarna áttu hlut að máli bæði karlmenn og kven- menn. Brunar Aðfaranótt laugardags kviknaði í brauðrist í kjallaraherbergi við Maríubakka. íbúinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun. Nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks. Kl. 01.10 á sunnudag var kveikt í útisalerni í Tryggvagötu. Lögreglan slökkti eldinn en litlar skemmdir urðu. Stuttu síðar var tilkynnt um eld í raslagámi við Hagkaup á Eiðistorgi. Slökkvilið slökkti eldinn. Síðar um helgina var kveikt í öðram gámi en sá eld- ur einnig fljótt slökktur. Annað Kl. 03.23 á laugardag var stúlka fiutt úr Hafnarstræti á slysadeild. Hún var meðvitundarlaus og hafði neytt talsverðs magns af sjóveikitöflum. Kl. 03.58 á laugar- dag voru tvær stúlkur teknar í Bankastræti þar sem þær köstuðu af sér vatni. Kl. 4.02 var tilkynnt um stúlku á sundi í höfninni. Hún synti frá Faxagarði yfír að Isbirninum þar sem hún komst í land. Vaktmaður frá Landhelgisgæslunni reyndi að synda á eftir stúlkunni en árang- urslaust. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Mikil vinna var hjá lögreglu alla helgina í sambandi við kosningarn- ar og kl. 6 á laugardagsmorgun var byrjað að flytja kjörgögn. Hópur lögreglumanna var við þessi störf fram yfir miðnætti en þeir síðustu luku störfum við kosn- ingarnar kl. 04. Kl. 16.42 á sunnudag var stöðvaður akstur ungs manns um flugbrautirnar á Reykjavíkurflug- velli. Varla þarf að geta þess hvað slíkur akstur er hættulegur auk þess að vera harðbannaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.